Morgunblaðið - 26.03.2020, Page 31
FRÉTTIR 31Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Dæmi eru um að fólk sem átti pantað flug til
Óslóar í Noregi með Icelandair hafi verið endur-
bókað sjálfvirkt í flugvél til Stokkhólms í Svíþjóð,
án þess að viðkomandi hafi fyrst verið boðin
endurgreiðsla. Breki Karlsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, segir að einstaklingur sem
lenti í þessu hafi leitað til samtakanna, en úr
þessu einstaka máli hafi verið leyst í kjölfarið.
„Auðvitað mega flugfélögin bjóða upp á
svona lausnir, en farþegi á skýlausan rétt á að
fá endurgreitt að fullu ef ferð er felld niður og
ekki er hægt að koma viðskiptavininum á
áfangastað, eins og í þessu tilviki,“ segir Breki
og bætir við að ekki sé hægt að bjóða fólki upp á
að það sé einfaldlega sent í annað land.
Vantar að fólk sé upplýst
Breki, sem átti fund með evrópsku neytenda-
samtökunum í gærmorgun, segir að svo virðist
sem vanti upp á, bæði á Íslandi og í öðrum lönd-
um, að fólk sé látið vita um allan rétt sinn. „Í
dæminu hér á undan er réttur fólks skýlaus, og
það sama á við um pakkaferðir, ef verulegar
vanefndir verða. Auðvitað mega viðskiptavinir
semja um annað, eins og að fá inneignarnótur,
en þá þarf það að vera val hvers og eins, en
aldrei val söluaðila.“
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi
Icelandair, segir í skriflegu svari til Morgun-
blaðsins að þessa dagana hafi félagið verið að
aðlaga flugáætlun sína frá degi til dags, og
ákvarðanir séu teknar í mesta lagi 48 klukku-
stundir fram í tímann. „Eins og önnur flugfélög
og ferðaþjónustufyrirtæki eru að leggja
áherslu á á þessum óvissutímum erum við að
hvetja fólk til þess að fresta för frekar en að
hætta alfarið við ferðina. Við reynum að endur-
bóka farþega eftir bestu getu en þar sem mögu-
leikar til endurbókana eru takmarkaðir á
næstu dögum og vikum erum við einnig að
bjóða viðskiptavinum inneign hjá okkur sem
hægt væri að nýta síðar meir. Þetta gefur við-
skiptavinum okkar meiri sveigjanleika,“ segir
Ásdís Ýr.
Hún segir jafnframt að Icelandair fylgi gild-
andi reglum hverju sinni varðandi endur-
greiðslurétt en í þeim fordæmalausu aðstæðum
sem nú eru uppi sé viðbúið að endurgreiðslur
geti tekið lengri tíma en venja væri undir eðli-
legum kringumstæðum.
Wizz býður 120% inneign
Spurð að því hvort Icelandair hygðist fara að
dæmi ungverska flugfélagsins Wizz air sem
færir, þegar flug er fellt niður, sjálfkrafa 120%
af upprunalegu fjargjaldi á Wizz-reikning við-
komandi sem hægt er að nota í 24 mánuði þar á
eftir, eða endurgreiðir 100%, sem tæki þá
lengri tíma, segir Ásdís að flugfélög bregðist
við stöðunni með ýmsum hætti. „Við fylgjumst
með þróun mála og erum stöðugt að skoða
hvernig við lögum okkur að þeim aðstæðum
sem nú ríkja.“
Breki segir að í óvissuástandi sem nú sé í
samfélaginu vilji Neytendasamtökin að ferða-
löngum sem komist ekki í ferðir sínar séu boðn-
ar inneignarnótur, en á sama tíma vilji félagið
að nóturnar séu tryggðar. „Danir fóru þá leið
að tryggja allar inneignarnótur hjá ferðaskrif-
stofum í landinu. Inneignarnóta er verðlaus
pappír ef ferðaskrifstofan fer á hausinn. Til að
fólk þiggi inneignarnótu umfram endurgreiðslu
þarf að koma til slík ríkisábyrgð að mínu mati.“
Tryggingar lækkaðar
Hann segir að sér finnist það skjóta skökku
við að á meðan Danir séu að auka varnir neyt-
enda á þessu sviði séu yfirvöld hér á landi að
lækka tryggingaskyldu ferðaskrifstofa, eins og
gert hafi verið í síðustu viku. „Tryggingar eiga
að fara í að endurgreiða neytendum ef allt fer á
versta veg, en núna, þegar líklegt er að reyni á
þessar tryggingar, eru þær orðnar minni. Þetta
þykir okkur skjóta afar skökku við. Við krefj-
umst þess að aðgerðir stjórnvalda til að bjarga
fyrirtækjum verði ekki á kostnað neytenda.“
Breki segir að sér finnist sjálfsagt að neyt-
endur komi til móts við fyrirtækin í landinu
með því að þiggja inneignarnótur í stað endur-
greiðslu. „Ef allir fara fram á endurgreiðslu, og
það verður eins konar áhlaup á fyrirtækin, þá
reynist það fyrirtækjum ansi erfitt og ég held
að lausafjárstaða flestra fyrirtækja þoli það
ekki. Við mælum með að fólk þiggi inneign-
arnótur svo lengi sem tryggt er að það verði
ekki verr sett eftir á.“
Spurður nánar um fund sinn með evrópsku
neytendasamtökunum í gærmorgun, og hvort
menn séu að glíma við sömu vandamál um alla
Evrópu, segir Breki að ferðamálin séu áber-
andi í flestum löndum. „Svo er nokkuð um að
kvartað sé undan fyrirtækjum og óprúttnum
aðilum sem eru að nýta sér ástandið, og lofa því
að vara þeirra sé ráð við farsóttinni. Þá eru víða
óhóflegar verðhækkanir á hlutum eins og
spritti, grímum og slíku sem tengist veirunni.
„Þarna eru menn að nota sér neyðina til að
græða peninga.“ Breki segir að Neytendasam-
tökin hafi séð dæmi um slíkt hér á landi, þar
sem verið sé að gefa í skyn að vara hjálpi til í
baráttu gegn kórónuveirunni og drepi hana
jafnvel. „Við höfum tilkynnt slíkt til Neytenda-
stofu.“
Til Stokkhólms í stað Óslóar
Icelandair endurbókaði viðskiptavin sjálfkrafa í annað land Skýlaus réttur á endurgreiðslu
Neytendasamtökin styðja inneignarnótur en vilja ríkisábyrgð Fyrirtæki nýti ekki neyðina
Ferðalög Mál er varða niðurfelldar ferðir eru stærsta einstaka mál síðari ára hjá Neytendasamtökunum. 400 hafa kvartað undan 600 ferðum.
Nordic Entertainment Group
(NENT Group), sem er leiðandi
streymisveita á Norðurlöndum,
mun hefja Viaplay-streymisþjón-
ustu sína á Íslandi 1. apríl. Mán-
aðargjald verður 599 krónur.
Streymisveitan verður í boði á net-
inu, líkt og Netflix, sem margir
þekkja.
Í boði verður Viaplay-myndefni,
-kvikmyndir og -þáttaraðir ásamt
barnaefni. Íþróttir í heimsklassa
munu bætast við með tímanum.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá NENT Group.
Nýjar Hollywoodmyndir
Sem dæmi um Viaplay-myndefnið
sem í boði verður við opnun eru
þáttaraðir eins og Love Me, Those
Who Kill og The Art of Living. Af
kvikmyndum og sjónvarpsþátta-
röðum má nefna Borg vs. McEnroe,
Easy Money, Badehotellet og
Grey’s Anatomy. Viðskiptavinir
geta einnig leigt eða keypt nýjustu
Hollywood-myndirnar og norrænar
metsölumyndir.
Af barnaefni má nefna þekkta
þætti eins og Mia’s Magic Play-
ground, Hvolpasveitina, Dóru land-
könnuð og Svamp Sveinsson.
NENT-samsteypan hefur sam-
kvæmt tilkynningunni einnig tryggt
sér einkaleyfi á Íslandi á sýningu
eftirtalinna íþróttaviðburða: Form-
úlu 1, fótbolta og handbolta í þýsku
atvinnudeildunum, WTA-tennis,
Major League-hafnabolta, NASC-
AR-kappakstri og hollensku,
dönsku og sænsku úrvalsdeild karla
í fótbolta. Einnig verður í boði úr-
valsdeild kvenna í fótbolta í Frakk-
landi, bikardeildin í fótbolta í
Frakklandi, CONCACAF-þjóða-
keppnin, Suðurameríkubikarinn
2021 og margt fleira. Allt Via-
play-myndefni og -barnaefni verður
með íslenskum texta eða tali og
völdu íþróttaefni verður lýst á ís-
lensku.
Ný streymisveita
í boði á 599 krónur
Viaplay er leiðandi á Norðurlöndum
AFP
Sport Formúla 1 verður á Viaplay.
Áskrifendur eru 1,6 milljónir.