Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 ✝ Sveinn Björns-son sendiherra fæddist í Wash- ington, Bandaríkj- unum 12. desember 1942. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 23. mars 2020. Foreldrar Sveins voru Henrik Sv. Björnsson sendiherra, f. 2.9. 1914, d. 21.11. 1985, og Gróa Torfhildur (Gígja) Björnsson fiðluleikari, f. 28.4. 1919, d. 29.8. 2006. Systur hans eru Helga Björnsson, f. 1947, og Guðný Hrafnhildur (Níní) Björnsson, f. 1945. Sveinn kvæntist fyrri eigin- konu sinni, Sigrúnu Dungal, f. 1945, d. 2017, árið 1970 í París. Börn þeirra eru: 1) Anna Mar- grét Björnsson blaðamaður, f. 24.3. 1972, maki Jón Ólafur Stefánsson, börn hennar eru Nanna Francisca, Nói Baldvin og Ása Georgía. 2) Henrik Bald- þar sem hann varð svo sendi- ráðsritari ári seinna. Árið 1974 varð Sveinn sendiráðsritari við sendiráð Íslands í Bonn í Þýska- landi og jafnframt varafasta- fulltrúi hjá Evrópuráðinu. Árið 1978 varð hann sendiráðunaut- ur í utanríkisráðuneytinu á Ís- landi en árið 1983 varð hann sendifulltrúi við sendiráð Ís- lands í London. Árið 1987 varð Sveinn sendiherra og prótó- kollsstjóri hjá utanríkisráðu- neytinu og árið 1990 varð hann skrifstofustjóri og alþjóðaskrif- stofustjóri í utanríkisráðu- neytinu. Sveinn varð forsetarit- ari árið 1991 og varð svo sendiherra Íslands hjá Evr- ópuráðinu í Strassborg árið 1997. Árið 2001 varð Sveinn prótókollsstjóri í utanríkisráðu- neytinu en árið 2004 varð hann sendiherra Íslands í Vínarborg. Sveinn flutti til Íslands í lok árs 2009 en fékk heilablóðfall árið 2010 og bjó á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni í Reykjavík eftir það. Útför Sveins fer fram í kyrr- þey í ljósi sérstakra aðstæðna í samfélaginu en minningarstund verður tilkynnt síðar. vin Björnsson tón- listarmaður, f. 10.7. 1974, dóttir hans er Björt Blön- dal Björnsson. Sveinn kvæntist seinni eiginkonu sinni, Sigríði Hrafnhildi Jóns- dóttur, f. 12.5. 1953, d. 19.8. 2014, árið 1997. Börn hennar eru Signý Vala, f. 12.7. 1976, og Unnur Edda, f. 22.1. 1982. Sveinn ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann var með cand.phil.-gráðu í heimspeki úr Háskóla Íslands og lærði stjórnmálafræði í Man- chester og við Sorbonne-há- skólann í París. Árið 1968 varð hann sendiráðsfulltrúi við sendiráð Íslands í París, árið 1969 varð hann fulltrúi í utanríkisráðuneytinu og svo sendiráðsfulltrúi við sendiráð Íslands í Stokkhólmi árið 1970 Sveinn fæddist í Washington árið 1942, en þar bjuggu foreldrar okkar í miðri seinni heimsstyrj- öldinni. Þetta hafa eflaust verið skrítnir tímar fyrir litlu fjölskyld- una þar sem mamma okkar þurfti að fara á undan pabba til Íslands með Svein tæplega tveggja ára og litla frænku á sama aldri. Mamma átti von á Níní á þessum tíma og ferðin með skipinu til Íslands tók 28 daga og var erfið og hættuleg. Þau urðu vitni að skelfilegum at- burði um miðja nótt þar sem skot- ið var á sjúkraskip Rauða kross- ins, en það sökk fyrir framan augu þeirra og fjöldi fólks drukknaði. Fyrstu ár Sveins á Íslandi bjuggu foreldrar okkar á Bessa- stöðum þar sem afi, alnafni Sveins bróður, bjó með ömmu Georgiu á meðan hann gegndi starfi sem forseti Íslands. Íbúðin sem pabbi og mamma bjuggu í var kölluð Fjósið af því að áður fyrr höfðu þar verið kýr. Samkvæmt dagbókum móður okkar leið þeim mjög vel í íbúð- inni, þar var mikið spilað og haft gaman og þar eignaðist Sveinn litla systur, Níní. Sveinn var í miklu uppáhaldi hjá afa og ömmu. Hann var mikið dekraður og sannkallaður prins á Bessastöðum. Það er kannski engin tilviljun að hann hafði alla tíð haft mjög fágaða framkomu og var mikill fagurkeri. Á Bessastöðum var sérstakur gestur sem birtist mörgum og sagt var að væri Apollonia Schwartzkopf. Sveinn varð henn- ar var og lýsti henni fyrir dauð- hræddri móður okkar sem leið mikið fyrir að heyra endalausar fregnir af draugnum. Um Apoll- oniu var skrifuð sagan Hrafn- hetta. Seinna flutti fjölskyldan að Sjafnargötu 4, í hús sem móður- amma okkar, Guðný, átti og bjó í til æviloka. Við fjölskyldan höfð- um þar samastað til ársins 2006. Frá æskuárunum á Sjafnargötu eigum við systurnar góðar og skemmtilegar minningar. Sveinn sagði okkur oft mjög spennandi og ótrúlegar sögur sem við hlust- uðum á af miklum áhuga og urð- um oft skíthræddar. Þessar skálduðu sögur hans voru líflegar og oft myndskreytt- ar, því hann var góður teiknari. Strákslegt ímyndunarafl hans bauð okkur m.a. upp á ævintýra- heim Marsbúanna sem við syst- urnar hlustuðum hugfangnar á. Sveinn var mjög skapandi og listrænn. Hann var einstaklega uppátækjasamur og mikill húm- oristi. Á heimilinu var mikið hlegið og grínast og Sveinn hermdi eftir fólki og kringumstæðum á ein- staklega fyndinn hátt. Hann sá alltaf húmorinn í öllu þegar hann var í því stuði. Sveinn var sannur listamaður í sér og komu margir listrænir hæfileikar hans fljótt í ljós. Hann hafði mikla unun af tónlist og spil- aði fallega á píanó. Sjafnargatan iðaði af lífi þegar hann settist við flygilinn eða spilaði plötur með djassi eða suðuramerískri tónlist, okkur til mikillar skemmtunar. Hann spilaði alla tíð mikið á flygilinn, enda sköpunargleðin og listin alltaf til staðar. Hann var mjög kurteis maður enda var hann um tíma prótókollsstjóri forsetaembættis- ins, en samt var alltaf stutt í húm- orinn. Sveinn stóð sig vel í því starfi sem hann valdi, kannski af því að honum fannst eðlilegt að feta í fótspor forfeðra sinna. Eftir langan feril í utanríkisþjónustunni var hans síðasta starf að vera sendiherra Íslands í Vín. Við systur heyrðum margar fallegar sögur af því hvað hann hefði verið ljúfur, hjálpsam- ur og skemmtilegur. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skylduna og vini Sveins þegar hann fékk heilablóðfall, en þá var hann nýhættur í starfi og fluttur til Íslands. Hann var aldrei sá sami eftir það, en alltaf var hann blíður og kátur og tók öllum vel. Prótó- kollsstjórinn, sem sýndi ekki allt- af auðveldlega tilfinningar sínar, vék nú fyrir blíða, káta manninum sem faðmaði, hló og söng. Hann var í níu ár á Sóltúni þar sem hugsað var um hann af miklli væntumþykju og erum við enda- laust þakklátar fyrir það. Ekki síður þökkum við öllum þeim vin- um Sveins sem sýndu honum mik- inn kærleika og stuðning alla tíð. Takk fyrir húmorinn, elsku bróðir, takk fyrir fjölbreyttu tón- listina sem þú kenndir okkur að meta. Takk fyrir prakkaraskap æskuáranna og vináttu fullorðins- áranna. Við systurnar og fjölskyldur okkar vottum Önnu Margréti og Henriki Baldvini og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Takk fyrir allt elsku bróðir. Við kveðjum þig með söknuði. Guð veri með þér. Guðný (Níní) og Helga. Það var árið 2005 sem Sveinn og Sigríður Hrafnhildur tóku á móti okkur í Vínarborg í Austur- ríki. Þau voru reynslumikil sendi- herrahjón en við að stíga okkar fyrstu skref á vegum utanríkis- þjónustunnar á erlendri grundu. Sveinn og Jóhanna unnu saman í sendiráðinu. Við kynntumst þeim vel og okkur varð vel til vina. Sveinn og Sigga tóku okkur upp á arma sína og reyndust okkur vel allt frá fyrsta degi. Þau voru heimsborgarar í besta skilningi þess orðs með mikla reynslu sem kom sér vel í annasömum og krefjandi störfum á erlendum vettvangi. Þau voru óspör að miðla af þekkingu sinni og viljug að leyfa okkur að fylgja með. Eftir skamma dvöl varð okkur ljóst að þau nutu virðingar á með- al diplómata í Vínarborg. Sveinn og Sigga voru glæsilegir fulltrúar Íslands á erlendum vettvangi. Sveinn var glæsilegur sendiherra og bar þess merki að hafa komið fram fyrir Íslands hönd um ára- bil. Hann var lunkinn í samskipt- um við fólk, gleymdi ekki mann- lega þættinum og sló á létta strengi þegar það átti við. Hann hafði auga fyrir hinu fallega í líf- inu, var tónlistarunnandi og góð- ur píanóleikari. Sveinn var skemmtilegur sam- starfsfélagi með góðan húmor. Það var aldrei leiðinlegt í kring- um hann. Að hans mati var illt í efni ef fólk var húmorslaust – en húmor hans var ekki á kostnað neins, heldur sá hann einungis það skoplega í mannlegu eðli. Sveinn var mikill heimsborgari með mörg tungumál á valdi sínu og skipti áreynslulaust á milli ís- lensku, sænsku, ensku, þýsku og frönsku, – og stundum líka norsku og spænsku – sem kom sér mjög vel í starfi þar sem koll- egar voru af mörgu þjóðerni. Eitt skipti rakst Sveinn á eldri greif- ynju sem bjó í sama húsi og sendi- herrabústaðurinn var til húsa. Greifynjan byrjaði á því að ávarpa Svein á þýsku og hann svaraði á þýsku. Þá ávarpaði greifynjan Svein á frönsku og hann svaraði á frönsku. Þá greip greifynjan til ensku og Sveinn svaraði á ensku. Var samband greifynjunnar og Sveins ávallt gott eftir þetta. Sveinn var herramaður fram í fingurgóma. Vinnudagurinn var oft langur og mikið félagslíf sem Sveinn og Sigga þurftu að sinna, enda algengt að tryggja hags- muni lands og þjóðar á jafnt form- legum fundum að degi, sem í mót- tökum og öðrum boðum að kvöldi. Þrátt fyrir annir hafði Sveinn ávallt auga fyrir hinu skoplega í lífinu og tók hann sjálfan sig ekki of hátíðlega – og sjaldan var góð- ur brandari of oft kveðinn. Og nú eru þau bæði horfin á braut. Sveinn veiktist alvarlega árið 2010, þegar þau voru tiltölu- lega nýflutt til baka til Íslands, og náði sér ekki eftir það og Sigga lést árið 2014. Við heimsóttum Svein af og til á Sóltúni og þá voru rifjaðir upp gamlir tímar, gaman- sögur og brandarar, og Sveinn mundi eftir þessu öllu og hló með. Sveinn er einn minnisstæðasti samstarfsmaður sem við höfum kynnst og minnumst við hans með hlýju og þakklæti. Við sendum fjölskyldu Sveins okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Sveini og Siggu, eiginkonu hans, Guðs blessunar. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, Finnur Magnússon. Félagi okkar og vinur, Sveinn Björnsson, lést 23. mars sl. eftir langvinn veikindi. Hann hafði dvalið á hjúkrunarheimili í tæp- lega tíu ár eftir heilablóðfall. Sveinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigrún Dungal en seinni kona hans Sigríður Hrafn- hildur Jónsdóttir. Þær eru báðar látnar. Við höfum verið vinir í áratugi og sumir frá barnsaldri. Í okkar hópi hafði Sveinn alla tíð sterka nærveru, einnig eftir að hann veiktist. Sveinn átti farsælan og verðskuldaðan feril í utanríkis- þjónustunni og starfaði m.a. í Par- ís, Stokkhólmi, Bonn og London, var sendiherra í Strassborg og Vín auk þess að gegna starfi prótókollstjóra í utanríkisráðu- neytinu og forsetaritara um ára- bil. Hann naut trausts og velvild- ar í störfum sínum bæði meðal samstarfsmanna og erlendra við- mælenda. Á þeim vettvangi kom sér vel hans ríka kímnigáfa ásamt opnu og vinsamlegu fasi. Í vinahópi nutu kímnigáfa hans og uppátektir sín sérstaklega vel. Hann var góður mannþekkjari og fljótur að átta sig á persónuleik- um og sérkennum annarra og gerði stundum að þeim góðlátlegt grín. Fórum við félagarnir ekki varhluta af því og úr spunnust ýmis skopleg atvik. Eins og oft á við um góða húmorista hlífði hann ekki sjálfum sér í þeim efnum. Sveinn var einstaklega listfengur og unnandi sígildrar tónlistar og hafði ánægju af að spila á píanó í frístundum sínum. Hann hafði yfirgripsmikla þekk- ingu á verkum klassísku meistar- anna, sem hann var jafnan vilj- ugur að deila með öðrum. Haft var á orði að hann hefði ekki síður notið sín á þeim vettvangi á lífs- leiðinni. Heimili Sveins og fjöl- skyldu hans sem og bústaðir er- lendis báru merki smekkvísi. Það var okkur vinum hans sárt að fylgjast með því þegar Sveinn fékk alvarlegt heilablóðfall um mitt ár 2010 þar sem hann lam- aðist að hluta og missti mál. Þetta voru erfið ár fyrir góðan dreng en aldrei missti hann samt húmorinn eða glaðlega viðmótið, sem hafði verið hans aðalsmerki alla tíð. Hann fagnaði þeim, sem heim- sóttu, ávallt með bros á vör. Við sendum börnum Sveins, Önnu Margréti og Henrik Bald- vin og systrum hans Helgu og Níní okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning góðs vinar Hörður H. Bjarnason Ásgeir Thoroddsen Eggert Óskarsson Páll Bragi Kristjónsson Sigurður G. Thoroddsen Sverrir Þórhallsson. Sumir menn eru í mótun alla ævi. Ekki var það svo um Svein vin okkar og skólabróður, a.m.k. ekki er varðar útlit og hátterni. Strax þegar við hittumst og kynntumst í fjórða bekk D í Menntaskólanum í Reykjavík var hann diplómat. Háttvís var hann og óvenju fágaður af svo ungum manni að vera. Óaðfinnanlegur. Í minnum er haft að mynd sú sem teiknuð var af honum í skopmyndabók stúdenta við út- skrift 1963 hefði getað verið teiknuð hvenær sem var á lífsferli hans meðan hann hélt heilsu. Sveinn var gæddur óvenju fínleg- um og næmum húmor, sem var nátengdur stað og stund. Skynj- aði tilbrigði augnabliksins. Af- bragðs eftirherma og naut þess að bregða sér glettinn í hlutverk Norðmanns eða Spánverja og leika rullu. Allt var þó hans sprell flutt af háttvísi og nærgætni og til þess fallið að efla vináttu. Í skólanum myndaðist skjótt vinahópur í kringum Svein. Þá bjó hann í næsta nágrenni við Menntaskólann. Nánar tiltekið í turnherberginu á Galtafelli við Laufásveg, í turnherberginu þar sem listmálarinn Muggur bjó fyrrum. Þar áttum við vinir hans og skólasystkini margar góðar stundir. Sveinn var ekki fram- hleypinn, en bauð ævinlega af sér góðan þokka og laðaði fólk til sín. Í fyllingu tímans hóf Sveinn störf í utanríkisráðuneytinu. Þar nýttist skaphöfn hans og mann- kostir með ágætum. Góður vinur sem gegndi stöðu ráðuneytis- stjóra í stjórnarráðinu gat þess í óspurðu að Sveinn hefði borið af í skjótum og greinargóðum svör- um við erindum sem utanríkis- ráðuneytinu bárust. Sveinn gegndi ýmsum störfum fyrir ut- anríkisráðuneytið. Hér heima gegndi hann m.a. stöðu forsetarit- ara í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Í því embætti gekk hann í fótspor föður síns sem var forsetaritari í tíð afa Sveins, Sveins Björnsson- ar. Erlendis starfaði Sveinn í fyrstu í Stokkhólmi, síðan í Bonn og þá með fyrri konu sinni Sig- rúnu Dungal. Síðar varð hann sendiherra í Strassborg og svo í lok síns ferils í Vínarborg ásamt með síðari konu sinni Sigríði Hrafnhildi Jónsdótt- ur. Minnisstæðar eru heimsóknir vina og skólasystkina einkum í Vínarborg, sameiginlegar ferðir í óperuna, á heurigenkrár og hin frægu kaffihús borgarinnar. Í lok embættistíðar sinnar í Vínarborg fékk Sveinn heilablóð- fall. Skjót viðbrögð og frábær meðferð á spítala urðu til þess að hann náði sér fljótt. Fyrir tíu ár- um varð hann fyrir áfalli öðru sinni sem var öllu alvarlegra. Upp frá því missti Sveinn málið og varð máttvana öðrum megin lík- amans. Við þessar aðstæður bjó Sveinn einn í Sóltúni í Reykjavík. Nær alltaf tók Sveinn þar á móti gestum sínum glaður í bragði, sönglaði þá oft hástöfum og var kátur. Við ferðalok minnumst við góðs og vel virts félaga og margra gleðistunda sem við áttum með honum og erum þakklát fyrir um leið og við vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Með kveðju frá bekkarsystkin- um í MR, Sigurður R. Helgason, Jón Eiríksson. Sveinn Björnsson, kær vinur og samstarfsmaður, kvaddi þenn- an heim 23. mars sl. Við fráfall hans vakna ljúfar minningar um skemmtilegar stundir bæði í starfi og leik. Eðli starfa í utan- ríkisþjónustu er að menn vinna saman þótt langt geti verið á milli. Nokkrum sinnum unnum við saman í ráðuneytinu og margoft úti á póstum vegna funda, ráð- stefna og opinberra heimsókna. Sveinn var sendiráðsritari í Stokkhólmi áður en ég flutti þangað. Var því gott að leita í smiðju til hans. Sama gilti áður en við fluttum til Bonn 1989. Við sát- um saman fundi í London og ég naut gestrisni Sveins og Sigrúnar á fallegu heimili þeirra. Við vor- um gestir með börnum okkar og sigldum á Þingvallavatni með þeim og börnunum þeirra. Partíin við Miklubraut eru ógleymanleg, ekki síst píanóleikur húsbóndans. Minnisstæðir eru fundir okkar í Strassborg. Einnig eru samveru- stundir í Vínarborg ofarlega í minni, m.a. á fallegu heimili þeirra Sigríðar Hrafnhildar. Þá koma margar heimsóknir Sveins til okkar upp í hugann. Þar ber hæst er hann fylgdi Vigdísi forseta í opinbera heimsókn til Kína haustið 1995. Sendiráðið í Peking var opnað í janúar það ár og ljóst að halda yrði vel á spöð- unum við að finna húsnæði og hefja venjulega sendiráðsstarf- semi, auk þess að koma að und- irbúningi opinberu heimsóknar- innar og fjölmennrar íslenskrar þátttöku í Kvennaráðstefnu SÞ í Peking. Þá var gott að vita af Sveini á hinum endanum. Og þeg- ar til Kína var komið var fagmað- urinn Sveinn ávallt viðbúinn að fyrirbyggja hugsanlegar misfell- ur þannig að enginn tæki eftir. Hann var sannur diplómat sem leysti mál svo lítið bar á, án alls vesens. Ég hef hitt marga erlenda prótókollsstjóra. Allt hafa það verið meðal reyndustu diplómata hvers ríkis. Mér finnst einhvern veginn að hvergi hafi Sveinn notið sín eins vel og sem prótókolls- stjóri og sem forsetaritari. Þar var sko réttur maður á réttum stöðum, líflegur, skemmtilegur, reynslumikill, starfssamur, ljúfur og frábær starfsfélagi. Í rúmt ár var Henrik, pabbi Sveins, yfirmaður minn í Brussel. Á heimili hans og konu hans Gígju ríkti heimsborgarabragur, en ís- lensk menning höfð í hávegum. Þau hjónin voru einstakir fulltrú- ar þjóðarinnar víða erlendis. Gígja var listakona, spilaði bæði á fiðlu og píanó, og saman áttu þau ótrúlega kímnigáfu. Ýmsir eigin- leikar Henriks og Gígju endur- spegluðust í Sveini alla tíð. Ógleymanlegar stundir eigum við Sveinn Björnsson Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.