Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Þeim sem sýktir eru af kórónuveiru hefur fjölgað ört undanfarna daga og hafa aldrei fleiri greinst sýktir en á laugardag, þegar 95 smit voru stað- fest. Þannig hefur greindum smitum fjölgað um 318 síðustu fjóra daga en þrátt fyrir það hefur sýnatökum fækkað talsvert síðustu daga. „Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart vegna þess að við vit- um að faraldurinn er í uppsveiflu,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir á 22. blaðamannafundi almanna- varna sem fram fór í gámi fyrir utan björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í gær. Sagði hann enn vera gert ráð fyrir því að faraldurinn næði há- marki um miðjan apríl. Einhver skortur er á sýnatöku- pinnum sem notaðir eru til þess að taka próf vegna kórónuveiru á heimsvísu. Töf hefur orðið á sendingu af pinn- um til landsins en hún hefur einnig verið minnkuð úr 5.000 í 2.000. Von er á sendingunni í vikunni en það gæti breyst, að sögn Þórólfs. Til þess að setja fjölda pinnanna í samhengi hafa nú þegar 10.118 sýni verið tekin hérlendis. Þórólfur sagði að allra leiða væri leitað til að nálgast pinna en skort- urinn gæti leitt til þess að strangari skilyrði yrðu sett fyrir sýnatökum. Ekki væri komið að slíku og það yrði auglýst sérstaklega ef til þess kæmi. Pinnarnir munu ekki klárast Um 2.000 pinnar voru til á föstu- dag en Þórólfur vissi ekki hversu mikið þeim hefði fækkað yfir helgina. Hann fullvissaði þó fólk um að pinnarnir myndu ekki klárast. Staðfest smit kórónuveirunnar voru 568 þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær. 532 voru í einangrun, 14 á sjúkrahúsi, 36 var batnað, 6.340 voru í sóttkví og höfðu 1.066 lokið sóttkví. Fyrir helgi kynnti hópur vísinda- manna frá Háskóla Íslands, Emb- ætti Landlæknis og Landspítala spá- líkan um líklega þróun faraldursins hérlendis. Tvær meginspár voru settar fram þar, líkleg spá og svart- sýn spá. Nýjar smittölur færa Ísland nær svartsýnu spánni, að sögn Þórólfs. „Við eigum eftir að sjá líkanið og tölur milli daga geta breytt líkaninu töluvert. Eins og tölurnar eru núna virðumst við vera frekar að stefna í svartsýnu spána en það getur bara margt breyst og línurnar á þessu stigi málsins liggja bara mjög ná- lægt hvor annarri. Svo það þarf ekki mikið til að hreyfa spána í aðra átt.“ Víðir Reynisson, yfirlögreglu- þjónn hjá ríkislögreglustjóra, stað- festi á fundinum að heil vakt hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins væri komin í sóttkví til viðbótar við þá 16 slökkviliðsmenn sem höfðu þegar verið settir í sóttkví. Víðir sagði þó að slökkviliðsstjóri höfuð- borgarsvæðisins hefði fullvissað hann um að vegna öflugra viðbragðs- áætlana slökkviliðsins myndi þetta ekki hafa áhrif á sjúkraflutninga. Afreksfólk í erfiðri stöðu Reiknilíkan vísindamanna hjá miðstöð lýðheilsuvísinda í Háskóla Íslands leiðir í ljós að nýgreindum smitum hefur fjölgað einna minnst hérlendis samanborið við önnur Evrópulönd. Þórólfur vakti athygli á því á fund- inum. „Það er ágætis vitnisburður um það að þær aðgerðir sem við höf- um verið að grípa til hafi skilað ár- angri.“ Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, var einn- ig til svara á fundinum, en eins og áð- ur hefur komið fram hefur öllu skipulögðu íþróttastarfi verið aflýst á meðan á samkomubanni stendur. „Það er auðvitað mjög sorglegt fyrir íþróttahreyfinguna að horfa til þess,“ sagði Lárus. „Við verðum bara að líta svo á að við erum komin í annað verkefni sem er mjög mikilvægt verkefni og það er að kveða niður þessa veiru.“ Lárus lýsti sérstaklega yfir áhyggjum af afreksfólki í íþróttum. „Síðan erum við í þeirri stöðu að afreksfólkið okkar sem er að reyna að komast inn á heimsmeistaramót og Ólympíuleika er í mjög erfiðri stöðu. Það þarf að tryggja að þessir einstaklingar geti haldið sér í keppnisformi og komist á úrtökumót þegar þar að kemur.“ Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 8 64 Útlönd 0 4 Austurland 0 77 Höfuðborgarsvæði 464 4.171 Suðurnes 27 268 Norðurland vestra 5 364 Norðurland eystra 5 299 Suðurland 56 707 Vestfirðir 1 176 Vesturland 2 210 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Erlendis Óþekktur 35%36% 30% 10.118 sýni hafa verið tekin 36 einstaklingar hafa náð bata 1.066 hafa lokið sóttkví 14 einstaklingar eru á sjúkrahúsi 532 manns eru í einangrun Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar 28.2. 29.2. 1.3. 2.3. 3.3. 4.3. 5.3. 6.3. 7.3. 8.3. 9.3. 10.3. 11.3. 12.3 13.3. 14.3. 15.3. 16.3. 17.3. 18.3. 19.3. 20.3. 21.3. Upplýsingar eru fengnar af 568 smit voru staðfest í gær kl. 11.00 6.340 hafa verið settir í sóttkví 600 500 400 300 200 100 568 Stefnum í dekkstu spána  Aldrei fleiri smit staðfest en á laugardag  Skortur á sýnatökupinnum á heimsvísu  Nýgreindum smitum hefur þó fjölgað minnst hérlendis miðað við Evrópu  Heil vakt slökkviliðsmanna í sóttkví Ljósmynd/Júlíus Sigurjónsson Fundur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. Í Húnaþingi vestra mega mest koma saman fimm aðilar og í Vestmanna- eyjum mest tíu. Er það vegna útbreiðslu kór- ónuveirunnar, en fimm stað- fest smit eru í Húnaþingi vestra og eru allir íbú- ar sveitarfélagsins í úrvinnslu- sóttkví vegna grunsemda um víð- tækt smit. Einungis einn af hverju heimili getur í hvert sinn yfirgefið heimilið til að afla að- fanga. Í Vestmannaeyjum eru 27 smit staðfest en Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir mikilvægt að fólk taki höndum saman vegna þessa. „Höldum ró okkar og sýnum þann samtakamátt og samhug sem einkennir okkar góða og kraftmikla samfélag“, skrifaði Íris í færslu á Facebook-síðu sinni um helgina. „Við lifum nú ástand sem er ólíkt öllu sem við höfum áður þekkt. Af því leiðir að við getum ekki nema að takmörkuðu leyti notfært okkur fyrri reynslu til að takast á við þetta; hún er ekki fyrir hendi. Þetta hefur ekki gerst áður. Ekki svona.“ 397 íbúar Vestmannaeyja eru í sóttkví en einum þeirra smituðu hrakaði á laugardag og var hann fluttur með sjúkraflugi á Land- spítalann. Fimm og tíu manna bann Íris Róbertsdóttir „Fyrstu viðbrögð mín við aðgerðum eru jákvæð, að grípa fljótt til að- gerða við þessar alvarlegu aðstæður skiptir miklu máli. Einnig er mikil- vægt að stjórnvöld séu tilbúin að breyta aðgerðaáætlun og bregðast við því hvernig ástandið þróast,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnar- son, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og 2. varaforseti ASÍ. Í efnahagspakka þeim sem ríkis- stjórnin kynnti um helgina eru ýmis atriði er lúta að heimilunum og launafólki. Tryggðar eru greiðslur til fólks í sóttkví og þegar starfshlutfall er minnkað að frumkvæði vinnuveit- anda um minnst 20% vegna sam- dráttar í starfsemi. Gert er þá skil- yrði að launþegi haldi að lágmarki 25% starfshlutfalli hjá vinnuveit- anda. Einnig verður veitt heimild til að taka út séreignarsparnað og endur- greiðslur á vsk. vegna viðhaldsvinnu við heimili og frístundahúsnæði hækkaðar í úr 60% í 100%. „Ég hefði viljað sjá iðnaðarmenn betur tryggða hvað varðar tekjur í hlutastörfum og greiðslum ríkisins við þær aðstæður. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir að núverandi ástand varir ekki lengi svo þetta ætti að sleppa. Þá er jákvætt að stjórn- völd tóku vel í tillögu okkar að breyta verkefninu Allir vinna þannig að allur virðisaukaskattur af vinnu við endurbætur verður endurgreidd- ur líkt og gert var eftir efnahags- hrunið. Þá verður að grípa til að- gerða vegna verðtryggðra fasteigna- lána og í því sambandi hefur frysting verðtryggingar verið nefnd. Við þurfum síðan þegar við komumst fyrir veiruna að tryggja að manna- flsfrekar framkvæmdir fari af stað til að skapa störf,“ segir formaður RSÍ. sbs@mbl.is Framkvæmdir skapi störf  Brugðist verði við vegna fast- eignalánanna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Launafólk Núverandi ástand varir ekki lengi, segir Kristján Þórður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.