Morgunblaðið - 26.03.2020, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
Gerðu vel við þig og þína um páskana með ljúffengri ostaköku.
Hún er gómsæt með ljúfum piparmyntutónum sem koma þér í hæstu hæðir.
Páska
ostakaka
Landssamband
smábátaeigenda
hefur sent
sjávarútvegsráð-
herra erindi þar
sem óskað er
eftir að hann
bregðist við
þeim vanda sem
faraldurinn af
völdum kórónuveirunnar kann að
hafa varðandi fiskveiðar á kom-
andi mánuðum. Þannig telur LS
brýnt að ráðherra felli nú þegar
úr gildi reglugerð um friðun
hrygningarþorsks, sem hefst að
óbreyttu 1. apríl.
Þá hefur LS óskað eftir að ráð-
herra leggi fram frumvarp um
breytingar á lögum um stjórn
fiskveiða. Þar verði kveðið á um
að ákvæði um veiðiskyldu gildi
ekki fyrir yfirstandandi fisk-
veiðiár og að takmörkun á flutn-
ingi ónýttra aflaheimilda milli ára
verði afnumin.
Sú skoðun kemur fram á heima-
síðu LS að gera þurfi fleiri breyt-
ingar, t.d. á fyrirkomulagi strand-
veiða sem hefjast mega 4. maí.
Ráðherra hefur ákveðið að sjó-
menn á grásleppuveiðum megi
gera hlé á veiðum í að lágmarki
14 daga ef skipstjóra eða áhöfn
verður fyrirskipað að fara í
sóttkví vegna kórónuveirunnar.
Net skulu dregin upp áður en
slíkt hlé verður gert á veiðum.
aij@mbl.is
Vilja breyt-
ingar vegna
veirunnar
Heimilt að gera hlé
á grásleppuveiðum
Nýi dráttarbáturinn Magni, sem
kom til landsins í lok febrúar, hefur
reynst vel en kórónuveiran hefur
sett strik í reikninginn í sambandi
við þjálfun starfsmanna.
Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafn-
sögumaður hjá Faxaflóahöfnum,
segir að þegar þjálfunin hafi verið
búin að standa yfir í viku hafi Hol-
lendingarnir sem hafi séð um hana
verið kallaðir heim vegna veir-
unnar sunnudaginn 15. mars. „Við
höfum því aðeins verið að fikra
okkur sjálfir áfram,“ segir hann og
bætir við að vegna góðra aðstæðna
í fyrradag hafi báturinn verið not-
aður til að færa skip Eimskips í
Reykjavíkurhöfn. Þá standi til að
taka þjálfun með Landhelgisgæsl-
unni í dag eða á morgun.
„Við förum mjög varlega,“ segir
Gísli um stöðuna og nefnir að ekki
hafi verið hægt að halda áfram
þjálfun í Stýrimannaskólanum
vegna veirunnar. „Við tökum
hænuskref,“ segir hann.
Valin verkefni fyrir
dráttarbátinn Magna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Halla Gunnars-
dóttir hefur verið
ráðin fram-
kvæmdastjóri Al-
þýðusambands
Íslands og tekur
við af Guðrúnu
Ágústu Guð-
mundsdóttur,
sem gegnt hefur
starfi fram-
kvæmdastjóra
undanfarin fimm ár.
Halla Gunnarsdóttir er menntuð
sem kennari frá Kennaraháskóla Ís-
lands og er með M.A. próf í alþjóða-
samskiptum frá Háskóla Íslands.
Hún hefur m.a. starfað sem ráðgjafi
ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum
frá árinu 2018, sem skrifstofustjóri
Women‘s Equality Party í Bretlandi,
aðstoðarmaður ráðherra hér á landi
og blaðamaður á Morgunblaðinu. Þá
hefur hún leitt stefnumótandi nefnd-
ir á vegum stjórnvalda, meðal ann-
ars sem tengjast baráttu gegn of-
beldi og málefnum útlendinga.
Halla nýr
framkvæmda-
stjóri ASÍ
Halla
Gunnarsdóttir