Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Síða 2
Hvernig tókst til á sunnudaginn að hafa helgistund á netinu? Það tókst mjög vel. Helgistundin var send út á messutíma og var svo að- gengileg á netinu. Það voru 2.200 manns sem horfðu á, sem sýnir okkur að fólk kann að meta framtakið. Að öllum líkindum munum við halda þessu áfram eftir að COVID-veiran verður horfin því það er alltaf fólk sem á ekki heimangengt. Tónlistin var al- veg frábær; við vorum með einsöngvara úr kór Lindakirkju, auk þess sungu Regína Ósk og Svenni. Svo munum við prestarnir skiptast á að vera með hugvekju og þess má geta að næst verður messunni líka streymt á visir.is, auk heimasíðu okkar á á Facebook. Hvað með sunnudagaskólann? Í samstarfi við kirkjuna verða þættir fyrir börnin sem prestarnir Guðni Már Harðarson og Guð- mundur Karl Brynjarson hafa búið til. Þeir eru núna að semja nýja þætti, skrifa og taka upp, ásamt Regínu Ósk og Svenna en Þorleifur Einarsson leik- stýrir. Hvernig gengur starfið fyrir sig nú á þessum skrítnu tímum? Nú skiptumst við á að mæta til vinnu svo við lendum ekki öll í sóttkví á sama tíma. Auk þáttagerðarinnar erum við líka mikið að hringja í eldri borgara og heyra í þeim hljóðið. Hvernig er hljóðið í þeim? Það er alls konar, en allir eru mjög þakklátir fyrir að verið sé að hugsa til þeirra og fylgjast með þeim. Hvað myndir þú vilja segja við sóknarbörnin og aðra landsmenn? Að þetta sé tímabundið. Þetta varir ekki að eilífu. Og að fólk eigi að fara vel með sig. Morgunblaðið/Eggert DÍS GYLFADÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Hugvekja á netinu Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2020 Ég ákvað að hlífa ykkur um stund við kórónuveirunni. Það væri að bera íbakkafullan lækinn að skrifa enn einn pistilinn um þann vágest. En kór-ónuveira eða ekki, öll þurfum við að huga að heilsunni, og kannski nú sem aldrei fyrr þegar fólk er lokað inni og þarf á hreyfingu og hollustu að halda. En það er oft ekkert létt að rata hinn gullna meðalveg. Ég verð að viður- kenna að ég er orðin heldur ringluð. Úr öllum áttum fæ ég ráð sem eiga að tryggja það að ég verði hamingjusöm í kjörþyngd. Meira að segja er Facebook alveg viss um að ég þurfi að missa nokkur kíló og auglýsir stanslaust einhverja töframegrunarkúra; og jú líka nærbuxur fyrir konur eins og mig sem klárlega eru með þvagleka sökum aldurs! Mikið að ég þurfi ekki bara líka fullorðinsbleiur! En alla vega; þetta glymur í eyrum alla daga: Hreyfðu þig, en passaðu að ofkeyra þig ekki. Teldu kaloríur, alls ekki telja kaloríur. Vigtaðu þig reglu- lega, alls ekki horfa á vigtina. Taktu lýsi, alls ekki taka lýsi. Drekktu smoothies, alls ekki drekka smoot- hies. Ekki borða fitu, borðaðu endi- lega fitu. Ekki borða kolvetni, alls ekki sleppa kolvetnum. Ekki borða á milli mála, endilega nartaðu á milli mála. Taktu reglulega inn eplaedik. Nei, hörfræolíu, svo gott fyrir húðina. Nei, sí- trónuvatn á morgnana, nei annars, sítrónuvatn gerir ekkert fyrir þig. Drekktu marga lítra af vatni á dag, eða alls ekki! Þú gætir sprungið! Taktu prótein í duftformi, alls ekki taka inn prótein. Taktu vítamín, en alls ekki of mikið, það skolast bara út. Ekki borða ost, hann er stórhættulegur andskoti. Ekki ætlarðu að hafa spagettí í matinn? Ertu frá þér? Hvítt hveiti er eitur, og sykur enn verri. Ekki setja sykur í kökur, settu gervisykur. Gervisykur er óhollur, notaðu hunang. Hunang telur líka kaloríur. Leyfðu þér eina og eina kökusneið, sýndu nú staðfestu! Borðaðu baunir í öll mál, baunir eru svo hitaeiningaríkar. Og gas- myndandi. Borðaðu fisk en alls ekki eldislax og túnfisk. Báðir fullir af vibba. Og alls ekki búa til rjómasósur, ertu frá þér? Farðu á 8-16, ketó, lágkolvetna, 5-2, Paleo, Miðjarðarhafskúrinn, borðaðu eitt greip fyrir hverja máltíð. Borðaðu hvítkál í öll mál. Hættu að borða kjöt, vertu vegan, það er svo geggjað. Ekki vera of þung, ekki vera of létt, vertu passleg. Elskaðu þig eins og þú ert, auka- kíló og allt. Þú er alveg fín. Er það skrítið að maður sé ringlaður stundum? Ég er hætt að hlusta á allt þetta kjaftæði. Ég veit hvað er hollt og hvað er óhollt og ætla bara að hlusta á sjálfa mig. Og ég er ekki með þvagleka! Með þvagleka í megrun Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Facebook auglýsirstanslaust einhverjatöframegrunarkúra; og júlíka nærbuxur fyrir konur eins og mig sem klárlega eru með þvagleka sökum aldurs! Íris Eiríksdóttir Nei. Ég starfa ein sjálfstætt við að þrífa gardínur. Og það er nóg að gera núna. SPURNING DAGSINS Ert þú að vinna heima? Eggert Snorri Guðmundsson Nei, ég mæti til vinnu. Ég er í slökkviliðinu og þar er búið að stúka allt af og allt tekur nú lengri tíma. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir Nei, ég mæti til vinnu. Það er búið að skipta okkur í tvo hópa og ég vinn annan hvern dag. Jón Halldór Jónsson Já. Það gengur mjög vel. Ég vinn sjálfstætt og þarf lítið að nálgast fólk. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Í Lindakirkju verða helgistundir sendar út á netinu. Eins verður sunnu- dagaskóli starfræktur í formi þátta. Dís Gylfadóttir er ein þriggja presta Lindakirkju. Upplýsingar má finna á lindakirkja.is og kirkjan.is. TÆKNI A FYRIR H TVINNUMANNSIN E I www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi LauraStar er létt og meðfærilegt og þú ert fljótari að strauja en nokkru sinni fyrr. Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Við erum hér til að aðstoða þig! -- • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.