Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 Gerðu vel við þig og þína um páskana með ljúffengri ostaköku. Hún er gómsæt með ljúfum piparmyntutónum sem koma þér í hæstu hæðir. Páska ostakaka Landssamband smábátaeigenda hefur sent sjávarútvegsráð- herra erindi þar sem óskað er eftir að hann bregðist við þeim vanda sem faraldurinn af völdum kórónuveirunnar kann að hafa varðandi fiskveiðar á kom- andi mánuðum. Þannig telur LS brýnt að ráðherra felli nú þegar úr gildi reglugerð um friðun hrygningarþorsks, sem hefst að óbreyttu 1. apríl. Þá hefur LS óskað eftir að ráð- herra leggi fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þar verði kveðið á um að ákvæði um veiðiskyldu gildi ekki fyrir yfirstandandi fisk- veiðiár og að takmörkun á flutn- ingi ónýttra aflaheimilda milli ára verði afnumin. Sú skoðun kemur fram á heima- síðu LS að gera þurfi fleiri breyt- ingar, t.d. á fyrirkomulagi strand- veiða sem hefjast mega 4. maí. Ráðherra hefur ákveðið að sjó- menn á grásleppuveiðum megi gera hlé á veiðum í að lágmarki 14 daga ef skipstjóra eða áhöfn verður fyrirskipað að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Net skulu dregin upp áður en slíkt hlé verður gert á veiðum. aij@mbl.is Vilja breyt- ingar vegna veirunnar  Heimilt að gera hlé á grásleppuveiðum Nýi dráttarbáturinn Magni, sem kom til landsins í lok febrúar, hefur reynst vel en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn í sambandi við þjálfun starfsmanna. Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafn- sögumaður hjá Faxaflóahöfnum, segir að þegar þjálfunin hafi verið búin að standa yfir í viku hafi Hol- lendingarnir sem hafi séð um hana verið kallaðir heim vegna veir- unnar sunnudaginn 15. mars. „Við höfum því aðeins verið að fikra okkur sjálfir áfram,“ segir hann og bætir við að vegna góðra aðstæðna í fyrradag hafi báturinn verið not- aður til að færa skip Eimskips í Reykjavíkurhöfn. Þá standi til að taka þjálfun með Landhelgisgæsl- unni í dag eða á morgun. „Við förum mjög varlega,“ segir Gísli um stöðuna og nefnir að ekki hafi verið hægt að halda áfram þjálfun í Stýrimannaskólanum vegna veirunnar. „Við tökum hænuskref,“ segir hann. Valin verkefni fyrir dráttarbátinn Magna Morgunblaðið/Árni Sæberg Halla Gunnars- dóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Al- þýðusambands Íslands og tekur við af Guðrúnu Ágústu Guð- mundsdóttur, sem gegnt hefur starfi fram- kvæmdastjóra undanfarin fimm ár. Halla Gunnarsdóttir er menntuð sem kennari frá Kennaraháskóla Ís- lands og er með M.A. próf í alþjóða- samskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur m.a. starfað sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum frá árinu 2018, sem skrifstofustjóri Women‘s Equality Party í Bretlandi, aðstoðarmaður ráðherra hér á landi og blaðamaður á Morgunblaðinu. Þá hefur hún leitt stefnumótandi nefnd- ir á vegum stjórnvalda, meðal ann- ars sem tengjast baráttu gegn of- beldi og málefnum útlendinga. Halla nýr framkvæmda- stjóri ASÍ Halla Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.