Morgunblaðið - 23.03.2020, Side 19

Morgunblaðið - 23.03.2020, Side 19
völlum. Það kom sér vel í við- haldi skálans að Stefán var tré- smiður að mennt og það lögðu margir góðir félagar hönd á plóginn og fjölmargar myndir frá árum áður sýna hina miklu stemningu sem myndaðist í kringum starf deildarinnar. Valsmenn senda fjölskyldu og vinum Stefáns innilegar samúð- arkveðjur og um leið þakklæti fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Fyrir hönd Vals og fulltrúa- ráðsins, Halldór Einarsson. Afi var alltaf kallaður afi nið- ur frá á mínu heimili af þeirri ástæðu að amma og afi bjuggu neðar í götunni okkar. Ef farið var til þeirra var farið niður eftir og þegar þau fluttu í Hraunbæ- inn og við úr Breiðholtinu líka lentum við í vandræðum með hvað við áttum að kalla þau því þau voru ekki lengur niður frá. En á tímabili var mitt annað heimili niður frá. Þar valsaði ég inn og út að vild alla daga og var alltaf velkomin, jafnvel þótt þau væru ekki heima. Við afi sátum oft við matarborðið og borðuð- um franskbrauð með reyktri síld, það þótti okkur báðum gott. Afi sat í horninu sínu og drakk kaffi úr græna bollanum og ég sat á móti í hinu horninu og drakk kakómalt. Minningar um góðar stundir sem þessar hafa rifjast upp síð- ustu daga og er ómögulegt að draga þær allar saman í stuttan texta. En það sem stendur upp úr þegar ég hugsa til baka er hversu mikið akkeri afi var í mínu lífi. Hann var alltaf til stað- ar og hann stökk líka alltaf til ef á þurfti að halda hvort sem það var að kenna mér á skíði, mála herbergið mitt, skutla mér í próf þegar ég svaf yfir mig eða sitja fyrir svörum þegar ég þurfti að gera mannfræðiverkefni í skól- anum. Afi var alltaf einhvers staðar nálægt eða þannig leið mér að minnsta kosti. Skíðin voru áhugamál númer eitt hjá afa og áttum við góðar stundir á skíðum. Það voru margar helgarnar sem við fórum tvö saman á skíði í Bláfjöllum á meðan amma og Magga biðu með heitt kakó á bílaplaninu. Afi sýndi mikla þolinmæði við að bíða eftir mér í brekkunum, því hann var alla tíð miklu sneggri en ég niður. En hann hafði óbil- andi trú á mér sem skíðakonu og sagði alltaf hvössum rómi að ég væri mjög góð þegar ég efaðist um getu mína og þá var það út- rætt. Mér þykir afskaplega vænt um það í dag þó að ég hafi ekki trúað honum eitt augnablik. Ég veit núna hvað hann var að gera og af hverju hann var svona ákveðinn. Hann var að kenna mér að maður verður að hafa trú á sjálfum sér til þess að ná markmiðum sínum. Það vissi afi sem auk þess að hafa verið í keppnisíþróttum á sínum yngri árum með Val hafði þurft að vinna sig upp úr erfiðum veik- indum og koma sér aftur í form til að komast á skíði, þá kominn á efri ár. Það gerði hann með ákveðnina, eljuna og sjálfs- traustið að vopni. Á þeim tíma var drukkið grænt te úr græna bollanum. Afi var nefnilega tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að ná markmiðum sínum og voru tímabundnar breytingar á mataræði ekkert tiltökumál. Afi var og er enn mikil fyrir- mynd þótt hann hafi kvatt okkur og hef ég oft sagt sögur af afa sem fór til útlanda á skíði þar til hann varð áttræður. Því ég er stolt af afa mínum og vona að ég hafi eitthvað örlítið af hans áræði og styrk til að takast á við áskoranir. Ég er þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, minningarnar mun ég alltaf eiga og ég mun halda áfram að segja sögurnar. Hvíldu í friði, elsku afi. Þóra Björk. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 ✝ Sigrún ÞóraÁsgrímsdóttir fæddist á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð 25. desember 1923. Hún lést á dvalar- heimili aldraðra, Sauðárkróki, 8. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru Ásgrímur Halldórsson, bóndi og vegaverkstjóri, f. 27. nóvember 1886, d. 21. des- ember 1960, og Ólöf Konráðs- dóttir, húsmóðir og saumakona, f. 16. mars 1890, d. 16. mars 1956. Sigrún átti sex systkini, þau voru Herbert Sölvi, Indíana Anna, Konráð Mýrdal, Þórhall- ur, Pétur Jón, Jón Halldór. Fósturbróðir hennar var Guðni Kristján Hans. Þau eru öll látin. 17. janúar 1953 giftist Sigrún ástkærum eiginmanni sínum, Kjartani Jónssyni Hallgrímssyni frá Siglufirði, f. 19. janúar 1928, d. 24. maí 2006. Foreldrar hans voru Hallgrímur Jónsson smið- ur og Solveig Halldórsdóttir húsmóðir. Börn Sigrúnar og Kjartans eru 1) Ólöf Ásdís, f. 27. nóvember 1949, maður hennar eru Ásgrímur Þór, Ingiberg Daði og Sigrún Anna. Sigrún bjó á Móskógum fyrstu ár ævi sinnar en flutti á Tjarnir árið 1929, þá fimm ára gömul og bjó þar til ársins 2006. Hún gekk í barnaskólann á Skála. Sigrún starfaði meðal annars á sjómannaheimilinu á Siglufirði, var í vist í Vest- mannaeyjum og síðar á frysti- húsinu á Hofsósi ásamt bústörf- unum. Þegar Kjartan varð landpóstur í sveitinni fór Sigrún oftar en ekki með honum og að- stoðaði hann. Það urðu mörg börn þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera í sveit á Tjörnum á sumrin. Sigrúnu þótti vænt um þau öll og mynduðust falleg vinasambönd við mörg þeirra sem halda enn. Sigrún var mikil húsmóðir og hafði yndi af bakstri og mat- seld. Þau hjónin héldu fallegt og ástríkt heimili á Tjörnum. Sigrún Þóra byrjaði ung að syngja með kirkjukór Fells- kirkju og söng svo síðar með kirkjukór Hofsóss. Einnig söng hún með söngfélaginu Hörpu á Hofsósi. Sigrún lék á harm- onikku og spilaði á mörgum böllum. Sigrún var einn af stofnendum Kvenfélagsins Hvatar. Útför Sigrúnar hefur farið fram í kyrrþey. Fjölskylda hennar hyggst halda minn- ingarathöfn í sumar. Hún verð- ur auglýst síðar. er Loftur Guð- mundsson, f. 14. apríl 1952. Börn þeirra eru Kjartan Hallur, Rúnar Már, Freyja Rós, Guðný Kristín og Guð- mundur Helgi. Þau eiga 17 barnabörn og þrjú barna- barnabörn. 1) Jón Friðrik, f. 14. ágúst 1953, eiginkona hans er Helga Egilson, f. 7. febrúar 1958. Börn þeirra eru Ágúst Ingi, Sigrún, Skarphéð- inn Fannar, Þóra Hlíf, Linda Dís, Steinunn Marta, Theodór Þór, Guðbjörg og Þorsteinn Otti. Þau eiga 26 barnabörn og þrjú barnabarnabörn. 3) Sólveig Halla, f. 20 febrúar 1959, maður hennar er Þórhallur J. Ás- mundsson, f. 23. febrúar 1953. Börn þeirra eru Sigrún Þóra, Páll Sævar, Theodóra Sif, Ás- mundur og Ólöf Arna. Þau eiga átta barnabörn og eitt barna- barnabarn. 4) Guðný Herdís, f. 12. mars 1963. Dóttir hennar er Heba Dögg. 5) Kjartan Þór, f. 9. maí 1966, kona hans er Sigur- laug Kristín Eymundsdóttir, f. 14. desember 1973. Börn þeirra Bráðum anda vorsins dísir djúpt og rótt, dagarnir þeir lengjast, nóttin flýr. Lofgjörð syngja fuglarnir af ljóða- gnótt, loftsins ilmur seiðir hreinn og nýr. Þetta lag, Dísir vorsins, söngstu ekki svo sjaldan, fyrir mig og okkur systkinin, elsku mamma mín. Og oft var það í fjósinu sem sungið var og farið í orðaleiki, svona til að halda okkur rólegum þar til fjósverk- in voru búin. Og þetta lag þótti þér mjög fallegt, enda átti það svo vel við þig. Þú sjálf varst örugglega ein af Dísum vorsins, elskaðir vorið. Elskaðir þegar litlu lömbin komu í heiminn, lambalyktina, þegar fuglarnir byrjuðu að syngja vorljóðin sín, þegar blómin fóru að stinga upp litlu kollunum sínum, ilm- urinn af gróandanum, allt sem tengdist vorinu. Elsku mamma mín, þú varst ein iðnasta mann- eskja sem ég veit um. Þér féll aldrei verk úr hendi. Eftir að sjónin bilaði og heilsunni hrak- aði fannst þér þú alveg ómögu- leg ef þú hafðir ekki gert neitt þennan daginn, þetta er nú meiri ræfilshátturinn í mér, sagðir þú stundum. Þú hélst samt áfram að prjóna, bara af gömlum vana, sagðir þú. Hvað skyldir þú nú hafa prjónað marga ullarsokka í gegnum tíð- ina? Fyrir utan allt annað. Og eldamennska og bakstur. Ég man eftir sem barn að hafa vaknað um miðja nótt við bök- unarilm. Þú hafðir rifið þig upp um miðja nótt til að baka ofan í mannskapinn. Já, því alltaf var mikill gestagangur og á sumrin voru alltaf börn í sveitinni. Þau voru sko mörg börnin sem voru í sveit á Tjörnum og mörg þeirra hafa haldið vinskap frá þeim tíma. En þó að alltaf væri mikið að gera hjá þér varstu alltaf svo kát og glöð og stutt í fal- lega, milda brosið þitt. Og mamma pæja, varst sko alger pæja, þér fannst svo gaman að eignast ný föt, láta laga hárið og augabrúnirnar. Alltaf svo sæt og fín. Það er svo erfitt að rifja upp, en samt svo gott, því þá finnur maður að það er satt sem Kahlil Gibran skrifaði: þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Ég sakna þín svo sárt mamma mín, sakna nánast dag- legu símtalanna við þig þar sem rætt var um allt og ekkert. Bara heyra aðeins í þér. En ég trúi því að þér líði vel núna, komin í Sumarlandið, komin til pabba og annarra ástvina sem farnir voru þangað og tóku á móti þér. Hvíldu í friði, elsku mamma mín. Minning þín er ljós í lífi okkar. Sjáumst í Sumarlandinu, þín dóttir Halla. Samband mitt við ömmu mína var mjög sérstakt. Það einkenndist af ást, væntum- þykju og gleði. Frá því ég man eftir mér kallaði hún mig nöfnu sína og þetta litla orð þótti mér mjög vænt um og ég mjög stolt að bera hennar nafn. Minningarnar eru mjög margar sem munu aldrei gleymast. Amma og afi í sveit- inni voru það besta sem hægt var að eiga og er ég endalaust þakklát fyrir þau. Öllum sumr- um og öllum fríum úr skólanum varði ég i sveitinni, að baka og þrífa og allt sem amma gerði þá var ég við öxlina á henni að læra. Það sem ég kann i dag er þér að þakka, amma mín. Elsku amma var sú alla flott- asta og duglegasta kona sem ég hef hitt. Hún söng svo fallega i messunum að ég var með stjörnur í augunum, eða þegar hún var með harmónikkuna, vá, vá, þessi kona spilaði á jólaböll- unum og það var nú ekki leið- inlegt að geta sagt þessi kona væri amma mín. Amma gat allt og í dag spái ég oft í það hvenær hún hvíldist eiginlega því hún átti einstak- lega fallegt heimili og alltaf svignaði borðið af kræsingum. Amma fékk ófá símtölin frá mér eftir að ég var flutt að heiman til að fá hjálp við elda- mennsku því hún var jú besti kokkurinn. Eða hvernig væri best að þvo þvottinn, eða bara til að spjalla því ég saknaði hennar. Takk, amma, fyrir að hafa verið mér mamma númer tvö, takk fyrir allar berjamóferðirn- ar, takk fyrir allar stundirnar i eldhúsinu, takk fyrir að kenna mér að baka, takk fyrir að hafa verið best. Ástar- og saknaðarkveðjur elsku amma mín. Góða ferð í sumarlandið. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þín Sigrún Þóra. Heimur minn hrundi þegar mér barst símtal frá mömmu til Armeníu um að þú værir farinn yfir regnbogabrúna til afa. Þann dag fór ég í elstu kirkju í heiminum og kveikti á kertum fyrir þig og afa og ég fann nær- veru þína með mér. Ég mun alltaf vera þakklátur fyrir það góða í mér þar sem þú sáðir fræinu. Þú varst einstök kona það er fólk sem er ljós og frá því geisl- ar ljós og væntumþykja. En þú varst stjarna sem skín bjart og öll fjölskyldan og þeir sem bara litu í kaffi fundu hlýjuna frá þér. Afi var búinn að bíða eftir þér í 14 ár og þú beiðst svo lengi fyrir okkur hin sem gátum ekki hugsað okkur heiminn án þín. En núna eruð þið saman aftur og ég hlakka til að hitta ykkur þegar minn tími kemur. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, við eigum ógleyman- legar stundir saman sem ég mun varðveita í hjarta mínu alla ævi. Takk fyrir alla þolinmæðina þegar ég var yngri og allar lexí- urnar sem alltaf voru með brosi á vör, það var ekki fyrr en ég varð fullorðinn og hafði þroskast nóg að ég skildi allt sem þú kenndir mér. Og ég er svo þakk- látur fyrir það að þú kenndur mér að elska með ást þinni til afa og okkar allra í kringum þig. Elsku amma, ég veit að undir lokin varstu með svo mikla verki og það grætir mig að vita til þess að þér hafi liðið illa, en nú ertu ung og spræk aftur í himnaríki með afa. Það sem ég sakna þín og það sem heimurinn er tómur án þín. Ég gleymi aldrei öllum þeim sögum sem þú sagðir mér um álfa, tröll, víkinga og svo margt annað að ég gæti skrifað bók um allt sem við gerðum saman. Alltaf sama hvað gekk á þá sá ég þig bara brosandi, lífsgleðin sást langar leiðir og geislaði af þér eins og ljós af gullbikar. Ég mun hugsa til þín á hverjum degi og minnast þín með hlýju og ást í hjarta. Ég mun því miður ekki kom- ast í jarðarförina þar sem það er farbann í gangi og ég er svo langt í burtu frá Ísandi, ca. 6.000-7.000 km, en ég mun gráta mikið þann dag rétt eins og núna þegar ég skrifa þessi orð. Þó að þú sést farin þá gleym- ist þú aldrei því Sigrún á Tjörnum var einstök kona sem öllum vildi gott og ekkert aumt mátti sjá. Þú gekkst í gegnum miklar breytingar í lífi þínu en þær gerðu þig að þessari einstöku konu sem allir elskuðu. Við verðum víst að halda áfram án þín en lífið verður aldrei eins og áður, nú þegar þú ert farin, amma, ég veit að ég ætla héðan í frá að fylgja fordæmi þínu og gera mitt besta til að elska alla sem eiga leið um líf mitt rétt eins og þú gerðir. Ég vildi óska að þessi dagur hefði aldrei komið og þú gætir verið með okkur alltaf en þú varst svo lengi með okkur og fyrir það er ég endalaust þakklátur. Þakk- læti og ást eru í hjarta mínu og verða alla tíð er ég hugsa til þín og afa. Ég vil þakka starfsfólkinu á öldungadeildinni á spítalanum á Sauðárkróki fyrir einstaka væntumþykju til þeirra sem þau hugsa um. En nú er kominn tími til að kveðja, ég elska þig endalaust, elsku amma, þinn ömmu- strákur, Páll Sævar Theodórsson. Mig langar að skrifa nokkur orð til þess að minnast ömmu minnar frá Tjörnum. Við amma áttum yndislegt og náið sam- band. Við vorum á margan hátt svo ólíkar en stundum svo ósköp líkar að mér fannst við næstum hugsa eins. Þegar ég var lítil bjuggum við mamma um tíma á Tjörnum og eftir að við fluttum inn í Hofsós var ég samt flestar helgar hjá þeim. Ég hugsa að ég hafi alltaf verið sérlega hænd að ömmu minni, ég hef alltaf litið upp til hennar og hún verið ein mín mesta fyrirmynd. Ég lærði svo margt fallegt af ömmu og verð æv- inlega þakklát fyrir það. Ég á svo ótalmargar fallegar minn- ingar sem er gott að rifja upp núna. Ég þarf bara aðeins að loka augunum og þá er ég kom- in til ömmu, í eldhúsið á Tjörn- um. Útvarpið að sjálfsögðu í gangi, amma raulandi með bros á vör. Lykt af nýsteiktum kleinum fyllir vitin, amma er búin að fletja út og skera, ég fæ að snúa kleinurnar og rétta henni til steikingar. Síðan get- um við allt í einu verið komnar í berjamó. Ég finn lykt af lyngi, amma syngur og fuglarnir með. Amma búin að tína heil ósköp en ég með tóma berjakönnu, fullan maga og berjablátt bros. Næst getum við verið að vitja um netin með afa, með mömmu í lambastússi, í göngutúr, vaska upp saman, amma og mamma að koma í mat í Borgarey. Minningabankinn er ótæmandi. Það var svo gott að gista hjá ömmu og afa, amma sagði mér sögur frá því að hún var ung eða las fyrir mig uppáhalds- bókina okkar þá, um Ástu og eldgosið í Eyjum. Síðan fórum við með bænir og amma sagði svo alltaf: „Guð gefi þér góða nótt Heba mín.“ Þá var gott að sofna, ljúf í huga og hlý í hjarta. Seinna var ég svo hepp- in að fá að borga fyrir mig og las fyrir ömmu aðra uppáhalds- bókina okkar, Hetjur hvers- dagslífsins. Við lásum hana svo oft. Og alltaf grétum við smá í sömu köflum því það voru svo laus í okkur tárin eins og við grínuðumst oft með. Allt, hversdagslegt eða há- tíðlegt, svo gott og gaman með ömmu. Amma var alltaf í góðu skapi, brosandi og blíð. Ef mér leið illa þurfti ég bara aðeins að kíkja á eða heyra í ömmu. Bara að heyra röddina hennar gerði allt betra. Eitt sem einkenndi ömmu mína var alúð, hún gerði allt af alúð. Lagði fallega á borð, bar mat og bakkelsi fram snyrtilega uppraðað, braut vandlega og vel saman, kom vel fram við alla og sinnti öllu sínu af alúð. Amma vildi alltaf vera fín og vel tilhöfð. Mér fannst hún alltaf vera eins og drottn- ing hvort sem hún var spari- klædd með varalit eða í útiföt- um við sveitastörfin. Ó hvað ég sakna hennar sárt. Fyrir nokkuð mörgum árum samdi ég ljóð til ömmu. Það er kannski engin listasmíð en ömmu þótti ósköp vænt um það og þess vegna leyfi ég því að fylgja með. Höndin mjúk og hjartað hlýtt, hreinan hug og blíðan. Brosið hefur bjart og blítt, bætir alla líðan. Sögur, söngva, ljúfust ljóð lært ég hef hjá henni. Seinna meir þann mikla sjóð mínum börnum kenni. Alltaf hefur hlúð að mér, hlúð að sínum börnum. Fegurst er í heimi hér hún amma mín á Tjörnum. Guð gefi þér góða nótt elsku hjartans amma mín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Heba Dögg. Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horn- inu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ val- inn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningar- greinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjónar- menn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.