Morgunblaðið - 23.03.2020, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020
Það var vorið
1971 að hún Jóa frænka mín
bauð mér að koma og vera í sveit
hjá sér og Sveinbirni, en þau
höfðu þá nýbyrjað búskap í Skál-
holtsvík í Hrútafirði. Það sem ég
varð spennt og upp með mér að
fá að fara í sveitina – nýorðin 12
ára.
Það var gott að vera í sveitinni
hjá Jóu og Sveinka – enda urðu
sumrin fjögur. Það var nóg að
gera – börnin urðu þrjú auk þess
sem ungu hjónin hófu brátt að
byggja jafnframt því að sinna bú-
störfum. En það var alltaf líf og
Jóhanna Guðrún
Brynjólfsdóttir
✝ Jóhanna Guð-rún Brynjólfs-
dóttir fæddist 8.
febrúar 1948. Hún
lést á Tenerife 21.
febrúar 2020.
Útför Jóhönnu
fór fram í lokaðri
athöfn 20. mars
2020.
fjör, heilmikið gest-
kvæmt og svo tókst
henni Jóu alltaf svo
vel að sjá skemmti-
legu hliðarnar á
öllu.
Þegar ég hugsa
til þess nú hve ung
hún Jóa var, aðeins
23 ára gömul, undr-
ast ég hve fær og
dugleg hún var og
hve vel hún tók á
öllum málum. Öll verk voru
henni svo létt og þótt hún segði
mér hlæjandi að henni hefðu allt-
af leiðst húsverk áður en hún fór
að búa, þá leysti hún þau svo
sannarlega vel af hendi og
kenndi mér svo margt nytsam-
legt. Við hlógum svo oft að því
saman að í hvert sinn sem hún
þurfti að sauma á saumavél fór
hún að baka pönnukökur. Henni
þótti alls ekki skemmtilegt að
baka pönnukökur, en fannst það
þó pínu skárra en að sauma.
Pönnukökulykt og suðið í sauma-
vélinni sameinast því í minning-
unni. Þetta fannst okkur alltaf
jafnfyndið, en ég man ennþá
hvað ég dáðist að því hvað hún
saumaði falleg sængurföt og
pönnukökurnar runnu ljúflega
niður.
Það var gott að leita til Jóu,
hún var alltaf svo réttlát og
skilningsrík. Ég fann fljótt að ég
gat treyst henni. Hún var líka
uppörvandi og gaf mér oft hrós
og það var heldur betur hvetj-
andi fyrir óöruggan unglinginn.
Þessi ár voru mér dýrmætur
tími sem ég er afar þakklát fyrir.
Þarna mynduðust vináttubönd
milli okkar Jóu, sem aldrei
brustu. Oft leið alltof langur tími
milli þess sem við hittumst, en
þegar við svo hittum hvor aðra
urðu árin að andartaki. Það var
svo gaman að sitja í eldhúsinu í
Vík, spjalla um daginn og veginn,
rifja upp gömlu dagana og hlæja
saman.
Ég kveð Jóu frænku mína með
söknuði, en jafnframt þakklæti
fyrir allt. Sveinbirni, Binna,
Gunnu, Siggu og Trausta og
börnum þeirra, svo og systrum
Jóu, ættingjum og vinum sendi
ég samúðarkveðjur.
Ólöf
Einarsdóttir.
Nú er hún elsku Jóa mín fallin
frá. Alltof snemma. Hún fór í frí
til Tenerife þar sem hún ætlaði
að dvelja í tvær vikur með Svein-
birni sínum, systrum sínum og
vinafólki. Stuttu eftir komuna
þangað veiktist hún alvarlega og
lést nokkrum dögum síðar. Þetta
var reiðarslag fyrir alla og með
öllu ótímabært því hún Jóa átti
eftir að gera svo margt og mikið
með sínu fólki.
Sumarið 1970 hitti ég Jóu
fyrst. Hún kom þá til að sjá um
heimilið fyrir verðandi tengda-
móður sína í Skálholtsvík. Með
henni í för var Binni sonur henn-
ar og Sveinbjörns. Það var mikið
stuð á meðan Jóa var sem ráðs-
kona því hún var alltaf glettin og
skemmtileg og gat verið ansi
stríðin. Ég, kaupakonan, hafði
áhyggjur af að hún tæki ráðs-
konuhlutverkið ekki nógu alvar-
lega og að hún næði ekki að
standa sig í þeim nákvæmu tíma-
setningum á máltíðum sem karl-
arnir voru vanir. En þetta gekk
allt ljómandi vel þó skeikaði ein-
hverjum mínútum og karlarnir
virtust ekki kippa sér upp við
það þó mér þætti það verra.
Nokkru síðar flutti Jóa til
Skálholtsvíkur og þau Svein-
björn fóru að búa. Þau hófu bú-
skap í „gamla húsinu“ en fljót-
lega byggðu þau sér íbúðarhús.
Jóa sá um börnin sín þrjú og
einnig börn annarra því það voru
mörg börn sem voru í sveit hjá
þeim hjónum í lengri eða
skemmri tíma. Börnin mín voru í
sveit hjá afa sínum og ömmu í
„gamla húsinu“ og þau leituðu
mikið til Jóu og Sveinbjörns því
þar var alltaf gott og skemmti-
legt að vera. Jóa var óhemju
dugleg kona og sá vel um sitt
heimili og sína fjölskyldu. Hún
bar hag fjölskyldu sinnar mjög
fyrir brjósti og líf hennar snérist
mikið um börn hennar og barna-
börn.
Jóa var mikill dýravinur og
dýr hændust að henni. Hún var
hjálpsöm og mátti ekkert aumt
sjá. Ef vinir eða vandamenn voru
veikir fylgdist hún vel með og
sýndi viðkomandi stuðning og
samhug.
Jóa var óhemju minnug. Hún
mundi afmælisdaga og fæðingar-
ár flestra sem hún þekkti og hún
var líka minnug á símanúmer.
Hún hafði mikinn áhuga á veðri
og skráði ýmislegt í dagbók.
Fyrstu búskaparár Jóu í Skál-
holtsvík var ég þar í sveit. Jóa
hafði verið í Húsmæðraskólanum
á Varmalandi og þar lærði hún
ýmislegt nytsamlegt. Til dæmis
lagði hún mikla áherslu á að
þvotturinn væri rétt hengdur
upp á snúrurnar. Byrja átti á
litlu stykkjunum og síðan koll af
kolli og endað á stærstu stykkj-
unum. Þetta tileinkaði ég mér og
fannst lengi vel að svona ætti að
hengja upp þvott og ekki öðru-
vísi.
Ég og fjölskylda mín áttum
margar skemmtilegar samveru-
stundir með Jóu og fjölskyldu.
Margt var brallað og mikið
hlegið. Jóa var mjög minnug á
menn og málefni og hún hafði
einstakt lag á að muna eftir
spaugilegum atburðum sem við
gátum endalaust hlegið að.
Ég þakka Jóu fyrir alla
hlýjuna sem hún sýndi börnum
mínum þegar þau voru í sveit-
inni, alla hjálpsemi í gegnum tíð-
ina og allar skemmtilegar sam-
verustundir og upprifjun á
spaugilegum atvikum. Það var
gaman og gott að glettast og
hlæja með Jóu.
Ég votta Sveinbirni, Binna,
Gunnu, Siggu, Trausta og barna-
börnum mína innilegustu samúð.
Minningin um yndislega konu
mun lifa.
Birna Hugrún
Bjarnardóttir.
Elsku Raggi,
mig langar að
þakka þér fyrir öll
árin sem við áttum
saman. Það eru
hartnær fimm áratugir síðan ég
byrjaði að vera með frænda þín-
um og nafna og varð þá partur
af fjölskyldunni þinni. Ragnar
Örn heitinn bar bæði nafnið þitt
og bróður þíns heitins, Ómars
Arnar. Það eru margar minn-
ingar sem koma upp í hugann.
Eins og þegar við unga fólkið,
ég, Ragnar Örn, Bjarni Ómar og
Ragna eltum Sumargleðina
austur fyrir fjall. Bíllinn bilaði á
leiðinni en það stoppaði okkur
sko ekki, Sumargleðin skal það
Ragnar
Bjarnason
✝ RagnarBjarnason
fæddist 22. sept-
ember 1934. Hann
lést 25. febrúar
2020. Útförin fór
fram í kyrrþey.
vera! Eða þegar við
Ragnar Örn og vin-
ir okkar hittum
ykkur Helle á Flór-
ída. Þá var farið á
barinn á hótelinu
sem þið Helle
dvölduð á og að
sjálfsögðu tókst þú
lagið fyrir okkur.
Fólkið í salnum
hafði orð á því að
Frank Sinatra væri
endurfæddur. Svo voru það öll
jólaboðin hjá ömmu Láru, Dúnu
systur þinni, Óla og Láru og hjá
okkur Ragnari Erni. Börnin
okkar muna enn eftir jólaboð-
unum hjá ömmu Láru og þegar
þú settist við flygilinn og söngst
jólalög.
Það eru mörg ár liðin og
margs er að minnast. Mig lang-
ar að þakka þér sérstaklega fyr-
ir það sem þú hefur gefið mér
og mínum. Þú bauðst mér og
Ragnari Erni á alla þína tón-
leika og alltaf skemmtum við
okkur vel. Þegar átti að skíra
barnabörn okkar Ragnars Arnar
þá varð að hringja í Ragga
frænda og að sjálfsögðu varstu
tilbúinn að syngja í skírnarveisl-
unum. Einnig söngstu í brúð-
kaupi Guðrúnar Bjargar og Elv-
ars og Ragnars Más og
Sigrúnar Helgu. Þér fannst
gaman að koma í skúrinn hans
Elvars og varst undrandi að sjá
að hann átti allar vínylplöturnar
þínar.
Ég gæti skrifað heila bók um
okkar góðu samskipti. Ég vil
samt að lokum þakka þér fyrir
að syngja við kistuna hjá frænda
þínum og nafna sem fór alltof
snemma.
Elsku Helle, Dúna og fjöl-
skyldur. Okkar missir er mikill
en hann og lögin hans lifa með
okkur um ókomna tíð. Hvíldu í
friði, elsku Raggi. Góða nótt.
Sigríður og fjölskylda.
Þú komst eins og vorblær, með
fögnuð og frið,
þú fluttir oss ánægju og gleði.
Hve auðugt var lífið þitt ástríki við,
það óblandna hamingju léði.
Við fundum að hans er þín forsjá og
grið,
sem för þinni til okkar réði.
Og nú, er með skynding þú ferð
okkur frá,
oss finnst eins og skyggi að degi.
Sem okkur þú gladdir með ástríkri
brá,
við óskum að fylgja þér megi
hið hreinasta og besta, sem
heimurinn á
og hjálpi á framtíðarvegi.
Vér stöndum svo magnþrota á mann-
lífsins strönd
og megum ei tilganginn skilja,
er stormar, svo hrökkva vor helgustu
bönd.
Við harm vorn þó reynum að dylja.
Hve máttvana er ei hin mannlega
hönd,
til að milda skapanna vilja.
Við sendum þér kveðju af hjarta
hljóð
- Hart falla örlaga dómar. -
Þú söngst okkur fagurt lífs þíns ljóð,
nú lækka þeir blíðu rómar.
Við þökkum þinn glaðværa unaðsóð,
hann áfram í hug vorum hljómar.
(Ágúst Böðvarsson)
Magnús Einarsson.
Við fjölskyldan
vorum svo heppin
fyrir tæpum 25 ár-
um að hitta á Svan-
fríði. Við vorum þá nýflutt heim
úr námi frá Bandaríkjunum
með tvö lítil börn. Á þessum
tíma vorum við að stíga okkar
fyrstu skref á vinnumarkaði og
mikið um annir hjá okkur. Til
þess að létta undir með okkur
fengum við þá hugmynd að aug-
lýsa eftir „ömmu“ til að aðstoða
okkur með börnin hluta úr degi
á meðan við vorum í vinnu.
Nokkrar svöruðu auglýsingunni
og þar á meðal Svanfríður sem
við réðum til starfsins.
Svanfríður varð fljótt eins og
þriðja amman í fjölskyldunni.
Hún náði vel til barnanna okk-
ar, Andreu Lífar og Guðmundar
Birgis, og varð með okkur öll-
um kærleiksríkur vinskapur.
Hún sá til þess að þau borðuðu
vel áður en þau fóru í skólann,
útbjó fyrir þau nesti og hjálpaði
þeim að sinna heimanámi sínu.
Ekki leið á löngu þar til hún var
farin ganga í öll heimilisstörfin
til að hafa stöðugt eitthvað fyrir
stafni.
Þó svo „ömmustarfið“ hafi
einungis varað í nokkur ár héld-
um við alla tíð sambandi. Svan-
fríður var iðin við að hafa sam-
band, segja okkur fréttir,
spyrja okkur frétta og segja
okkur hversu mikið henni þætti
vænt um okkur. Það var
sannarlega gagnkvæmt.
Svanfríður var einstök mann-
Svanfríður
Guðrún Gísladóttir
✝ SvanfríðurGuðrún Gísla-
dóttir fæddist 4.
ágúst 1945. Hún
lést 4. mars 2020.
Útför Svanfríðar
fór fram 17. mars
2020.
eskja. Þrátt fyrir
mikil veikindi alla
tíð dró hugurinn
hana í margvísleg
ævintýri og líkam-
inn fylgdi með.
Hún ferðaðist upp
á fjöll, út fyrir
landsteina og á
hina ýmsu viðburði
hvar sem þeir voru
haldnir. Við gátum
ekki annað en bros-
að þegar við sáum hana í sjón-
varpinu fyrir nokkrum árum
þar sem hún uppfyllti drauminn
sinn um að komast upp á fjallið
Kofra við Súðavík, þar sem hún
var uppalin. Hún hafði sagt
okkur frá þessum draumi sínum
en aldrei datt okkur í hug að
hann yrði að veruleika. Þrátt
fyrir þau fjölmörgu veikindi
sem hrjáðu hana dó hún ekki
ráðalaus nú frekar en fyrri dag-
inn. Hún fékk björgunarsveit-
armenn fyrir vestan til að
hjálpa sér upp fjallið og náði að
dansa og syngja á fjallstind-
inum alsæl. Sjónvarpsþátturinn
Landinn tók þetta allt saman
upp og er hægt að sjá þessa
mögnuðu gleðistund Svanfríðar
í lifandi mynd.
Við erum þakklát fyrir þann
tíma sem við áttum með Svan-
fríði og fyrir þann kærleik og
ástúð sem hún og Helgi Grétar
hafa sýnt okkur hjónum og
börnum okkar, Andreu Líf og
Guðmundi Birgi, alla tíð. Við lít-
um á þau sem hluta af okkar
fjölskyldu, okkur hefur alltaf
liðið þannig. Elsku Helgi Grét-
ar, Kristín og aðrir fjölskyldu-
meðlimir og vinir Svanfríðar,
innilegar samúðarkveðjur.
Minning um einstaka konu lifir.
Auður Björk, Ægir,
Andrea Líf og
Guðmundur Birgir.
Það er erfitt að
kveðja mömmu
mína með nokkrum
fátæklegum orðum.
Eftir því sem ég hef elst, því
meira átta ég mig á hversu
stórmerkileg kona hún mamma
mín var og hvað hún lagði á sig
fyrir okkur.
Mamma var skapgóð og bros-
mild, glettin og stríðin. Hún var
söngelsk og er ég alin upp við
að röddin hennar hljómaði alla
daga við allt það sem hún hafði
fyrir stafni. Hún kunni texta við
öll lög og þær eru ófáar stund-
irnar sem við fjölskyldan áttum
saman í sumarbústaðnum okkar
Hellnum og sungið var fram á
rauða sumarnóttina.
Við mamma elskuðum að
veiða. Ég man eftir okkur
tveimur við Hítarvatn að moka
Steinvör
Bjarnadóttir
✝ SteinvörBjarnadóttir
fæddist 2. ágúst
1930. Hún lést 5.
mars 2020.
Útför Steinvarar
fór fram 12. mars
2020.
inn silungum langt
fram eftir morgni.
Það bárust hljóð í
rökkrinu og hún
hélt það væru
mættir draugar
sem svo reyndist
vera sprikl í aflan-
um. Það eru líka
ófáar stundir sem
við eyddum við
Þingvallavatn og
aflinn varð að besta
mat í heimi, smjörsteikt þing-
vallamurta að hætti mömmu.
Mamma var listakokkur og á
undan sinni samtíð í matargerð.
Hún var gestrisin og heima hjá
mér var alltaf pláss fyrir fleiri
við borðið og dregnir út stólar
og bætt við diskum á borðið.
Ótal matarboð voru haldin og
mamma sá um að borðin svign-
uðu af heimagerðum kræsing-
um og svo sungið og dansað, því
hún elskaði að hafa líf og fjör í
kringum sig.
Listamaður af guðsnáð og
málaði fallegar myndir og mér
dýrmætt að búa að þessum fjár-
sjóð í dag. Listaklæðskeri og
hönnuður og saumaði og hann-
aði föt á sjálfa sig og okkur
börnin, endurnýtti gamalt og
töfraði fram flottustu tískuflík-
ur úr engu. Hún fylgdist vel
með tískunni og elskaði litrík
föt og rauðan varalit.
Ég gleymi aldrei þegar ég
fékk Ragga Bjarna heitinn til
að óska mömmu til hamingju
með daginn og syngja afmæl-
issönginn í símann. Mamma var
eins og ung skólatúlka og ræddi
um gamla tíma í Reykjavík,
hversu sætur Raggi hefði nú
verið og þær vinkonurnar hefðu
nú allar verið að gjóa augunum
til hans og kærustunnar í
strætó. Mamma var ánægð með
samtalið og taldi það eina af
sínum bestu afmælisgjöfum.
Mamma var fróð kona þrátt
fyrir stutta skólagöngu. Hún
var náttúruunnandi, þekkti
flóru Íslands og flesta staði á
landinu. Hún var sagnfróð,
kunni mikið af gömlum sögum.
Hún kenndi mér að sjá litlu at-
riðin í náttúrunni, búa til sögur
úr stokkum og steinum, sjá sól-
ina dansa við sjóndeildarhring-
inn og meta litadýrðina í nátt-
úrunni.
Ég er lánsöm að vera alin
upp á ástríku heimili og átti
góða og ástríka foreldra. Pabba
minn kvaddi ég fyrir einu og
hálfu ári og nú kveð ég hana
mömmu mína. Hún var merki-
leg kona, ósérhlífin, dugleg og
kraftmikil, brosmild og stríðin,
skemmtileg, listræn, vel lesin,
trygg og traust, alltaf til staðar,
hlý, heiðarleg, ástrík og góð.
Hún var ljónynja og hélt þétt
utan um hópinn sinn. Hún
kenndi mér dugnað og elju í
lífsins verkefnum og gaf mér
ást og umhyggju og ég mun
halda áfram í lífinu með visku
hennar að leiðarljósi.
Ég á eftir að sakna faðmlags-
ins þíns elsku mamma mín.
Þakka fyrir alla þá ást og hlýju
sem þú gafst mér og allt sem
þú kenndir mér. Ég vann í
happdrættinu að hafa átt þig að
sem mömmu.
Ég elska þig.
Lillan
Ragnheiður
Ragnarsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar end-
urgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á
útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi
síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dreg-
ist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í
Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög.
Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-
15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem
nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar
mega einnig koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar