Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 Einhvern tíma viðraði ég hug- mynd sem gæti verið ástæða til að dusta rykið af núna þegar allt er farið úr skorðum vegna kór- ónuveirunnar. Keppnistímabilið í fótbolt- anum verður seinna á ferðinni en áður á komandi sumri og við vit- um enn ekkert um hvenær það getur hafist. Vanalega hefst það með fyrstu umferðum í bikarkeppni KSÍ og fyrstu umferðina í karla- flokki átti einmitt að leika núna um páskana. Nú er lag að færa bikarkeppn- ina til, létta á fyrirsjáanlegu leikjaálagi keppnistímabilsins 2020 og taka um leið upp fyr- irkomulag sem frændur vorir Svíar hafa haft á sinni bikar- keppni í nokkur ár. Hefjum hana ekki fyrr en síðsumars eða undir haustið og ljúkum sextán liða úrslitum í október. Þarna á ég við bikar- keppni meistaraflokka karla og kvenna. Síðan yrðu átta liða úrslit leikin í apríl 2021, undanúrslitin snemma í maí og úrslitaleikirnir í lok maímánuðar. Þetta myndi engu breyta varðandi Evrópusæti því bikar- keppnin 2020 veitir hvort eð er keppnisrétt í undankeppni Evr- ópudeildar UEFA í karlaflokki fyr- ir sumarið 2021, hvort sem úrslit ráðast að hausti eða vori. Og svo mætti þetta fyr- irkomulag vera til frambúðar. Bikarúrslitaleikir í lok maí myndu án efa lífga mjög upp á fyrri hluta íslenska keppnistímabils- ins, í stað þess að leika þá síð- sumars þegar margt stuðnings- fólk er enn fjarverandi vegna sumarfría. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is NOREGUR Kristján Jónsson kris@mbl.is „Ég held að lífið hérna sé svipað og hjá flestum öðrum um þessar mundir. Varðandi fótboltann þá megum við æfa fimm saman í einu. Þá eru gjarnan fimm leikmenn á einum vallarhelmingi og fimm á öðrum. Þjálfararnir standa fyrir utan völlinn. Tveggja metra reglan er svo í gildi og menn reyna að halda sér í formi á einhvern hátt,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður hjá Vålerenga í Noregi, þegar Morgunblaðið tók hann tali. „Reglurnar varðandi fótboltann hafa tekið nokkrum breytingum. Í byrjun mars máttu liðin æfa en það fór minnkandi þegar farið var að loka skólum og leikskólum. Á tíma- bili voru skipulagðar æfingar alveg bannaðar. Eins og stendur er alla vega þessi fimm manna regla í gangi en henni fylgja ýmis skilyrði. Búningsklefar eru ekki notaðir, við megum ekki skalla boltann né taka hann upp með höndunum út af smithættu.“ Frekari bið eftir leikjum? Norska deildin ætti að vera ný- hafin. Norðmenn settu á nýja dag- setningu og átti þá deildin að hefj- ast 23. maí. Samkvæmt umfjöllun í norskum blöðum gæti verið að Norðmenn bíði fram í júní með að hefja tímabilið í efstu deild. „Já, deildin átti að byrja síðustu helgi. Var fyrstu umferðinni síðan frestað til 23. og 24. maí. Nú þegar þú ert að hringja er ég nýbúinn að sjá frétt þar sem talið er að heil- brigðisyfirvöld leggi til að byrja ekki fyrr en 15. júní. Þetta er hins vegar ekki staðfest,“ benti Matt- hías á og þegar hann fær loksins að keppa á ný verður gamla góða leikgleðin væntanlega við völd. „Já, heldur betur. Maður verður í raun bara ánægður þegar maður þarf að vakna snemma og gera hitt og þetta á ný. Hversdagslegu hlut- ina kann maður betur að meta núna.“ Félögin gætu lent í basli Fyrir sum félög í Noregi er fjár- hagsstaðan afar erfið eins og víða annars staðar en Matthías er einn af ellefu Íslendingum sem nú eru á mála hjá liðum í norsku úrvals- deildinni. „Það er voðalega misjafnt hvern- ig liðin í efstu deildinni eru að tak- ast á við stöðuna. Þegar ástandið vegna veirunnar fór versnandi hættu styrktaraðilar að styðja við félögin og þau misstu af alls kyns tekjum. Mörg lið hafa sagt leik- mönnum upp tímabundið en ekki öll. Staðan er ótrúlega erfið fyrir mörg félög og leikmenn sem missa tekjur. Það er auðvitað mismun- andi hvernig það hefur áhrif á fólk. Einnig er umræða um hversu mik- ið félögin eiga rétt á að láta leik- menn æfa í hverri viku þegar starfshlutfallið er misjafnt. Ef þetta ástand varir lengi eru líkur á því að mörg félög lendi í bölvuðu veseni.“ Burtséð frá veirunni og ástand- inu sem henni fylgir kann Matthías ágætlega við sig hjá Vålerenga, en þangað kom hann í janúar í fyrra frá stórliðinu Rosenborg. Æfði eins og brjálæðingur „Núna finnst mér eins og það séu fimm ár síðan ég kom hingað. Fjölskyldan flutti til mín um sum- arið og okkur líður vel hérna í Ósló. Fyrri hluti tímabilsins var góður fyrir liðið og mér gekk einn- ig vel. Um sumarið misstum við leikmenn og seinni hlutinn var dapur af okkar hálfu. Maður var því með hugann við það í vetur að koma sterkur til baka á þessu tímabili og ég æfði eins og brjál- æðingur. Mér gekk vel í æfinga- leikjunum og er heill heilsu. En svo kemur þessi staða upp og það er erfiðara að segja núna hvernig liðið mun standa sig,“ sagði Matt- hías, en þjálfaraskipti hafa orðið hjá liðinu. Fráfarandi þjálfari, Ronny Deila, tók við New York City FC, liðinu sem Guðmundur Þórarinsson samdi við í vetur. Með samning út 2021 Matthías gekk í raðir Start árið 2012 og hefur verið í liðlega átta ár í Noregi. Er fjölskyldan orðin svo- lítið norsk eftir þessa dvöl? „Eitthvað smá en hugurinn er alltaf heima annað slagið. Sonur minn verður 12 ára í sumar og dóttirin varð 6 ára um daginn. Það er spurning hversu lengi maður á eftir að haldast í Noregi. Ég ætla ekki að fela það að ég er aðeins farinn að hugsa heim. Ég er hins vegar með samning við Vålerenga út 2021. Eftir það kemur alveg til greina hjá okkur að flytja heim,“ sagði Matthías enn fremur. Fimm æfa saman í einu með ýmsum skilyrðum  Matthías lagði hart að sér í vetur  Hugurinn leitar heim í ríkari mæli Ljósmynd/Vålerenga Ósló Matthías Vilhjálmsson á æfingu með Vålerenga við eðlileg skilyrði. Ítalinn Donato Sabia, sem komst í úrslit í 800 metra hlaupi á tvennum Ólympíuleikum í röð, er látinn af völdum kórónuveirunnar, 56 ára að aldri. Sabia lést á sjúkrahúsi í Pot- enza á Suður-Ítalíu. Ólympíunefnd Ítalíu skýrði frá láti hans og sagði hann fyrsta íþróttamanninn sem komist hefði í úrslit á ÓL sem and- aðist af völdum farsóttarinnar. Sabia varð fimmti í 800 metra hlaupi á ÓL í Los Angeles árið 1984 og sjöundi í Seúl fjórum árum síðar. Hann varð Evrópumeistari innan- húss í greininni árið 1984. Afreksmaður lést á Ítalíu Reuters Evrópumeistari Donato Sabia sigr- aði á EM innanhúss árið 1984. Ljóst er að sumarið 2022 verður einstakt hvað stórmót í frjáls- íþróttum varðar eftir frestun Ól- ympíuleikanna í Tókýó. HM utan- húss mun nú fara fram í Oregon dagana 15.-24. júlí og aðeins 18 dögum síðar hefst Evrópumeist- aramótið en það verður haldið í München dagana 11. til 21. ágúst. Á milli munu Samveldisleikarnir fara fram í Birmingham á Englandi, dagana 27. júlí til 7. ágúst, og þar eru frjálsíþróttir stór liður á dag- skránni, en 70 þjóðir taka þátt í þeim leikum. Sumarið 2022 verður einstakt AFP Sprettharður Noah Lyles er einn besti spretthlaupari Bandaríkjanna. Handknattleiks- deild HK til- kynnti í gær- kvöld að leikmenn og þjálfarar meist- araflokka félags- ins myndu ekki þiggja laun það sem eftir lifir tímabilsins vegna áhrifa kórónuveirunnar á fjárhag félags- ins. HK var með lið í efstu deildum karla og kvenna í vetur, en karla- liðið féll úr Olísdeildinni á meðan kvennaliðið var í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Ekki tókst að klára keppni í deildunum vegna veirunnar. „Á þessum erfiðu tímum er nauðsynlegt að vinna vel saman við að finna lausnir á þeim vanda- málum sem koma upp í okkar starfi. Nú stöndum við frammi fyrir heimsfaraldri sem hefur áhrif á alla heimsbyggðina og því ekkert sem við getum annað en tæklað þetta vandamál með jákvæðni og von um betri tíma að leiðarljósi. Í þessum erfiðu aðstæðum hafa leikmenn og þjálfarar í meistara- flokki HK ákveðið að þiggja ekki sín laun það sem eftir lifir þessa keppnistímabils,“ segir í yfirlýs- ingu Brynjars F. Valsteinssonar, formanns handknattleiksdeildar HK. Leikmenn og þjálfarar HK afþakka laun Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester Unit- ed, segir að félag sitt verði í góðri stöðu til að styrkja sig á leikmannamarkaðnum þegar félagaskiptaglugginn verð- ur opnaður í sumar. Fjárhagsstaðan er góð þrátt fyrir hremmingar kórónuveirunnar og félagið varð það fyrsta á Englandi til að þess að hafna þeim möguleika að fá rík- isaðstoð til að greiða starfsfólki sínu laun. „Fótboltinn kemst aftur á eðlilega braut á einhverjum tímapunkti og það er mjög mikilvægt að þá verðum við klárir í slaginn. Við viljum alltaf vera bestir og nú gefst auðvitað tækifæri til að verja meiri tíma til að ræða um leikmenn, gera áætlanir og meta hvað við höfum þörf fyr- ir. Hver veit hvernig markaðurinn kann að breytast og bregðast við eftir þetta? Hver veit hvaða félög þurfa að selja leikmenn? Það getur komið upp staða sem hægt er að nýta sér og ég veit að við hjá Manchester United erum í einna bestu fjárhagsstöðunni,“ sagði Norðmaðurinn við Sky Sports. Bjartsýnn fyrir sumarið Ole Gunnar Solskjær Enn einn ungi leikmaðurinn er á leið til Víkings í Reykja- vík frá erlendu félagi, en samkvæmt fotbolti.net kemur Kristall Máni Ingason til Fossvogsliðsins í láni frá FC Köbenhavn í Danmörku. Kristall Máni er 18 ára gamall sóknarmaður sem lék með Fjölni í yngri flokkunum og var kominn fimmtán ára inn í hóp meistaraflokks félagsins. Hann hefur verið í röð- um danska félagsins í hálft annað ár og hefur spilað 30 leiki með yngri landsliðum Íslands. Kristall er fæddur ár- ið 2002, en hann lék ekki með meistaraflokki Fjölnis áður en hann hélt til Danmerkur. Víkingar fengu Atla Barkarson frá Fredrikstad í Nor- egi í vetur og síðustu misserin hafa Ágúst Eðvald Hlynsson, Júlíus Magnús- son, Atli Hrafn Andrason og Óttar Magnús Karlsson komið til félagsins frá erlendum félagsliðum, sem og Guðmundur Andri Tryggvason sem var í láni frá Start á síðasta tímabili en er farinn aftur til Noregs. Kristall Máni á leið í Víkina Kristall Máni Ingason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.