Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2020 LESBÓK ÖRLÖG „Ég þoli ekki að búa á Írlandi. Andlegt heimili mitt er Bandaríkin. Ég veit að storkurinn minn hefði átt að setja mig niður í Bandaríkjunum en hann datt í’ða í Dublin. Þar er ískalt og ömurlegt. Og allt rándýrt. Ég ann Bandaríkjunum en gæti þó aldrei flutt frá Írlandi. Ég gæti ekki farið frá barnabörnum mínum og börn- um,“ segir söngkonan Sinéad O’Connor í samtali við breska blaðið The Independent. Það eru ekki bara börn- in fjögur og barnabörnin tvö sem búa á Írlandi, það gera líka aldraður faðir hennar, systir og þrír bræður. Fyrr- verandi kærasti O’Connor býr líka í grenndinni með þrettán ára gamlan son þeirra, auk fjögurra fyrrver- andi eiginmanna, að sögn blaðsins. Ekki kemur þó fram hvers vegna hún ætti að vilja vera nálægt þeim. Storkurinn datt í’ða Sinéad O’Connor lenti á röngum stað. AFP ÁHRIF Andreas Kisser, gítarleikari brasilíska málm- bandsins Sepultura, rifjaði í samtali við vefmiðilinn OrangeAmps.com á dögunum upp hverjir fyrstu áhrifavaldar hans voru. Í ljósi þess að Sepultura hefur gegnum tíðina lónað á landamærum þrass, grúv- og dauðamálms kemur svarið ugglaust einhverjum á óvart, Kiss og Queen. „Queen kom til Brasilíu 1981 en mamma leyfði mér ekki að fara vegna þess að ég var of ungur. Svo kom Kiss 1983 og það voru fyrstu tónleikarnir sem ég fór á. Það var geggjað að sjá þá „live“ á Creatures Of The Night-túrnum. Það breytti lífi mínu. Þess vegna er ég hér.“ Andreas Kisser tók sér ungur gítar í hönd. AFP Day og Hudson í Pillow Talk. Krúttlegt koddahjal KLASSÍK Mögulega hefur mann- kyn aldrei þurft meira á góðum kvikmyndum að halda en nú um stundir. Þannig birti BBC í vikunni lista á vefsíðu sinni yfir kvikmyndir sem væru til þess fallnar að láta fólki líða betur, alltént um stund. Rómanískar gamanmyndir skora hátt á þeim lista og í öndvegi hjá BBC er ein slík frá árinu 1959, Pil- low Talk með engum öðrum en Doris Day og Rock Hudson. Í mynd- inni leika þau nágranna sem deila af einhverjum ástæðum sömu síma- línunni. Hudson einokar línuna, Day til armæðu. En eins og í öllum almennilegum rómantískum gam- annyndum dragast söguhetjurnar fljótt hvor að annarri. Engum blöðum er um það aðfletta að bandaríska olíu-dramað Dallas er ástsælasti leikni sjónvarpsþáttur Íslandssög- unnar. Alltént eru engin önnur dæmi um að heil þjóð hafi grátið og gníst tönnum í einum kór eftir að sjónvarpsþáttur var tekinn af dag- skrá. Það gerðist eftir að Rík- isútvarpið fékk skyndilega þá flugu í höfuðið, eftir að hafa sýnt Dallas við fordæmalausar vinsældir um langt árabil, að efnið væri ekki nægilega „kúltíverað“ fyrir sjálfa bókmennta- þjóðina og taldi sér skylt að linna látum. Til allrar hamingju höfðu bensínstöðvar þessa lands betri skilning á sálarlífi þjóðarinnar og hófu útleigu á nýjustu þáttunum á myndbandsspólum, VHS frekar en Beta en síðarnefnda kerfið var þá líklega búið að tapa því stríði. Höfðu spólurnar skemmri viðkomu í hill- unum en landnámshæna í tófugreni, slík var eftirspurnin. Sá leikur gat aldrei endað nema á einn veg; Rík- isútvarpið kyngdi stoltinu og hóf á ný sýningar á Dallas. Þetta er líklega ekki verri tími en hver annar til að endurnýja kynnin við Ewing-fjölskylduna. Joð gamla Err, Bobby, Sue Ellen, Pamelu og öll hin sem standa mörgum Íslend- ingum líklega nær en margir í sjálf- um frændgarðinum, alltént eftir annan lið. Hvað sungu Dúkkulís- urnar um árið og meinuðu það? Ég vild’ég væri Pamela í Dallas. Í fræðaheiminum er Dallas skil- greint sem sápa, ellegar sápuópera, Beint á skjá Fjölmiðlar um heim allan keppast þessa dagana við að benda fólki á leiðir til að dreifa huganum í faraldrinum sem nú geisar. Sunnudagsblaðið læt- ur ekki sitt eftir liggja og bendir hér á nokkra sjón- varpsþætti sem upplagt væri að endursýna. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Systurnar Jessica Tate og Mary Campbell ásamt fjölskyldum sínum í hinni óborganlegu sápu Löðri. Hvernig skyldu þeir ágætu þættir eldast? ABC Í fjötrum en samt ekki. Kunta Kinte á enga sína líka í sjónvarpssögunni. Derrick var með ráð undir rifi hverju. Man einhver sḱírnarnafn hans? www.securitas.is SJÁLFVIRK TALNING VIÐSKIPTAVINA Með tengingu við myndlausnir Securitas er mögulegt að fylgjast sjálfvirkt með fólksfjölda í tilteknum rýmum í rauntíma. Yfirsýn yfir fjölda einstaklinga verður skýrari og einfaldar alla umsjón og sjálfvirkni. Sjálfvirk talning Upplýsingar í rauntíma Sögulegt yfirlit og skýrslur Auðveldar áætlanir og skipulag Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 580 7000 og kynntu þér sjálfvirka talningu á www.securitas.is Kiss er bandið sem kveikti í Kisser

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.