Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 Bræðurnir Josh og BennySafdie hafa leikstýrtnokkrum myndum á ferlisínum en vöktu fyrst meiri háttar athygli með myndinni Good Time sem kom út árið 2017. Good Time var dramatísk hasar- mynd með Robert Pattinson í aðal- hlutverki og fjallaði um ungan smá- krimma sem reynir að fá bróður sinn lausan úr fangelsi og lendir í ýmsum hremmingum. Myndin vakti sérstaklega athygli fyrir mjög af- gerandi stíl. Atburðarásin er ofsa- fengin og óþægileg, sem er undir- strikað með hröðum klippingum og ágengri kvikmyndatöku. Þá er áferð myndarinnar afar sérstök, hún er skotin á filmu og litirnir eru æpandi skarpir, stundum nánast óraunveru- legir, sem gefur myndinni sýkadel- ískt yfirbragð. Þessi höfundareinkenni birtast öll í nýjustu mynd bræðranna, Uncut Gems, sem framleidd er af Netflix og er aðgengileg á streymisveitunni. Myndin fjallar um útsmogna skart- gripasalann Howard Ratner, sem svífst einskis þegar kemur að því að græða peninga. Hann trúir statt og stöðugt á þá speki að maður þurfi að eyða peningum til að græða peninga sem hefur sökkt honum í ansi djúpa skuldasúpu sem hann er einhvern veginn alltaf alveg á leiðinni að synda upp úr en hefur ekki tekist það enn. Nú er hann með áætlun. Hann hefur keypt hnefastóran óslíp- aðan ópalstein frá Eþíópíu og skráð hann á uppboð, þar sem hann reikn- ar með að tífalda fjárfestinguna og ganga frá borði með milljón dali. Þegar Demany, samstarfsmaður Howards sem sér um að trekkja að vellauðuga viðskiptavini, mætir með heimsfræga körfuboltamanninn Kevin Garnett í skartgripabúðina, stenst Howard ekki mátið og sýnir honum ópalsteininn. Kevin heillast af steininum, það er líkt og steinninn hneppi hann í álög með fegurð sinni, og hann heimtar að fá að kaupa hann. Howard þvertekur fyrir það, steinninn sé skráður á uppboð og það sé ómögulegt að hrófla við því. Hann samþykkir þó að „lána“ Kevin steininn gegn tryggingu. Þegar kemur að því að endurheimta stein- inn reynist það, eins og við var að búast, þrautinni þyngra og upphefst brjálæðisleg atburðarás sem teygir anga sína víða. Stanslaus taugaveiklun Ímyndaðu þér að þú sitjir við matar- borð með nokkrum gestum. Þegar gestgjafinn kemur með matinn á stóru fati skrikar honum fótur. Allir gestirnir standa upp í einu í tilraun til að bjarga gestgjafanum og matn- um, sem er í þann mund að detta í gólfið. Allir góla upp yfir sig, tala hver yfir annan, það sullast úr glös- um og hnífapör detta í gólfið með háu glamri. Samt tekst ekki að bjarga fatinu, maturinn er ónýtur. Að horfa á Uncut Gems er svolítið eins og upplifa svona augnablik stanslaust í tvo klukkutíma. Það er stórkostlega sterk upplifun og hún er ekki endilega notaleg. Handrit myndarinnar er ansi gott. Aragrúi upplýsinga kemur fram, sem er stundum ruglandi en allt skýrist að lokum. Þetta er stöð- ug keyrsla og persónurnar, sem eru margar og orðljótar, tala hver ofan í aðra belg og biðu og það er mikið af- rek að ná að miðla skýrri frásögn með þessum hætti. Klippingin og kvikmyndatakan hlaða upp enn sturlaðri stemningu og tónlist hins frábæra Oneothrix Point Never set- ur síðan punktinn yfir i-ið. Það er svo ópalsteinninn, óslípaði eðalsteinninn sem kjarnar inntak sögunnar. Uncut Gems fjallar um fólk sem er á einn eða annan hátt fársjúkt af óskhyggju og græðgi. Steinninn, með sinni margslungnu litadýrð, verður táknrænn fyrir drauminn sem er alltaf utan seil- ingar, drauminn um auð, völd og afrek, sem persónunar vaða eld og brennistein til að öðlast. Sandler þverstæðan Adam Sandler leikur aðalhlutverkið og ber myndina á herðum sér. Hann er frámunalega góður í þessari mynd og frammistaða hans hér er rækileg áminning um að þegar Sandler drullast til að gera eitthvað almennilegt þá gerir hann það vel, undantekningalaust. Þetta hefur sannast í myndum eins og Punch- Drunk Love (2002) og The Mayerowitz Stories (2017). Howard er margslunginn karakter, hann er siðlaus og óþolandi en samt á ein- hvern hátt brjóstumkennanlegur. Hann er ekki bara óslípaður dem- antur, hann er óheflaður grjóthnull- ungur sem þyrfti að höggva í marga hluta til að finna eitthvað verðmætt. Áhorfandinn hefur því gríðarlega blendnar tilfinningar í hans garð. Ég hef gríðarlega blendnar til- finningar í garð Adams Sandler. Sem gagnrýnandi og kvikmynda- áhugakona á mjög margar bíómynd- ir af öllu tagi. Þær eru ekki allar góðar en mér þykir alls ekki hræði- legt horfa á lélegar myndir, mér leiðist það ekkert endilega. Það er hins vegar ein tegund bíómynda sem ég kann illa við og það eru myndir sem gerðar eru af engum heilindum. Braskbíó (e. exploitation cinema) getur verið gert af miklum heil- indum. Bjánalegar gamanmyndir og hrottalegar limlestingamyndir geta verið stórkostlegar en þá skiptir máli að fólkið sem stendur að baki þeim geri myndina út frá réttu ástæðunum, hafi í það minnsta snefil af þrá til að miðla sögu, hreyfa við fólki eða skemmta því. Þegar það sést á öllu að enginn í framleiðsluteyminu var að reyna að gera gott stöff, bara söluvænlegt stöff, þegar mynd er búin til í þeim eina tilgangi að plata fólk til kaupa miða, er mér misboðið. Adam Sand- ler hefur byggt veldi sitt á þess hátt- ar kvikmyndagerð. Hann fjölda- framleiðir grínmyndir og stjörnu- ferjur (e. star vehicles) hjá framleiðslufyrirtæki sínu Happy Madison, sem eru gjarnan gerðar fyrir örfáa tugi milljóna og hala inn hundruð milljóna. Happy Madison gerir endrum og sinnum sæmilega fyndnar og sniðugar myndir en flestar eru þær svívirðilega lélegar. Þess vegna er Adam Sandler hár- rétti maðurinn í hlutverk Howards, hann er snjall og hæfileikaríkur en hann er í líka útsmoginn aurapúki, og myndin fjallar einmitt um það hvernig fólk gerir viðurstyggilega hluti í nafni græðginnar. Með öndina í hálsinum Uncut Gems er svakaleg þeysireið, svo svakaleg að rétt er að vara við- kvæma við áhorfi. Ekki af því að hún sé svo óhugnanleg eða ofbeldisfull (sem hún reyndar er), hún er fyrst og fremst bara svo rosalega tauga- trekkjandi að maður er með öndina í hálsinum allan tímann. Með þessari mynd stimpla Safdie-bræðurnir sig enn frekar inn sem einhverjir áhugaverðustu kvikmyndagerðar- menn samtímans. Spennuþrungin Að horfa á kvikmyndina Uncut Gems er sterk upplifun og langt frá því að vera notaleg. Netflix Uncut Gems bbbbm Leikstjórn: Josh og Benny Safdie. Handrit: Ronald Bronstein, Josh og Benny Safdie. Kvikmyndataka: Darius Khonji. Klipping: Ronald Bronstein og Benny Safdie. Aðalhlutverk: Adam Sandler, LaKeith Stanfield, Kevin Gar- nett, Julia Fox, Idina Menzel. Bandaríkin, 2019. 135 mín. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Margt er glysið í mangarans búð Tónlistarmaðurinn Manu Dibango frá Kamerún, ein skærasta stjarna dægurtónlistar Afríku síðustu ára- tugi, lést á sjúkrahúsi í París á þriðjudag, 86 ára að aldri. Covid-19--sjúkdómurinn varð hon- um að aldurtila. Dibango varð þekktur fyrir ein- staka blöndu djass, fönks og hefð- bundinnar tónlistar frá vesturhluta Afríku. Hann var fæddur í Kamer- ún en gekk í gagnfræðaskóla í Frakklandi þar sem hann lærði líka á píanó, víbrafón og saxófón sem varð hans aðalhljóðfæri. Hann rifj- aði upp síðar að hans helstu hetjur á þeim árum í Frakklandi voru hör- undsdökkir hnefaleikakappar eða bandarískir djassmenn sem hann samsamaði sig með. Dibango vakti fyrst athygli sem liðsmaður Afrika Jazz-sveitarinnar, sem lék víða um Evrópu en síðar fór hann að koma fram undir eigin nafni og semja tónlist þar sem hann blandaði evrópskum og afrískum áhrifum saman með einstökum hætti. Hann lék mikið og víða opin- berlega og átti í samstarfi við lista- menn á borð Hugh Masekela, Fela Kuti og Herbie Hancock. Þá hafa rapparar eins og Busta Rhymes og Chemical Brothers unnið með lög hans. AFP Vinsæll Manu Dibango á tónleikum í Abidjan fyrir tveimur árum. Veiran varð Manu Dibango að aldurtila GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Ertu klár fyrir veturinn? Við hreinsum úlpur, dúnúlpur, kápur og frakka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.