Morgunblaðið - 26.03.2020, Side 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
Íár er öld frá fæðingu Ásgerðar Búadóttur og erþessi veglega sýning settupp á Kjarvalsstöðum af því
tilefni. Það er jafnframt tímabær
framkvæmd til að minna á og sýna
á einum stað svo mörg verk þess-
arar merku listakonu.
Verkin á sýningunni eru 45 tals-
ins, ofin í ull og mörg í hrosshár
líka. Stærð verka er allt frá því að
vera um 30x30 cm upp í að vera
margir metrar að flatarmáli. Gest-
ir geta einnig skoðað skissur,
teikningar og grafíkverk frá
námsárum listakonunnar. Elsta
verkið er frá 1950 og þau yngstu
frá 1999. Ásgerður hóf feril sinn á
tímum þegar abstrakt expressjón-
isminn og abstraktmálverkið hér
heima var framúrstefnan og þrátt
fyrir að vera útskrifuð úr málara-
deild ákvað hún fljótlega að vinna
eingöngu með veflist. Vefnaður
var á þessum árum tengdur
kvennamenningu og þótti ekki
jafn fínn miðill og málverkið.
Ákvörðunin hefur ekki verið sjálf-
sögð.
Sýningin sýnir vel hvernig list
Ásgerðar þróaðist gegnum árin. Í
fyrstu er hún figúratíf og fyrir-
myndirnar eru augljóslega fengn-
ar úr náttúrunni. Hún vinnur allan
ferilinn með náttúru og náttúru-
fyrirbæri sem innblástur en tengir
sig snemma við abstraktið. Hún er
tilraunaglöð í vefaðferðum, sam-
setningu og áferðum og útkoman
er fjölbreytileg. Ásgerður verður
sýnilega sífellt öruggari og ná-
kvæmari í notkun miðilsins um
leið og hún kannar möguleika
hans. Í lok áttunda áratugarins
þróast verkin í nýja átt og beinar,
smágerðari dökkar og ljósar rend-
ur verða meira áberandi á flet-
inum eftir það. Litanotkun er
mjög knöpp og takmarkast við
sauða- og hrossahárslitina eða
náttúrlega jurtaliti. Fyrir bragðið
virka verkin í heild frá sjónarhóli
ársins 2020 svolítið eins og þau
séu sprottin upp úr 8. áratugnum
þegar brúnn og appelsínugulur
voru áberandi í hönnun og hand-
verki.
Þótt mikil áhersla væri á mál-
verkið um miðja síðustu öld voru
áhrif Bauhaus-skólans þýska á
alþjóðalistina einnig til staðar.
Kennari Ásgerðar á stríðsárunum
hafði verið þýski gyðingurinn
Kurt Zier sem byggði upp Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands á
meðan hann var flóttamaður hér á
landi. Samkvæmt sýningarskrá á
hann að hafa bent Ásgerði á vef-
listina. Bauhaus-hugsunin ferð-
aðist ekki bara með flóttamönnum
til Íslands heldur einnig til Banda-
ríkjanna. Á meðan Ásgerður var
að stíga sín fyrstu skref var vef-
listakonan og flóttamaðurinn Anni
Albers með einkasýningu í
Nútímalistasafninu MOMA í New
York og líklega hefur Ásgerður
frétt af því og haft kynni af þeim
verkum. Verk Ásgerðar eru samt
talsvert ólík verkum Albers. Anni
Albers er af annarri kynslóð og
var að vinna í allt öðru sögulegu,
samfélagslegu og pólitísku sam-
hengi og hóf feril sinn í ramma
módernískrar tilraunar Bauhaus
sem snerist um sameiningu hand-
verks, myndlistar og iðnaðar í
þeirri viðleitni að hafa jákvæð
áhrif á framtíðar-iðnaðarþjóð-
félagið. Sem konu ýttu Bauhaus-
menn Albers út í veflistina á með-
an Ásgerður segist hafa valið hana
sjálfviljug fram yfir málverkið,
e.t.v. vegna brautryðjendastarfs
Albers og samtímakvenna.
Ásgerður talaði um það að hún liti
á vefverk sem jafningja abstrakt-
málverksins og hugsaði um hvert
verk sem einstakt. Það hentaði
henni betur til frjálsrar túlkunar
og tjáningar að vefa en að mála.
Á áttunda áratugnum þegar
kvenfrelsisbaráttan tók mikinn
kipp fengu „kven“-miðlar eins og
vefnaður uppreist æru og voru
sýndir víða. Ásgerður fékk að
njóta þess og tók þátt í sýningum
víðs vegar um Norðurlöndin. Hún
var þar í forystu íslenskra vef-
listamanna og verk hennar urðu
vinsæl og nutu virðingar. Allmörg
verk á sýningunni eru í eigu
afkomenda listakonunnar og
nefndra eða ónefndra einkaaðila
en það sést líka vel á merkingum
á sýningunni að verk Ásgerðar
hafa verið eftirsótt eign í lista-
verkasöfnum. Seðlabanki Íslands,
Noræna húsið, Listasafn Reykja-
víkur, Hönnunarsafn Íslands,
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja, Listasafn HÍ, Listasafn
Landsbankans, MÍT Mennta-
skólinn í tónlist og Listasafn
Borgarness eru allt stofnanir sem
hafa lánað verk úr safni sínu á
sýninguna. Það er þakkar vert að
fá að sjá verk sem eru ekki að-
gengileg öllu jafna. Í sýningarskrá
segir að Ásgerður hafi verið
brauðrytjandi á sviði vefnaðar,
ekki bara á Íslandi heldur einnig í
Danmörku. Það hefði verið gaman
að sjá líka verk sem eru í eign
safna og safnara erlendis.
Sýningin gefur sig ekki út fyrir
að setja verk Ásgerðar í samtíma-
samhengi, heldur er hún mikið
frekar sögulegt yfirlit. Það er í
fínu lagi.
Það er mjög viðeigandi að draga
verk Ásgerðar fram í dagsljósið
einmitt núna. Ekki bara út af
aldarafmælinu heldur vegna þess
að vefnaður hefur að undanförnu
notið eins konar endurvakningar í
alþjóðlegu og innlendu sam-
tímalistinni. Má nefna í þessu
samhengi ólíka listamenn eins og
Bretann Grayson Perry, hina
frönsku Lauru Provoust og Hildi
Bjarnadóttur. Mikilvæg endur-
uppgötvun á sögulegum veflista-
konum eins og Ásgerði er ekki
einsdæmi á Íslandi. Í kringum
aldarafmæli Bauhaus á síðasta ári
hafa verk Anni Albers til dæmis
verið rifjuð upp á stórum safna-
sýningum og einnig með sýningum
í þekktum alþjóðlegum sölugall-
eríum með sterka stöðu á list-
markaði. Í því verkefni að endur-
rita listasöguna er ekki nóg að
sýna og skrifa um núlifandi vef-
listamenn heldur þarf sífellt að
skoða hverjir ruddu brautina.
Þessi sýning er liður í því og mikil
upplifun að koma og læra og
njóta.
Endurritun listasögunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lífsfletir Gagnrýnandi segir sýninguna tímabæra framkvæmd „til að minna á og sýna á einum stað svo mörg verk þessarar merku listakonu.“
Listasafn Reykjavíkur -
Kjarvalsstaðir
Lífsfletir – Ásgerður Búadóttir
bbbbn
Yfirlitssýning. Sýningarstjóri: Aldís
Arnardóttir. Sýningin stendur til 3. maí
2020. Safnið er lokað meðan á sam-
komubanni stendur, en annars opið alla
daga klukkan 10–17.
HULDA RÓS
GUÐNADÓTTIR
MYNDLIST
Brautryðjandi Vefnaður Ásgerðar var fígúratífur fyrstu
árin, eins og hér má sjá. Síðan tengdist hún abstraktinu.
Teikning „Gestir geta einnig skoðað skissur, teikn-
ingar og grafíkverk frá námsárum listakonunnar.“
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 5175000 | stalogstansar.is
Gott úrval af reimum í
snjósleða, bíla og fjórhjól.
reimar
í snjósleða, bíla og fjórhjól