Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 Silikon dagslinsur Rakagefandi dagslinsur Silikon tveggja vikna linsur Silikon dagslinsur Silikon mánaðarlinsur Silikon sjónskekkjulinsur Rakagefandi dagslinsur Hefðbundnar dagslinsurLinsur sem dökkna í sól 1 pakki 4.100 kr. – 3 pakkar 10.250 kr. 1 pakki 4.100 kr. – 3 pakkar 10.250 kr. 1 pakki 4.100 kr. – 2 pakkar 6.150 kr. Tveggja vikna – 1 pakki 5.800 kr. 1 pakki 3.300 kr. – 2 pakkar 4.950 kr. 1 pakki 3.200 kr. – 3 pakkar 8.000 kr. 1 pakki 2.900 kr. – 3 pakkar 7.250 kr. 1 pakki 2.500 kr.Tveggja vikna – 1 pakki 5.900 kr. FRÍ HEIMSENDING Kauptu linsur á opticalstudio.is eða pantaðu í síma 511 5800 NÝTT Glæpagengi í fátækrahverfum Rio de Janeiro, stærstu borgar Brasilíu, hafa hengt upp skilti í hverfunum síðustu daga þar sem fyrirskipað er algjört útgöngubann eftir klukkan átta á kvöldin. Fylgir með loforð um að hver sá sem finnist á ferli eft- ir þann tíma muni læra að „virða“ næsta útgöngubann. Aðgerðin er sögð viðbragð gengjanna við útbreiðslu kórónu- veirunnar, en óttast er að hún geti haft gríðarleg áhrif í fátækrahverf- unum, þar sem margir búa þétt saman við lakan kost og hafa ekki greiðan aðgang að heilbrigðisþjón- ustu. Á skiltum gengjanna má einnig lesa gagnrýni á aðgerðaleysi brasil- ískra stjórnvalda, og segir meðal annars að ef ríkisstjórnin hafi ekki getuna til að leysa málin muni glæpagengin sjá um það. Gengin setja á út- göngubann  Gagnrýna skort á aðgerðum stjórnvalda AFP Sóttvarnir Fátækrahverfi borgar- innar eru þéttbyggð og fjölmenn. Vladimír Pútín Rússlandsforseti til- kynnti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar að allir dagar næstu viku teldust opinberir frídagar. Þá yrði að fresta fyrirhugaðri þjóðar- atkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá Rússlands, en hún átti að fara fram 22. apríl. Breytingarnar sem átti að kjósa um fela meðal annars í sér heimild fyrir Pútín til þess að bjóða sig fram að nýju til forseta í tvö kjör- tímabil í viðbót eftir að núverandi tímabili lýkur 2024. Sjaldgæft er að Pútín ávarpi þjóð sína í sjónvarpi, en forsetinn kallaði eftir einingu og samstöðu Rússa gagnvart kórónuveirufaraldrinum. Þá væri mikilvægt að sem flestir héldu sig heima til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kór- ónuveirunnar. Rússar hafa ekki enn sett á útgöngu- eða samkomu- bann, en hafa í staðinn einangrað þá sem komið hafa að utan, lokað skólum og sagt eldra fólki að halda sig heima. Opinberar tölur frá Rússlandi segja að einungis um 658 tilfelli hafi greinst. Sú tala gæti þó hækk- að ört á næstunni, en 163 ný tilfelli uppgötvuðust í gær, hið mesta í far- aldrinum til þessa í Rússlandi. Í ávarpi sínu hvatti Pútín Rússa til þess að aðstoða hver annan og fylgja þeim fyrirmælum sem heil- brigðisstarfsfólk og yfirvöld gær. „Allt það sem gert er nú og verður gert mun virka, mun hafa áhrif ef við sýnum samstöðu og skilning á erfiðleikum núverandi stöðu,“ sagði Pútín. Frestaði atkvæðagreiðslu AFP Pútín Forsetinn heimsótti sjúklinga sem þjást af kórónuveirunni og liggja nú á sjúkrahúsi í Moskvu á þriðjudaginn. Var allur varinn hafður á.  Pútín ávarpaði Rússa vegna kórónuveirufaraldursins Saksóknarar í Tyrklandi gáfu í gær út ákærur á hendur 20 manns, sem grunaðir eru um aðild að morðinu á blaðamann- inum Jamal Khashoggi árið 2018. Á meðal hinna ákærðu eru tveir fyrrum háttsettir ráð- gjafar Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Khashoggi var myrtur í ræðis- mannsbústað Sádi-Arabíu í Istanbúl í október 2018, en hann fór þangað til að útvega nauðsynleg vottorð fyrir brúðkaup sitt. Þar var hann kyrktur og lík hans skorið í búta af fimmtán manna teymi sem beið hans. Hafa líkams- leifar Khashoggis ekki enn fundist. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segja að þeir sem myrtu Khashoggi hafi gert það án heimildar stjórnvalda og að þeim óafvitandi. Ekki er vitað hvenær réttarhöld í málum mann- anna 20 munu hefjast. 20 ákærðir fyrir morðið á Khashoggi Jamal Khashoggi TYRKLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.