Morgunblaðið - 26.03.2020, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.03.2020, Qupperneq 42
Páll Óskar hertekur stúdíó K100 í samkomubanninu og færir lands- mönnum alvöru Pallaball heim í stofu. Frábær partý-tónlist, skrítin tónlist og svo auðvitað lögin hans Palla saman í einum graut. Siggi Gunnars verður Palla til halds og trausts í stúdíóinu. Eins og beljur að vori „Ég get lofað því að þegar þetta er komið og yfirstaðið þá eigum við eftir að hlaupa út eins og beljur að vori. Við eigum öll eftir að taka bel- judansinn. En þangað til verðum við að vera skapandi og spá í því hvað við getum gert á meðan. Þetta Pallaball í beinni er eitthvað sem ég get gert á meðan,“ sagði Páll Óskar í samtali við K100.is. Segist Páll ætla að „dressa sig upp“ nákvæm- lega eins og hann sé að fara á ball. „Ég ætla bara að hafa gaman í stúdíóinu og ætla að spila laugar- dagslög sem koma mér í gírinn. Ég passa upp á það að hlustendur séu að fara að heyra tónlist sem þeir venjulega heyra aldrei í útvarpi. Það er aðalpælingin,“ sagði hann. Spilar „fríkuð“ lög „Ég er að fara að spila lög sem eru spiluð meira á djamminu en í útvarpi. Lög sem eru kannski svo- lítið „út úr kortinu“ og „fríkuð“. Sjaldheyrt „stöff“ sem ég gref úr mínu einkasafni,“ bætti hann við. „Þetta getur verið mjög skemmtilegt. Þú ert að fara að fá stemningu sem þú færð ekki á hverjum degi í útvarpi.“ rosa@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Páll Óskar með Palla- ball í beinni á K100 Páll Óskar mun hertaka stúdíó K100 næsta laug- ardag og færa lands- mönnum alvöru Palla- ball heim í stofu og létta fólki lundina meðan á samkomubanni stendur. Samkomubann Páll Óskar er vanur að hafa eitthvað fyrir stafni allar helgar en hefur þurft að hægja á sér líkt og aðrir skemmtikraftar vegna samkomubannsins. Fjörið hefst næst- komandi laugardag, kl 21, í beinni útsend- ingu í útvarpinu, sjón- varpinu og á netinu. Horfðu eða hlustaðu og fáðu Pallaballið beint heim í stofu. Hlustendur geta verið í beinu sambandi í síma 571-1111. Pallaball Páll Óskar mun skemmta lands- mönnum á meðan á samkomubanninu stendur og halda al- vöru Pallaball í stúdíói K100 á laugardag. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 Þú getur verslað linsur, gleraugu með styrk og margt fleira á eyesland.is Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu! Gleraugun heim! Eyesland gleraugnaverslun www.eyesland.is Gamanleikkonan Edda Björgvins sló í gegn á opn- um fyrirlestri sínum Húmor á óvissutímum sem streymt var í beinni útsendingu á þriðjudaginn var í gegnum Endurmenntun Háskóla Ís- lands. Edda ræddi við Loga Bergmann og Sigga Gunn- ars í Síðdegisþættinum fyrir fyrirlesturinn um mikilvægi þess að halda í húmorinn á tímum sem þessum þegar heimurinn stendur frammi fyrir heimsfaraldri. „Fólki finnst stundum pínulítið gert lítið úr ástand- inu með því að halda gleðinni og húmornum á lofti en fyrirsögnin er auð- vitað að við verðum að gráta líka. Við verðum að eiga ein- hvern að sem við getum trú- að fyrir ótta okkar og kvíða, af því að þá er allt miklu léttbærarara,“ sagði Edda. Næsta skref að skima eftir ljósinu „Næsta skref er svo að skima eftir ljósinu þegar maður er búinn að gefa sér tíma til að þjást eins og maður þarf að gera. En maður getur ekki dvalið þar vegna þess að þá er maður bara veikur. Það er kjarninn í þessu með húmorinn. Sagðist hún vilja hvetja fólk til að nota húmorinn í hversdagslífinu og fá það til að reyna að koma auga á það spaugilega og skondna í ómerkileg- ustu hlutum en einnig í þeim hrylli- legu. Pínum okkur ekki til að vera hress „Við getum ekki pínt okkur í að vera alveg óstjórnlega hress og kát og glöð af því að við erum svo ofsa- lega jákvæð, með öllum stórum stöf- um. En að kveikja á húmorkast- aranum og sjá hið spaugilega, þótt það sé ekki nema í 5 mínútur. Að fara inn á netið og finna eitthvað sem mað- ur getur hlegið að. Þá er svo mikið flæði af vellíðunarhormónum; endorf- íni, dópamíni, oxytósíni og seratóníni sem styrkja ónæmiskerfið verulega.“ rosa@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Húmoristi Edda Björgvins telur húmor sér- staklega mikilvægt tól á óvissutímum eins og heimurinn stendur frammi fyrir núna. Kveikjum á húm- orkastaranum Edda Björgvinsdóttir ræddi á dögunum við Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum um mikilvægi þess að halda í húmorinn á óvissutímum en mörgþúsund manns fylgdust með fyrirlestri henn- ar um málefnið sem streymt var á þriðjudaginn var.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.