Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 6
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Eins og staðan er núna erum við ekki enn byrjuð að sjá botninn né vit- um við hvar hann er. Frekari björg- unaraðgerðir eru því nauðsynlegar,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins (SA). Vísar hún í máli sínu til stöðunnar sem nú er uppi í at- vinnulífinu sökum útbreiðslu og áhrifa kórónuveirunnar á efnahags- lífið hér á landi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ráðgerðu SA og önnur fé- lagasamtök í Húsi atvinnulífsins að senda stjórnvöld- um tillögur fyrir næsta aðgerða- pakka ríkisstjórn- arinnar í gær. Verður pakkinn kynntur eftir páska, en að því er heimildir blaðsins herma svipar til- lögum SA um margt til þeirra leiða sem farnar hafa verið m.a. í Sviss og annars stað- ar á Norðurlöndunum. Aðspurð segist Ásdís ekki vilja tjá sig um hvort eða hvenær SA hyggist senda ríkisstjórninni tillögur. Ljóst sé hins vegar að brýn þörf sé á frek- ari aðgerðum af hálfu ríkisins. Þá verði stöðugt að meta hvernig finna megi leiðir til að lágmarka efnahags- legt tjón. „Fyrsti aðgerðapakkinn var mik- ilvægur á þeim tíma og við vorum ánægð með skjót viðbrögð stjórn- valda og þær aðgerðir sem þá voru kynntar. Hins vegar hefur staðan versnað til muna og nú er ljóst að efnahagslegu áhrifin verða mun dýpri og alvarlegri en í fyrstu var tal- ið. Þessi versnandi staða einskorðast ekki við Ísland heldur heiminn allan,“ segir Ásdís. Verði að horfa af raunsæi Spurð hvort grípa hefði þurft til öflugri aðgerða strax, sambærilegt við það sem gert var í Bandaríkjun- um, kveður hún nei við. Stjórnvöld verði þó að horfa raunsætt á stöðuna sem upp er komin. „Í næsta aðgerða- pakka þarf að horfa til þess hvernig þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar hjálpa fyrirtækjum og til hvaða aðgerða þurfi nú að grípa. Fyrirtæki eru að lenda í verulegum tekjusamdrætti, jafnvel 90-100%, og við blasir að hlutastarfaleiðin hentar ekki slíkum fyrirtækjum þegar mörg hver geta ekki einu sinni haft opið. Allar aðgerðir miða að því að aðstoða fyrirtæki sem eru að glíma við tíma- bundinn lausafjárvanda vegna veir- unnar,“ segir Ásdís og bætir við að frestun opinberra gjalda og skatta dugi ekki. „Staðan er mjög alvarleg og nokk- uð sem við höfum ekki séð áður. Það endurspeglast líka í þeim aðgerðum sem við sjáum erlendis. Nú leggja flest ríki allt kapp á að aðstoða fyrir- tæki sem verða fyrir þyngsta högg- inu. Hafa skal þó í huga að það er ekki hægt að hjálpa öllum,“ segir Ásdís. Hagræða verði í ríkisrekstri Sökum útbreiðslu kórónuveirunn- ar hefur fjöldi einstaklinga á einka- markaði þurft að taka á sig miklar skerðingar. Enn sem komið er hafa engar slíkar skerðingar náð til starfs- manna ríkisins. Spurð hvort ekki sé eðlilegt að ríkisstarfsmenn taki á sig sambærilegar lækkanir segir Ásdís að horfa verði heildstætt á ríkisrekst- urinn þegar ástandið er yfirstaðið. „Við erum stödd í miðri krísu og allt kapp er nú lagt á að finna skyn- samlegar lausnir til að hjálpa fyrir- tækjum í gegnum þetta tímabil, verja störf og stuðla að sem heilbrigðustu atvinnulífi þegar allt er yfirstaðið. Það er ljóst að þegar við förum að sjá til sólar á ný og viðspyrnan hefst þarf að horfa til þess hvar hægt er að hag- ræða í ríkisrekstri, auka skilvirkni og nýta betur fjármagn skattgreiðenda. Ríkissjóður verður fyrir verulegu tekjutapi og fyrr en síðar þarf að finna leiðir til að loka hallarekstri rík- issjóðs,“ segir Ásdís. Krísan mun alvarlegri en í fyrstu var talið  Hlutastarfaleiðin henti sumum fyrir- tækjum  Hagræða verði hjá ríkinu Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Kórónuveiran hefur veruleg áhrif á efnahagslífið. Ásdís Kristjánsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef grunur er um að sjúkraflutn- ingamaður hafi komist í snertingu við sjúkling sem sýktur er af kór- ónuveirunni er hann tekinn af vakt og settur í „biðkví“ á meðan sýni úr sjúklingnum er greint. Ef sýnið reynist neikvætt fer hann aftur til vinnu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lenti í því við upphaf faraldursins að starfsmenn sýktust. Tvö mál komu upp á sama tíma og áttu þar í hlut menn af sömu stöðinni. Annars veg- ar kom í ljós að slökkviliðsmaður sem var að slökkva eld í Pablo Disco- bar í miðbænum var sýktur. Hann hafði ekki fengið það smit í vinnunni, að talið var. Hins vegar sýktust sjúkraflutningamenn af sjúklingi sem fluttur var á milli heilbrigð- isstofnana. Varð þetta til þess að þrír starfsmenn fóru í einangrun og fimm til viðbótar í sóttkví. Um þessar mundir eru starfsmennirnir að koma aftur til vinnu. Verja sig vel Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- stjóri segir að fyrstu viðbrögð slökkviliðsins hafi verið að láta alla sem fari í sjúkraflutninga vera með hanska og andlitsmaska, sama hvernið útkallið sé. „Við höfum verið afskaplega lánsöm eftir þetta,“ segir Jón Viðar. Ýmsar varúðarráðstafanir eru við- hafðar, að hans sögn. Sjúkraflutn- ingamenn spyrja sjúklinga sem þeir sækja um kórónusmit og áður hefur Neyðarlínan gert greiningu í gegn- um síma. Eins eru upplýsingar um mögulega sóttkví eða einangrun látnar berast til mannanna. Ef minnsti vafi leikur á um öryggið bakka menn út og fara í hlífðarbún- inga og betri varnir. Ef upp kemur grunur um smit, þrátt fyrir þessar varúðarráðstaf- anir, eru viðkomandi starfsmenn teknir til hliðar og settir í „biðkví“. Þeir fara í sturtu og þvo fötin sín og bíllinn er sótthreinsaður. Ef niður- staðan úr greiningu á sýni úr sjúk- lingi reynist neikvætt fara mennirnir aftur til vinnu. Ef sýnið reynist já- kvætt er farið að reglum heilbrigðis- yfirvalda og farið í samtal við smit- rakningateymið. Getur það leitt til þess að starfsmaðurinn þurfi að fara í sóttkví. Jón Viðar segir að nokkrir starfsmenn hafi farið í „biðkví“ en sem betur fer hafi þeim tilvikum fækkað og þrátt fyrir ein- angrun og sóttkví hafi slökkviliðið náð að sinna þjónustu sinni á venju- bundinn hátt. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Liggjandi covid-bíll“ Slökkviliðið er að útbúa flutningabíl til að flytja sjúklinga með kórónuveiruna á milli gjörgæslu- deilda í Fossvogi og á Hringbraut. Fólkið er flutt í rúmum sínum og þarf brautin inn og út úr bílnum að vera greið. Sjúkraflutningamenn þurft að fara í „biðkví“  Miklar varúðarráðstafanir við flutning kórónuveirusmitaðra Kórónuveiran eykur álag á sjúkraflutningamenn. Flutning- arnir hafa verið lengri, erfiðari og flóknari en gengur og gerist. Til að geta betur sinnt sínum störfum hafa starfsmenn slökkviliðsins breytt tækjakosti sínum. Þeir hafa útbúið „sitj- andi covid-bíl“ og „liggjandi co- vid-bíl“. Sá síðarnefndi er stór bíll sem hægt er að flytja sjúk- linga í á milli gjörgæsla í Foss- vogi og Hringbraut. Hann hefur verið notaður einu sinni. Jón Viðar segir að hann hafi verið útbúinn að óskum Landspít- alans. „Sitjandi covid-bíllinn“ er notaður til að flytja sýkt fólk sem getur setið sjálft. Lokað hefur verið á milli ökumanns- rýmis og sjúklingarýmis til að koma í veg fyrir smit starfs- manna. Sjúklingarnir setja á sig hanska og grímu og setjast sjálfir inn. Sjúkraflutningamað- urinn opnar aðeins dyrnar og lokar. Sitjandi og liggjandi SÉRSTAKIR BÍLAR ÚTBÚNIR Jón Viðar Matthíasson Gunnlaugur Scheving er einstæð bók um mikinn listamann. Matthías Johannessen Hlusta.is Ókeypis u m tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.