Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020
Dolorin
Hita- og verkjastillandi paracetamól
Á HAGSTÆÐUVERÐI!
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Lesiðvandlegaupplýsingarnaráumbúðumogfylgiseðli
fyrir notkun lyfsins.
Leitið til lækniseða lyfjafræðingsséþörfá frekari
upplýsingumumáhættuogaukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
Nýjar umbúðir
Dolorin500mg
paracetamól töflur -
20stkog30stk
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Skólastarfið þessa vikuna hefur
gengið ótrúlega vel – og kennarar
jafnt sem nemendur verið ótrúlega
fljótir að aðlagast breyttu starfs-
umhverfi,“ segir Steinn Jóhannsson,
rektor Menntaskólans við Hamra-
hlíð. Í yfirstandandi samkomubanni
liggur hefðbundið starf framhalds-
skóla niðri og nú stunda nemendur
heima- og sjálfsnám með stuðningi
kennara. Les- og kennsluefni er
miðlað stafrænt og kennarar eru á
vaktinni sem í kennslustofu væri
skv. stundarskrá og eiga þannig í
gagnvirkum samskiptum við nem-
endur.
Námsráðgjafar fylgast með
„Skipan um samgöngubann var
gefin út föstudaginn 13. mars og fólk
hafði því aðeins helgina til að búa sig
undir gjörbreytta kennsluhætti.
Reyndar þekktum við mörg tæki, tól
sem og aðferðir sem þurfti að nota
svo að þetta gekk upp og reynslan er
fín. Þorri nemenda sest við tölvuna
sína, fylgist með leiðsögn kennarans
og skilar inn verkefnum,“ segir
Steinn og heldur áfram:
„Sumir hafa á orði að virkni nem-
enda og innlegg í umræðum, sem
annars myndu halda sig til hlés, sé
betri í þessu starfsumhverfi en í
hefðbundnum tímum í kennslustofu.
Slíkt er jákvætt. Svo reyna náms-
ráðgjafar líka að fylgjast sérstaklega
með nemendum sem eru í brott-
hvarfshættu og eru í sambandi við
þá.“
Steinn segir að í velflestum grein-
um sé kennsla yfir netið vel fram-
kvæmanleg og gangi vel. Vandkvæði
séu helst í raungreinum þar sem
gerðar séu verklegar æfingar, svo
sem í eðlis-, jarð-, líf- og efnafræði.
Þegar samkomubanni lýkur verði
hugað að því – og hvort skerpa þurfi
á einhverju í skólastarfinu fyrir síð-
ustu kennsluvikur yfirstandandi
annar og svo vorprófin.
„Starfið gengur vel við gjörbreytt-
ar aðstæður. Hér í Hamrahlíð eru
1.067 nemendur á vorönn og mikil
viðbrigði fyrir alla að hér sé ekki ið-
andi mannlíf. En af þessum breyttu
aðstæðum munum við öll læra. Samt
er ekkert sem kemur í stað gagn-
virkra samskipta milli kennara og
nemenda í kennslustofu og skóla-
starf verður í meginatriðum með því
móti,“ segir rektor MH.
Kennarar eru útsjónarsamir
Hildur Ingvarsdóttir, skólameist-
ari Tækniskólans, segir að þar hafi
tekist vonum framar að aðlaga skóla-
starfið nýjum aðstæðum. Áður en
skipun um samkomubann var gefin
út hafi verið ljóst að hverju fór og
byrjað hafi verið að undirbúa að
kennsla í skólanum gæti farið fram
yfir netið. Þegar á reyndi hafi það
verið vandkvæðalítið. Í gegnum for-
ritið Microsoft Teams séu hópar
tengdir saman í kennslustund sem sé
oftast samkvæmt stundatöflu. Utan
hennar eru kennarar, námsráðgjafar
og aðrir starfsmenn í gegnum síma,
tölvupóst og Teams tilbúnir til svara
og að sinna þjónustu við nemendur
Tækniskólans, sem eru um 2.700.
„Í bóklegu námsgreinum, tölvu-
greinum og fleira er í reynd hægt að
fara alfarið yfir í fjarkennslu. En í
verklegu fögunum er þetta snúnara.
Í sumum verklegum áföngum var
markvisst lögð meiri áhersla á verk-
lega þáttinn vikuna áður en sam-
komubann var sett á og er því hægt
að leggja meiri áherslu á bóklega
þáttinn núna,“ segir Hildur Ingvars-
dóttir og að lokum: „Í sumum tilvik-
um gengur samt sem áður að kenna
verklegt yfir netið og kennarar hafa
verið ótrúlega útsjónarsamir við að
breyta og aðlaga svo það sé hægt.
Þarna gæti ég til dæmis nefnt náms-
áfanga í gull- og silfursmíði. Hér er
allt kapp lagt á að halda nemendum í
skóla og svo þeir tefjist sem minnst í
námi. Satt að segja hefur skólastarf-
ið hér farið í gegnum byltingu á örfá-
um dögum, þar sem nemendur og
kennara hafa lagst á eitt í ömur-
legum aðstæðum.“
Gjörbreytt kennsla sem gengur vel
Fjarnám í framhaldsskólum í samkomubanni Stundaskrá er fylgt og nemendur eru virkir í tímum
og umræðum Vandi í raungreinum Ná að kenna verklegt á netinu Bylting gerð á örfáum dögum
Hildur
Ingvarsdóttir
Steinn
Jóhannsson
Klínísk rannsókn á virkni lyfja-
blöndu gegn COVID-19 sjúkdómn-
um gefur góð fyrirheit í baráttunni
gegn sjúkdómnum sem er nú orðinn
útbreiddur um allan heim. Rann-
sóknin, sem fór fram í Frakklandi,
sýnir að blanda af malaríulyfinu
Chloroquine og
sýklalyfinu
Azithromycin
(einnig þekkt sem
Zithromax) virk-
ar vel gegn veiru-
sýkingunni.
Rannsóknin
var ekki stór í
sniðum og tók
einungis til 36
einstaklinga en
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen,
segir hana nægilega stóra til að „gefa
mjög sterka vísbendingu um að þessi
blanda virki“. Alvogen hefur sótt um
leyfi til að hefja klínískar rannsóknir
á lyfjablöndunni sem og öðrum lyfja-
blöndum. Þær rannsóknir myndu
verða töluvert stærri og myndu ná til
200 einstaklinga í hverju tilviki.
„Miðað við 36 manna rannsókn lít-
ur þetta mjög vel út. Það er mjög erf-
itt að ætla að koma með ný lyf inn á
markað núna því það tekur miklu
lengri tíma að þróa ný lyf. Það er til
mikið af lyfjum sem virka á veirur,
bæði ofnæmislyf og önnur veirulyf,
og það er því miklu auðveldara að
finna ný not fyrir eldri lyf en að þróa
ný lyf,“ segir Róbert um frönsku
rannsóknina í samtali við Morgun-
blaðið. Chloroquine var fyrst þróað
árið 1934 og hefur því verið þekkt
lengi.
Hann segir góðu fréttirnar vera
þær að virkni lyfjanna sé góð og auk
þess séu bæði lyf samþykkt, fram-
leidd af mörgum fyrirtækjum og séu
á mörkuðum víða. Slæmu fréttirnar
séu hins vegar þær að eftirspurn eft-
ir lyfjunum muni aukast gríðarlega á
næstu vikum og hætta sé á því að þau
seljist upp.
Már Kristjánsson, yfirlæknir á
smitsjúkdómadeild Landspítalans,
greindi frá því í samtali við mbl.is um
helgina að lyfjablandan væri nú þeg-
ar komin í notkun hér á landi sem
meðferð gegn kórónuveirunni. Sagði
hann að samanlögð áhrif lyfjanna
drægju úr lífvænleika veirunnar í
lungnafrumum og minnkuðu
ofnæmissvar gegn veirunni í lung-
unum. Það væri þó ekki vitað með
fullvissu hvernig lyfið virkaði á veir-
una.
Tók hann þó fram að fæstir þyrftu
á þessari lyfjameðferð að halda enda
fengi þorri einstaklinga með sjúk-
dóminn mild einkenni. thor@mbl.is
Virkni gegn veir-
unni vekur von
Samblanda malaríulyfs og sýklalyfs
Róbert Wessman
Ófögur sjón blasti við gestum og
gangandi í vesturhluta Elliðaár-
dals í morgun. Dauðar kanínur
lágu eins og hráviði neðan við
vestasta húsið næst Reykjanes-
braut. Af myndum að dæma virð-
ast sumar þeirra hafa legið þar um
allnokkra hríð.
Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfir-
lögregluþjónn segir ekki vitað
hvernig þær drápust en að málið
verði þó ekki rannsakað sérstak-
lega. Borgaryfirvöld voru látin vita
og stuttu síðar staðfesti Bjarni
Brynjólfsson, upplýsingastjóri
Reykjavíkurborgar, að hræin
hefðu verið fjarlægð. Segir hann
líklegt að tíðin hafi leikið dýrin svo
grátt með miklum umhleypingum
og fæðuskorti. alexander@mbl.is
Dauðar kanínur í Elliðaárdal
Fjöldi hræja í vesturhluta dalsins Ekki vitað hvernig
þær drápust Borgarstarfsmenn fjarlægðu hræin í gær
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Kanína Ófögur sjón blasti við þeim sem lögðu leið sína í Elliðaárdal.
„Lömbin eru vorboði, þó að hér sé enn kalt og langt í
sumarið,“ segir Guðfinna Benediktsdóttir í Volaseli í
Lóni. Þar á bæ báru tvær ær um helgina; sú fyrri á
laugardag og var einlembd. Hin ærin bar í gær, sunnu-
dag, og var með tveimur lömbum; hrút og gimbur.
„Hér í sveitinni eru frjálsar ástir, hrúturinn hefur sam-
kvæmt þessu verið á stjái síðast í október. Sauðburður-
inn fer hins vegar ekki af stað af neinum krafti fyrr en í
maí, samanber að tilhleypingarnar eru í desember. Allt
segir þetta okkur að lífið streymir fram, þrátt fyrir
allt,“ segir Guðfinna, sem býr með á sjötta hundrað fjár
og ærnar sem bera í vor eru um 460. sbs@mbl.is
Ljósmynd/Svandís Perla Snæbjörnsdóttir
Lömbin koma með vorið í Volaseli