Morgunblaðið - 23.03.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.03.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 ✝ Doris AudreyThordarson fæddist í London 23. apríl 1929. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 14. mars 2020. Doris var dóttir hjónanna Johns Richards Matt- hews, f. 12.11. 1904, d. 26.3. 1962, og Doris Helena Matthews, f. 12.8. 1906, d. 22.4. 1993. Bróðir Doris er John Burnham Matt- hews, f. 6.8. 1938. Börn Doris eru: 1) Janis Carol, f. 28.11. 1948. Börn hennar eru: 1. Benedikt, f. 23.3. 1967, börn hans eru: Sandra Dís, f. 17.10. 1990, Elín Ólöf, f. 13.1. 1994, og Kolbrún Tinna, f. 24.10. 1998. 2. Tanya Marie, f. 8.11. 1968, börn hennar eru: Jamie Mark, f. 7.11. 1989, Svava Marie, f .10.9. 1991, og Hafdís hennar eru Jón Kristinn, f. 3.4. 1996, og Rebekka Sif, f. 30.9. 1998. 2. Gunnlaugur, f. 27.9. 1973, börn hans eru Guð- laugur Jóhann, f. 18.12. 2004, og Elínora Ösp, f. 20.3. 2006. 3. Davíð Árni, f. 19.5. 1976, börn hans eru Nataly Lind, f. 21.7. 1998, og Jennifer Elisa, f. 1.10. 2002. 4. Hafdís Ósk, f. 5.7. 1979, börn hennar eru Ei- ríkur Richard, f. 18.5. 2001, Leifur Kári, f. 27.8. 2012, og Elísa Rut, f. 18.7. 2015. 4) Jón Yngvi, f. 7.9. 1959. Börn hans eru: 1. Ester Rós, f. 15.12. 1983, börn hennar eru Benjamín Bjartur, f. 20.8. 2013, og Hinrik Logi, f. 13.5. 2019. 2. Andrea Ýr, f. 9.8. 1987, börn hennar eru Aríela, f. 6.9. 2014, og Yrja, f. 8.9. 2017. 5) Helena, f. 8.8. 1964. Börn hennar eru: 1. Mikael Andri, f. 22.8. 1984, börn hans eru Isak, f. 31.1. 2011, og Noah, f. 17.7. 2014. 2. Ingi Björn, f. 1.6. 1988. 3. Jakob Yngvi, f. 7.9. 1992, barn hans er Wilmer, f. 3.3. 2018. Eftirlifandi eiginmaður Doris er Björn Þórðarson, f. 4.9. 1927. Útförin fer fram í kyrrþey. Jana, f. 5.6. 2001. 3. Sandra Björk, f. 31.10. 1973, börn hennar eru Oliver Björn, f. 13.8. 2007, og Freyja Björk, f. 21.11. 2019. 4. Kingsley Sean, f. 7.11. 1991, barn hans er: Reuel Amaru, f. 17.11. 2019. 2) Linda Christine, f. 18.8. 1950. Börn hennar eru: 1. Róbert Árni, f. 27.7. 1969, barn hans er: Gil- bert Bryon, f. 19.9. 1993. 2. Richard John, f. 11.11. 1970. Börn hans eru: Gemma Eliza- beth, f. 1.1. 1992, Lou, f. 9.3. 1993, Seraphina, f. 15.6. 1994, og Christopher James, f. 27.10. 1995. 3. Ragnar Davíð, f. 7.11. 1976, d. 10.11. 1976. 4, Jon Edmund, f. 12.11. 1989. 3) Susan Ann, f. 21.3. 1955. Börn hennar eru: 1. Heiða María, f. 16.7. 1972, börn Ég hef alltaf verið svo stolt af að vera dóttir þín, mamma. Þú, þessi stórglæsilega kona, sem gekkst hnarreist í lífinu og inntir öll verkefni af hendi með miklum glæsibrag. Þú, þessi sterka, áræðna kona, sem fluttir í það óþekkta, til Íslands frá London 1956, til þess að giftast og byggja framtíð með pabba. Þú sagðir mér oft frá því hve Reykjavík var frábrugðin London á þess- um tíma, hve tungumálið var erfitt og matarvenjur ólíkar. Við hlógum oft að sögunum um fyrstu kynnin af sviðum, gell- um og ropandi rauðmaga. Nei, þetta hefur ekki verið létt – en saman unnuð þið pabbi úr öllum verkefnum í lífinu. Þú kenndir mér svo ótal- margt, mamma. Á uppvaxtar- árunum mátti t.d. aðeins tala ensku eina klukkustund á dag. Þetta var stórkostleg gjöf sem hefur opnað mér margar dyr í lífinu. Það var alltaf svo gaman að koma heim úr barnaskólanum. Það beið mín alltaf mjólkur- glas og eitthvað gott í gogginn. Þú varst svo ótrúlega hug- myndarík og fannst alltaf upp á einhverju skemmtilegu sem við gátum gert. Afmælin mín voru líka alþekkt í hverfinu enda alltaf svo mikið af leikj- um og öðru skemmtilegu. Allt lék í höndum þér, mamma, þú varst listamaður af lífi og sál. Málaðir, teiknaðir, saumaðir, bjóst til úr leir – það var sama hvað þér datt í hug allt varð að listaverki í höndunum á þér. Ég man líka eftir „leyni- stundum“ okkar, mamma. Laugardagsmorgnar voru hluti af þeim. Þá læddumst við inn í eldhús og sátum og skrifuðum og teiknuðum bréf til ömmu í Englandi. Þetta voru yndisleg- ar stundir, hluti af æsku sem ég hugsa til með mikilli hlýju. Þið pabbi hafið ávallt verið stór hluti af mínu daglega lífi, engu síður eftir að ég varð full- orðin. Ég hafði áhyggjur af því hvernig þetta yrði þegar ég flutti með eiginmanni og börnum til Noregs fyrir 25 ár- um, en þær áhyggjur voru óþarfar. Við skrifuðumst á daglega. Í fyrstu voru bréfin send með sniglapósti, en síðar í tölvutæku formi. Þú varst líka einstaklega dugleg að tileinka þér tæknina, sendir skilaboð og notaðir Facebook í samskipt- um við alla fjölskylduna. Það gerði dagleg samskipti okkar mun auðveldari. Þið pabbi komuð líka oft út til okkar og voruð þá gjarnan í mánuð í senn. Þá voruð þið ekki aðeins amma og afi strákanna, því fleiri af vinum þeirra ætt- leiddu ykkur og tala enn um ykkur sem ömmu og afa. Síðustu árin áttir þú í aukn- um erfiðleikum með heilsuna. Þá hættum við að skrifa að mestu, en töluðum þess meira í síma. Þá var alltaf eins og þið pabbi væruð bara rétt handan við hornið. Ég get ekki skilið að við höfum kvaðst hinsta sinni, elsku mamma. Þú, sem hefur verið mín helsta fyrirmynd, vinkona og hvatning allt lífið. Aldrei framar mun ég heyra dillandi hlátur þinn og fallegu söngröddina. Aldrei framar get ég slegið á þráðinn og við átt okkar daglega samtal. Ég sakna þín meira en orð fá lýst, mamma, en það er mér mikil huggun að vita að nú sért þú komin heim. Við hittumst aftur. Helena Björnsdóttir Redding. Tengdamóðir mín Doris Audrey lést laugardaginn 14. mars síðastliðinn. Ég kynntist Doris þegar ég var aðeins 18 ára. Doris var Lundúnadama, sem hélt fast í rætur sínar alla tíð, hélt í enska siði í bland við að til- einka sér nýja siði Íslands. Það sem 18 ára stelpukornið tók sérstaklega eftir og dáðist að var hvað hún var alltaf vel tilhöfð, með lakkaðar neglur og lagt hár. Og hún gekk allt- af í háum hælum. Þvílík dama. Það þurfti hugrekki fyrir unga konu að flytja með ungu stelpurnar sínar þrjár frá heimsborginni London alla leið til Reykjavíkur síðla sum- ars 1956. Mikið fannst mér skemmtilegt og spennandi alla tíð að heyra hana segja sögur frá London, alveg frá því hún var barn í seinni heimsstyrj- öldinni þangað til hún flutti hingað á norðurhjara verald- ar. Hún ljómaði öll þegar hún sagði frá, ekki síst þótti mér merkilegt þegar það voru sög- ur úr stríðinu og frá eftir- stríðsárunum. Hún þurfti fljótt að vera hugrökk. Ég minnist hennar með mikilli virðingu, væntum- þykju, hlýju og glettni og þakka henni fyrir samfylgdina og allar minningarnar sem ekki komust fyrir í einni lítilli grein en ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Guð blessi þig og minningu þína. María. Elsku amma var sennilega með hugrakkari manneskjum sem ég hef kynnst. Ólst upp í London í seinni heimsstyrjöld- inni í aðstæðum sem ekkert okkar getur ímyndað sér án þess að upplifa sjálf. Flutti til Íslands, af öllum stöðum, ein með þrjár dætur til þess að giftast íslenskum manni. Ég þakka fyrir að þessi maður, Bjössi afi, hafi verið vel þess virði, amma átti það skilið. Mér fannst amma alltaf vera aðeins öðruvísi og yfir henni var ákveðinn glæsileiki. Hún var mjög virk í alls kyns myndlist og liggja eftir hana margar fallegar myndir, mál- verk og postulín. Ég erfði, því miður, enga hæfileika á þessu sviði en ég á hinsvegar sögur af ömmu sem keppti á mót- orhjólum í æsku. Ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari hugrökku konu og mun minnast hennar með hlýju. Ester Rós Jónsdóttir. Elsku amma, það getur ver- ið grátt á Íslandi en sólin skein alltaf þar sem þú varst. Þið afi voruð alltaf fyrsta stoppistöðin eftir komuna til Íslands og sú síðasta fyrir brottför til Noregs. Allar ynd- islegu minningarnar sem við eigum með þér verða með okk- ur hvert sem við förum. Minningar eins og: Að alltaf finnast við hjartan- lega velkomnir. Að sjá hve glöð þið afi voruð þegar við komum í heimsókn. Að geta rætt um allt og ekk- ert. Að upplifa hvernig þið afi höfðuð einlægan áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og samglöddust inni- lega þegar vel gekk. Að fá snúð, kókómjólk og appelsín þegar við komum í heimsókn. Að fá að verja með eða hjá ykkur sumarfríum. Að heyra ykkur afa hvetja okkur frá hliðarlínunni á knattspyrnuleikjum. Að þú spilaðir við okkur klukkutímunum saman. Þegar öll fjölskyldan safn- aðist saman við matarborðið. Að geta hlegið saman. Að upplifa okkur alltaf mik- ilvæga. Að finna alltaf fyrir kær- leika þínum. Þú varst virkilega það sem á norsku kallast „bestemor“. Amma, við elskum þig og söknum þín, Mikael, Ingi Björn og Jakob Yngvi. Doris Audrey Thordarson ✝ Ársæll Ársæls-son fæddist í Vestmannaeyjum 8. apríl 1936. Hann lést á dvalarheim- ilinu Sólvöllum á Eyrarbakka 21. febrúar 2020. Hann var sonur hjónanna frá Fögrubrekku í Vestmannaeyjum, Ársæls Sveinssonar útgerðarmanns, f. 1893, d. 1969, og Laufeyjar Sigurðar- dóttur húsmóður, f. 1895, d. 1962. Systkini Ársæls voru: Lárus Ársæll, f. 1914, d. 1990, Sveinn, f. 1915, d. 1968, Guð- rún, f. 1920, d. 1927, Petrónella Sigríður, f. 1921, d. 2006, Ásta Skuld, f. 1925, d. 1928, Guðrún Ásta, f. 1929, d. 1977, Leifur, f. 1931, d. 2017, Guðný Lilja, f. 1933. Eiginkona Ársæls var Guð- rún Kjartansdóttir, f. 6.12. 1941, d. 8.9. 1993. Hún var ætt- uð frá Suður-Nýjabæ í Þykkva- bæ. Foreldrar hennar voru Þórleif Guðjónsdóttir, f. 1923, Fannar, f. 30.11. 2001, kærasta hans er Embla Eir Björgvins- dóttir, f. 14.6. 2000. 3) Leifur, f. 23.1. 1971, d. 19.3. 1971. 4) Leifur Sveinn, f. 10.3. 1972. Sonur hans er Árni Rún- ar, f. 2.2. 2002. Ársæll ólst upp í Vestmanna- eyjum. Hann gekk í Barnaskóla Vestmannaeyja og stundaði framhaldsnám í Skógaskóla og á Laugarvatni. Eftir að skóla lauk sá Ársæll um byggingavöruverslun fjöl- skyldunnar í Vestmannaeyjum og á vertíðum vann hann jafn- framt margvísleg störf við út- gerð föður síns. Eftir Vest- manneyjagosið árið 1973 fluttu Ársæll og Guðrún á Selfoss og hóf Ársæll útgerðarrekstur í Þorlákshöfn árið 1975. Síðar hóf hann ásamt Guðrúnu konu sinni verslunarrekstur á Sel- fossi til ársins 1992. Þá fluttu þau í Mosfellsbæ og hófu versl- unarrekstur í Reykjavík. Eftir að Guðrún lést og verslunar- rekstrinum lauk vann Ársæll hjá Reykjavíkurborg og Skelj- ungi. Ársæll bjó síðustu mánuðina á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Útförin fór fram í kyrrþey frá Lágafellskirkju 9. mars 2020. d. 2013, og Kjart- an Runólfur Gísla- son, f. 1916, d. 1995. Þau Ársæll og Guðrún hófu bú- skap sinn í Vest- mannaeyjum og eignuðust fjóra syni: 1) Kjartan Þór, f. 19.9. 1962, kvæntur Bylgju Þorvarðardóttur, f. 18.9. 1968. Synir þeirra eru: Davíð Freyr, f. 12.6. 1989, Tómas, f. 23.9. 1990, Tómas Ingi, f. 25.5. 1993, Guðmundur Aðalsteinn, f. 30.6. 1998. 2) Ársæll, f. 12.2. 1965, kvæntur Jóhönnu Einarsdóttur, f. 1.4. 1967. Börn þeirra eru: 2a) Ársæll Einar, f. 18.8. 1989, sambýliskona hans er Hugrún Jóna Hilmarsdóttir, f. 5.1. 1988. Börn þeirra eru: Birkir Aron, f. 11.10. 2011, og Rakel Lilja, f. 18.10. 2016; 2b) Rúna Björg, f. 23.8. 1995, sambýlismaður hennar er Andrés Már Jónas- son, f. 4.5. 1990. Sonur þeirra er Rúrik Leon, f. 23.5. 2016. 2c) Meðan ég þjóð og ættjörð ann og íslenska tungu skrifa virði ég þá, sem virtu hann. Ég veit engan sannari og betri mann af öllum sem eftir lifa. (Davíð Stefánsson) Ég hitti Ársæl Ársælsson fyrst í Skógaskóla veturinn 1952-1953 þegar fríður flokkur stráka og stelpna frá Vest- mannaeyjum kom þangað til náms. Á þeim tíma áttu ung- lingar í Vestmannaeyjum ekki kost á að ljúka þar heima gagnfræða- eða landsprófi og leituðu því til héraðsskólanna uppi á landi þ.m. til Skóga- skóla. Eins og gengur skildu leiðir að loknu námi, en fyrir okkur átti að liggja að hittast löngu síðar. Ársæll var fæddur og upp alinn í Vestmannaeyj- um og einn þeirra sem unnu þar og bjuggu þegar ósköpin dundu yfir við Heimaeyjargos- ið. Lífsreynsla hans á þessum tíma var reynsla nánast allra Vestmannaeyinga. Sumir snéru til baka eftir gosið en aðrir fluttu búsetu sína upp á land og Ársæll var einn þeirra. Æskuár Ársæls voru, eins og annarra krakka í Eyjum, afar viðburðarík. Hann gekk í Barnaskóla Vestmannaeyja sem stóð við Skólaveg og hafði starfað frá árinu 1880. Þar var íþróttasalur byggður árið 1929. Skólinn hafði einnig aðgang að Sundlaug Vestmannaeyja sem þá var nánast óupphitaður sjór í steyptri þró. Þessir innviðir heimabæjarins fóru mjög illa út úr afleiðingum Heimaeyjar- gossins en Ársæll tók þátt í hreinsun og uppbyggingu bæjarins. Hann fylgdist einnig afar vel með framvindu mála í heimabænum löngu eftir að hann var fluttur á brott. Vð hjónin áttum því láni að fagna, eftir miðjan aldur, að tengjast Ársæli fjölskylduböndum. Nán- ast samtíma byggðum við okk- ur sumarhús á lóðum í túnfæti Austurhlíðar í Biskupstungum. Það var einn af vorboðunum í hlíðinni þegar hamarshöggin bárust frá efsta bústaðnum þegar Sæli var í essinu sínu við pallasmíði og önnur bygginga- verk. Ársæll var einstakt prúð- menni sem hallaði aldrei orði að nokkrum manni og sá yf- irleitt alltaf ljósu hliðarnar á mannlífinu. Hann hafði mjög ákveðnar stjórnmálaskoðanir, var einlægur lýðræðissinni og kaus alltaf Sjálfstæðisflokkinn. Við ræddum oft stjórnmál og áttum samleið á þeim vettvangi lengst af. Ársæll hafði átt við veikindi að stríða um nokkurt skeið, en tók þeim með ein- stöku jafnaðargeði. Ég heim- sótti hann og hitti í hinsta sinn á Hjúkrunarheimilinu Sólvöll- um á Eyrarbakka og kom ekki á óvart hve vel hann undir þar hag sínum og hrósaði allri umönnun. Hann átti sína hinstu daga á þeim slóðum sem hann sjálfur valdi þegar hann flutti búferlum frá Vestmanna- eyjum. Það voru forréttindi að eiga Ársæl að vini. Við hjónin vott- um sonum hans, tengdadætr- um, barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúð. Sigurður Óskarsson, Eygló Guðmundsdóttir. Ársæll Ársælsson Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, BIRGITTA JÓNSDÓTTIR KLASEN náttúruþerapisti og nuddari, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 15. mars. Aðstandendur þakka starfsfólki á D-deildinni fyrir nærgætna umönnun. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu mun útförin fara fram í kyrrþey. Jón H. Jónsson Soffia Karlsdóttir og fjölskylda Eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI BERGLAND FJÓLMUNDSSON Melum, Hofsósi, lést 14. mars á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Minningarathöfn haldin síðar. Ásdís H. Sveinbjörnsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYSTEINN SIGURÐSSON PhD íslenskufræðingur og kennari, Rvík, lést á Hrafnistu í Reykjavík síðastliðinn laugardag, 21. mars. Sigríður Eysteinsdóttir Jóhannes Hermannsson Þóra Björk Eysteinsdóttir Gunnar Wedholm Helgi Valur Wedholm Eysteinn Örn Jóhannesson Baltasar Máni Wedholm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.