Morgunblaðið - 26.03.2020, Page 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
V
er mér náðugur, ó
Guð, ver mér náð-
ugur. Því að hjá þér
leitar sál mín hælis,
og í
skugga vængja
þinna vil ég hælis
leita uns voðinn er
liðinn hjá. (Sl. 57.2)
Það var yndislegt
að vakna við fugla-
söng í morgun.
Söngur fuglanna
minnir okkur á að
það er að koma vor.
Ekki beint trúlegt
svona þegar litið er
til veðurfars og
snjóþunga. Í gær
komu svo dimm
snjóél hér í Reykja-
vík að varla sá út úr
augum. En svo birti
á milli og sólargeisl-
arnir brutust í gegn-
um sortann.
Það getur vel ver-
ið að þér líði þannig
núna að þú sjáir ein-
hvern veginn ekki
fram á bjarta tíma.
Að þessi covid-
„klessa“ sé al-
gjörlega að eyði-
leggja allt og allt.
Það eru svo mörg
veik, mörg í sóttkví,
mörg sem eru ótta-
slegin, bæði um eigin hag og ann-
arra. Skyldi langveika barnið mitt
ná að forðast smit, amma lifa
þetta af? Skyldi ég halda laun-
unum mínum, Nonni bróðir halda
fyrirtækinu á floti, Sunna frænka
ná að útskrifast, íslenskt efna-
hagslíf jafna sig, fiskurinn seljast
aftur og…?
Ég hugsaði með mér hversu
skrítið þetta líf væri. Í gær snjór
og kuldi. Í dag fuglasöngur. Mér
finnst gott að hugsa til þess að
þessi blessaða covid-veira er ekki
eilíf og líkt og snjórinn mun hún
ekki eiga séns í alla okkar góðu
sólargeisla sem birtast okkur dag
hvern í fólkinu í kring-
um okkur. Fólki eins
og þér sem geislar af
náungakærleika og
vekur með okkur hin-
um von og bjartsýni.
Fólki eins og þér sem
ber umhyggju fyrir
öðru fólki, sýnir tillits-
semi og ábyrgð.
Mikið er ég þakklát
fyrir það að fá að
vakna að morgni,
heyra fuglasöng og
finna í öllum æðum
mínum fyrir þeirri
dásamlegu tilfinn-
ingu að ég stend
aldrei ein. Ég hvíli
undir óendanlega
stóru vænghafi Guðs,
vænghafi sem er
byggt upp af elsku og
kærleika allra þeirra
sem hann hefur skap-
að og þar get ég leit-
að skjóls hvenær sem
er uns birtir að nýju.
Hvíldu líka í því að
vænghaf Guðs er
óendanlega stórt
vegna þess að hann
elskar þig og elska
hans býr í okkur öll-
um. Nýttu hana þér og öðrum til
blessunar og mundu að það kem-
ur alltaf aftur vor í dal. Guð gefi
þér góðan dag.
Kirkjan til fólksins
Ljósmynd/Unsplash, David Watkis
Í skugga
vængja þinna
Hugvekja
Guðný
Hallgrímsdóttir
Höfundur er prestur fatlaðra.
gudhall@mi.is
Guðný
Hallgrímsdóttir
Ég er þakklát
fyrir það að fá
að vakna að
morgni, heyra
fuglasöng og
finna í öllum
æðum mínum
fyrir þeirri
dásamlegu til-
finningu að ég
stend aldrei ein.
MOKKAKÖNNUR
SMÁRALIND – KRINGLAN
DÚKA.IS
Frí heimsending á duka.is
Sendum um allt land
Í baráttunni við kórónaveiruna hafa tvíveg-
is verið settar reglur um svokallað sam-
komubann. Fyrst var lagt bann við því að
fleiri kæmu saman en hundrað en svo var
bannið aukið og nú mega ekki koma saman
fleiri en tuttugu. Í bæði skipti var tekið
fram, þegar sagt var frá banninu, að það
tæki gildi eftir svo og svo skamman tíma.
Þarna hefði mátt ætla að öllum yrði aug-
ljóst að þörf væri á banninu strax, þótt
formleg gildistaka gæti ekki orðið sam-
stundis. En þá töldu einhverjir greinilega
að ástæðulaust væri að fylgja banninu fyrr
en það hefði formlega tekið gildi. Meira að
segja lét atvinnuleikhús í borginni sig hafa
það að efna til frumsýningar á stóru leik-
verki eftir að bannið hafði verið tilkynnt en
ekki formlega tekið gildi. Hvernig getur fólki dottið í hug, eftir að bannið hef-
ur verið kynnt, að í raun sé ekki þörf fyrir það fyrr en við formlega gildis-
töku? Halda menn að veiran lesi Stjórnartíðindi og smiti ekki af fullri alvöru
fyrr en bannreglurnar hafa fengið formlega birtingu?
Dyggur samkomumaður.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Veiran les ekki Stjórnartíðindi
Fáir komast hjá því
að upplifa hvern nei-
kvæðan atburðinn á
fætur öðrum í kjölfar
mannskæðu veirunnar
frá Kína. Okkur hefur
verið talin trú um af
talsmönnum hnatt-
væðingarinnar að
samstarfið við Kína
hafi fært heiminum
öllum meiri velgengni
og velferð en nokkur
maður hafi áður
kynnst. Sagt er að fá-
tækt sé á undanhaldi,
þrátt fyrir að sífellt
færri einstaklingar
eigi meiri hlutdeild í
árangri verðmæta-
sköpunar en 99%
mannkyns. Það er
ljóst að ódýrt vinnuafl
í Kína sem hvorki
fylgir vinnu- né um-
hverfislöggjöf Vestur-
landa og samningar
stórra alþjóðlegra fyrirtækja við
Kommúnistaflokkinn liggja að baki
tilfærslu á framleiðslu og fjár-
magni frá Vesturlöndum til Kína.
Ekkert sýnir raunverulegt eðli
og hörmulegar afleiðingar hnatt-
væðingarinnar í einni hendingu
jafn vel og smit kórónuveirunnar
um gjörvallan heim. Ef getgátur
um lífefnavopn í höndum Kínverja
eru á rökum reistar er um stærsta
glæp gegn mannkyni á okkar tím-
um að ræða. Ef um stórslys í vís-
indastofu BSL-4 í Wuhan er að
ræða á að loka þeirri stofnun um-
svifalaust og banna allar slíkar í
heiminum. Ef um sóðaskap við
slátrun villtra dýra á matarmörk-
uðum er að ræða á umsvifalaust að
loka þeim og ekki opna fyrr en
hreinlæti er tryggt.
Miðað við framgang kommún-
ískra yfirvalda í baráttunni gegn
veirunni, þar sem dyrum fjölbýlis-
húsa var lokað og læst svo fólk
kæmist ekki út og njósnamynda-
vélum komið fyrir á heimilum
fólks, þá má setja
fram þá spurningu
hvers vegna sömu
yfirvöld sýna ekki
sama valdboð við lok-
un BSL-4 vísindastof-
unnar og útrýmingu á
sóðaskap matvæla-
markaða. Kommún-
istaflokkurinn segir
hins vegar að sigur
hafi unnist á veirunni
þökk sé frábærri
flokksforystu og hug-
myndafræði sósíal-
ismans.
Hvernig tókst Kín-
verjum að hefta út-
breiðslu veirunnar
án bóluefnis?
Á meðan Vesturlönd
fara hvert á fætur
öðru í fósturstöðu við
fyrstu kynni af þess-
um ósýnilega óvini,
framleiðslan stöðvast í
hverri greininni á fæt-
ur annarri og verð-
bréfamarkaðir eru í
frjálsu falli, þá birtast núna myndir
af Kínverjum sem snúa aftur til
starfa og skólanáms.
Kínverska veiran beinir kastljósi
á Akkillesarhæl hnattvæðingar-
innar sem benda má á með nokkr-
um dæmum:
Hætta er á skorti á fúkkalyfjum
og 91 annarri venjulegri lyfjateg-
und vegna þess að efni í lyfin eða
lyfin sjálf eru framleidd í Kína og
ekki lengur fáanleg.
Stórfyrirtækið Scania lokar
verksmiðjum í Evrópu því ekki er
hægt að framleiða vörubíla og
strætisvagna vegna skorts á hlut-
um frá Kína.
Einstök ríki hafa vikið frá fyrir-
byggjandi viðbúnaði við faraldra,
stríð og sjálfbæra matvælakeðju
vegna hnattvæðingarinnar. Sem
dæmi má nefna að árið 1993 voru
4.300 rúm aðgengileg á gjörgæslu
með öndunarvélum í Svíþjóð. Núna
þegar þörfin er stærst eru rúmin
orðin færri en 600.
Í kjölfar kórónuveirunnar hefur
ESB sýnt sig vera haldlaust í sam-
starfi þjóðríkja gegn óvininum og
ógnar lokun landamæra flutninga-
flæði nauðsynja á milli landa. Sví-
þjóð, sem er 50% háð matarinn-
flutningi vegna landbúnaðarstefnu
ESB, horfir nú fram á matvæla- og
vöruskort ef marka má neyðarköll
skipafélaga um stöðvanir skipa-
ferða til landsins. 90% alls varn-
ings koma með skipum til Svíþjóð-
ar. Matarflutningur á bílum er
einnig í hættu ef bílstjórar smitast.
Hnattvæðingin hefur gert
Kommúnistaflokki Kína kleift að
vaxa í styrkleika og virðist flokk-
urinn hafa örlög heimsins í hönd-
um sér. Verðmætasköpun frjálsra
ríkja er orðin háð samningum við
Kommúnistaflokkinn fyrir velgengi
sína. Sú gagnrýni sem nú heyrist
víða að frá hinum frjálsa heimi á
þöggun kínverskra yfirvalda í byrj-
un útbrots veirunnar á allan rétt á
sér og ættu Kínverja að taka hana
til alvarlegrar íhugunar. Í staðinn
bregðast kommúnistar við af fullri
hörku og saka gagnrýnendur um
rasisma og ofsóknir gegn gula
stofninum. Donald Trump Banda-
ríkjaforseti benti réttilega á að
ekki væri hægt að halda slíku
fram, því sannleikurinn væri sá að
veiran átti upptök sín í Kína.
Jón Ásgeir Jóhannesson, sem
leiddi stærsta fjármálahrun Ís-
landssögunnar, virðist smápeð í
samanburði við fjármálajöfra og
talsmenn hnattvæðingarinnar
ásamt skjólstæðingum þeirra í kín-
verska kommúnistaflokknum. Hug-
myndafræði hnattvæðingarinnar
rýfur öll tengsl við hagsmuni íbúa
einstakra ríkja og er full af fjand-
semi í garð þeirra sem vilja gæta
sjálfbærni í lífsafkomu og virða
sjálfsákvörðunarrétt þjóða.
Hnattvæðingin lofaði okkur vel-
ferð í orði en skilur eftir sig hel-
ferð á borði. Íslendingar ættu að
taka málið til alvarlegrar íhugunar
svo þjóðin eignist kost á því að
hefja leiðréttingarferli eftir næstu
alþingiskosningar.
Velferð í orði –
helferð á borði
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason
»Hnattvæð-
ingin hefur
gert Kommún-
istaflokki Kína
kleift að vaxa í
styrkleika og
virðist flokkur-
inn hafa örlög
heimsins í hönd-
um sér.
Gústaf Adolf Skúlason
Höfundur er fv. ritari Evrópska
smáfyrirtækjabandalagsins.