Morgunblaðið - 18.03.2020, Qupperneq 32
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 78. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Rögnvaldur Hreiðarsson varð síðasta föstudagskvöld
fyrsti Íslendingurinn til að dæma tvö þúsund körfu-
boltaleiki í mótum á vegum Körfuknattleikssambands
Íslands þegar hann dæmdi leik Keflavíkur og Þórs frá
Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla. Rögnvaldur segir í ít-
arlegu viðtali í blaðinu í dag að körfuboltaíþróttin hafi
mikið breyst á þeim 25 árum sem liðin eru frá því hann
hóf dómaraferlinn. „Það hefur hreinlega orðið stökk-
breyting á íþróttinni frá því ég byrjaði hvað varðar
stjórnun og umgjörð og svo er leikurinn sjálfur allt
öðruvísi. Þetta er nánast allt önnur íþrótt.“ »26
Þetta er nánast allt önnur íþrótt
ÍÞRÓTTIR MENNING
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: Mán-fös: 11-18
lau: 11-15
VOR 2020
síðuna haraldarhus.is og byrjaði að
hlaða inn myndum. Fékk síðan nán-
ari upplýsingar um hverjir voru á
myndunum, tilefnið og svo fram-
vegis, og þannig óx þetta að magni
og gæðum.“
Í tilefni 100 ára afmælis Ung-
mennafélagsins 23. janúar 2010 setti
Haraldur upp sýninguna „Íþróttir í
100 ár“ í lok árs 2009 og stóð hún í
um tvö ár. Hann segir að þá hafi
margir komið færandi hendi með
myndir sem annars hefði verið
fleygt. „Fyrir vikið stækkaði sýn-
ingin um helming áður en yfir lauk,“
segir hann og leggur áherslu á að
Jón Gunnlaugsson, liðsfélagi hans í
ÍA, hafi í 40 ár tekið saman töl-
fræðilegt yfirlit í sambandi við leiki
meistaraflokks karla og hafi hann
reynst sér vel. Eins tekur hann fram
að Helgi Daníelsson og synir hans,
Friðþjófur og Steinn Mar, Björn
Ingi Finsen og Eyþór Óli Frímanns-
son hafi lagt sitt af mörkum. „Maður-
inn einn er ei nema hálfur, með öðr-
um er hann meira en hann sjálfur,“
segir hann.
Haraldur safnar ekki aðeins
myndum af keppnisfólki og þjálf-
urum heldur af sem flestum sem hlut
eiga að máli. „Ég reyni að gera
mörgum skil,“ segir hann og bendir á
að Einar Sörensen, sem keyrði sem-
ent til Reykjavíkur, hafi fylgt meist-
araflokksliðinu í alla leiki, þegar
hans kynslóð var og hét. „Hann
mætti uppáklæddur og aðstoðaði
okkur og eitt spjaldið ber þess
merki.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Skagamaðurinn Haraldur Sturlaugs-
son hefur um árabil unnið að því að
safna saman myndum úr íþróttasögu
Akraness, skrá upplýsingar um þær,
stækka og laga í samvinnu við Frið-
þjóf Helgason ljósmyndara. „Það er
saga á bak við hverja mynd og stefn-
an er að setja upp varanlega sýningu
í Akraneshöllinni fljótlega eftir að
samgöngubanninu verður aflétt, í
vor eða sumar,“ segir hann.
Knattspyrnusagan er þunga-
miðjan í safninu, þar sem eru meðal
annars myndir af öllum um 100 Ís-
lands- og bikarmeistaraliðum karla
og kvenna í öllum flokkum ÍA. „Elstu
myndirnar eru oft þær bestu. Árni
Böðvarsson var með stúdíó í
Georgshúsi og þangað komu leik-
menn fullklæddir í myndatökur.“
Löng saga
Íþróttasagan hefst 1882 með
stofnun Æfingafélagsins, sem var
reyndar eins konar bæjarstjórn og
beitti sér fyrir ýmsum mikilvægum
málum. „Þetta var fyrsta félagið sem
var stofnað á Akranesi og var fyrsti
vísir að íþróttalífi í bænum,“ segir
Haraldur, en hann hefur útbúið 14
söguspjöld, 50x140 cm að stærð, þar
sem hann varpar ljósi á söguna auk
annarra spjalda.
Ungmennafélagið á Akranesi var
stofnað 1910 og þá komst fyrst
skipulag á íþróttastarfsemina. „Hall-
grímur Jónsson prófastssonur var sá
eini sem átti fótbolta og er því gjarn-
an sagt að hann hafi verið fyrsti fót-
boltamaðurinn hérna,“ rifjar Har-
aldur upp. Knattspyrnufélagið Kári
var stofnað 1922 og tók við af ung-
mennafélaginu, en Knattspyrnufélag
Akraness, KA, var stofnað 1924.
Reyndar stofnaði Ungmennafélagið
Hörð Hólmverja 1919 en strákarnir
gengu síðan í Kára og KA. „Ég rek
söguna í máli og myndum og er kom-
inn með ríflega 200 álspjöld. Ég hef
verið 15 ár að þessu og stöðugt bæt-
ist í safnið þannig að erfitt er að
hætta.“
Haraldur hefur alla tíð tengst fót-
boltanum, bæði sem leikmaður og
forystumaður, og þegar hann hætti
að vinna ákvað hann að einbeita sér
að því að halda sögunni til haga með
því að safna saman myndum og skrá
söguna á bak við þær. „Ég setti upp
Saga á bak við myndirnar
Varanleg sögusýning í myndum og máli í Akraneshöll
Spjald Hallgrímur Jónsson var einn af fyrstu fótboltamönnum á Akranesi.
Hið fjölhæfa ASA tríó, sem hefur verið starfrækt frá
2005 og sent frá sér nokkra diska með djasstónlist,
kemur fram í Jazzklúbbnum Múlanum í Flóa í Hörpu í
kvöld klukkan 20. Tríóið skipa Agnar Már Magnússon á
Hammond orgel, Andrés Þór á gítar og Scott McLe-
more á trommur. Með þeim kemur fram saxófónleik-
arinn Jóel Pálsson og munu þeir leika glænýtt efni eft-
ir þá fjóra. Tónleikar Múlans eru venjulega á Björtu-
loftum Hörpu en verða nú fluttir í Flóa, sem tekur allt
að 95 gesti og verður gætt að mátulegri fjarlægð milli
gesta og ýtrasta hreinlætis, samkvæmt fyrirmælum.
ASA tríó leikur í Múlanum í kvöld