Morgunblaðið - 09.04.2020, Side 15

Morgunblaðið - 09.04.2020, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 Sól Göngutúr í góða veðrinu sem kemur með hækkandi sól er kjörin leið til að hreinsa hugann í doð- anum sem margir upplifa í samkomubanni. Það var vor í lofti yfir Gróttu á Seltjarnarnesi í gær. Eggert Ég vil koma á framfæri þökk- um til ykkar, íslensku þjóð- arinnar, fyrir hönd alls starfs- fólks bandaríska sendiráðsins í Reykjavík. Þið hafið sýnt af ykk- ur einstakan velvilja, seiglu, hugrekki og hugulsemi á þessum krefjandi tímum. Íslendingar hafa tekið okkur, starfsfólki bandaríska sendiráðsins, opnum örmum, bæði þegar vel gengur og á þeim erfiðu tímum sem nú standa yfir. Þetta ber vott um gríðarlegan sið- ferðisstyrk og stórhug þjóðarinnar. Við viljum þakka ríkisstjórn Íslands. Okkur hjá bandaríska sendiráðinu finnst við vera örugg og vel hugsað um okkur á þessum krefjandi tímum. Ísland er heim- ili okkar og okkur finnst við svo sannarlega eiga heima hér. Framtíðin er óviss og búast má við því að erfiðir tímar séu fram undan, en við erum þó betur undir þá búin, þökk sé einstakri forystu ykkar. Ég vil þakka sérstaklega öllu hugrakka íslenska heilbrigð- isstarfsfólkinu: læknunum, hjúkrunarfræðingunum, önd- unarfærasérfræðingunum, bráðaliðunum, sjúkraliðunum, sjálfboðaliðunum og svona mætti lengja telja. Ísland er í fararbroddi þessarar hetjulegu baráttu, hvort sem litið er til erfðafræðirann- sókna eða starfshópanna undir forystu Svan- dísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, eða Ólafs Baldurssonar, framkvæmdastjóra lækn- inga hjá Landspítalanum. Heimsbyggðin er öruggari og heilbrigðari, þökk sé einurð ykk- ar og fórnfýsi. Mannkyn allt á í vök að verjast og við þökkum ykkur fyrir að standa vörð um okkur. Bandaríkin eru reiðubúin að rétta Íslend- ingum hjálparhönd. Á næstu vikum munum við leita leiða til að styðja við frábærar heil- brigðisstofnanir ykkar og starfsfólk. Banda- ríkin og Ísland eru bundin órjúfanlegum böndum. Sameiginleg saga okkar og gildi munu sameina okkur og styðja um ókomna tíð. Það er ljóst að erfiðir tímar eru framundan. Um leið og ég bið fyrir Íslandi og Bandaríkj- unum er ég fullviss um að við náum árangri með sameiginlegu átaki og sameiginlegum gildum frelsis og gagnsæis. Við hjálpumst að, eins og við höfum alltaf gert, styðjum hvert annað, eins og við höfum alltaf gert, og fögn- um sigri saman, eins og við höfum alltaf gert. Guð blessi ykkur öll. Eftir Jeffrey Ross Gunter » Sameiginleg saga okkar og gildi munu sameina okkur og styðja um ókomna tíð. Jeffrey Ross Gunter Höfundur er sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. „Þakkarbréf til íslensku þjóðarinnar …“ Þær aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í til að hefta útbreiðslu kórónuveir- unnar, hafa haft mikil áhrif á daglegt líf barna og á þessari stundu er engin leið að gera sér grein fyrir hver áhrifin verða til lengri tíma. Miklu skiptir að við sem sam- félag séum sífellt vakandi fyrir því hvernig við getum hlúð að börnum, þau hafi möguleika á að afla sér upplýsinga og leitað sé sjónarmiða þeirra eins og kostur er og tekið tillit til þeirra við mótun aðgerða. Þá er mikilvægt að náið verði fylgst með því á næstu mánuðum hvaða áhrif núverandi aðgerðir hafa á börn en þá ber líka að hafa í huga að börn eru af- ar fjölbreyttur hópur og félagslegar að- stæður og þarfir þeirra eru þar af leiðandi ólíkar. Staða barna í viðkvæmum hópum Börn búa við mismunandi aðstæður en í stöðu eins og þeirri sem nú er uppi, eru jafn- vel öll börn í ákveðinni áhættu. Skólaganga barna er verulega skert, tómstundastarf hef- ur fallið niður og því hætta á félagslegri ein- angrun. Aðstæður sem þessar valda kvíða og streitu enda ganga margar fjölskyldur nú í gegnum erfiðleika, eins og veikindi, ótta og óvissu. Margt bendir til að nauðsynlegt sé að fylgjast sérstaklega með börnum í við- kvæmum hópum eins og börn- um innflytjenda, börnum með fötlun og þeim sem búa við of- beldi eða vanrækslu. Staða barna sem búa við fátækt er lík- leg til að versna og skyndileg aukning atvinnuleysis mun vafa- laust hafa alvarleg áhrif á mörg börn. Líðan barna tengist að- stæðum þeirra og þá ekki síst líðan foreldra þeirra og því skiptir miklu máli að foreldrar fái stuðning. Huga þarf sér- staklega að börnum þeirra sem standa í framlínu í baráttunni gegn veirunni með tilheyrandi álagi. Þá geta erfiðar að- stæður fjölskyldna leitt til aukinnar van- rækslu eða ofbeldis gegn börnum á sama tíma og einangrun og takmörkuð samskipti við aðila utan heimilis þýðir að barnavernd berast ekki nauðsynlegar tilkynningar um aðstæður barna. Ástæða er til að beina því til skólayfirvalda og kennara að huga sérstaklega að börnum sem þau telja að búi við erfiðar aðstæður og gera barnavernd viðvart ef ástæða er til. Hlutverk umsjónarkennara samkvæmt lögum um grunnskóla er að fylgjast náið með námi nemenda sinna, líðan og velferð þeirra, ásamt því að leiðbeina þeim í námi og ráðleggja þeim um persónuleg mál. Núverandi að- stæður kalla á nýjar lausnir og breytta sam- skiptahætti til þess að kennarar geti sinnt þessu mikilvæga hlutverki og átt í sam- skiptum við nemendur til þess að veita þeim stuðning í námi og fylgjast með líðan þeirra. Mat á áhrifum á börn Embætti umboðsmanns barna hefur á síð- ustu misserum lagt áherslu á mikilvægi þess að við stefnumótun og ákvarðanatöku sé sér- staklega lagt mat á það hver áhrifin séu á börn. Embættið vann meðal annars skýrslu fyrir félags- og barnamálaráðherra á síðasta ári með tillögum um hvernig styrkja megi þann þátt í íslenskri stjórnsýslu. Óvissuástand skapar hættu fyrir heilsu og þroska barna og sem mótvægisaðgerð er mikilvægt að fram fari mat á áhrifum á börn. Þannig er hægt að skilgreina tiltekna áhættuþætti og í kjölfarið móta aðgerðir sem fyrirbyggja eða draga úr þeirri hættu. Við ákvarðanir um viðbrögð við útbreiðslu og áhrifum kórónuveirunnar ber að hafa Barna- sáttmálann að leiðarljósi, enda er hann sjald- an mikilvægari en þegar óvissuástand ríkir. Meta þarf sérstaklega áhrif hinna viða- miklu aðgerða stjórnvalda á börn bæði til skamms og langs tíma. Hér vakna til dæmis spurningar um hvort verulega skert skóla- starf muni hafa langvarandi áhrif á skóla- göngu barna, auki á skólaforðun eða dragi úr námsárángri og hvort vandinn verði meiri hjá tilteknum hópum barna en öðrum. Því er sérstaklega brýnt að móta stefnu um það hvernig eigi að fylgjast með áhrifum aðgerða á börn og að mótaðar séu leiðir til að bregðast við þeim eins og kostur er. Í þessu samhengi má ýmislegt læra af fjármála- kreppunni en talsvert hefur verið skoðað hvaða áhrif hún hafði á ólíka hópa barna. Þá má nefna að rannsóknir frá Finnlandi hafa sýnt að börn sem alast upp á tímum mikilla efnahagsþrenginga eru í aukinni hættu á að þróa með sér geðrænan vanda. Sjónarmið barnanna sjálfra Mikilvægt er að við mótun aðgerða sem varða börn verði leitað sjónarmiða þeirra eins og kostur er, en slíkt samráð er leiðin til upplýstari og vandaðri ákvarðanatöku og þar með betri árangurs. Með þátttöku barna er hægt að greina álitamál sem varða þau sér- staklega og um leið fækka hindrunum og nýta þau tækifæri sem börn koma iðulega auga á ef þau fá að vera hluti af umræðunni. Við stöndum nú frammi fyrir miklum áskorunum en með því að taka vandaðar ákvarðanir er hægt að draga úr og jafnvel fyrirbyggja neikvæð langtíma áhrifa á börn. Þegar faraldurinn hefur gengið yfir er mik- ilvægt að við sem samfélag drögum lærdóm af fenginni reynslu og nýtum hana til að tryggja börnum á Íslandi betri framtíð. Í þeim efnum verður Barnasáttmálinn og reynsla og sjónarmið barna okkur mikilvægt leiðarljós. Eftir Salvöru Nordal » Því er sérstaklega brýnt að móta stefnu um það hvern- ig eigi að fylgjast með áhrifum aðgerða á börn og að mótaðar séu leiðir til að bregðast við þeim eins og kostur er. Salvör Nordal Höfundur er umboðsmaður barna. Áhrif heimsfaraldurs á börn Það getur verið flókið mál að púsla sumarfríi foreldra og barna í kringum lokanir leik- skóla. Þess vegna hefur Viðreisn í Reykjavík lagt áherslu á að for- eldrar hafi sveigjanleika og val til að stjórna sínum sumarleyf- istíma sjálf með því að bjóða upp á sumaropnun leikskóla. Í hverju hverfi borgarinnar verður einn leikskóli opinn í allt sumar. Foreldrar leikskóla- barna geta, fyrir 15. apríl, sótt um að börnin fari í einn af sex sumarleik- skólum á meðan þeirra leikskóli er lokaður í júlí. Foreldrar tæplega 130 barna nýttu sér sumaropnun leikskóla síðasta sumar, sem var fyrsta sumarið í þessu tilraunaverkefni. Fram fór mat meðal foreldra, barna og leik- skólastjóra á því hvernig til hefði tekist og eru niðurstöðurnar í samræmi við það sem við í Viðreisn höfum sagt. Nánast allir for- eldrar eða 97%, voru ánægðir með að einn leikskóli í hverjum borgarhluta væri opinn allt sumarið. Með sumaropnun er þjónustan bætt, ekki bara fyrir nema eða þær fjöl- skyldur sem hafa lítið val um sinn orlofstíma, heldur einnig allar þær fjölskyldur sem vilja geta verið saman í fríi. Eftir þá skrítnu tíma sem við erum að upplifa núna teljum við enn mikilvægara en ella að fjölskyldur geti notið sumarfrísins saman en þurfi ekki að púsla dögunum saman. Reynsla síðasta árs sýnir okkur einnig að líðan barna í sumarleikskólunum var al- mennt góð. Börnin voru ánægð með það starf sem fram fór og nutu sín. Auðvitað voru einhver börn sem sökn- uðu leikfélaga sinna frá hinum leikskólanum en í sumarleik- skólanum var nýja leikfélaga að finna. Starfsmaður þeirra leikskóla fylgdi líka yfir á sumarleikskólann til að tryggja ákveðna samfellu fyrir börnin. Við hjá borginni eigum að stefna að því að bæta þjónustuna til að einfalda líf borgarbúa. Það eru ekki allir foreldrar í sömu aðstæðum og það er mikilvægt að reyna að mæta þörf- um þeirra með því að bjóða upp á valmögu- leika, til dæmis hvenær farið er í sumarfrí. Minna púsl fyrir foreldra Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir » Í hverju hverfi borg- arinnar verður einn leik- skóli opinn í allt sumar. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.