Morgunblaðið - 26.03.2020, Page 26

Morgunblaðið - 26.03.2020, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 V E R S L U N S N O R R A B R A U T 5 6 · 1 0 5 R E Y K J A V Í K · F E L D U R . I S VERSLUM Á VEFNUM Á FELDUR.IS bjóðum við viðskiptavinum 15% afslátt af hlýjum vörum fyrir útiveruna og sendum frítt innanlands. AFSLÁTTARKÓÐI: FELDUR2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Súðvíkingar eru orðnir langeygir eftir niðurstöðum, svörum, al- mennri afstöðu og ákvörðunum opinberra aðila hvað varðar bygg- ingu kalkþörungaverksmiðju í þorp- inu. Formlegt ferli nær aftur til ársins 2014 er viljayfirlýsing Súða- víkurhrepps og Íslenska kalkþör- ungafélagsins var undirrituð. Þá var miðað við að starfsemi gæti haf- ist 2018. Síðan hefur ferli skipulags og umsókna verið í gangi og sér ekki fyrir endann á því. Miðað við fjögurra ára framkvæmdatíma hefst framleiðsla ekki fyrr en 2024. Á fundi í sveitarstjórn í síðustu viku var Braga Þór Thoroddsen sveitarstjóra falið að fylgja þessu máli eftir og reyna að fá afstöðu stjórnvalda varðandi gang mála. Súðvíkingar sáu tækifæri í stöðunni til að ýta málinu áfram er stjórnvöld boðuðu fyrir nokkru að gripið yrði til víðtækra aðgerða vegna stöðu og horfa í efnahagsmálum. Þar var m.a. ákveðið að kanna áform um fram- kvæmdir sveitarfélaga í einstökum landshlutum og hvaða möguleikar gætu verið á að flýta stærri fram- kvæmdum í ljósi stöðunnar. Flókin og tímafrek vinna Bragi segir að á síðustu árum hafi fyrirtækið og sveitarfélagið lagt í flókna og tímafreka undirbúnings- vinnu og ýmis mál hafi skýrst síð- ustu mánuði af hálfu Skipulagsstofn- unar, Umhverfisstofnunar og fleiri aðila. Nú sé hins vegar óskað eftir að aðalskipulag sveitarfélagsins verði ekki endanlega afgreitt, og þá í annað sinn, fyrr en skipulagsmál Kalkþörungafélagsins verði af- greidd. Þá eigi Orkustofnun enn eftir að gefa Kalþörungafélaginu leyfi til að vinna þörunga i námum á botni Ísafjarðardjúps, en Umhverfis- stofnun hafi fjallað um svipað efni. Meðal annarra fyrirhugaðra fram- kvæmda er hafnargerð á nýju hafnarsvæði innan Langeyrar í Álftafirði. Bragi Þór segir að Vega- gerðin og sveitarfélagið komi að þeim framkvæmdum og sé höfnin komin á samgönguáætlun. Vinna við höfnina hefði átt að vera komin af stað. Bragi Þór segir að um 200 manns búi i Súðavíkurhreppi, þar af um 140 í þorpinu í Súðavík að staðaldri. Gert sé ráð fyrir að um 35 manns vinni í nýju verksmiðjunni og muni starfsemin skipta sköpum í sam- félaginu. Ekkert öruggt, ekkert í hendi Bragi er þungorður í garð opin- berra stofnana og skrifræðis í grein sem hann skrifaði nýlega á visi.is og nefnir Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun sérstaklega. Eftir sex ára ferli frá því að ákveðið hafi verið að leggja af stað með verk- efnið sé ekkert öruggt, ekkert í hendi. Nokkrar milljónir hafi farið í verkið, margir fundir og mikil vinna. Súðvíkingar vilja ákvarðanir  Langeygir eftir niðurstöðum varðandi kalkþörungaverksmiðju  Formlegt ferli hófst árið 2014  Myndi skipta sköpum fyrir atvinnulíf á svæðinu Ljósmynd/Bragi Þór Thoroddsen Vetur Álftafjörður og þorpið í Súðavík. Myndin er tekin í desember en síðan er búið að vera mjög snjóþungt á Súðavík eins og annars staðar á Vestfjörðum. Fyrirhugað er að stækka friðlandið í Flatey á Breiðafirði og hefur Um- hverfisstofnun kynnt þau áform, en Reykhólahreppur og landeigendur standa einnig að kynningunni. Frið- lýsingin miðar að því að varðveita einkenni og sérstöðu svæðisins, en austurhluti Flateyjar var friðlýstur 1975 vegna fuglaverndar. Vísinda- legt gildi svæðisins er metið hátt. Stækkunin nær yfir austurhluta eyjarinnar ásamt eyjum og hólmum sunnan við Flatey. Líffræðileg fjöl- breytni svæðisins er mikil, en þar er að finna fjölskrúðugt fuglalíf sem byggist m.a. á fjölbreyttu fæðufram- boði, miklum fjörum og takmörkuðu aðgengi rándýra að svæðinu, segir m.a í kynningu Umhverfisstofnunar. aij@mbl.is Stækkun friðlands í Flatey á Breiðafi rði Ko rt : U m hv er fi s st of nu n/ LM Í Núverandi mörk friðlands Tillaga að stækkun Áform um stækkun friðlandsins í Flatey Vegna samkomubanns ganga grein- ingar á myglusveppum mun hægar fyrir sig en venjulega og er viðbúið að biðtími eftir niðurstöðum lengist nokkuð. Þetta kemur fram á heima- síðu Náttúrufræðistofnunar. Stofnunin býður upp á greiningu á myglusveppum fyrir almenning og fyrirtæki. Greiningar fara fram á starfsstöð á Akureyri og er æskilegt að haft sé samband við sveppafræð- ing símleiðis áður en sýni er sent til greiningar. Eins og hjá mörgum öðrum opinberum stofnunum hefur afgreiðslu NÍ verið lokað, en svarað er í síma. Tafir á greiningum á myglusveppum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.