Morgunblaðið - 26.03.2020, Síða 10
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Bergsveinn
S: 863 5868
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Magnús
S: 861 0511
Ólafur
S: 824 6703
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Sími 534 1020
Til leigu á jarðhæð 160 m² verslunarhúsnæði.
Laust strax. Um er að ræða mest opið verslunarrými með
litlum lager baka til.
Stórir verslunargluggar snúa út að Ármúla.
Bjart húsnæði með glugga á þrjá vegu.
Leiguverð 2.200 kr/m² + vsk.
Til leigu á 3. hæð 240 m² skrifstofuhúsnæði. Möguleiki er
á að leigja stakar skrifstofur. Húsnæðið skiptist í 8 lokaðar
skrifstofur, fundarherbergi, kaffistofu og tvö salerni. Annað
salernið er með sturtu. Bjart húsnæði með glugga á þrjá
vegu. Leiguverð 1.900 kr/m² + vsk.
Til leigu á 4. hæð 155 m² skrifstofuhúsnæði. Laust sam-
kvæmt samkomulagi. Húsnæðið er mest opið rými með
einu fundarherbergi. Kaffikrókur og tvö salerni eru innan
rýmis. Lagnastokkar með veggjum. Gluggar eru á þrjá vegu - mikið útsýni. Svalir. Nýleg lyfta er í sameign.
Leiguverð 1900 kr/m² + vsk.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Jóhannsson löggiltur fasteignasali, s. 824-6703, olafur@jofur.is
TIL LEIGU
Ármúli 42, 108 Reykjavík
Stærð: Ýmsar stærðir í boði
Gerð: Verslunar- og skrifstofuhúsnæði
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Hröð útbreiðsla kórónuveiru og harð-
ar aðgerðir stjórnvalda víða um heim
í von um að hefta faraldurinn hafa
sett svip sinn á flugumferð, eins og sjá
má á myndunum hér að ofan.
Sú fyrri var tekin fimmtudaginn 12.
mars klukkan 14. Á henni má sjá
nokkuð mikla og þétta flugumferð
með fólk og vörur á milli heimsálfa.
Seinni myndin er tekin í gær, mið-
vikudaginn 25. mars, á sama tíma.
Eins og sjá má hefur mjög dregið úr
flugumferð um heim allan. Báðar eru
myndirnar fengnar af heimasíðunni
Flightradar24.com.
Ásgeir Pálsson, framkvæmda-
stjóri Isavia ANS, segir flugumferð
á íslenska flugumferðarstjórnar-
svæðinu hafa verið í eðlilegu horfi til
13. mars.
„Eins og þú sérð [á meðfylgjandi
línuriti] ef miðað er við flugumferð á
sama tíma 2019, þá ættu að meðaltali
að vera um 450 vélar á svæðinu á dag.
Þetta var í eðlilegu horfi til 13. mars
en er nú dottið
niður í 149 vélar.
Mest áhrif hefur
fækkun á flugi
milli Norður-Am-
eríku og Evrópu
og því næst fækk-
un í flugi til og frá
Íslandi. Hvað
framhaldið varðar
er ómögulegt að
segja til um það í
ljósi þeirrar óvissu sem til staðar er,“
segir hann við Morgunblaðið.
Annar heimur Mikil breyting hefur orðið á skömmum tíma í heimi flugsins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar eru með tæplega tveggja vikna millibili og sýna flugumferð.
Skjámyndir/FlightRadar24.com
Gríðarmikil breyting á flugumferð
Fer úr 450 flugvélum að meðaltali á íslenska svæðinu í 149
Ásgeir
Pálsson
Umferð um flugumferðarstjórnarsvæði Íslands
500
400
300
200
100
0
1. mars 31. mars24. mars
Öll flugumferð um svæðið
Mars 2019 2020
36
149
Mars 2019 og 2020
Flugumferð til og frá Íslandi
Mars 2019 2020
Heimild: Isavia