Morgunblaðið - 26.03.2020, Síða 23

Morgunblaðið - 26.03.2020, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 Skógræktin hvetur landsmenn til að leita huggunar gegn veirufárinu með því að knúsa tré. „Reynið, og þið munuð finna,“ segir á vef Skóg- ræktarinnar, skogur.is. Þar segir enn fremur: „Á þessum erfiðu tímum þegar kórónuveiran hrellir þjóðina, aðskilur fólk og bælir niður þjóðfélagið erum við beðin að forðast nánd og snertingu. Knúsin við annað fólk verða að bíða. En þá er gott tækifæri til að upplifa gott knús við tré. Trjáknús er heilandi og læknandi athöfn. Gætið þess að knúsa ekki bara augnablik. Takið utan um tréð og bíðið þangað til þið farið að finna hvernig lífsmagnið fer að streyma í ykkur úr trénu. Þetta virkar, sannið þið til!“ Á vef Skógræktarinnar hafa ver- ið birtar myndir af starfsfólki stofn- unarinnar og aðstandendum við þessa nytsömu iðju, að knúsa tré. „Trjáknúsarar allra landa sam- einist! Knúsum tré og útbreiðum skóga heimsins á ný. Klæðum landið!“ Leitið huggunar gegn veirunni og knúsið tré Ljósmyndir/Skógræktin Knús Skemmtilegt framtak hjá Skógræktinni, að benda landsmönnum á að fara út í skóg og knúsa trén. Mörg fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að aðstoða heil- brigðisstarfsfólk og aðra í fram- varðasveit í bar- áttu við kórónu- veiruna. Þannig hefur Ölgerðin fært öllum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu drykkjar- vörur. Dominos færði stöðvunum veglega inneign, ásamt því að gefa heilbrigðisstarfsfólki góðan afslátt út aprílmánuð hið minnsta. Hlölla- bátar buðu öllu starfsfólki Land- spítala bát að eigin vali. Nings hef- ur boðið heilbrigðisstarfsfólki 50% afslátt á úttekt allt að 10 þúsund kr. gegn framvísun starfsmanna- skírteina. Þá sendi Valdís starfs- fólki sýkla- og veirufræðideildar ís um helgina, svo dæmi séu tekin. Fyrirtæki dugleg að gefa heilbrigðis- starfsfólki afslætti Heilbrigðisstarfs- fólk önnum kafið. Búið er að stofna á Facebook- vefinn Bangsaleit á höfuðborg- arsvæðinu, þar sem fólk er hvatt til að setja bangsa út í glugga hjá sér. Er þetta hugsað fyrir börn sem far- ið er með út í göngutúr í hverfinu, til að viðra þau og aðra fjölskyldu- meðlimi í miðjum kórónuveiruf- araldri. Geta þau t.d. talið bangs- ana á göngu sinni og haft gaman af. „Það er eitthvað svo fallegt við þessa bangsaleitarhugmynd og á tímum þar sem börn hitta ekki mik- ið vini og stórfjölskyldu þá væri gaman að auka gleðina í labbi- túrunum! Setjum bangsa í gluggann. Endilega bjóðið að vild í hópinn,“ segir á vefnum. Setjum bangsa út í gluggann Morgunblaðið/Ásdís Átak Allir að setja bangsa út í glugga! Öryggismið- stöðin býður upp á nýja þjónustu á höfuðborgar- svæðinu varð- andi viðgerðir á hjálpartækjum sem lánuð eru út af Sjúkratrygg- ingum Íslands. Öryggismiðstöðin mun nú sækja hjálpartæki heim til fólks sem þarf á viðgerðarþjónustu að halda, því að kostnaðarlausu. Gildir þetta fyr- ir öll tæki sem lánuð hafa verið út frá SÍ. Hægt er að hringja í símann 570-2400. Sækja hjálpartækin heim til fólks

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.