Morgunblaðið - 23.03.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.03.2020, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íþeirri mikluóáran semkórónuveiran veldur á Íslandi og í flestum öðrum ríkj- um er mikilvægt að gleyma ekki náung- anum. Náungakær- leikurinn þarf að vera til staðar sem aldrei fyrr og til að minna á það óskaði Morgunblaðið eftir samstarfi við þjóðkirkjuna um að birta hugvekjur frá prestum, enda getur fólk ekki sótt messur eða annað bænahald nú, þó að þörfin hafi líklega sjaldan verið meiri. Í sama tilgangi streymdi mbl.is í gær sunnudagaskóla kirkjunnar og helgistund. Miklu skiptir að kirkjan og kirkjunnar fólk geti með slíkum hætti nálgast sóknar- börn sín og veitt þeim stuðning. Miðlar Árvakurs, Morgun- blaðið, mbl.is og K100, hafa einn- ig aukið áherslu á að leita já- kvæðra frétta af því sem fólk og fyrirtæki eru að gera hvert fyrir annað, endurgjaldslaust og jafn- vel óumbeðið. Þetta átak er undir yfirskriftinni Stöndum saman og þegar hefur borist fjöldi ábend- inga frá lesendum, sem ýmist hafa þegar orðið að fréttum eða eru til skoðunar og vinnslu. Góð viðbrögð lesenda við þessu átaki eru ánægjuleg og sýna að þegar á reynir vill fólk standa saman. Tónlistarmenn spila einnig á netinu fyrir almenning sem á ekki heimangengt og vegna þess að tónleikahald fellur niður. Dæmi um það eru tónleikar Helga Björns og félaga á laugardag í samvinnu Sjónvarps Símans og mbl.is og K100. Á næstunni er því miður ástæða til að ætla að ríkari þörf verði fyrir samstöðu meðal þjóðarinnar en verið hefur að undanförnu. Kórónuveiru- faraldurinn er enn í vexti og þrátt fyrir að lögð sé áhersla á að vekja athygli á jákvæðum tíðindum er fyrirsjáanlegt að enginn skortur verður á ótíðindum. Og eftir þeim þarf ekki að kalla, þau skila sér hjálparlaust. Hertar reglur til að verjast út- breiðslu veirunnar eru vissulega íþyngjandi, en engu að síður óhjákvæmilegar. Ýmsir telja að slík skref hefði átt að stíga fyrr, enda gildir um faraldra eins og margt annað að of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. Þó verður að vona að mat yfirvalda sé rétt og að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til dugi til að koma í veg fyrir að faraldurinn fari úr böndum hér á landi. Þó að tímabundin takmörk- un á samkomum, lokun skóla eða tiltekinnar annarrar starfsemi, eða jafnvel útgöngubann eins og sum ríki hafa gripið til, sé vissu- lega íþyngjandi er hún í raun smámunir miðað við að missa tök- in á bráðsmitandi veiru með þeim skelfilegu afleiðingum sem slíkt getur haft í för með sér. Aðalatriðið í þessu öllu er þó að allur almenningur fari eins gæti- lega og hann getur, fylgi leiðbein- ingum í hvívetna og stuðli þannig að því að veiran geri hér stutt stopp og valdi sem minnstu tjóni. Þetta vinnst aðeins með því að allir standi saman. Hertar aðgerðir eru nauðsynlegar til að veiran fari ekki úr böndum} Stöndum saman Á sama tíma ogflugvellir hins frjálsa heims taka hratt á sig mynd alþjóðaflugvallarins í Pjongjang ákvað Kim Jong-un, leið- togi stærsta fang- elsis veraldar, að minna á sig um helgina með því að gera vopnatil- raunir með tveimur eldflauga- skotum. „Hernaðaraðgerð Norður- Kóreu er algerlega óviðeigandi nú þegar veröldin stendur frammi fyrir erfiðleikum og Al- þjóða heilbrigðisstofnunin lýsir yfir heimsfaraldri kórónuveir- unnar,“ sagði í yfirlýsingu hers Suður-Kóreu og skyldi engan undra. Kim sendi heimsbyggðinni þá kveðju í upphafi árs að hann teldi sig ekki lengur bundinn af því að gera ekki tilraunir með lang- drægar eldflaugar sem borið geta kjarnorkuvopn og ógna þannig fleirum en næstu ná- grönnum. Sú ákvörðun að gera ekki slíkar tilraunir hafði átt að liðka fyrir samningaviðræðum við önnur ríki, einkum Banda- ríkin, en þær viðræður hafa tak- mörkuðum árangri skilað. Þrátt fyrir yfirlýsinguna um áramót hefur Kim ekki framkvæmt fleiri til- raunir með lang- dræg vopn, en síð- astliðið ár hefur hann gert fjölda til- rauna með aðrar flaugar. Leiðtoginn í Norður-Kóreu er ekki líklegur til að sýna heims- byggðinni tillitssemi þó að kór- ónuveiran valdi mestu röskun í samskiptum fólks og þjóða í 75 ár. Þvert á móti er líklegt að hann reyni að nýta sér þá stað- reynd að leiðtogar heimsins hafa um annað að hugsa og að erfiðara er en ella að fást við ögranir og ógnanir slíkra manna. Og hætt er við að Kim verði ekki einn um að vilja nýta sér ástandið. Augn- læknirinn í Damaskus er til dæmis líklegur til að freista þess að ná enn frekari hernaðarlegum árangri í skugga veirunnar og hið sama má segja um skæruliða- og hryðjuverkahópa íslamista í Mið- Austurlöndum og Afríku. Það verður ekki létt verk fyrir Vesturlönd að reyna að hafa hemil á þessari hættu við núver- andi aðstæður, en það verður enn erfiðara að fást við hana síðar ef ógnvaldar heimsins fá á næstunni að vaða uppi mótspyrnulaust. Ógnvaldar heimsins hika ekki við að skáka í skjóli kórónuveirunnar } Kveðja frá Norður-Kóreu Þ etta er ljóta ástandið.“ Ég sá konu sópa snjó af bílnum sínum, renndi niður bílrúðunni og við kölluðumst á. Gættum þess vandlega að engar veirur gætu flogið á milli okkar. Við vorum sammála um að verst er að ástand- ið á eftir að versna, áður en það batnar. Þjóðin veit ekki almennilega hvernig hún á að láta. Í fyrstu kom grínið upp hjá sumum. Ég fór til rakara um daginn og var að hugsa um að segja við hann: „Nei, nei, nei, tveggja metra fjarlægð takk.“ Svo hugsaði ég að hann ætti það ekki skilið að þurfa að heyra sama brandarann aftur og aftur í eilítið mismunandi útgáfum og hélt aftur af mér, aldrei þessu vant. Um kvöldið sá ég að kunningi minn var með þennan brandara um sama rakara í FB- færslu. Sannarlega gott að ég hlífði rakaranum, hugsaði ég. Bráðsmellið samt. Nokkrum dögum seinna kom í ljós að kunninginn er smitaður og hafði fengið veiruna áður en hann settist í rakarastólinn. Grínið var ekki alveg jafnfyndið þá. Einhverjir vinir mínir á netinu stynja þungan undan því að þurfa að fara í sóttkví. Flestir taka því samt með jafnaðargeði. Enda er það minnsta fórn sem hægt er að færa að rjúfa smitleið. Staðfestum smitum fjölgar stöð- ugt. Nú þegar eru þau orðin jafnmörg og sérfræðingar spáðu fyrir þremur dögum að þau yrðu flest í fyrstu vik- um apríl. Nærri tvö prósent þjóðarinnar eru í formlegri sóttkví, fyrir utan alla þá sem halda sér til hlés. Inn- lögnum á spítala fjölgar líka. Við höfum ekki enn séð það versta. Efnahagslegar afleiðingar eru líka slæmar til skamms tíma litið. Heimurinn sér skelfilegar afleiðingar þess að óhæfir stjórnmálamenn neita að við- urkenna vandann þangað til það er um seinan, eins og í Bandaríkjunum. Á Íslandi reyna besserwisserar líka að nýta sér ástandið með glannalegum yfirlýsingum. Hávamál segja: Ósnotur maður þykist allt vita. En við skulum ekki hugsa eins og þjóðin eigi sér ekki viðreisnar von. Sem betur fer hafa embættismenn tekið hættuna alvarlega frá fyrsta degi og flestir stjórnmálamenn eru sammála um að á svona tímum skuli allir ein- beita sér að því að lágmarka skaðann. Aðgerðir Seðlabankans eru góðar og ríkisstjórnin boðar almennar aðgerðir þangað til það versta er yfirstaðið. Aðalatriðið er að allir átti sig á því að þetta ástand varir ekki að eilífu og við munum rétta úr kútnum aftur. Heimsstyrjaldir, hryðjuverk og hrun drógu kjark úr öll- um til skamms tíma en í hvert skipti hefur veröldin blómstrað á ný. Hún gerir það líka eftir veiruna. „Við gerum okkar besta,“ sagði konan við bílinn við mig að skilnaði, þegar við höfðum rakið smitsögur af kunningjum okkar. Á leiðinni frá henni áttaði ég mig á því að einmitt núna er það besta sem flest okkar gerum að gera ekki neitt. Höldum okkur fjarri öðrum og rjúfum smitleiðir. Benedikt Jóhannesson Pistill Við gerum okkar besta Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Ohio vote postponed1,165 880 Ohio Staða talningar 18. mars Sanders Biden Bernie Sanders Joe Biden Forkosningar demókrata 2020 Heimild: Bandarískir fjölmiðlar Biden vann öll þrjú ríkin sem kusu 17. mars Ohio frestaði sínum kosningum FJÖLDI KJÖRMANNA TIL ÞESSA Það þarf 1,991 kjörmann til að tryggja sér útnefninguna Sigurvegari hvers ríkis Arizona 67 kjörmenn Flórída 219 Illinois 155 Louisiana Georgía Kentucky Frestað Maryland FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Niðurstaða forkosningannaí Flórída, Illinois og Ari-zona, sem fram fóru áþriðjudagskvöldið, virð- ist hafa gert endanlega út af við vonir Bernie Sanders, öldungadeildarþing- manns frá Vermont, um að hreppa útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs, sem fram fara í nóvember. Helsti keppinautur Sanders, Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, vann öll þrjú ríkin með miklum mun og jók um leið forystu sína í fjölda kjör- manna, sem endanlega munu velja frambjóðandann á landsþingi demó- krata sem á að fara fram í júlí. Munar nú um þrjúhundruð kjörmönnum á Biden og Sanders, en til saman- burðar má nefna að forskot Bidens er þrefalt á við það sem Barack Obama hafði á Hillary Clinton þegar þau öttu kappi um útnefninguna árið 2008. Kortið óhagstætt Sanders Til þess að hljóta útnefninguna áður en að landsfundi Demókrata- flokksins kemur þarf frambjóðandi að tryggja sér meirihluta 3.979 kjör- manna eða fulltrúa, sem á endanum skera úr um hver verður fyrir valinu, eða 1.991 fulltrúa. Nú er þegar búið að ráðstafa rétt rúmlega 2.230 fulltrúum, sem þýðir að einungis um 1.700 kjörmenn eru eftir. Það sem flækir stöðuna fyrir Sanders er að ólíkt sjálfum forsetakosningunum, þar sem meirihluti atkvæða tryggir frambjóðanda alla kjörmenn ríkis, skiptast kjörmenn í forkosningunum eftir hlutfalli atkvæða. Til að yf- irvinna forskot Bidens þarf Sanders ekki bara að vinna nær öll ríkin sem enn eiga eftir að kjósa, heldur þarf hann helst að fá um 70% fylgi í þeim öllum. Vert er að geta þess að fylgi Sanders mælist nú í kringum 30% að meðaltali. Að auki má nefna að Sanders hefur ekki gengið jafnvel að þessu sinni í sumum af þeim ríkjum þar sem hann vann Clinton fyrir fjórum árum. Biden vann til að mynda frem- ur þægilegan sigur í Michigan-ríki, sem Sanders vann óvænt 2016, og kannanir benda til þess að Biden leiði í flestum af þeim ríkjum sem eftir eru á kortinu. Forvalinu frestað víða Í ljósi þessarar stöðu hafa ýmsir forvígismenn úr röðum demókrata kallað eftir því að Sanders dragi sig í hlé. Ekki bara sé barátta hans því sem næst töpuð, heldur muni það einungis veikja flokkinn að þurfa að framlengja innanflokksátök um út- nefninguna fram á sumar. Þá hefur kórónuveirufarald- urinn sett mjög ákveðið strik í reikn- inginn. Ohio frestaði forvali sínu, sem átti að vera á þriðjudaginn, og önnur ríki hafa fylgt í kjölfarið. Er nú næst gert ráð fyrir að kosið verði í byrjun apríl í Alaska, Hawaii og Wyoming. Allt eru þetta ríki sem Sanders vann fyrir fjórum árum, en sem að sama skapi veita þau öll tiltölulega fáa kjörmenn. Þá veit enginn hvort þessi ríki eða fleiri muni vilja fresta forvali sínu. Sanders virðist þrátt fyrir þetta ekki vera í neinum flýti með að taka ákvörðun. „Ég er að ráða fram úr fjárans krísu hérna,“ hvæsti hann á blaðamenn á miðvikudaginn þegar Sanders var spurður hvort hann ætl- aði að draga sig í hlé, en öldunga- deildin var þá í óðaönn að ræða og samþykkja neyðaraðstoð sem Bandaríkjastjórn hafði lagt fram vegna faraldursins. Dagsetning bundin í lög En hvað með forsetakosning- arnar sjálfar, gæti þeim verið frestað vegna faraldursins? Samkvæmt bandarískum lögum, sem sett voru árið 1845, var dagsetning forseta- kosninga bundin við „þriðjudaginn eftir fyrsta mánudaginn í nóvember“. Þeirri dagsetningu er ekki hægt að breyta með forsetatilskipun eða neinu öðru en annarri lagasetningu frá þinginu. Og jafnvel þó að það tækist að fá slík lög samþykkt yrði ekki hægt að tefja kosningarnar of lengi, því 20. viðbót stjórnarskrár Bandaríkjanna bindur kjörtímabil núverandi forseta við hádegi 20. janúar 2021. Niður- staða kosninga yrði því að liggja fyrir, og helst með góðum fyrirvara, áður en sá tími rennur út. Óvissa um framhald forkosninganna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.