Morgunblaðið - 09.04.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.04.2020, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is Barnabókahöfundurinn Snæbjörn Arngrímsson, sem er margreyndur bókaútefandi hér á landi og í Dan- mörku, þar sem hann er búsettur, bendir lesendum á vænlega afþrey- ingu á undarlegum tímum: „Þegar menningardeild Morgun- blaðsins hafði samband og bað mig að mæla með ein- hverju góðu og huggandi menn- ingarefni á krepputímum sat ég fyrir tilviljun í járnbrautarlest á leið frá Kaup- mannahöfn og fylgdist með ung- um föður lesa sögu um Einar Áskel fyrir lítinn son sinn. Báðir virtust þeir jafn hug- fangnir af sögunni um Einar Áskel og baráttu hans við slaufurnar. Sjálfur sogaðist ég inn í sögulestur hins unga föður og ferðin meðfram strandlengju Norður-Sjálands leið furðu hratt. Ég hugsaði með mér hvað bækurnar um Einar Áskel væru góð leið til að skemmta, róa og gleðja lítil börn. Ég get ekki nógsamlega mælt með bókunum um Einar Áskel, en lestur þeirra er oft fyrsta skref til að búa til lestrarhesta framtíðarinnar. Ef foreldri vill gera barni sínu gott í sóttkvínni er tímanum sannarlega vel varið við lestur á Einar Áskeli. Ef foreldrar hafa hins vegar ekki tíma til að lesa sjálf fyrir eldri börn sín er til frábær lestur Jóhanns Sig- urðarsonar á öllum Harry Potter-bókunum á Story- tel. Upplestur þessara sjö bóka tekur senni- lega 140 klukku- stundir og þegar þeim lestri er lokið ætti baráttunni við vírusinn að vera lokið og öll börn geta þá farið út í fótbolta eða elting- arleik. Sjálfur hef ég ver- ið að hlusta á plötu Damon Albarn, Everyday’s Robots sem ég er nýbúinn að uppgötva. Platan var valin hljómplata áratugarins í einu af dönsku blöðunum og það er ekki erfitt að skilja, því Damon Albarn er sérlega góður lagahöfundur og sem- ur bæði grípandi og flottar melódíur. Platan kom mér þægilega á óvart og ég held að flestir geti haft gaman af þessari fínu plötu í bæði með vinnunni á heimakontórnum og und- ir eldamennskunni. Fyrir fótbolta- áhugamenn sem fá ekki sinn skammt af fótbolta um þessar mund- ir eru frábærir heimildar- þættir á Netflix sem heita Sunderland till I die I & II og fjalla þeir um fótboltalið verkamanna- bæjarins Sun- derland á Englandi og baráttu þess við að komast aftur upp í efstu deild. Bæj- arbúar og stuðnings- menn félagsins lifa og deyja fyrir félagið og er árangur liðsins eilíf vonbrigði sem bætist ofan í eymdina sem fylgir vaxandi atvinnu- leysi og fólksflótta frá Sunderland. Þetta eru stórfínir þættir fyrir alla áhugamenn um fótbolta. Og að lokum tvær bækur. Ég sá að Hnífur Jo Nesbø er kominn á ókeypis hljóðbók hjá Forlaginu. Jo Nesbø er einn albesti glæpasagna- höfundur sem ég hef lesið og hljóð- bók í göngutúrnum með sögu eftir Jo Nesbø er stórgóð skemmtun. Hin bókin sem er góð á náttborðið er bók sem sennilega hefur farið framhjá mörgum en hún kom þó út fyrir jól á Íslandi og heitir Menntuð og er eftir Tara Westover. Þetta er ævisaga ungrar konu sem elst upp hjá strangtrúaðri mormónafjöl- skyldu í Bandaríkjunum og er hreint frábær.“ Mælt með í samkomubanni Einar, Potter, Albarn, Sunderland og Nesbø Snæbjörn Arngrímsson Damon Albarn Einar Áskell Jo Nesbö Ævintýri Hljóðbókaútgáfur af Harry Potter á íslensku stytta stundir. Hér má sjá stillu úr einni kvikmyndanna um galdrastrákinn og vini hans. Hver er ég og hver ert þú,hver er sökudólgurinnog hver er brotaþolinneru spurningar sem vakna við lestur sálfræðitryllisins Þú eftir Caroline Kepnes, þó að ekki fari á milli mála hver sé djöfullinn í mannsmynd. Sagan er óvenjuleg að mörgu leyti. Helstu persónur eru hver ann- arri ruglaðri, hver á sinn hátt, og Caroline Kepnes tengir þær saman og aftengir á skemmtilegan hátt, ef þannig má komast að orði, með stöð- ugum samlík- ingum við per- sónur í öðrum ritverkum og myndböndum. Hætt er við að lesandinn ruglist á öllum beinu og óbeinu tilvitnunum og svo langt gengur höfundur í þessu efni að ein persónan spyr hver sé Lena Dunning þegar umræðan snýst um fatastíl Lenu Dunham! Joe Goldberg, bóksali í New York, segir söguna og leiðir lesandann eft- ir sínu höfði. Þegar háskólaneminn Guievere Beck, sem á sér þann draum að verða rithöfundur, kemur í bókabúðina kolfellur hann fyrir henni og í hönd fer tími, þar sem hann beitir öllum brögðum, sem til eru í bókinni, til þess að ná henni á sitt band, að komast yfir hana. Sveitastúlkan Beck vill ekki sýnast auðveld bráð og þegar leikurinn stendur sem hæst er ekki auðvelt að sjá hver er kötturinn og hver músin. Sagan er um ungt fólk, sem nýtur lífsins, ýmist saman eða í sundur, eins og gengur. Kynlíf og draumar um það eru ofarlega í huga nokk- urra, sumir lifa í vellystingum og aðrir rétt draga fram lífið í stórborg- inni, sem stendur ekki undir þeirri fullyrðingu að New York sé borgin sem aldrei sefur. Helstu persónur eiga sér leyndar þrár og eru ekki all- ar þar sem þær eru séðar. Caroline Kepnes spilar á þessar mörgu hliðar eins og Víkingur Heiðar á píanóið og ekki þarf að spyrja að útkomunni. Frásögnin er vægast sagt óhugnanleg og lesendur geta ekki annað en efast um samfélagsmiðla eftir að hafa fylgst með því við lesturinn hvað auðvelt er að skyggn- ast inn í líf annarra án þeirra vit- undar á þessum miðlum. Sjónvarps- áttaröð byggð á bókinni á Netflix ýtir enn frekar undir það. Kepnes „Frásögnin er vægast sagt óhugnanleg,“ skrifar rýnir. Leikur kattarins að músinni eða öfugt Spennusaga Þú bbbbn Eftir Caroline Kepnes. Þórdís Bachmann þýddi. Ugla 2019. Kilja. 428 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Bókin Tengdadóttirin eftir Guð- rúnu frá Lundi, sem kom fyrst út 1952-1954 í þremur bindum og átti miklum vinsældum að fagna, hefur verið endurútgefin af Forlaginu og út er komin fyrsta bindið, Á kross- götum. Í bókinni segir af ástum og örlögum jafnt sem daglegu lífi til sveita í byrjun 20. aldar, að því er fram kemur í tilkynningu. „Þorgeir Þorgeirsson, ungur sjómaður að sunnan, ræður sig sem vinnumann á prestssetur í blómlegri norð- lenskri sveit. Hann hrífst af falleg- ustu vinnukonunni á bænum en hik- ar við að bindast henni af því að hann hræðist líf í fátækt. Á heim- leið um haustið leysir hann af slas- aðan vinnumann á stórbýlinu Hraunhömrum. Bóndinn þar á tvær dætur og sú eldri, Ástríður, er harðákveðin í að sleppa Þor- geiri ekki aftur suður. Þótt Ást- ríður sé röggsöm og forkur til vinnu er hún ekki heillandi kona – en auður föður hennar freistar,“ segir um efni bókarinnar og að Guðrún hafi haft einstakt lag á að gæða persónur sínar lífi svo lesandinn hverfi um hundrað ár aftur í tímann. Tengdadóttirin endurútgefin Guðrún frá Lundi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.