Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Side 20
Þessi skrúbbur gerir krafta- verk. Hægt er að kaupa vör- urnar á www.lyfja.is Ertu farin að vinna heima eða ert á degi 13 í sóttkví? Hefur þú ekki farið úr náttfötunum síð- an samkomubann var sett? Langar þig helst bara að liggja uppi í sófa, borða sælgæti eða ertu farin drekka þér til dægrastyttingar? Eru hendurnar á þér að skrælna eftir allt handsprittið? Ertu kom- in með rót því þú hefur ekki komist á hár- greiðslustofu og eru gelneglurnar dottnar af? Ef svo er þá er óþarfi að örvænta því hér koma nokkur góð ráð úr heimi hégómavísindanna. Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is Ljósmynd/Colourbox Þurrar hendur Ef hendurnar á þér eru að skrælna eftir allt sprittið þarftu að hlúa að þeim. Þú getur að sjálfsögðu borið á þig handá- burð en kannski þurfa hendurnar aðeins meira. Ef þú ert búin að þvo alla húð af höndunum og orðin aum í naglaböndunum þá þarftu að gefa því gaum. Bára Hafsteinsdóttir, snyrtifræðingur hjá Lancôme, segir að best sé að ná sér í skál og fylla hana af heitu vatni, eins heitu og þú þolir og setja 2-3 msk. af hárnæringu út í. „Láttu hendurnar liggja í þessu baði í um það bil 20 mínútur og þerraðu þær vel, jafnvel með grófu handklæði og nuddaðu naglaböndin niður. Það er líka gott að venja sig á að nota naglabursta og nudda hraustlega yfir nagla- böndin, til dæmis í hverri sturtuferð. Ef þetta er gert reglulega verður þú aldrei í vandræðum með ofvaxin naglabönd, neglurnar vaxa hraðar og eru heilbrigðari, því að blóðstreymi verður meira í naglbeðnum. Til að losna við þurra húð er þjóðráð að nota góðan korna- skrúbb til dæmis Rose Sugar Scrub og nudda kröftuglega yfir alla húð, neglur og naglabönd og gefa sér góðan tíma, líka notalegt að nudda innan í lófann,“ segir Bára. Neglur Konur sem vanið sig hafa á það að fara reglulega í neglur eiga bágt núna því engin snyrtistofa býður upp á slíka þjónustu eins og stendur. Hvað get- ur þú gert ef gelneglurnar eru að detta af? „Til þess að fjarlægja gelneglur án þess að skemma þína eigin nögl of mikið að þá mælum við með að klippa framan af nöglinni varlega og stytta hana, best er að klippa smá hak á einni hliðinni og endurtaka svo á hinni þar til hún losnar af. Ekki klippa beint framan á því þá get- ur nöglin öll brotnað. Eftir það mælum við með að nota 180 grit naglaþjöl frá OPI og byrja að pússa nöglina niður, passa að pússa létt ofan á og ná sem mesta gelinu af án þess að pússa of mikið í eigin nögl. Svo er hægt að skipta yfir í 220-280 grit þjöl sem er mýkri til þess að ná restinni á naglplötunni,“ segir Sandra Vilborg Jónsdótir hjá Artica. „Svo mælum við með að setja umferð af Miracle Cure frá Sally Hansen eða Nail Envy-styrkingu frá OPI til þess að styrkja nöglina. Svo mæli ég með því að nota olíu á naglaböndin eins og til dæmis Opi Pro Spa Cuticle oil eða Vitamin E oil frá Sally Hasnen. Nudda vel naglaböndin og fyrir ofan nöglina þar sem vaxtarvefurinn liggur til að örva blóðflæðið til naglarinnar.“ Hárið Við gerð þessarar greinar leitaði ég til meðlima í lokuðum hóp sem ég er með á Facebook og heitir Smartland Tísku- og förðunarráð. Þar var ein búin að lita á sér hárið heima og var skyndilega orðin svarthærð og aðrar deildu hryll- ingssögum af þessu ástandi. Það var þó tvennt sem skoraði hæst og það var þurrsjampóið með litnum frá label.m og Wow Root Cover Up. Hið síðar- nefnda er svolítið eins og augnskuggi sem fólk ber yfir gráu hárin í rótinni. Það efni er til í mörgum litum og ætti því að henta mörgum. Best er að bera þessi efni í hárið eftir förðun svo farðinn klínist ekki í hárlitinn meðfram hárlínunni. Láttu sloppinn víkja Ef þú ert búin að vera í slopp heima í meira en tvær vikur þá verður þú að fara úr honum. Það er ákveðin sjálfsvirðing fólgin í því að klæða sig í borgaraleg föt eða allavega sæmilega útlítandi heimadress til að koma í veg fyrir að þú myglir endanlega. Fólk hættir nefnilega ekki að vera til þótt ástandið sé eins og það er. Notaðu þetta tækifæri og bjóddu sjálfri þér upp á það besta sem völ er á. Fæstar okkar myndu bjóða gestum upp á skrælnaðar hendur, rót, nagaðar neglur og sveitt heimaföt. Þurrburst- aðu hend- urnar og líkamann. Naglaolía frá Opi hjálpar til við að byggja upp neglurnar. Þurrsjampó frá label.m er mikill bjargvættur. Það fæst á beautybar.is og sendir Kringlan frítt heim. Naglaolían frá Sally Hansen er góð fyrir naglaböndin. Fæst á www.lyfja.is Gott er að bera Mi- racle Cure frá Sally Hansen á neglurnar til að byggja þær upp. Á meðan neglurnar eru að jafna sig er sniðugt að lakka þær ljósbleikum lit frá Opi. Wow Root Cover Up fæst á www.beautybar.is. Polo Sport frá Ralph Lauren er með mikið af fallegum heimafötum. Þau fást í Mathilda í Kringlunni sem sendir frítt heim þessa dagana. Hentu myglu- sveppnum út Ef þú ert komin með illa staddar gelneglur þá getur þú klippt þær nið- ur og pússað með naglafjöl frá Opi. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2020 LÍFSSTÍLL Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.