Morgunblaðið - 26.03.2020, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 26.03.2020, Qupperneq 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 50 ára Kristín er Borg- nesingur, fædd og upp- alin í Borgarnesi og hefur alltaf búið þar. Hún er með diplóma í verslunarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og lauk námi frá Skrif- stofu- og tölvuskólanum. Kristín er versl- unarstjóri Nettó í Borgarnesi. Maki: Gunnar Viðar Gunnarsson, f. 1969, sjálfstætt starfandi húsasmiður. Synir: Bjarki Þór, f. 1991, Birkir Már, f. 1994, og Bjarni Freyr, f. 2001, Gunnars- synir. Sonardóttir er Emilía Lexí Birkis- dóttir. Foreldrar: Ólafur Axelsson, f. 1944, húsasmiður með eigið fyrirtæki, og Jóhanna Þórðardóttir, f. 1946, húsmóðir. Þau eru búsett í Borgarnesi. Kristín Ólafsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Stilltu þig um að reyna að tengjast einhverjum sem er alveg ófær um að binda sig. Allt er gott í hófi, líka líkamsrækt, ekki keyra þig út þótt þú hafir allan heimsins tíma. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhverjar spurningar kunna að vakna hjá þér um heilsufar þitt. Maður er manns gaman. Það er góð hugmynd að hringja í gamla vini á þessum skrítnu tímum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nýlegar uppákomur á vinnustað hafa orðið til að ergja þig Ekki snúa sólar- hringnum við þótt þú getir það með góðu móti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vertu opin/n fyrir breytingatillögum annarra og hikaðu ekki við að setja fram þín- ar eigin hugmyndir. Sýndu fólki fram á að þú átt sama rétt og aðrir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu þér ekki bregða þótt gömul mál dúkki upp og þú þurfir að eyða tíma í að koma þeim á hreint. Græddur er geymdur eyrir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert í skapi til að kynnast nýju fólki og sjá hvað það leiðir af sér. Ef þú nýtur þess sem þú ert að gera, líður tíminn einfaldlega á methraða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er góð regla að reyna að læra eitt- hvað nýtt á hverjum degi. Þér er óhætt að ráðgera stutt ferðalög og frí. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki er víst að þú kærir þig um eitthvað sem þú hefur nýverið eignast og hélst að þú gætir ekki lifað án. Ekki sóa tím- anum í nöldur og þras. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ekki láta gagnrýni annarra draga þig niður í dag. Ræddu fjáröflunarhugmyndir þínar við aðra og kannaðu viðbrögð þeirra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Saklaust daður neyðir þig til að koma fram af einlægni. Vertu opin/n fyrir hugmynd um nýtt skipulag og breytingar heima fyrir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er spenna á milli þín og þíns heittelskaða. Þér líður vel í fámenni en þú verður að passa þig á að einangra þig ekki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þó að hugmynd þinni sé ekki sérlega vel tekið er ekki þar með sagt að hún sé vond. Það er ekkert slæmt við það að leiðast af og til. Þ órður Grétar Árnason er fæddur 26. mars 1950 í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík, Gnúpverja- hreppi og á Stokkseyri. Hann var í sveit í tvö sumur, 1963 og 1964, í Miðfirði á bænum Fosskoti. „Þar var húsakosturinn torfbær og voru allir búskaparhætti fornir, allt slegið með orf og ljá. Þá var farið einu sinni á ári í kaupstað til að gera innkaup fyrir árið.“ Þórður gekk í grunnskóla Stokks- eyrar en var síðan á sjó frá Stokks- eyri þegar hann var 15 og 16 ára. Hann hóf nám í húsasmíði hjá Kaup- félagi Árnesinga (KÁ) haustið 1967 og var í Iðnskólanum á Selfossi. Hann fékk sveinsbréf 1970 og meist- arabréf 1973. Þórður og Vigdís kona hans hófu búskap á Selfossi 1970 og vann Þórð- ur hjá KÁ þar til hann hóf eigin at- vinnurekstur 1975. Hann rak einnig bílasölu og söluturn á árunum 1986 og 1987. Þórður hefur sinnt við- haldsvinnu fyrir Selfosskaupstað sem síðar varð Sveitarfélagið Ár- borg í yfir 40 ár ásamt annarri vinnu fyrir fyrirtæki og einstaklinga. „Ég hef byggt nokkur hús á Selfossi og flutti hús sem var byggt 1934 frá Austurvegi í Hrísholt og gerði það síðan upp. Ég byggði einnig þrjú einbýlishús í Ólafsvík og skipti um þak á kirkjunni þar, en mestöll vinn- an hefur verið viðhaldsvinna fyrir sveitarfélögin hér á Selfossi.“ Þórður var í Leikfélagi Selfoss á árunum 1982 til 1990, gjaldkeri og jafnframt starfandi formaður fyrir Knattspyrnudeild UMF Selfoss 1984 til 1986. Hann var í aðalstjórn UMF Selfoss frá 1986 til 1998, þar af formaður 1996 til 1998. Hann sat í stjórn Héraðssambands Skarphéð- ins frá 1986 til 1991 og var um tíma framkvæmdastjóri. Hann var í Lionsklúbbi Selfoss um tíma og gekk í Oddfellow-stúkuna Hástein nr. 17 árið 2010 og hefur gegnt ýms- um trúnaðarstörfum þar. Hann hef- ur setið í sóknarnefnd Selfosskirkju frá 2014. „Áhugamál mín eru félags- störfin fyrst og fremst, ég er ekki í golfi eða neinu slíku.“ Fjölskylda Eiginkona Þórðar er Vigdís Hjartardóttir, f. 2.3. 1951, húsmóðir og starfsmaður á leikskóla. For- eldrar hennar: Hjónin Hjörtur Leó Jónsson, f. 26.5. 1918, d. 24.4. 2007, hreppstjóri og garðyrkjubóndi á Eyrarbakka, og Sesselja Ásta Er- lendsdóttir, f. 28.9. 1921, d. 2.4. 2017, húsfrú og verkakona á Eyrarbakka. Börn Þórðar og Vigdísar eru 1) Þórdís Erla Þórðardóttir, f. 15.10. 1970, snyrtifræðingur, búsett á Sel- fossi. Eiginmaður hennar var Guð- jón Ægir Sigurjónsson, f. 4.1. 1971, d. 5.1. 2009. Sambýlismaður Þórdís- ar er Sigurlaugur Birgir Ólafsson, f. 14.10. 1968, prentsmiður og á hann tvær dætur. Börn Þórdísar og Guð- Þórður Grétar Árnason byggingameistari – 70 ára Stórfjölskyldan Þórður og Vigdís ásamt börnum sínum og barnabörnum. Talið frá vinstri: Vigdís, Þórdís Erla, Vigdís Halla, Árni Leó, Þórður Grétar, Hjörtur Leó og Harpa Hlíf. Áhugamálin eru félagsmálin Fjölskyldan Þórður, Vigdís, Þórdís Erla og Árni Leó. 30 ára Erna ólst upp í Kópavogi til níu ára aldurs en flutti þá í Árbæinn og hefur bú- ið þar síðan. Hún er með BS-gráðu frá Há- skóla Íslands og meistara gráðu frá Erasmus Universtity í Rotterdam í Hol- landi. Erna er aðalhagfræðingur Arion banka og situr í fagráði Endurmennt- unar HÍ. Maki: Guðjón Hlíðkvist Björnsson, f. 1991, tölvunarfræðingur hjá MainManager. Foreldrar: Ester Harðardóttir, f. 1965, vinnur á skrifstofu Bónuss, búsett í Reykjavík, og Sverrir Einarsson, f. 1959, útfararstjóri hjá Útfararstofu Íslands, búsettur í Reykjavík. Erna Björg Sverrisdóttir Til hamingju með daginn Við erum sérfræðingar í malbikun Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.