Morgunblaðið - 26.03.2020, Síða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020
Gamanmyndahátíð Flateyrar hefur, í
samstarfi við verslunina Reykjavík
Foto, efnt til 48 klukkustunda
gamanmyndakeppni á netinu. Ein-
staklingar eða lið geta skráð sig til
leiks og frá og með 27. mars, þ.e. á
föstudaginn, fá liðin 48 klukkustund-
ir, tvo sólarhringa, til að fullklára
gamanmynd út frá því þema sem
verður gefið upp, að því er fram kem-
ur í tilkynningu. Sýningarhæfum
gamanmyndum þarf að skila inn til
Gamanmyndahátíðarinnar 48 klst.
síðar, 29. mars, og í framhaldi fer
fram netkosning um fyndnustu
myndina. Höfundur sigurmyndar-
innar hlýtur Canon EOS M50
myndavél frá Reykjavík Foto að
launum.
Gamanmyndahátíð Flateyrar verð-
ur hún haldin í fimmta sinn í haust og
á síðustu hátið var keppt í 48 stunda
gamanmyndagerð á Íslandi. Stutt-
myndin Ballarhaf var valin fyndnasta
stuttmyndin af áhorfendum þar sem
þemað var „Fiskur“.
Þörf fyrir gleði og grín
„Það hefur sjaldan eða aldrei verið
jafn mikil þörf á gleði og húmor eins
og nú og því er tilvalið að halda nýja
48 stunda gamanmyndakeppni.
Keppnin verður opin öllum og hægt
að taka þátt hvar sem er. Einstak-
lingar, fjölskyldur eða vinahópar geta
skemmt sér við þetta saman, tekið
upp litla gamanmynd í sínu nær-
umhverfi. Það þarf ekki mikinn
tækjabúnað til að setja saman stutta
gamanmynd, bara góða hugmynd og
einfalda myndavél eða síma.
Á sama tíma og við vonumst til að
fá margar skemmtilegar myndir frá
áhugafólki skorum við einnig á kvik-
myndagerðarfólk að taka þátt og
leggja sitt af mörkum við að gleðja
landsmenn með nýjum fyndnum
stuttmyndum,“ segir í tilkynningu frá
skipuleggjendum en skráning fer
fram á icelandcomedyfilmfesti-
val.com/48-stunda-gamanmynda-
keppni. Eyþór Jóvinsson er fram-
kvæmdastjóri Gamanmyndahátíðar
Flateyrar.
Gleði Frá síðustu gamanmynda-
hátíð á Flateyri. Hátíðin er sögð sú
fyndnasta á landinu.
Gamanmynda-
keppni á netinu
Ásgeir Ingólfsson, skáld og menn-
ingarsmyglari, var beðinn um að
mæla með listaverkum sem hægt er
að njóta heima hjá sér í samkomu-
banninu.
„Þegar heimsfaraldur geisar er
ávallt nauðsynlegt að horfa á 12
Monkeys. Við fyrstu sýn virðist sem
sú mynd kynni að
auka mönnum
óhóflega svart-
sýni, enda kemur
jú aðalpersónan
Cole (Bruce Will-
is) úr framtíðinni
og segir öllum:
„Ég get ekki
bjargað ykkur.
Það getur enginn
bjargað ykkur.“
En hægt og ró-
lega fer Cole að læra að njóta þess
að vera staddur í heimi sem er
kannski að fara til fjandans, en er
ekki farinn þangað enn þá. Hann
elskar tónlist tuttugustu aldarinnar
og að stinga hausnum út um bíl-
glugga og njóta vindsins á andlitinu
– og ekki síst finnur hann ástina og
lærir að það sé einhvers virði, jafn-
vel þótt það geti aldrei enst.
Þannig kennir myndin manni
mikilvægar lexíur um hvernig best
sé að haga lífi sínu ef ske kynni að
allt fari á versta veg. Um leið þurf-
um við hins vegar að gera það sem
við getum til þess að tryggja að
misvitrir pólitíkusar og aðrir
lukkuriddarar nýti sér ekki ástand-
ið til að græða, á kostnað allra
hinna, með
þeim afleið-
ingum að við-
brögðin við
krísunni geri
bara illt verra.
Naomi Klein
skrifaði merki-
lega bók um
þetta, The
Shock Doctr-
ine, og það
gæti verið hollt
að lesa hana núna, einmitt þegar
við erum í sjokki, svo við end-
urtökum ekki mistök ótal fólks í
gegnum aldirnar sem hafa tekið
vondar ákvarðanir í sjokk-ástandi.
Loks er rétt að huga að því hvað
best sé að gera ef þið eruð lokuð
inni í sóttkví. Því þótt það sé alltaf
gott að hafa tíma til að lesa og
skrifa og hanga á Netflix er samt
ansi slæmt fyrir bæði andlega og
líkamlega heilsu að komast ekki í
heilsubótargöngu í margar vikur.
Þar getur tónlistin bjargað ykkur –
og best er að hafa nokkra mögu-
leika svo músíkin hæfi skapinu í
það og það skiptið, en í öllum til-
fellum músík sem bókstaflega
tryggir að þið dansið. Ef þið eruð
reið blastið þið vitaskuld „Killing in
the Name of“, ef þið eruð glöð þá
setjiði „Blister in the Sun“ á fóninn
og ef þið eruð ástfangin af ein-
hverjum sem þið getið ekki faðmað
fyrr en eftir sóttkví þá tryggir
„Singin‘ in the Rain“ nauðsynlegan
dans-skammt.
Mælt með í samkomubanni
Apaspil Bruce Willis og Brad Pitt í kvikmyndinni 12 Monkeys.
Tólf apar og áfall
Ásgeir H.
Ingólfsson
Hvaða áhrif hafði svartidauði eða
plágan á leikskáldið William Shake-
speare og störf hans? Þessum spurn-
ingum veltir Andrew Dickson, höf-
undur bókarinnar The Globe Guide to
Shakespeare, fyrir sér í stórskemmti-
legri og fróðlegri grein sem birtist í
The Guardian fyrr í vikunni.
Tilefni greinarinnar segir Dickson
vera orðróm, sem fari hátt á sam-
félagsmiðlum um þessar stundir, þess
efnis að Shakespeare hafi skrifað
leikritið um Lé konung í sóttkví með-
an Globe-leikhúsið var lokað þegar
plágan geisaði í London árið 1606.
Orðróm, sem að sögn Dickson, geri
lítið annað en að ýta undir minnimátt-
arkennd meðaljónsins sem reyni eftir
fremst megni að sinna vinnunni heim-
an frá sér meðan kórónuveiran geisar
um heiminn. Dickson segir ekkert
launungarmál að þegnar Elísabetar
fyrstu Englandsdrottningar, sem
ríkti frá 1558 til 1603, hafi orðið fyrir
miklum áhrifum af plágunni sem
reglulega geisaði þar í landi með
miklu mannfalli. Sjálfur var Shake-
speare heppinn að lifa veikina af sem
ungbarn því plágan geisaði í Strat-
ford-upon-Avon sumarið 1564 og varð
fjórðungi bæjarbúa að aldurtila.
Rottuflær þoldu illa heslihnetur
Læknar á 17. öld vissu ekki að
svartidauði smitaðist með rottuflóm,
sem skýrir hvers vegna plágan gaus
yfirleitt upp á vorin og sumrin, sem
vildi svo til að var háannatími leikhús-
anna. Til að reyna að hefta útbreiðsl-
una gripu yfirvöld til þess ráðs að
banna fjöldasamkomur sem bitnaði
alltaf fyrst á leikhúsunum sem hafði
mikil áhrif á starfsemina og þar með
lífsafkomu þeirra sem þar störfuðu. Á
hátindi ferils Shakespeare sem leik-
skálds, á árunum 1603 til 1613, var
Globe-leikhúsinu og öðrum leik-
húsum í London lokað í samtals 78
mánuði sem gerir um 60% starfstím-
ans. Í grein Dickson kemur fram að
einn ævisagnaritari Shakespeare hafi
bent á að leikhúsgestir á Englandi á
17. öld hafi margir hverjir borðað
heslihnetur á leiksýningum, sem gæti
hafa hrakið sýktar rottuflær á flótta
og því sé það kaldhæðni örlaganna að
einmitt leikhúsunum hafi verið lokað.
Þegar kemur að spurningunni
hvort Shakespeare hafi skrifað Lé
konung í sóttkví vegna plágunnar
segir Dickson það alls ekki útilokað.
Vitað sé að verkið var frumflutt fyrir
Jakob fyrsta konung Englands,
Írlands og Skotlands á annan í jólum
1606 og því töluverðar líkur á því að
leikritið hafi verið skrifað 1606 eða
1605. Leikhúsum í London var lokað
1606 þegar plágan geisaði þar í borg,
en þremur árum áður varð svarti-
dauði um 10% borgarbúa að aldurtila.
Dickson bendir á að Lér konungur sé
án vafa myrkasti harmleikur Shake-
speare og ekki ólíklegt að ófremdar-
ástandið í borginni vegna plágunnar
hafi ratað inn í orðræðu verksins þar
sem mikið er rætt um dauðann, tóm-
hyggju, ringulreið og örvæntingu.
Lér konungur er þó ekki eina leikritið
þar sem vísað er til plágunnar. Rifja
má upp að ástæða þess að Rómeó
barst ekki bréfið þar sem greint var
frá plottinu um sýndardauða Júlíu
var vegna þess að sendiboðinn var
neyddur í sóttkví með geigvænlegum
áhrifum fyrir elskendurna ungu.
Kirkjuklukkurnar hefðu truflað
Að mati Dickson er vafamál að lok-
un leikhúsanna hafi haft jákvæð áhrif
á Shakespeare, enda bendi allt til
þess að skáldið hafi þrifist betur sem
listamaður innan um annað listafólk
heldur en í einangrun. Rifjar hann
upp að húsnæði skáldsins við Silver
Street hafi staðið beint á móti kirkju
þar sem klukkum hafi vafalítið verið
hringt látlaust yfir þeim sem urðu
plágunni að bráð og því lítill vinnu-
friður fyrir Shakespeare. Að lokum
bendir Dickson á að þegar leikhúsum
í London var lokað í næstum sex
mánuði sumarið 1592 hafi Shake-
speare snúið sér að ljóðlistinni til að
drýgja tekjur sínar og samið tvo
bálka um goð- og fornfræðileg efni,
fyrst Venus and Adonis og skömmu
síðar The Rape of Lucrece. Ef leik-
húsunum hefði verið lokað lengur og
ferill Shakespeare sem ljóðskáld tek-
ið á flug hefði skáldið mögulega aldrei
samið mörg bestu verka sinna, svo
sem Lé konung, Rómeó og Júlíu,
Hamlet og Makbeð. silja@mbl.is
Leikskáld William Shakespeare.
Sneri sér að ljóðlistinni
Skrifaði Shakespeare Lé í sóttkví vegna plágunnar?
Leikhús í London lokuð 60% tímans á árunum 1603-1613
Reiði Glenda Jackson sem Lér í
uppfærslu Old Vic í London 2016.
Ljósmyndir/Manuel Harlan fyrir Old Vic og National Theatre
Strangur Ian McKellen sem Lér hjá
Breska þjóðleikhúsinu 2018.