Morgunblaðið - 26.03.2020, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
Vertu með í
páskaleik Góu
á goa is!.
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR
Helgi Bjarnason
Freyr Bjarnason
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Mun færri munu greinast með kór-
ónuveiruna hér á landi, samkvæmt
nýju spálíkani vísindamanna Há-
skóla Íslands, en áður hefur verið
reiknað með. Sömuleiðis mun álag á
heilbrigðisþjónustu verða mun
minna en áður var spáð. Ástæðan er
sú að færri smit hafa greinst síðustu
daga en gert var ráð fyrir.
Fimmtán manns lágu á Landspít-
alanum í gær með kórónuveikina.
Tveir þeirra eru á gjörgæsludeild og
einn í öndunarvél. Kom þetta fram
hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarna-
lækni á blaðamannafundi í samræm-
ingarmiðstöð almannavarna í gær.
Alls höfðu 737 greinst með
kórónuveiruna hér á landi í gær og
hafði þeim fjölgað um 89 á einum sól-
arhring. Fram kom hjá Þórólfi að
faraldurinn væri enn að færast í
aukana.
1.500 greinast á Íslandi
Í samantekt um niðurstöður spá-
líkansins sem birtar voru síðdegis í
gær kemur fram að gert er ráð fyrir
að 1.500 manns muni greinast á Ís-
landi en talan gæti náð 2.300 manns
samkvæmt svartsýnustu spá. Spá
sem gerð var miðað við stöðu mála sl.
sunnudag gerði ráð fyrir að 2.500 til
6.000 myndu greinast. Gert er ráð
fyrir að faraldurinn nái hámarki í
fyrstu viku aprílmánaðar.
Samkvæmt spánni munu rúmlega
100 manns þarfnast innlagnar á
sjúkrahús en hátt í 160 samkvæmt
svartsýnustu spá. Í síðustu spá var
gert ráð fyrir að 170 til 400 myndu
þurfa innlögn á sjúkrahús. Mest álag
á heilbrigðisþjónustuna verður fyrir
miðjan apríl, en þá er búist við að 60
sjúklingar geti verið á sjúkrahúsi á
sama tíma eða 80 samkvæmt svart-
sýnustu spá. Eru þetta mun skap-
legri tölur en í fyrri spá, sem gerði
ráð fyrir 90 til 200 manns á sjúkra-
húsum um miðjan apríl.
Þá er gert ráð fyrir að 13 einstak-
lingar veikist alvarlega og þurfi
þjónustu gjörgæslu en hugsanlega
allt að 23. Mest álag á gjörgæslu-
deildir gæti orðið í annarri viku apríl
þegar 5 til 11 manns gætu legið þar
inni.
Smitskömmina burt
„Það eina sem er öruggt með
páskafríið er að veiran mun ekki taka
sér frí,“ sagði Víðir Reynisson, yf-
irlögregluþjónn hjá almannavarna-
deild Ríkislögreglustjóra, á blaða-
mannafundinum þegar hann var
spurður út í áframhaldandi samko-
mubann. Sagði að fólk ætti að fara að
huga að því að halda páskana heima
og nefndi að þeir sem færu í sum-
arbústað í sóttkví ættu ekki að haga
sér neitt öðruvísi en heima hjá sér.
Alma Möller landlæknir vakti
máls á orðinu „smitskömm“. „Ég
legg til að við hendum því orði. Það
getur enginn gert að því að smitast
eða smita aðra,“ sagði Alma en bætti
því við að fólk ætti að fylgja reglum
um einangrun og sóttkví. „Mér finnst
að við eigum að hætta að agnúast út í
aðra vegna þessa og snúa bökum
saman og láta ekki þessa veiru kom-
ast upp á milli okkar. Nóg er nú
samt.“
Fleiri veikir á spítölum
Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkra-
húsprestur á Landspítalanum, segir
að á sjúkrahúsum sé margt fólk að
fást við önnur veikindi en kórónu-
veikina. Í sumum tilvikum snúist
veikindin um líf eða dauða. „Þetta
hefur einangrandi áhrif á fólk og við
finnum til með fjölskyldum sem hafa
takmarkaðan aðgang að sínum
nánustu,“ sagði Vigfús Bjarni á
blaðamannafundi almannavarna.
Hann ræddi einnig um útfarir og
sagði þær hafa breyst mikið vegna
ástandsins. „Við erum að vinna með
það áfram hvernig við getum mætt
fólki í þessum aðstæðum,“ sagði
hann enda vildi fólk kveðja sína
nánustu.
Börnin í skóla
Landlæknir og sóttvarnalæknir
vilja árétta mikilvægi þess að nem-
endur í leik- og grunnskólum haldi
áfram að sækja skóla þrátt fyrir tak-
markanir á skólahaldi. Kemur þetta
fram í bréfi sem sent hefur verið til
skólastjórnenda, kennara, skóla-
stjórnenda og foreldra. Þar kemur
fram að heilbrigð börn ættu að halda
áfram að sækja skóla því námið sé
mikilvægt sem og sú virkni og það
aðhald sem því fylgir.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 6 1.211
Útlönd 0 3
Austurland 2 123
Höfuðborgarsvæði 578 4.804
Suðurnes 34 422
Norðurland vestra 16 405
Norðurland eystra 11 369
Suðurland 84 1.178
Vestfirðir 1 215
Vesturland 5 283
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands Erlendis
Óþekktur
44%26%
30%
11.727 sýni hafa verið tekin
68 einstaklingar hafa náð bata
2.096 hafa lokið sóttkví
15 eru á sjúkrahúsi
2 einstaklingar eru látnir
2 á gjör-gæslu
669 manns eru í einangrun
Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar
28.2.29.2. 1.3. 2.3. 3.3. 4.3. 5.3. 6.3. 7.3. 8.3. 9.3. 10.3. 11.3. 12.3 13.3. 14.3. 15.3. 16.3. 17.3. 18.3. 19.3. 20.3. 21.3. 22.3.23.3. 24.3.
Upplýsingar eru fengnar af
covid.is og landspitali.is
737 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
9.013 hafa verið settir í sóttkví
700
600
500
400
300
200
100
737
Spá því að mun færri veikist
Kórónuveirufaraldurinn er enn að vaxa Einn sjúklingur er í öndunarvél á Landspítalanum
Álag á heilbrigðiskerfið verður þó ekki eins mikið og fyrra spálíkan Háskólans gerði ráð fyrir
Ljósmynd/Lögreglan
Skógarhlíð Vigfús Bjarni Albertsson sat fyrir svörum með Þórólfi Guðnasyni, Ölmu D. Möller og Víði Reynissyni.
Tvö þúsund
nýir sýna-
tökupinnar
komu til
landsins í
gær og voru
því alls til í
landinu
3.200 pinn-
ar. Þórólfur
Guðnason
sóttvarna-
læknir sagði í gær að ekki yrði
skortur á þeim á næstunni. Von
er á fleiri pinnum.
Sýnatökupinnarnir sem Öss-
ur útvegaði og Íslensk erfða-
greining taldi ónothæfa voru
prófaðir á tveimur heilsugæslu-
stöðvum í gær. Tekin voru sýni
úr sömu sjúklingunum með
báðum gerðum pinna og verða
niðurstöðurnar bornar saman.
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á
sýkla- og veirufræðideild Land-
spítalans, sagði í gær að eftir
væri að koma í ljós hvort hægt
yrði að nota þá.
Pinnarnir sem Össur útvegaði
eru um 20 þúsund. Fyrirtækið
hafði keypt þá vegna fram-
leiðslu sinnar og bauðst til að
láta þá í sýnatökuna vegna kór-
ónuveirunnar.
Karl sagði að fullyrðing Ís-
lenskrar erfðagreiningar hefði
líklega verið byggð á misskiln-
ingi. „Þessar niðurstöður sem
komu í gær voru ekki eins og við
vildum hafa þær en það geta
verið góðar skýringar á því,“
sagði Karl og bætti því við að
ekki væri útilokað að hægt yrði
að nota pinnana.
Bættist í
pinnabirgðir
SÝNATAKA TRYGGÐ
Rannsókn Unnið á
veirufræðideild.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Mikið álag hefur verið á heilsugæsl-
unni í Vestmannaeyjum síðustu
daga. Fjöldi bæjarbúa hefur smitast
af kórónuveirunni, alls 47 sam-
kvæmt nýjustu tölum, en 554 eru í
sóttkví. Meðal smitaðra eru tveir
starfsmenn heilsugæslunnar og hafa
nokkrir aðrir þurft að fara í sóttkví.
Sjö starfsmenn heilsugæslunnar
hafa verið í einangrun eða sóttkví
undanfarna daga og auk þess fimm
starfsmenn af öðrum einingum, svo
sem af skrifstofu, móttöku og ræst-
ingu.
„Það hefur gengið ágætlega að
anna þessu álagi. Við höfum fengið
auka mannskap,“ segir Davíð Egils-
son, yfirlæknir á heilsugæslunni í
Eyjum. Hann segir að læknir af
Landspítalanum hafi verið fenginn
nú í vikunni og þá hafi tveir hjúkr-
unarfræðingar og sjúkraliði bæst í
hópinn af Heilbrigðisstofnun Suður-
lands. Von er á flestum til baka úr
sóttkví á næstu dögum. Margir hafa
hjálpað til við úthringingar og annað
tilfallandi að heiman.
„Við höfum getað sinnt því vel
sem við höfum verið að gera, sýna-
tökum og úrvinnslu úr þeim. Önnur
starfsemi hefur verið í lágmarki og
það hefur sem betur fer ekki verið
mikið um alvarleg veikindi. Fólk hef-
ur farið eftir tilmælum um að leita
ekki til okkar nema þegar virkileg
nauðsyn er á,“ segir Davíð. „Það má
taka fram að bæjarbúar, skjólstæð-
ingar okkar og aðstandendur þeirra
hafa verið mjög skilningsríkir á að-
stæðum og allir boðnir og búnir að
taka þátt í þessu verkefni sem við
stöndum frammi fyrir.“
Hann segir að ekki sé nema rúm
vika síðan fyrsta jákvæða sýnið
greindist í Eyjum. Áhersla hafi verið
lögð á að finna þá sem eru smitaðir
og greina þá. Smitrakningarteymi
hafi rakið ferðir viðkomandi svo
hægt væri að koma þeim í sóttkví
sem á þurftu að halda. „Menn duttu
strax í annan gír eftir að fyrsta til-
fellið kom. Hugsunarhátturinn
breyttist. Við ákváðum að reyna að
hafa góða mönnun á heilsugæslunni
meðan við værum að átta okkur á
stöðu mála. Við höfum verið að taka
þetta dag frá degi. Við vitum af þess-
ari bakvarðasveit og höfum hana í
huga ef við þurfum að fá auka að-
stoð.“
Fengu liðsauka til Eyja
Mikil álag á heilsugæslu Sex ný smit hafa verið greind