Morgunblaðið - 26.03.2020, Side 6

Morgunblaðið - 26.03.2020, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 Café Komdu í kaffi AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM KÓRÓNUVEIRUFARALDUR Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hér á landi eru nú allar fjölda- samkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman óheimilar. Á þetta jafnt við hvort sem fólk kemur saman í opinberum rým- um eða einka- rýmum. Vegna þessa og annarra takmarkana sem settar hafa verið til að sporna gegn mikillar út- breiðslu kórónu- veiru í samfélag- inu halda fjölmargir sig nú heima. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð- ingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir það verða áhugavert næstu daga og vikur að fylgjast með hvort þessi breytta hegðun fólks hafi einnig áhrif á hegðun afbrotamanna. Bendir hann t.a.m. á að nýverið hafi lögregluemb- ætti sent frá sér tilkynningu þar sem biðlað var til afbrotamanna um að láta af afbrotum um stundarsakir hið minnsta vegna útbreiðslu kórónuveiru. „Það er nú alltaf spurning hvaða áhrif svona hefur en þetta eru nú samt ákveðin skilaboð til alls sam- félagsins um að standa saman á þessum tímum,“ segir Helgi og bendir á að ljóst sé að erfiðlega muni ganga að brjótast inn á heimili fólks nú þegar margir eyða þar deginum. „Ég held það sé ljóst að innbrot á heimili eru ekki jafn vænlegur kost- ur nú og þegar fólk var meira og minna að heiman. Að sama skapi geta sum fyrirtæki orðið berskjald- aðri en áður fyrir innbrotum,“ segir Helgi og bætir við að breytingar í umhverfi, líkt og í tækni, geti þannig hæglega haft áhrif á brotastarfsemi. Af götunni og inn á heimilin Helgi segir þó ekki hægt að slá því föstu að þær samfélagsbreytingar sem Íslendingar upplifi nú muni breyta afbrotamynstri. Nefnir hann sem dæmi að í kjölfar bankahruns- ins árið 2008 hafi m.a. lögregla búist við mikilli aukningu í auðgunar- og ofbeldisbrotum. Áhrif hrunsins urðu þó óveruleg, að sögn Helga. Þær hömlur sem settar hafa verið á íslenskt samfélag nú eru þó þess eðlis að neysla áfengis og jafnvel beiting ofbeldis fer af götum borg- arinnar og inn á heimilin. „Flest ofbeldismál tengjast opin- berum vettvangi, til dæmis á skemmtistöðum. Þetta mun vafa- laust snarminnka enda minna um mannamót og fylleríssamkomur nú. Þá vaknar sú spurning hvort þetta færist ekki bara inn á heimilin. Og líklega mun það gerast í einhverjum mæli,“ segir hann og bætir við að heimilisofbeldi gæti aukist. Bönn og veira gætu breytt afbrotahegðun  Munu skúrkar herja á fyrirtæki vegna heimaveru fólks? Morgunblaðið/Eggert Ölvun Ólæti í miðbæ hafa minnkað. Helgi Gunnlaugsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Augljóst er að samkomubann og vera í sóttkví hefur breytt lífs- mynstri margra síðustu daga. Margir vinna að heiman og aðrir sækja í ýmiss konar afþreyingu. Notkun farsíma hefur tvöfaldast í mínútum talið séu gögn skoðuð fyr- ir og eftir samkomubann sam- kvæmt upplýsingum frá Símanum. Gagnamagn heimatenginga hefur sömuleiðis aukist umtalsvert, símtöl í gamla heimasímanum hafa aukist um 30% og sjónvarpsáhorf hefur farið í hæstu hæðir. „Í raun hefur öll notkun aukist, sama hvert við horfum nema hjá erlendum ferðamönnum, sú umferð er nær horfin, en aðeins í bili von- andi. Við slógum met í fjölda spil- ana núna í síðustu viku í Sjónvarpi Símans. Þá var 1,1 milljón spilana, sem er ágætis bæting frá fyrra meti. Vikan var eins og jóla- eða páskafrí og við búumst við því að þessi vika gæti orðið enn stærri,“ segir Bryndís Þóra Þórðardóttir, vörustjóri hjá Símanum. Bryndís segir jafnframt að mikil aukning hafi orðið yfir daginn hjá Sjónvarpi Símans, um 40%. „Það hefur rokið upp yfir daginn. Svo er áhugavert að fólk hættir streyminu klukkan 14 og stillir á beina útsend- ingu frá blaðamannafundi Almanna- varna,“ segir Bryndís og bætir við að efnisúrval hafi verið stóraukið í Sjónvarpi Símans í kjölfar heims- faraldurs. „Við flýttum innsetningu á fjölbreyttu efni til að vera til stað- ar í þessu ástandi.“ Þá hafi megin- þorri þjóðarinnar stillt á tónleika með Helga Björns um liðna helgi og verði þeir endurteknir um næstu helgi. Svipaða sögu er að segja frá fjar- skiptafyrirtækinu Vodafone. Sam- kvæmt upplýsingum frá Lilju Birgisdóttur, samskiptastjóra Sýnar, hefur hefðbundin netnotkun á heimatengingum aukist um 20- 30% að undanförnu. „Umframaukning yfir netið er fyrst og fremst yfir dagtíma og skýrist líklega af fjarvinnu, fjar- kennslu, sóttkví og samkomubanni. Það er þó enn meiri traffík á kvöld- in en á daginn, það er að segja að þrátt fyrir þessa aukningu hefur álagið á háannatíma ekki aukist svona mikið. Símtölum í farsímakerfinu hefur fjölgað um 50% svo það er eins og fólk sé að tala meira saman núna,“ segir Lilja. Ekki fengust upplýs- ingar um áhorfstölur í sjónvarps- þjónustu fyrirtækisins. Stefán Hjörleifsson, fram- kvæmdastjóri Storytel á Íslandi, segir að mikil aukning hafi verið í nýskráningum og hlustun á hljóð- bækur síðustu daga og því taki for- svarsmenn fyrirtækisins af auð- mýkt. „Frá því að samkomubann var sett á hafa skráningar verið tvöfald- ar á við það sem gerist í venjulegu árferði og hlustunin í samræmi við það. Árið fór svakalega vel af stað hjá okkur með Sönnum íslenskum sakamálum. Þá fjölgaði áskrif- endum verulega en nú erum við komin vel yfir þær tölur. Fólk er bara heima að hlusta.“ Hann segir að það hafi frá upp- hafi verið yfirlýst stefna Storytel að fylla heiminn af góðum sögum til að efla samkennd þannig að allir gætu notið hvar og hvenær sem er. Það eigi vel við núna. „Við teljum ástæðu aukningarinnar þá að fólk leiti markvisst í sögur til að komast aðeins úr þessum veruleika sem við lifum í og sækja sér í leiðinni aukna þekkingu og afþreyingu.“ Aukið gagnamagn og tvöföld farsímanotkun  Unnið að heiman og sótt í afþreyingu í samkomubanni Morgunblaðið/Hari Afþreying Margir vinna nú að heiman og aðrir finna sér afþreyingu. Samkomubann » Símtöl í heimasímum hafa aukist um 30% hjá Símanum. » Símtölum í farsímakerfi Vodafone hefur fjölgað um 50%. » Tvöfalt fleiri skráningar hafa verið hjá Storytel eftir að samkomubann var sett á. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hröð útbreiðsla kórónuveiru hér á landi hefur hrint af stað ýmsum breytingum í hegðun fólks. Þannig hefur t.a.m. komið fram í Morgun- blaðinu að mikill samdráttur hefur orðið á umferð á höfuðborgarsvæð- inu síðastliðnar vikur, eða rúm 15% þar sem mest er. Albert Heimisson, deildarstjóri útideildar hjá Bíla- stæðasjóði, segir gríðarlegan sam- drátt hafa orðið í notkun bílastæða í miðborg Reykjavíkur. „Nýting á bílastæðum og bíla- stæðahúsum hefur dregist mikið saman, við höfum aldrei séð neitt þessu líkt áður,“ segir Albert í sam- tali við Morgunblaðið og bendir á að innkoma í stöðumæla hafi dreg- ist saman um 70-80% á milli mán- aða. Er Albert þá að styðjast við töl- ur Bílastæðasjóðs frá 24. mars síðastliðnum og er um að ræða gjaldsvæði í miðborginni, við Land- spítala og Háskóla Íslands. „Fyrir mánuði var nýting bíla- stæðahúsa um 92 prósent en notkun er nú komin niður í um 50 prósent,“ segir Albert og bendir á að bíla- stæðahúsin hafi að líkindum ekki fallið jafn hratt sökum þess hve margir kaupmenn og aðrir starfs- menn nýti sér þau. Loki aftur á móti fleiri fyrirtæki í miðborginni vegna útbreiðslu kórónuveiru og samkomubanns stjórnvalda má fastlega gera ráð fyrir því að nýt- ing húsanna falli enn frekar. Spurður út í sektir bílastæða- varða þetta sama tímabil segir Al- bert þær hafa dregist saman um 34%. „Þó að bílum hafi fækkað virð- ast fleiri sleppa því að greiða í stæði,“ segir hann. Ekki var í gær hægt að meta tekjutap vegna minnkandi eft- irspurnar í bílastæði og hús. Fékk sekt í heimasóttkví Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að starfsfólk Bílastæða- sjóðs hafi nýverið sektað ein- stakling á meðan hann var í sóttkví en umrætt ökutæki stóð þá fyrir ut- an heimili viðkomandi. Albert segir Bílastæðasjóð nú starfa að mestu í óbreyttri mynd þrátt fyrir ástandið í samfélaginu. Ekki sé gefinn slaki á athæfi sem talið var brot fyrir veirufaraldur. „Í gildi eru sömu reglur og hafa alltaf verið,“ segir hann. Morgunblaðið/Eggert Viðsnúningur Umferð var engin á Laugavegi um miðjan þriðjudag. Algert hrun í nýtingu bílastæða  Stöðumælar farið niður um 70-80%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.