Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Page 10
Helgi Jóhannesson, lögfræðingur, er einn af þeim sem smitaðist í gönguskíðaferð. „Ég hef
verið veikur síðan aðfaranótt miðvikudags fyrir rúmri viku og ákvað strax að fara í einangrun.
Ég fékk svo staðfestingu á laugardagsmorgni. Ég er búinn að vera mjög slappur og með öll ein-
kennin, þó að ég hafi ekki verið með háan hita. Við erum þrjú hér í einangrun; konan mín er
smituð líka en sonurinn er einkennalaus. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt og aðallega vegna
þess hversu slappur og óupplagður ég hef verið. Ég hef ekki getað horft á sjónvarp eða lesið
bók; ég móki bara,“ segir hann. „Ég hlakka til að losna við flensueinkennin og geta bara látið
mér leiðast. Svo er ekki einu sinni gaman að liggja og éta sælgæti því ég er búinn að missa allt
bragðskyn. En auðvitað eru margir verr á sig komnir.“
Fólkið sem er heima
Yfir tíu þúsund Íslendingar halda sig alfarið heima þessa dagana. Sumir hafa greinst með kórónu-
veiruna og eru í einangrun, aðrir eru í sóttkví vegna umgengni við smitaða og enn aðrir fara
sjálfviljugir í sóttkví til að forðast smit. Ljósmyndari fór á stúfana og heimsótti fólkið sem er heima.
Texti og ljósmyndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
N
ú þegar þessi orð eru rituð lítur út fyrir að þriðjungur
heimsins sé innilokaður heima hjá sér. Víða um heim eru
útgöngubönn og annars staðar ströng samkomubönn, eins
og hérlendis. Allt er það gert til þess að hægja á smiti
hinnar alræmdu kórónuveiru sem fer nú eins og eldur í
sinu um heimsbyggðina. Það bættist heldur betur í hóp þeirra innilokuðu í
vikunni þegar allir Indverjar voru settir í útgöngubann, 1,3 milljarðar
manna. Um allan heim eru götur auðar og verslun og túrismi er að
leggjast af. Undarlegt er til þess að hugsa að heimurinn haldi í sér
andanum um stund og bíði af sér storminn. Og þá er hvergi betra að vera
heldur en heima.
Veiran fer ekki í manngreinarálit og getum við öll átt von á því að
annaðhvort smitast sjálf eða lenda í sóttkví. Tölur smitaðra hækka dag frá
degi og sífellt fleiri þurfa að sæta einangrun eða sóttkví í tvær vikur. Inni-
vera tekur á; ekki síst fyrir þá sem veikjast. Heilu fjölskyldurnar eru nú
lokaðar inni og þurfa að reyna að halda einhvers konar rútínu, en ekki
síður þurfa þær að halda í gleðina og húmorinn. Með myndavél að vopni,
búinni afar langri aðdráttarlinsu, var bankað upp á hjá þessu fólki, þó
ekki í bókstaflegri merkingu því tveggja metra reglan var virt. Fólkið sem
blaðamaður heimsótti tók inniverunni með stóískri ró þótt það hlakkaði til
að losna. Það kom í dyragættir eða glugga og var myndað úr fjarlægð.
Síðar sló blaðamaður á þráðinn og aldrei þessu vant svöruðu allir við
fyrstu hringingu. Eða eins og Árelía orðaði það: „Fólk er svo hrikalega
glatt að heyra í einhverjum! Það er eintóm hamingja að taka símann!“
Sara Dögg Svanhildardóttir, bæj-
arfulltrúi Garðabæjarlistans, veit ekki
hvar hún smitaðist af kórónuveirunni.
„Ég ákvað að taka þátt í úrtaki hjá
Kára. Það kom mér mjög á óvart þegar
ég fékk símtal tveimur dögum seinna
að ég væri með kórónuveiruna. Það
hafði ekki hvarflað að mér því ég hafði
ekki verið innan um neinn sem hafði
smitast. Ég hef ekki hugmynd hvar ég
fékk þetta. Ég var ekki í útlöndum en
ég fór á gönguskíðanámskeið á Ísafirði
en á þeim tíma var það skilgreint sem
hreint svæði. En þar voru hundrað
konur saman komnar og ég veit um alla
vega fjórar sem eru smitaðar,“ segir
Sara sem er heima í einangrun og kona
hennar í sóttkví. Sara segir að mjög
margir hafi þurft að fara í sóttkví eftir
að hún greindist. „Það var mjög skrítin
tilfinning; eins konar sektarkennd.
Þetta voru ekki bara vinir og fjölskylda
heldur líka smiðir sem voru að vinna
hér heima,“ segir hún.
„Einangrunin gengur fáránlega vel, enn
þá. Strax á þriðja degi fannst manni
skrítið að sjá myndir af fólki sem var
einhvers staðar saman; að það væri
ekki að taka þessu nógu alvarlega.
Maður verður mjög sjálfhverfur,“ segir
hún og hlær. „En ég er heppin með það
að ég er ekki lasin; bara verið með
kvefskít. Svo er brjálað að gera í
vinnunni. Ég og konan mín hittumst
ekkert yfir daginn; erum báðar að
vinna hvor í sínu herberginu og svo
kallar hún annað slagið: „matur!“ Og
þá setjumst við hvor við sinn endann á
eldhúsborðinu.“
KÓRÓNUVEIRAN
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2020