Morgunblaðið - 26.03.2020, Side 30

Morgunblaðið - 26.03.2020, Side 30
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 544 5151tímapantanir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Í LJÓSI AÐSTÆÐNA COVID19 Við hjá Bíljöfur höfum tekið upp nýjar vinnureglur varðandi bifreiðar sem koma til viðgerða, bæði til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Bifreiðar sprittaðar fyrir og eftir viðgerðir. Einnig bjóðum við upp á að: • Fólk borgi reikning með símgreiðslu/millifærslu. • Bifreið sé sótt heim eða í vinnu til eiganda á höfuðborgarsvæðinu og henni skilað aftur eftir viðgerð. Er kominn tími til að fara með bílinn í bifreiðaskoðun? Við getum séð um það fyrir þig. Sjá nánara fyrirkomulag á facebooksíðunni okkar Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eigendur nýrrar skartgripaverslun- ar á Laugavegi, Prakt Jewellery, áttu von á því að miðbærinn yrði full- ur af ferðamönnum opnunardaginn 26. mars. Nú eru göturnar hins veg- ar nær mannlausar. Þorbergur Halldórsson, einn eig- enda verslunarinnar, segir ástandið óneitanlega sérstakt. „Við erum í skringilegum aðstæð- um. Við ætluðum að opna verslunina á morgun [í dag]. Við verðum að bregðast við aðstæðunum eins og þær eru. Það er allt sett á bið í ófyrirséðan tíma. Það væri einfalt að segjast ætla að fresta opnuninni í mánuð eða tvo. Það þýðir hins vegar ekki neitt,“ segir Þorbergur. Bjóða eigin hönnun Hann segir Prakt Jewellery fyrst og fremst munu bjóða eigin smíð og hönnun á skartgripum. Eigendurnir hafi valið að vera ofarlega á Lauga- veginum með heimamenn og erlenda ferðamenn í huga. Þorbergur hóf eigin rekstur árið 1988. Árið 1991 stofnaði hann verslunina G15 á Skólavörðustíg 15, sem síðar varð hús 12 Tóna, en hann gerði það upp á sínum tíma. Síðar var hann ásamt öðrum með verslanir á Laugavegi, Smáralind og Kringl- unni undir merkjum Brilljant ehf. Seldu þær verslanir líka skartgripi. Þorbergur, sem hóf starfsferilinn 16 ára í Fjalakettinum, kveðst hafa séð uppsveiflur og niðursveiflur á þessum 40 árum. Miðbærinn hafi verið númer eitt í verslun en staða hans breyst, ekki síst með opnun Kringlunnar og síðar Smáralindar. Húsnæðið yfirverðlagt Síðustu ár hafi húsnæði verið yfir- verðlagt í miðborginni, sem og húsa- leiga, en nú sé verðið hins vegar að leiðréttast. Leigan sé orðin sam- bærileg og í Skeifunni og Múlunum. Með því horfi margir verslunareig- endur til þess að flytja verslanir í miðborgina. „Ég hafði og hef enn tröllatrú á miðbænum. Hann mun jafna sig og koma upp aftur. Það er enginn annar miðbær. Úrvinnslan gæti hins vegar tekið tíma þar til tímarnir batna. Við hlökkum til sumarsins og að sjá Íslendinga koma aftur í miðbæinn,“ segir Þórbergur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Laugavegi Versluninn Prakt Jewellery mun bjóða upp á skartgripi. Ætluðu að opna verslunina í dag  Eigendur Prakt Jewellery bíða og sjá Landsbréf, sjóðastýringarfyrir- tæki í eigu Landsbanka Íslands, skilaði 489 milljóna króna hagnaði á árinu 2019. Dróst hagnaðurinn saman um 42% sem var 843,7 millj- ónir á árinu 2018. Umsýsluþóknun og árangurs- tengdar þóknanir drógust saman og námu tæpum 1,4 milljörðum króna. Stóðu sömu tekjur í rúmum 1,9 milljörðum ári fyrr. Hreinar fjármunatekjur jukust hins vegar verulega og stóðu í tæpum 219 milljónum, samanborið við rúmar 89 milljónir árið á undan. Aðrar tekjur jukust einnig og námu tæp- um 65 milljónum, samanborið við tæplega 30 milljónir árið 2018. Laun og launatengd gjöld námu tæpum 560 milljónum og jukust um 30 milljónir milli ára. Annar rekstrarkostnaður jókst einnig og stóð í 441 milljón. Jókst hann um tæpar 52 milljónir. Eignir í stýr- ingu hjá Landsbréfum voru um 180 milljarðar í árslok 2019 og höfðu aukist um 25 milljarða milli ára. Hagnaður Landsbréfa 489 milljónir  Minnkaði um 42% 26. mars 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 139.44 140.1 139.77 Sterlingspund 164.02 164.82 164.42 Kanadadalur 96.85 97.41 97.13 Dönsk króna 20.255 20.373 20.314 Norsk króna 12.774 12.85 12.812 Sænsk króna 13.727 13.807 13.767 Svissn. franki 142.99 143.79 143.39 Japanskt jen 1.2598 1.2672 1.2635 SDR 188.83 189.95 189.39 Evra 151.28 152.12 151.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.2182 Hrávöruverð Gull 1599.5 ($/únsa) Ál 1536.0 ($/tonn) LME Hráolía 27.72 ($/fatið) Brent Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Seðlabanki Íslands treystir sér ekki í núverandi ástandi til að gefa út nýja hagspá. Nýverið lýsti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri því yfir að hagspá sem kynnt var í febrúar síðastliðnum væri úrelt vegna gríðarlegra áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar um heim allan.Hins vegar birti bankinn í gær tvær sviðsmyndir sem hann telur sennilegt að rætist varðandi þróun efnahagsmála. Önnur gerir ráð fyrir 2,4% efnahagssamdrætti. Hin gerir ráð fyrir 4,8% samdrætti. Í febrúar hafði bankinn gert ráð fyrir 0,8% hagvexti og í október 2019 var spáin upp á 1,6% hagvöxt. „Í báðum sviðsmyndum er reyndar að ferðamönnum fækkar hér á næstu mánuðum um 90% frá í fyrra. Mun- urinn á milli þessara tveggja mynda er hversu lengi það varir. Í mildari myndinni bjargast eitthvað af sumr- inu og það tekur við einhver smávegis bati á seinni hluta ársins en í þeirri dekkri varir þetta ástand lengur og batinn verður hægari,“ sagði Þórar- inn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans, þegar hann kynnti spárnar. Benti hann á að mildari sviðs- myndin gerði ráð fyrir 37% fækkun ferðamanna og 14% samdrætti í heildarútflutningi milli ára. Fari mál- in hins vegar á verri veg má gera ráð fyrir að ferðamönnum fækki um 55% og að samdrátturinn verði 21%. Þá sagði Þórarinn einnig mikla óvissu um þróun heimsmarkaðsverðs á ál- afurðum. Annars vegar að álverðið þróaðist í samræmi við framvirk verð á markaði en í verri myndinni að það myndi lækka mun frekar og með svipuðum hætti og hrávöruverð. Seðlabankinn telur einnig að út- flutningur sjávarafurða muni raskast talsvert, einkum vegna vandamála við afhendingu og dreifingu og minni eftirspurn vegna lokunar veitinga- staða erlendis. Áhættuálag mun hækka Benti Þórarinn á að hinn mikli skellur sem hagkerfið yrði nú fyrir yki mjög óvissu í fjármálakerfinu og að ganga mætti út frá því að vaxta- álag á fyrirtækjalán myndi hækka um 1 prósentu vegna þess. Seðla- bankinn gerir ráð fyrir að tímabund- in lokun fyrirtækja sem nú er komin fram muni auka atvinnuleysi og stytta meðalvinnutíma. Þá hægi á fjölgun fólks á vinnualdri þar sem innflutningur á erlendu vinnuafli muni jafnvel stöðvast algjörlega. Þá hafi vinnutap vegna veikinda og fjar- veru, t.a.m. vegna sóttkvíar og ein- angrunar, einnig hafa mikil áhrif. Tel- ur bankinn að atvinnuleysi geti farið í 6 eða jafnvel 7 prósent. Í tölunum er tekið tillit til aðgerða ríkisstjórnar- innar og um ársmeðaltal er að ræða og því er sennilegt að atvinnuleysið geti orðið meira á tilteknum tímabil- um. Þótt sannarlega hafi verið þungt hljóð í aðalhagfræðingi bankans vegna þeirra auðnubrigða sem þjóðin horfir fram á nú nýtti hann einnig tækifærið til að stappa stálinu í fólk: „Þótt efnahagshorfur séu dökkar megum við ekki missa alla von. Þjóð- arbúskapurinn mun ná sér aftur á strik þegar þessi óáran gengur yfir og allar þessar sviðsmyndir sem við höf- um verið að skoða gera ráð fyrir að hagvöxtur verði góður aftur strax á næsta ári.“ Umfangsmikið inngrip Á fundi sem peningastefnunefnd Seðlabankans hélt á sunnudag var bankanum veitt heimild til magn- bundinnar íhlutunar á markaði. Felur það í sér að bankinn getur keypt skuldabréf fyrir allt að 150 milljarða króna. Ásgeir Jónsson benti á að þessi ákvörðun hefði verið tekin án samráðs við fjármála- og efnahags- ráðuneytið enda væri Seðlabankinn sjálfstæður í störfum sínum. Hins vegar ætti bankinn nú þegar samráð við ráðuneytið og ríkisstjórnina um útfærslu aðgerða á grundvelli heim- ildarinnar. Prentvélarnar ræstar Seðlabankinn mun að sögn Ásgeirs prenta nýja peninga til þessara upp- kaupa, ekki verði nýttir fjármunir úr forða bankans í því skyni. Þá megi gera ráð fyrir að heimildinni verði beitt á þessu ári, enda sé um tíma- bundinn vanda að etja. „Kaup seðlabankans eru þá ætluð til að tryggja framgang peninga- stefnunnar á markaði, tryggja að áhættulausir vextir hækki ekki of mikið og að fyrirtæki og heimili geti notið lágra vaxta áfram.“ Aðgerðirnar eru til komnar vegna fyrirhugaðrar og stóraukinnar skuldabréfaútgáfu ríkisins. „Í ljósi þess að ríkissjóður Íslands mun þurfa aukið fjármagn til að standa skil á út- gjöldum vegna COVID-19-veirunnar og að einhverju leyti vegna þess að ríkissjóður hefur veitt gjaldfresti er fyrirséð að það verður meiri útgáfa. Við viljum koma í veg fyrir að lang- tímakrafan hækki verulega því hún setur í hættu markmið okkar um slökun peningastefnunnar og margt fleira.“ Allt að 55% fækkun ferðamanna  Sviðsmyndir Seðlabankans gera ráð fyrir talsverðum samdrætti þjóðarframleiðslunnar  Atvinnu- leysi gæti farið í 7%  Magnbundin íhlutun Seðlabankans getur numið allt að 150 milljörðum króna Ljósmynd/Skjáskot Seðlabanka SÍ Minni ráðstafanir voru gerðar til smitvarna á fundinum í gær en á fyrri kynningarfundum Seðlabankans í marsmánuði. Í stað sprittbrúsa höfðu seðlabankastjóri og aðalhagfræðingur vatnsflöskur sér til handargagns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.