Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 9. A P R Í L 2 0 2 0 Stofnað 1913  85. tölublað  108. árgangur  SKÁRRA EN AÐ STRIKA TÍMABILIÐ ÚT SIGRÍÐUR MAN GRÍMSVATNA- GOSIÐ ÁRIÐ 1934 VÆNLEG AFÞREY- ING Á UNDAR- LEGUM TÍMUM 100 ÁRA Á MORGUN 11 MÆLT MEÐ Í SAMKOMUBANNI 29KRÝNDUR MEISTARI 26 Verksamningur um annan áfanga breikkunar Suðurlands- vegar á milli Hveragerðis og Selfoss var undirritaður milli Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka í gær. Samning- urinn hljóðar upp á 5.069 milljónir króna. Framkvæmdir eiga að hefjast nú í vor og ljúka haustið 2023. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV, og Bergþóra Þorkels- dóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, skrifuðu undir samninginn og gættu eins og sjá má að viðteknum viðmiðum og reglum til að hefta útbreiðslu faraldurs kórónuveirunnar. Veiran hefur aukið álag á sjúkraflutningamenn og hafa miklar varúðarráðstafanir verið gerðar hjá slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins. Einnig hefur rýmingaráætlun fyrir Grindavík verið uppfærð með tilliti til varúðarráðstafana. Fimm milljarða samningur handsalaður á tímum veirunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg MKórónuveirufaraldur »4, 6, 13, 14  Ísland er í far- arbroddi í barátt- unni gegn kór- ónuveirufaraldr- inum og heims- byggðin öruggari og heilbrigðari, þökk sé fórnfýsi Íslendinga, segir sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í þakkarbréfi til íslensku þjóðarinnar í Morgunblaðinu í dag. Bandaríkin séu reiðubúin að rétta Íslendingum hjálparhönd og muni á næstu vikum leita leiða til að styðja við íslenskar heilbrigðis- stofnanir og starfsfólk »15 Bandaríkin reiðubú- in að rétta Íslend- ingum hjálparhönd Jeffrey Ross Gunter  Samtök atvinnulífsins (SA) og önnur félagasamtök í Húsi atvinnu- lífsins sendu í gær tillögur til stjórnvalda er varða næsta að- gerðapakka ríkisstjórnarinnar. Þetta herma heimildir Morgun- blaðsins. Verður pakkinn kynntur eftir páska, en samkvæmt upplýsingum blaðsins eru tillögur SA að mörgu leyti svipaðar og farnar hafa verið t.d. í Sviss og á Norðurlöndunum. Rætt er við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs SA, um stöðuna í efnahagslífinu »6 Leggja fram tillögur fyrir næsta pakka Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tryggja þarf súrefni til hagkerfisins innanlands á komandi mánuðum þar sem afar ósennilegt er að opn- ast muni fyrir flæði fólks til og frá landinu fyrr en hægt verður að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og vara- formaður Framsóknarflokksins. Hún er gestur Viðskiptapúlsins, hlaðvarps ViðskiptaMoggans, sem kemur út í dag. Sérfræðingar hafa bent á að bólu- efni við kórónuveirunni verði senni- lega ekki tilbúið fyrr en að ári liðnu. Lilja bendir á að samfélög um víða veröld standi nú frammi fyrir smitsjúkdómi sem ógni heilsu og lífi fólks og að leggja verði höfuð- áherslu á að kveða hann niður. Hins vegar sé mjög mikilvægt samhliða þeim aðgerðum að örva innlenda hagkerfið. „Núna er það svo að við munum ekki sjá fram á að fá er- lenda ferðamenn um nokkra hríð vegna þess að í þessari krísu verða takmark- anir á fólksflutn- ingum vegna þessarar heil- brigðisvár sem við erum að fást við. Við verðum að einblína mjög á innlenda hag- kerfið okkar. Hvernig við eflum innlenda eftir- spurn og einkaneyslu.“ Segir Lilja að sterk staða ís- lenska þjóðarbúsins, auk þeirra inn- viða sem hér hafi verið byggðir upp, gefi okkur ástæðu til bjartsýni. Nú sé það eitt helsta verkefni okkar að byggja upp innlenda ferðaþjónustu sem hafi allar forsendur til að blómstra. Bendir hún í því sam- bandi á að opinber söfn búi sig und- ir mikla og góða aðsókn þegar samkomubanni verður aflétt hér á landi. Lilja segir að umfangsmiklar ferðatakmarkanir fram að bólusetn- ingu geri það að verkum að hag- kerfið verði að hálfu lokað og hálfu opið. Lífsnauðsynlegt sé að tryggja snurðulaus vöruviðskipti milli landa, bæði til þess að koma íslenskum framleiðsluafurðum á markaði er- lendis en einnig til að tryggja að- föng hingað til lands. „Við þurfum að standa mjög vel að þeim því þau skipta ofboðslegu máli,“ segir Lilja. Tækifærin verði nýtt til fulls Styrkur íslensks efnahagslífs geri það einnig að verkum að þegar hag- kerfin vakni aftur til lífsins þurfi að nýta tækifærin til fulls. Það verði bæði gert með því að efla menntun, vísindastarf og nýsköpun og þar muni íslensk matvælaframleiðsla einnig leika lykilhlutverk. Segir Lilja að nú skipti mestu máli að nýta tímann og fjármuni vel til þess að þeir undarlegu tímar sem nú séu uppi fari ekki til spillis. Viðtalið við Lilju má nú nálgast á mbl.is/vidskipti/pulsinn/ en einnig á helstu hlaðvarpsveitum. Bólusetning sé forsenda opnunar  Búa þarf hagkerfið undir opnun að nýju að sögn ráðherra Lilja Alfreðsdóttir Útlit er fyrir að skráð atvinnuleysi í aprílmánuði geti orðið allt að 16% og hafa núna um 50 þúsund ein- staklingar sótt um að fá greiddar at- vinnuleysisbætur eða hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli. Þetta er fjölgun úr um 35 þúsund manns sem skráðu sig á atvinnuleysisskrá eða sóttu um bætur á móti skertu starfs- hlutfalli í marsmánuði. Skv. upplýs- ingum Vinnumálastofnunar er talið að atvinnuleysið hafi farið upp í 8,5-9% í seinasta mánuði og miðað við fjölda umsókna er útlit fyrir að skráð atvinnuleysi verði allt að 16% í apríl. Þeir einstaklingar sem hafa misst vinnuna og skráð sig á al- mennu atvinnuleysisskrána eru núna um 16 þúsund talsins og hefur fjölgað um sex þúsund frá því í lok febrúar. omfr@mbl.is »14 Morgunblaðið/Ómar 50.000 á skrá  Spá allt að 16% atvinnuleysi í apríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.