Morgunblaðið - 23.03.2020, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020
„ÞETTA ER FÍNT, TAKK. ÞAÐ ER SVO ERFITT
AÐ FÁ SUMT FÓLK TIL AÐ OPNA, ÞAÐ HEFUR
BITIÐ Í SIG AÐ TANNLÆKNAR SÉU ILLMENNI.”
„Í UMSÓKNINNI ÞINNI STENDUR AÐ
ÞÚ VILJIR VERA Í SAMSKIPTUM VIÐ
ALMENNING.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... flotti gæinn þinn.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VILTU RÆÐA
ÞETTA?
EF ÞÚ GÆTIR VERIÐ HVAÐA
DÝR SEM ER, HVAÐA DÝR
MYNDIR ÞÚ VERA OG HVERS
VEGNA?
UM HEIMSENDI?
NEI TAKK!
MAUR!
ÉG VISSI AÐ ÞÚ VÆRIR
FURÐUFUGL!
VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR HAFA
EKKI EYRU!
Hrefnu, f. 2012 og Brynju, f. 2015; 3)
Lilja Sólveig Kro, f. 4.11. 1989, hag-
fræðingur við Seðlabanka Íslands,
Maður hennar er Hannes Ellert
Reynisson, byggingaverkfræðingur
við Verkfræðistofuna Eflu. Dóttir
þeirra er Hekla Sól, f. 2018. Arvid á
dótturina Sonju Kro, æskulýðsfull-
trúa á Akureyri, f. 1973. Maður henn-
ar er Stefán Hallsson stálsmiður.
Börn Sonju eru Birgitta Björk, f.
1995, nemandi við HÍ, Anna María, f.
2005 og Hallur Hólm, f. 2007.
Systur Valgerðar: Sigríður
Sverrisdóttir, f. 31.5. 1948, kennari,
búsett á Grenivík, og Guðný Sverris-
dóttir, f. 15.9. 1952, fv. sveitarstjóri á
Grenivík, búsett þar.
Foreldrar Valgerðar voru hjónin
Sverrir Guðmundsson, f. 10.8. 1912,
d. 6.1. 1992, bóndi og oddviti á Lóma-
tjörn, og Jórlaug Guðrún Guðna-
dóttir, f. 9.5. 1910, d. 15.4. 1960, hús-
freyja.
Valgerður
Sverrisdóttir
Guðrún Jóhannsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðmundur Jónsson
verkamaður í Rvík
Sigríður
Guðmundsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðni Eyjólfsson
póstfulltrúi í Rvík
Jórlaug Guðrún Guðnadóttir
húsfreyja á Lómatjörn
Helga Guðmundsdóttir
húsfreyja á Apavatni
Eyjólfur Árnason
bóndi á Apavatni í Grímsnesi
Ingunn
Jensdóttir
leikstjóri
Ingunn
Eyjólfsdóttir
húsfr. á
Laugarvatni
Sæmundur Sæmundsson
hákarlaskipstj., k.h. Sigríður, var
systir Valgerðar, k. Guðmundar
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja í Hléskógum í
Grýtubakkahreppi
Hlíf
Böðvarsdóttir
húsfr. á Reykjum
í Hrútaf. og Rvík
Valgarður Egilsson
yfirlæknir og
rithöfundur
Sigríður
Thorlacius
söngkona
Guðrún
Guðmundsdóttir
verslunarmaður í Rvík
Ragnheiður
Guðmundsdóttir
húsfreyja á
Laugarvatni
Ásdís
Kristinsd.
kennari
Edda
Guðmundsdóttir
fyrrverandi
forsætisráðherrafrú
Ingileif Sæmundsd.
húsfreyja á
Blönduósi
Guðrún Hallgrímsdóttir
húsfreyja á
Kussungsstöðum
Jóhannes Jónsson
Reykjalín
bóndi á Kussungsstöðum
í Fjörðum
Valgerður Jóhannesdóttir
húsfreyja á Lómatjörn
Guðmundur Sæmundsson
bóndi á Lómatjörn
Ingileif Jónsdóttir
húsfreyja í Gröf
Sæmundur Jónasson
bóndi í Gröf í Kaupangssveit, Eyj.
Úr frændgarði Valgerðar Sverrisdóttur
Sverrir Guðmundsson
bóndi á Lómatjórn í
Grýtubakkahreppi
Davíð Hjálmar í Davíðshaga yrk-ir um „ástina á dögum veir-
unnar“ á Leir:
Þau hittust fyrst, Habba og Ossi,
í hópferð að Aldeyjarfossi
og saman þau kættust
uns sálirnar mættust
í eldheitum olnbogakossi.
Pétur Stefánsson yrkir:
Við COVID-veiru hugur hrýs,
hræðast margir vandann
og söngvakeppnin sett á ís,
síst það gleður landann.
Skírnir Garðarsson svaraði og
sagði: „Séu menn gaufandi heima
við af ótta við COVID, þá er hér
verkefni að spreyta sig á“:
Að mér setur soldinn ugg,
sápa og spritt er urið,
Og spurði síðan: „Óleysanlegt?
Kolbeinn á klettasnös telur svo
vera. Ég held það sveimérþá.
Botnið ef þið getið!“
Guðmundur B. Guðmundsson
læknir brást skjótt við þeirri áskor-
un:
Kætist lund ef landabrugg
er látið út í Spurið.
Ólafur Stefánsson bætti við:
Þegar mörgu fjöri er fargað
flykkist þjóð í veirudans,
langhelst yrði lífi bjargað,
með landagerð til sjós og lands.
Á Boðnarmiði birtir Anna Dóra
Gunnarsdóttir mynd af útsýninu úr
stofunni hjá sér og yrkir:
Undir fótum marrar mjöll,
merlar jörðin öll og skín.
Lít ég hérna fögur fjöll
fannar bera klæðin sín.
Ekkert verður af Eurovision
þetta árið og út af því segir köttur-
inn Jósefína Meulengracht Diet-
rich: „Þetta staðfestir það sem ég
hef alltaf sagt að fjórflokkurinn er
öldungis ófær um að leysa Euro-
vision-vanda samfélagsins“:
Tregt er mér nú tungu að hræra og tárin
streyma.
Þjökuð er af þessum fjanda
og þjóðin öll í miklum vanda.
Philip Vogler svaraði að bragði:
Jesús, hvað er Jósefína
jarðbundin og flott.
Í stað er sagt að kisa í Kína
kjöt má verða í pott.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Enn um COVID-
veiruna, sápu og spritt