Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 VINNINGASKRÁ 166 10526 19468 28414 39185 50209 59856 71218 623 10749 19945 28476 39569 50285 59867 71814 651 11227 20008 28630 39591 50338 61015 72061 1084 11231 20112 28694 40049 50545 61149 72563 1744 11273 20351 28973 40096 51018 61330 72667 2183 11289 20526 29133 40232 51471 61362 72698 2369 11720 20967 29378 40634 51883 61450 73489 2633 11797 21303 30110 40649 52787 61837 73700 2685 11957 21543 30161 41942 52860 61853 74031 2773 12803 21605 30477 42613 53019 61929 74473 2950 12867 21782 30534 43005 53296 62412 74829 3080 13306 21839 30834 43023 53894 62537 75692 3103 13432 21968 31422 43294 54412 62767 75851 3205 13878 22308 31460 43506 54744 62992 75991 3249 14206 22610 31487 43805 54944 63096 76059 3722 14806 22640 32272 43980 55374 63713 76061 3750 14997 22894 32309 44022 55820 64437 76333 3864 15214 22934 32474 44076 55845 65194 76388 4437 15295 23129 32920 44296 55901 65517 76477 4852 15349 23360 33446 44709 56210 65788 77083 5460 15351 23514 34880 44714 56249 66274 77399 5506 15487 23569 34982 45017 56733 66374 77648 5949 15816 23610 35078 45382 56835 66529 77970 6295 16327 23639 35097 45507 56930 66585 78434 6562 16518 24171 35533 45529 57001 67288 78613 6611 16551 24376 35720 45833 57058 67469 78814 7355 17991 24517 36269 46047 57183 68250 78865 7421 18190 24543 36534 46728 57466 68328 79433 7588 18285 24796 36559 47074 57683 68414 79516 7625 18298 25156 36629 47710 57933 68880 79765 8000 18301 25219 36812 47728 58373 68927 79883 8762 19012 25907 37213 47840 58453 69055 9009 19144 26263 37486 47887 58884 69130 9104 19234 27148 37783 48917 58983 70024 9962 19284 27434 37905 49104 59553 70075 9967 19375 27833 37912 49998 59652 70079 10394 19459 27973 38891 50138 59729 70387 76 13220 30958 42856 51434 58848 63575 72382 1025 13557 31424 42998 51622 59191 63919 74364 3746 13591 32040 43334 51740 59348 64070 74748 4666 14014 32665 43868 53392 60324 64347 74839 5051 15824 32724 44564 54222 61151 64485 76506 5455 16358 34782 44997 54244 61258 65579 78304 6994 17544 36852 45331 55234 61418 66990 79221 7005 19340 36987 46210 56264 61752 68134 79313 9113 21180 38203 47997 56361 62174 68508 79728 9437 24667 40121 48336 56432 62319 68802 11390 27788 41326 48821 56723 62544 70648 11927 29096 41345 49101 57726 62618 70720 12354 30023 42272 49983 57956 62880 71540 Næstu útdrættir fara fram 16., 24. & 30. apríl 2020 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 3109 30649 31595 32134 76302 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1485 18002 33265 38181 54112 59549 5864 28501 33554 38758 55544 67427 6223 29462 37293 45255 57189 72059 8719 32182 37413 53394 57418 72157 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 3 8 2 7 49. útdráttur 8. apríl 2020 Matur Í júlí 2019 tóku gildi breyt- ingar á lögum nr. 32/1997 um frið vegna helgihalds er varðar helgidagafrið. Þessar breytingar voru lagðar fyrir Kirkjuþing til um- sagnar og féllst Kirkjuþing á að helgidagafriður yrði afnuminn úr lögum. Nú á tímum heimsfarald- urs þar sem fólk er lokað inni í sóttkví og sumstaðar í heiminum þar sem útgöngubanni hefur ver- ið beitt hefur friður færst yfir götur borga og bæja. Á þessum tíma hefur meng- unarstig hríðfallið og náttúran tekið vaxtarkipp, eins og sjá má á síkjum Feneyja, en ef það skyldi hafa farið fram hjá ein- hverjum þá urðu síkin tær og líf mátti sjá þar sem ekkert virtist áður. Það er eins og nátt- úran fái nú örlítið andrými fyrir end- urnýjun og sjálfs- heilun. Nú er sá tími kirkjuárs sem kall- aður er langafasta. Fastan hefst á ösku- degi og nær hún til páska og er tími iðr- unar, íhugunar og andlegrar ræktunar. Því til áhersluauka er litur þess tíma- bils fjólublár en hann táknar iðrun og dapurleika. Tilviljun eða ekki þá greindist fyrsta smitið á Ís- landi tveimur dögum eftir ösku- dag og talið hefur verið að veiran nái hámarki á páskum. Þessi tími kirkjuársins þykir mér vera mjög táknrænn fyrir ástandið í heim- inum. Það hefur sannarlega ein- kennst af dapurleika. Frá skír- dagskvöldi og fram á páska- dagsmorgun þjáðist Kristur, dó á krossinum og lá svo dauður í gröfinni í þrjá daga. En við meg- um ekki gleyma því sem fylgdi á eftir þjáningunni og dauðanum. Á páskadagsmorgun reis hann upp frá dauðum. Ljós upprisunnar getum við strax séð í endurnýjun náttúru jarðar og ég er sann- færður um að við munum sjá frekari merki upprisunnar í framhaldinu. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeirri þjáningu sem heims- byggðin og einstak- lingar eru að ganga í gegnum, sú þjáning er raunveruleg og hana verður að ann- ast. Þetta eru erfiðir tímar þar sem við þurfum ekki bara að huga að líkamlegri velferð okkar heldur einnig andlegri vel- ferð. Kvíði, ótti, streita og áhyggjur í lífi fólks eru nægi- lega miklar án CO- VID-19, en það er dagljóst að vírusinn ýti enn frekar undir þessa neikvæðu þætti andlegrar heilsu. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að stunda and- lega rækt. Þá komum við aftur að helgi- dögunum, við erum að tala um daga eins og sunnudaga, föstu- daginn langa og stórhátíðir kirkj- unnar sem eiga að fara í það að sinna andlegri rækt. Eins og þetta blasir við þá virðist helgi- dagafriðurinn eiga sér mun djúp- stæðari rætur heldur en að láta fólk setja í aðgerðar- og eirðar- leysi. Hugmyndin er að nýta tím- ann til persónulegrar andlegrar ræktar en gæti jafnvel verið mun djúpstæðari og teygt sig út fyrir manneskjuna sjálfa. Í myndmáli sköpunarsögunar hvíldist Guð á sjöunda degi, náttúran sem hafði þarna verið að fæðast og sam- félagið sem þarna hafði myndast fékk einnig hvíld. Náttúra og samfélag þarf einnig hvíld frá manneskjunni eins og mann- eskjan þarf hvíld frá vinnu. Ef allir þessir helgidagar væru nú eins kyrrlátir og götur borga og bæja eru í ástandinu, væri hægt að nýta tímann til andlegrar rækta. Verslanir og fyrirtæki lok- uð og fáir á ferli, einn dagur í viku yrði tekinn frá, óháð trúar- brögðum, til þess að leggja allt niður nema algjöra grunnþjón- ustu eins og Jesús gaf fordæmi um í Lúkasi 14.1-6. Hægt væri að rækta andann með því að leggja bílnum og fara út að ganga, stunda bænir og/eða íhugun, jafn- vel sækja guðsþjónustur ef það hentaði fólki. Hægt væri að nýta tímann til heilbrigðrar tengsla- myndunar innan fjölskyldunnar en það getur verið mjög mikilvæg forvörn fyrir börn að eiga upp- byggjandi stundir og samskipti með foreldrum sínum án þess að vera á þeytingi úti um allan bæ. Ég held að dýpri skilningur á helgidagafriðnum og ástundun þess að taka stund til hliðar og hafa hana einstaka gæti haft víð- tækari áhrif og að fleiri myndu hafa hag af því heldur en við ger- um okkur grein fyrir. Náttúran fengi einn og einn dag til and- rýmis, við fengjum andlega upp- örvun í algjörum friði frá ys og þys hversdagsins og fjölskyldur myndu styrkja tengsl. Ég held að við séum að stíga inn í nýja tíma með nýtt gildis- mat, hvað er mikilvægt fyrir þig og mig, hvað er mikilvægt fyrir náungann, hvað er mikilvægt fyr- ir náttúruna og sköpunarverkið sem heild? Gildin verða frekar andleg heldur en veraldleg þegar fram líða stundir og við munum átta okkur á að hamingjan hefur aldrei verið talin og mun aldrei verða talin í veraldlegum gæðum en þannig er það ekki heldur með guðsríki. Með réttu sjónarhorni er hægt að sjá að allir hlutir verða og eru nýir og betri. Kirkjan til fólksins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heydalakirkja „… og ég mun veita yður hvíld“ Hugvekja Dagur Fannar Magnússon Höfundur er prestur í Heydölum. dagur.f.magnusson@gmail.com Dagur Fannar Magnússon Hvíld er mikil- væg fyrir fólk, samfélag og nátt- úru. Hvað getum við lært á þess- um fordæma- lausu tímum um hvíld? Hrafnista hefur í forvarnarskyni gert sérstaka deild tilbúna komi til þess að kór- ónusmit komi upp með- al íbúa hjá Hrafnistu. Deildin er staðsett hjá Hrafnistu við Sléttu- veg í Reykjavík og er ætluð íbúum á öllum Hrafnistuheimilunum sex á höfuðborgar- svæðinu, Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Hrafnista í Reykjanesbæ er langt komin með að undirbúa sambærilega aðstöðu fyrir Nesvelli og Hlévang. Á heimilunum átta eru samtals um 800 íbúar í um fjórðungi hjúkrunarrýma á landinu og eru starfsmenn Hrafnistu alls fimmtán hundruð. Enn hefur enginn íbúi smitast Í hópi starfsliðs Hrafnistu hafa 92 einstaklingar farið í sóttkví frá upp- hafi faraldursins og tveir reynst smitaðir þegar þetta er skrifað. Enginn íbúi hefur enn reynst smitaður og vonandi kemur ekki til þess að nýta þurfi deildina með þessum hætti. Á heimilunum er fylgt skýrum verkferl- um og viðbrögðum með tilliti til veirunnar enda eru nær allir íbúar í áhættuhópi. Neyðar- stjórn Hrafnistu fund- ar daglega á fjarfundi um stöðu mála. Bakvarðasveitin einnig efld Komi til þess að íbúi á einhverju Hrafnistuheimilanna á höfuðborgar- svæðinu greinist smitaður af CO- VID-19 verður viðkomandi fluttur á deildina við Sléttuveg þar sem hann mun fá viðeigandi þjónustu meðan á veikindum stendur. Ráðstöfunin hef- ur verið kynnt fyrir íbúum og að- standendum auk þess sem verið er að efla bakvarðarsveit heimilanna í forvarnarskyni komi til þess að fleiri í hópi starfsmanna þurfi að sæta sóttkví. Með það að leiðarljósi hefur aðstandendum m.a. verið boðið að skrá sig í bakvarðarsveitina og hafa viðbrögð í þeim hópi farið fram úr björtustu vonum. Sem stendur er þó ekki gert ráð fyrir að kalla þurfi til aðstandendur, en komi til þess munu viðkomandi starfa á öðrum heimilum en þeim sem nánustu skyldmenni búa. Sérstök deild tilbúin komi upp smit meðal íbúa Hrafnistu Eftir Maríu Fjólu Harðardóttur » Á heimilunum búa um 800 manns í um 25% hjúkrunarrýma á landinu. Enginn hefur enn smitast. Starfs- menn Hrafnistu eru alls um 1.500. María Fjóla Harðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri heil- brigðissviðs Hrafnistuheimilanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.