Morgunblaðið - 26.03.2020, Side 38

Morgunblaðið - 26.03.2020, Side 38
Ferðalög á MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 rmúla 24 • S. 585 2800 hagar þannig til að hann er líka fararstjóri hjá Ferðafélaginu. „Það er ótvíræður kostur að hinn helmingurinn sé líka í þessu,“ segir Edith, „því maður er oft að vinna á óreglulegum tíma, um helgar, á kvöldin og yfir sumartímann. Þá er gott að mæta skilningi en oft erum við einnig að vinna saman í ferðum.“ Jóga, leiðsögn og sálfræði Edith hefur lokið hluta af grunn- þjálfun í Flugbjörgunarsveitinni og öðrum námskeiðum sem tengjast leiðsögn og vetrarfjallamennsku. Hún er því traust og ábyrg og áber- andi brosmild að auki. Hún er menntuð í sálfræði og vel að sér um geðheilbrigði. Hún er líka með kennararéttindi í jóga og djúp- slökun. „Þegar ég tók fyrstu kennslurétt- indin mín í jóga fékk ég fljótlega þá hugmynd að flétta saman jóga og göngum. Ég hafði stundað útivist í mörg ár og var alltaf með annan fótinn í jóga og hugleiðslu. Þessi áhugamál eru hvort á sínum end- anum en samt lík á einstakan hátt. Bæði þessi áhugamál stuðla að jafn- vægi og vellíðan og það er gott að hafa í huga að það er ekki nóg að rækta einungis líkamann heldur verðum við líka að rækta hugann,“ segir Edith og bætir við, „já og sál- ina líka.“ Margir gætu nú ætlað að hug- urinn og sálin séu eitt og hið sama, en ó nei, segir Edith og hún veit sko hvað hún syngur. „Þetta snýst allt um jafnvægi, yin og yang, ida og pingala, hægri og vinstri hlið lík- amans,“ segir hún og brosir. „Það er mikilvægt fyrir okkur að fá kyrrð og innri ró alveg eins og það er mikilvægt fyrir okkur að fá hreyfingu þar sem púlsinn fer upp eins og t.d. í fjallgöngu. Með því að stunda bæði jóga og fjallgöngur er- um við að koma jafnvægi á líkam- ann.“ Ekki gleyma andlegu hliðinni Edith, sem er Reykvíkingur í húð og hár, segir að ávinningurinn af jóga sé sterkara ónæmis- og tauga- kerfi, hugarró, meiri liðleiki og Jón Örn Guðbjartsson sjonorn@hi.is „Í göngum erum við að auka þol og styrk og oft reynum talsvert á okk- ur og náum púlsinum vel upp. Ávinningurinn er betra þol, sterk- ara stoðkerfi, meira jafnvægi og vellíðan. Í jóga gerum við það gagn- stæða, leitumst við að finna innri ró, náum tökum á huganum og stundum andlega iðkun ásamt því að styrkja líkamann með æfingum.“ Þetta segir fararstjórinn Edith Gunnarsdóttir, sem hefur getið sér gott orð fyrir jógaferðir á vegum FÍ undanfarin ár. Edith er enginn nýgræðingur í fararstjórn því hún hefur leitt stóra hópa í fjallaverk- efninu Alla leið. Í aðdraganda þess hafði hún auk þess gengið með Ferðafélaginu í mörg ár. Alla leið er verkefni á vegum FÍ sem helgast af útivist, fræðslu og göngum þar sem reynir æ meira á göngufólk eftir því sem nær líður lokum verkefnisins. Lokahnykk- urinn er svo ganga á einn af hæstu tindum landsins. Alla leið hefur eiginlega tvenns konar merkingu fyrir Edith. Í því verkefni hefur hún nefnilega ekki bara gengið alla leið á marga af hæstu tindum landsins heldur kynntist hún þar líka kærasta sínum, Örlygi Steini Sigurjónssyni, í einni ferðinni. Það stöðugleiki, betri svefn og meira jafnvægi og vellíðan. „Í jógafræð- unum er talað um að ef það er ekki jafnvægi á milli þessara þriggja þátta, líkama, huga og sálar, getum við byrjað að þróa með okkur sjúk- dóma eða heilsubresti.“ Hún segir að allt of margir hlúi einungis að líkamanum og sinni ekki hinum tveimur þáttunum. Edith er ekki bara að bauna orðum út í loftið, hún talar af reynslu. Hún hefur oft verið undir miklu álagi og þolað ótrúlega streitu eins og flest okkar, því miður. En hún bognaði ekki bara undan streitunni, hún brotnaði og endaði í kulnun. Kulnun er gríðarlega alvarlegt andlegt áfall og í raun endastöðin á langvinnri og alvarlegri streitu. „Ég hef líka lent í tveimur mjög alvarlegum bílslysum,“ segir hún og verður ögn alvarlegri. „Seinna slysið orsakaði það að stoðkerfi mitt hrundi, ég fékk bæði byrjunar- einkenni af brjósklosi í baki og hálsi, vefjagigt, klemmdar taugar og mikla verki í baki og bólgur ásamt því að hægri hlið líkamans var nánast alltaf dofin,“ segir Edith. „Þessu fylgdu að sjálfsögu miklir verkir og lítill svefn.“ Leiðin út úr þessu var jóga og fjallgöngur, sem færðu henni ótrú- legan bata. „Þetta snýst ekki einungis um líkamlegu hliðina heldur einnig þá andlegu, það skiptir miklu máli að temja sér jákvæðar hugsanir, sér- staklega ef maður er að ganga í gegnum endurhæfingu af einhverju tagi eða glíma við lífsins verkefni og þar kemur jóga og andleg iðkun svo sterkt inn,“ segir Edith. „Jóga snýst nefnilega ekki um liðleika eða að komast í fullkomnar jógastöður heldur leiðina í stöðuna, það er ekki áfangastaðurinn sem skiptir máli heldur ferðalagið, alveg eins og með göngurnar.“ Líður alltaf vel eftir göngu Edith er á því að ef við fengjum enn fleiri til að ganga myndum við draga snarlega úr neyslu á bólgu- eyðandi og verkjastillandi lyfjum á Íslandi. „Fjallgöngur eru mjög heilsuefl- „Allt fór þetta því vel á endanum,“ segir hún skælbrosandi, „en ég gleymi aldrei þeirri tilfinningu að grípa í tómt þegar ég ætlaði að taka fram gönguskóna.“ Öll ferðalög snúast um mannlegar tilfinningar Friðsælt Það er varla hægt að endurnærast bet- ur en á fjöllum. Engu líkt Íslensk náttúra er engri lík eins og sést á þessari mynd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.