Morgunblaðið - 23.03.2020, Page 15

Morgunblaðið - 23.03.2020, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 Þarfaþing Daglegt líf Íslendinga snýst nú um það að vera með hreinar hendur. Er sprittbrúsinn orðinn eitt helsta þarfaþingið í baráttunni gegn kórónuveirunni, sem vill ekkert með sprittið hafa. Eggert Pólitískur óróleiki skekur nú mörg vestræn lönd. Horfin er nú sú bjartsýna lífssýn eftirstríðs- áranna sem tók mið af stöðugu frjálslyndu stjórnarfari, batnandi lífskjörum og friði. Okkar vest- ræna samfélagsgerð á í vök að verjast. Með falli Berlínarmúrs- ins og síðan hruni Sovétríkjanna, aðaláskoranda vestrænnar sam- félagsgerðar, riðluðust valda- hlutföll heimsins. Kalda stríðinu lauk og um leið tímaskeiðinu sem við það var kennt. Í austurhluta álfunnar lauk þessu tímabili nokkuð skyndilega árið 1989-90 án mikilla eftirkasta, meðan vesturhluti henn- ar hóf för í gegnum upplausnarferli, eins kon- ar hægfara jökulbráðnun. Í hálfa öld höfðum við gengið út frá fullvissu sem visnaði hægt eða sveipaðist villugjarnri þoku. Pólitísk hald- reipi liðinna tíma trosnuðu. Kalda stríðið stóð aðeins yfir í hálfa öld en mótaði hugarfar sam- félaga og skildi eftir sig djúpa pólitíska geil, sem við nú þurfum að róa yfir. Af hverju skildi kalda stríðið eftir svo djúp spor? Jú, útrým- ingarmáttur höfuðandstæðinganna tveggja var slíkur að flestir töldu að heimur okkar og heimili myndu tortímast ef eitthvað færi úr- skeiðis. Kjarnorkusprengjur á skotpöllum leystu úr læðingi lífsbeyg sem gat af sér hegð- unaraga og hugsanahlýðni. Heimsmyndin var lituð svart/hvítu. Kalda stríðið myndaði sterk- an pólitískan hjúp sem umlukti flestar athafn- ir, opnaði sýn en setti slagbrand fyrir aðra. Boðskapur og verndarskjól þess tók sér ból- festu í hugarfylgsnum almennings. Þessi verndarhula varð pólitískt heimkynni fjöl- margra sem þau svo vildu ekki með nokkru móti yfirgefa, eins og síðar kom í ljós. Kjarna- sýra kalda stríðsins var orðin hluti af gena- mengi menningar tíðarandans. Þar var ekkert rými fyrir þjóðrembing eða annan órabundinn átrúnað. Við sem lifðum á þessu áhrifasvæði vorum orðin hluti fjölþjóðlegs bandalags lýð- ræðisþjóða, sem lengst af reið á öldufaldi lang- varandi hagsveiflu er tryggði lífsbata og at- vinnu. Bölvun þjóðernishyggjunnar hafði verið gerð óvirk – í bili. Kalda stríðið og vestræn gildi Kalda stríðið hraðaði efnahagslegri þróun vestrænna samfélaga. Allar meginpólitískar festur, s.s. lýðræði, einstaklingsfrelsi, sjálf- stæði dómstóla og fjölmiðla, þingbundið stjórnarfar, opið hagkerfi, mannréttindi og annað í þeim dúr, urðu vörumerki fram- fara og eftirsóttrar samfélags- gerðar. Þetta var sá sterki arfur Upplýsingarinnar, sem lifað hafði af ógöngur og glæpaverk einræðis og þjóðernisöfga, bæði sovétkommúnisma sem þýskra nasista. Rótum þjóðernishyggju og leyndum átrúnaði á ofrík- isstefnur hafði þó ekki verið út- rýmt. Pólitískar órahugmyndir biðu í undirdjúpum, tilbúnar að svara kallinu. Tilfinningahlaðin pólitík var ekki plássfrek í heimsmynd kalda stríðsins. Hluti af hugmyndafræði þeirri, sem dafnaði í skjóli kalda stríðsins, var einstakt og víðtækt samstarf milli þjóða á fjölmörgum sviðum, þar sem litlu ríkin sátu við sama borð og þau stóru. NATO, ESB og ýmsar alþjóðastofnanir voru skilgetið afkvæmi þess. Sjálfstæðir dóm- stólar voru settir á fót á mörgum sviðum al- þjóðlegra samskipta til að tryggja smærri ríkjum sanngjarna málsmeðferð. Einingarferli vestrænna þjóða á rætur að rekja til tíma kalda stríðsins. Þegar því lauk gliðnaði hjúp- urinn sem hélt þessari opnu og frjálsu sam- félagsgerð ólíkra þjóða saman. Gagnvart því stóðu Evrópuríkin nokkuð ráðþrota. Farg kalda stríðsins lyftist Við lok kalda stríðsins myndaðist þannig nýtt andrými fyrir andstæðar en hrifnæmar pólitískar hugmyndir. Stefnur og skoðanir, sem gengu þvert á þann hugmyndaheim sem ríkt hafði, vöknuðu af svefni. Óviðbúin skyn- semishyggjan tók til varnar, en skrikaði fótur. Óræður popúlismi, af ættboga lýðskrumara, varð fljótlega áberandi. Inntak hans var að grafa undan skynsemishugsun og ala á tor- tryggni gagnvart valdastétt og fjölmiðlum og ýta undir sundrungu meðal þjóðfélagshópa. Rugla fólk í ríminu. Draga staðreyndir í efa en halda fram falskri sýn á mál. Harðneskja og umburðarleysi og réttur hins sterka leystu samninga og samkomulag af hólmi. Upplausn og óvissa komu í stað fullvissu og öryggis. Úr- ræðin við aðsteðjandi vanda voru hins vegar fátækleg. Frjálslyndur málflutningur var gerður tortryggilegur. Þessi nýja stefna fór brátt að bera ávöxt. Í breskum stjórnmálum tóku þjóðernisgorgeir og heimsveldisþrá sér á ný bólfestu. Það leiddi til úrgöngu Breta úr ESB. Bandaríkin og Tyrkland og fleiri lönd eru komin á braut stórveldisóra og þjóðern- isrembings. Mikilvægi NATO er ekki lengur óumdeilt í augum ríkisstjórnar BNA. Þessi dæmi eru ekki tæmandi. Breyttir tímar fram undan Þegar sú tegund vestrænnar samhyggju sem kalda stríðið hafði haldið utan um tók að rofna, innan frá, vaknaði böl þjóðernishyggj- unnar aftur til lífsins. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvort sundurþykkar, sjálfhverfar vestrænar þjóðir, sem leggja allt kapp á að ota eigin tota, séu heppilegra verkfæri til að takast á við þann margflókna og samþætta vanda, sem að mannkyninu steðjar. Úr forn- skríni þjóðréttarsamninga er fullveldið nú dregið fram sem heilagt djásn, sem hafa verði að staðföstu leiðarljósi í samskiptum við aðrar þjóðir. Það mun kalla á árekstra. En fleira hefur komið til. Samfara endalokum kalda stríðsins gekk yfir heiminn tækniþróun í fjar- skiptum og upplýsingamiðlun sem leysti upp margar forsendur samfélagsins. Stafræna byltingin barði að dyrum og tók sér óboðin sæti. Ógn eða áskorun gervigreindar er van- þekkt breyta, sem við rennum blint í sjóinn með, nema hvað vitað er að hún mun umbylta eldri lífsvenjum og skapa aðrar gjörólíkar. Náttúru- og loftslagsváin er handan við horn- ið. Sennilega mesta ógn sem mannkynið hefur þurft að glíma við og sem mun kollvarpa að- stæðum fjölmargra þjóða. Þetta ætlum við að glíma við með uppskrúfað fullveldi 190 þjóða að leiðarljósi! Mannkynið mun þurfa á allri sinni dómgreind, skarpskyggni og skynsemi að halda. Heimsvá leysum við ekki á grunni þjóðernishyggju, þar sem hver skarar eld að sinni köku og þeir stóru tefla fram hersveitum sjálfum sér til bjargar. Við þurfum svipað hugarfar samkenndar og ríkti að mestu innan vestrænna ríkja áður en Múrinn féll. Við vit- um að þjóðernisstefnum verður seint útrýmt en lífsnauðsynlegt er að gera þær óvirkar. Þetta vissu upphafsmenn þýskra jafnaðar- manna mætavel við upphaf fyrri heimsstyrj- aldarinnar, þótt þeir sjálfir létu ýta sér út í þann fúla pytt. Á heimaslóð Þjóðernissinnaður popúlismi barst hingað eins og flest annað sem undir kemur í Evrópu. Hrun Múrsins markaði spor hér sem annars staðar. Popúlisminn náði smám saman fót- festu á hægri þjóðernisvæng bæði Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Athyglisvert er að báðir þessir burðarflokkar vestrænnar samvinnu klofnuðu í eftirleikjum kalda stríðs- ins, meðan Alþýðuflokkurinn, sá þriðji, lagðist af. Hugmyndafræði femínismans ruddist fram og ýtti úr hásæti því sem eftir lifði af gömlum sósíaldemókratískum stefnumiðum og áherslum; skipti út þreyttri alþýðuhyggju fyr- ir þröngsýnni femínisma. Málflutningur popúlista hér beinist einkum að því að ala á samfélagslegum andstæðum, skerpa á nún- ingsflötum s.s. dreifbýli og þéttbýli, réttlæta rangindi kosningaréttarins, klifa á tortryggni í garð útlendinga og láta kvenfyrirlitningu óá- talda. Meginárásarflötur íslenskra popúlista snýst þó um að rangfæra hugtakið fullveldi. Þetta bráðum fjögurra alda gamla pólitíska verkfæri hefur, eins og sumt grafið úr dauðri fortíð, öðlast nýtt líf í faðmi popúlista. Aldrei var minnst á fullveldisafsal á tímum kalda stríðsins, þótt varnir landsins hafi verið, og séu enn, afhentar öðru ríki. Samningsbundin gagnkvæmni skuldbindinga er nú gerð tor- tryggileg sem landráð væru. Talsmenn þess- ara klofningsafla telja tímabært og jafnvel að- kallandi að fjarlægjast EES-samninginn og hafna alfarið frekari aðlögun að ESB, hvað þá inngöngu í bandalagið. Í stað þess að leita samstöðu og fóstbræðralags eru fyrirbæri eins og íslenska krónan og fullveldið gerð að skurðgoðalíkum átrúnaðargoðum, nýju fagn- aðarerindi og opinberun í senn, tengslalítið við lifandi veruleikann. Dæmi um það var þriðja orkupakkaumræðan, full af órum um orku- yfirráð og fullveldisafsal. Verður þessi hugar- heimur veganesti okkar inn í umturnaða nýja veröld? Eftir Þröst Ólafsson »Mannkynið mun þurfa á allri sinni dómgreind, skarpskyggni og skynsemi að halda. Heimsvá leysum við ekki á grunni þjóðernishyggju, þar sem hver skarar eld að sinni köku og þeir stóru tefla fram hersveitum sjálfum sér til bjargar. Þröstur Ólafsson Endalok kalda stríðsins – hvert stefnir? Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.