Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Englands-drottningflutti ör- stutt ávarp vegna atburðanna þar og í Samveldinu. Hún hefur senn ríkt í 70 ár. Það er þekkt að klukka valdsins kemur mönnum fyrr eða síðar „fram úr seinasta söludegi“. Það tekur þó aug- ljóslega ekki til drottningar. Á ferli sínum hefur drottningin aðeins flutt fimm ávörp af þessu tagi. Og það var áhrifamikið. Flytjandinn, sem verður 94 ára eftir fáeina daga, flutti það algjörlega væmnis- og tilgerð- arlaust. Það var varla að hún nefndi veiruna á nafn. Hún rifj- aði upp að fyrir 80 árum hefði hún ung, með aðstoð systur sinnar, flutt útvarpsávarp til þjóðarnnar. Tilefnið var að nauðsynlegt var talið að taka börn frá foreldrum og koma til vandalausra því mikilla loft- árása var vænst í stórborg- unum. Það hefði verið þung- bært en óhjákvæmilegt þá eins og sambærilegar ráðstafanir núna. Og síðar í sínu stutta ávarpi vísaði hún aftur undir rós til stríðsins mikla: Við eig- um huggun vísa, og það jafnvel þótt við kunnum áfram að mæta erfiðleikum, að betri tíð mun renna upp. Við munum njóta samfélags við vini okkar á ný. Við verðum í faðmi fjölskyld- unnar á ný; „we will meet again“. Þótt átta áratugir væru liðnir og ekkert meira sagt vissi þjóðin samstundis hvað drottn- ingin var að fara. Hún vitnaði í söng Veru Lynn, sem frægur varð ásamt The White Cliffs of Dover og öðrum og færði Bret- um kjark, tiltrú og von á váleg- um tímum. „We will meet again“ var slegið upp á flestar forsíður. Og margir voru spurð- ir um álit á ávarpinu og töldu nánast einróma það þakkarefni, og þar voru einnig þeir sem kusu að taka fram að þeir væru andvígir skipan konungdæmis. Langoftast var umsögnin sú að viðkomandi var „djúpt snort- inn“ eða því um líkt. Og Vera Lynn var spurð. Hún, 103 ára, fagnaði ávarpinu og sagði vel til fundið að nefna We will meet again. Í vikunni birtist grein í Wall Street Journal sem vakið hefur athygli. Þar vísar höfundurinn einnig til persónulegrar reynslu er hann fjallar um hið einstæða andrúm sem fylgi faraldri kór- ónuveirunnar. Hann segir að ástandið „kalli fram minningar um tilfinnningar hans þegar hann fór ungur fram í 84. fylk- ingu fótgönguliða í „Battle of the Bulge“. Nú, eins og seint á árinu 1944, sé tilfinning fyrir óræðri hættu sem beinist ekki að neinum sér- stökum en geri til- viljanakennt eyði- leggjandi árásir. Þó sé mikilvægur munur á þessum löngu liðnu atburð- um og því sem við upplifum nú. Þrautseigja Bandaríkjanna þá var styrkt af staðföstum ásetningi þjóð- arinnar. Nú þegar samstöðu- skortur hái þjóðinni sé þörf á öflugu og framsýnu ríkisvaldi til að sigrast á hindrunum og erf- iðleikum sem ekki séu fordæmi fyrir sé horft til magns og víð- feðmis. Miklu skipti að trú al- mennings bíði ekki hnekki svo þjóðarsamheldnin bresti ekki og sama gildi um alþjóðlegan frið og stöðugleika. Þar talar Henry Kissinger, fyrrverandi öryggisráðgjafi Nixons og síðar utanríkisráðherra. Hann verður 97 ára 27. maí. Kissinger bendir á að það tryggi framþróun þjóða og þær blómstri ef meðal þeirra ríki vissa um að hörmulegir erf- iðleikar komi ekki stofnunum þeirra í opna skjöldu, og að þær séu færar um halda afleiðingum þeirra innan marka og tryggja jafnvægi innanlands ný. Kissinger telur að þegar far- aldurinn verður fyrir bí verði ýmsar ríkisstofnanir þjóða tald- ar hafa brugðist í sínu verkefni. Hvort slíkur dómur verði reist- ur á sanngirni skipti naumast máli. Raunveruleikinn sé sá að „heimurinn verði aldrei samur eftir kórónuvírusinn“ segir hann. En hitt, að ætla sér að taka upp deilur varðandi liðinn tíma núna, mun einungis gera illt verra. Eftir að hafa lýst mati sínu á stöðunni og ekki skafið af segir Kissinger: Ríkisstjórn Banda- ríkjanna hefur skilað traustu verki með því að forða yfirvof- andi stórtjóni. En úrslitum mun ráða hvort henni tekst að hemja útbreiðslu faraldursins og hægja svo á honum að þar með muni Bandaríkjamenn sann- færast um getu sína til að hafa stjórn á eigin málum. Í framhaldinu tekur hann til við að fjalla um þætti fræða sem hann er kunnastur fyrir, bæði sem fræðimaður og þátttakandi í stjórn lands síns. Þeim hug- myndum verða ekki gerð skil hér þótt fróðlegar séu. Hugleið- ingu hins reynda skörungs lýk- ur svo: „Við hurfum úr orrust- unni við Bulge inn í heim vaxandi velsældar og mann- legrar reisnar. Nú eru alda- hvörf. Nú standa leiðtogar frammi fyrir því sögulega verk- efni að ná valdi á og stjórna uppnámsástandi og byggja samtímis upp fyrir framtíðina. Mistakist það gæti heimurinn farið í bál og brand.“ Hvort sem horft er til drottningar Breta eða Kissingers fróða sést að þau nálgast mál jafnan úr óvæntri átt} Afbragð sem aldnir mæla Þ að á eiginlega að vera óþarfi að nefna það af því að það á auðvitað að vera sjálfsagt mál að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því að hafa ekki fæði, klæði eða hvað þá húsnæði. En því miður, þannig er það ekki. Við eigum að stefna að því og sjá til þess að allir njóti þeirra sjálfsögðu mannréttinda, að eiga fyrir mat alla daga, klæði fyrir allar árstíðir og mannsæmandi húsnæði sem er á viðráðanlegu verði. Allir hafa fengið leiðréttingu á kjörum vegna bankahrunsins nema þeir sem eru á líf- eyrislaunum, öryrkjar og eldri borgarar. Nei, eina sem þeir hafa fengið frá ríkistjórn eftir ríkisstjórn eru smánarhækkanir á lífeyrinn og einnig skerðingar og keðjuverkandi skerð- ingar á honum. Ef við setjum þetta í eitthvert samhengi þá eru skerð- ingar í dag um 60 milljarðar hjá eldri borgurum og ör- yrkjum. Þarna erum við að tala um fimm milljarða á mán- uði. Ef við gerum ekkert strax þá á róðurinn eftir að þyngj- ast verulega hjá þeim sem verst hafa það, vegna þess að það er hópurinn sem á ekki fyrir mat, lyfjum eða öðrum nauðsynjum í lok hvers mánaðar. Nú eru að koma mánaðamót og þá kemur inn sama upphæð og vanalega hjá þessum hópi sem er svo lág að hún er langt undir fátæktarmörkum, þ.e. sárafátækt. Það segir okkur hversu óskiljanlegt það er að við skulum aldrei hafa fundið út hversu há í krón- um talið lífsnauðsynleg framfærsla þarf að vera. Það var gert að vísu fyrir nokkrum árum en henni var stungið undir stól. Síðan hefur verið miðað við einhverja furðulega og undarlega lága upphæð sem ég hef oft spurt mig hvernig í ósköpunum var fundin út og hver gerði það, en ég hef auðvitað ekki fengið nein svör við því. Sem er kannski ekkert undarlegt vegna þess að ef rétt væri gefið, og við þurfum ekki annað en að fara aftur til þess þegar stað- greiðsla skatta var tekin upp og endurreikna bætur almannatrygginga frá þeim tíma til dagsins í dag, þá værum við ekki að tala um að einhver væri með 200.000 krónur á mánuði. Nei, það væri komið í um 350.000 krónur á mánuði og það skatta- og skerðingarlaust. Þeir verst settu þurfa á þeirri upphæð að halda og það strax í dag. Flokkur fólksins berst fyrir því að enginn þurfi að lifa við fátækt, en nú ætlar ríkisstjórnin að greiða öryrkjum skatta- og skerðingarlaust 20.000 króna eingreiðslu 1. júní og ekkert fyrir eldri borgara. Hvað eigum við þingmenn og ráðherrar að fá í hækkun launa á mánuði og það afturvirkt til 1. janúar? Í því sam- hengi: þetta er þeirra réttlæti. gudmundurk@althingi.is Guðmundur Ingi Kristinsson Pistill Þetta er þeirra réttlæti Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen um átta prósent til viðbótar. Því megi ætla að skráð atvinnuleysi gæti farið upp í 16% í yfirstandandi mán- uði. Spurður um fjölda einstaklinga á bak við þessar tölur segir Karl að gera megi ráð fyrir að nálægt 35 þúsund manns fái greiddar atvinnu- leysisbætur fyrir marsmánuð og að í aprílmánuði fjölgi þeim í samtals um 50 þúsund manns sem fái greiddar ýmist almennar bætur eða hluta- bætur. Stór hluti umsókna að undanförnu kemur frá launþegum sem starfað hafa í ferðaþjónustunni og í greinum sem tengjast henni auk verslunar- starfsemi og segir Karl að ætla megi að hlutfall þeirra sé um það bil 42% allra sem bæst hafa á skrána að und- anförnu. Mun færri koma úr frum- framleiðslugreinum og byggingar- iðnaði. Dreifing umsækjenda eftir þjóðerni er nokkurn veginn í sam- ræmi við skiptingu þeirra á vinnu- markaði. Útlendingar hafa verið um það bil 20% af vinnuafli á vinnu- markaðinum en þeir eru nálægt 24% þeirra sem skráðir eru án atvinnu hjá Vinnumálastofnun. Karlar eru heldur fleiri án atvinnu en konur skv. atvinnuleysisskrám en veruleg- ur munur er á aldurshópunum. Að sögn Karls er ungt fólk áberandi margt meðal umsækjenda um al- mennar atvinnuleysisbætur að und- anförnu og ef litið er á nýskráningar um hlutastarfabætur í mars má sjá að um 33% umsækjenda eru 30 ára eða yngri. Ungt fólk hefur verið áberandi í þjónustustörfum og verð- ur illa fyrir barðinu þegar fyrirtæki draga saman seglin þar sem það hef- ur áunnið sér minni starfsreynslu á vinnumarkaði og minnst réttindi. Atvinnuleysið upp í 16% þegar líður á aprílmánuð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Smáralind Tómlegt er víða um að litast í kórónuveirufaraldrinum. Ungt fólk í verslun og þjónustu er áberandi meðal umsækjenda um hlutabætur. SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Gífurleg fjölgun hefur orðiðá atvinnuleysisskrá hjáVinnumálastofnun(VMST) á seinustu vikum, sem að stórum hluta er til komin vegna umsókna um atvinnuleysis- bætur samhliða skertu starfshlut- falli. Fjölgun einstaklinga sem misst hafa vinnuna að fullu og sótt um al- mennar atvinnuleysisbætur er þó einnig mikil eftir að áföllin riðu yfir með faraldri kórónuveirunnar. Eru núna um 16 þúsund manns á al- mennu atvinnuleysisskránni og hef- ur þessum atvinnuleitendum fjölgað um sex þúsund frá því í lok febr- úarmánaðar. Að sögn Ögðu Ingvarsdóttur, sér- fræðings á upplýsingatækni- og rannsóknarsviði Vinnumálastofn- unar, hefur hægt verulega á inn- komnum umsóknum um bætur á síð- ustu dögum samanborið við umsóknaflóðið í síðari hluta mars. Síðdegis síðastliðinn þriðjudag höfðu borist um 31 þúsund umsóknir um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli hjá VMST. „Eins og staðan er eru komnir tæp- lega 50 þúsund einstaklingar á skrá hjá okkur, þá bæði um minnkað starfshlutfall og svo almennar um- sóknir,“ segir Agða. Gríðarlegt álag er á starfsfólki VMST en þar hafa nú verið teknar saman upplýsingar um skráningar atvinnuleysis í marsmánuði. Að sögn Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá VMST, er ástandið nokkurn veginn í takt við það sem búist var við og að atvinnuleysi hafi að öllum líkindum verið á bilinu 8,5-9% yfir allan mán- uðinn þegar taldir eru með þeir launþegar sem sóttu um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, en opnað var fyrir umsóknir um þau réttindi 23. mars. Sérfræðingar VMST gera núna ráð fyrir að atvinnuleysið fari upp í 15 til 16% þegar líður á aprílmánuð. Skráð atvinnuleysi á almennu at- vinnuleysisskránni var 5,7% í mars og er áætlað að fjöldi þeirra sem skráðu sig í skert starfshlutfall nemi um þremur prósentum til viðbótar. Síðan er að sögn Karls gert ráð fyrir að almenna atvinnuleysið fari upp í 7,5% í apríl og þá komi umsóknirnar um hlutabætur fram af fullum þunga og hækki atvinnuleysisprósentuna Flóðbylgja umsókna um atvinnu- leysisbætur að undanförnu minnir um margt á ástandið eft- ir hrunið fyrir rúmum áratug en staðan núna er eðlisólík því sem þá var. Karl Sigurðsson segir að á þeim tíma hafi fyrirtæki að lang- mestu leyti gripið til almennra uppsagna en þeir sem skráðir voru með skert starfshlutfall fóru aðeins yfir tvö þúsund. „Menn vonast til að þetta sé tiltölulega skammvinnt ástand og fyrirtækin komist í gegnum þetta án þess að segja starfs- fólki endanlega upp störfum þótt það sé líka töluvert um al- mennar uppsagnir um þessar mundir,“ segir hann. „Þessar aðgerðir miða að því að halda fyrirtækjum á lífi og að þau komist í gegnum þessar þrengingar og geti í framhaldinu tekið upp fyrri starfsemi. Í hruninu var þetta mun alvar- legra til lengri tíma litið nema þetta fari allt á versta veg núna og við réttum ekki úr kútnum fyrr en eftir eitt eða tvö ár. Þá værum við að horfa upp á ugg- vænlega þróun en ég held að menn sjái það ekki fyrir sér sem betur fer.“ Í gegnum þrengingar ÓLÍKT HRUNINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.