Morgunblaðið - 09.04.2020, Side 13

Morgunblaðið - 09.04.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg HA PPATALA • D AGSINS ER • TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/happatala og gefðu upp töluna til að komast í pottinn. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 á þriðjudagsmorgun. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt á laugardaginn líka, því þú gætir unnið glænýjan Samsung Galaxy S20+. 13 Heimsviðskipti gætu dregist saman um allt að þriðjung á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins, að mati Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Þetta myndi hafa mikil áhrif á daglegt líf og hag almennings um heim allan. Í yfirlýsingu sem WTO sendi frá sér í gær sagði að samdrátturinn gæti numið frá 19-32% og hugsan- lega stæði heimurinn frammi fyrir dýpstu efnahagskreppu sem núlif- andi fólk hefði upplifað. WTO bendir á það í nýrri hagspá að þegar hafi verið farið að hægja á alþjóðaviðskiptum á síðasta ári áður en kórónuveirufaraldurinn hófst. En afleiðingar faraldursins væru að við- skipti víða um heim hefðu nánast stöðvast. Niðursveiflan nú væri dýpri en sú sem fjármálakreppan á árunum 2008 til 2009 olli. Stórir hlut- ar hagkerfa landa heims væru nán- ast óstarfhæfir, svo sem ferðaþjón- usta, smásala og stór hluti framleiðslu, segir WTO. Bjartsýn spá gerir ráð fyrir að hjól atvinnulífsins fari að snúast á ný á síðari hluta ársins. En einnig sé hugsanlegt að upphaflegi sam- drátturinn hafi verið meiri en fyrstu mælingar sýndu og bataferlið verði langt og ófullburða. „En báðar spár gera ráð fyrir að um allan heim dragist útflutningur og innflutningur saman um tveggja stafa tölu á árinu 2020,“ segir WTO og bætir við að Norður-Ameríka og Asía muni fara verst út úr þessari kreppu. Mesti samdráttur frá lokum síðari heimsstyrjaldar Tvö stærstu hagkerfi Evrópusam- bandsins, Þýskaland og Frakkland, búa sig nú undir erfiða tíma. Helstu hagfræðistofnanir Þýskalands sögðu í gær að útlit væri fyrir að verg landsframleiðsla myndi dragast saman um nærri 10% á öðrum fjórð- ungi ársins. Og seðlabanki Frakklands sagði að á síðasta fjórðungi ársins 2019 hefði verið 0,1% samdráttur og vís- bendingar væru um að samdráttur- inn hefði numið 6% á fyrsta fjórð- ungi þessa árs. Er það mesti samdráttur sem mælst hefur í Frakklandi frá lokum síðari heims- styrjaldar árið 1945. AFP Mannlaus strönd Promenade des Anglais í Nice í Frakklandi er mannlaus en venjulega er fjöldi fólks þarna á gangi. Útlit fyrir þriðjungs sam- drátt í heimsviðskiptum  Stefnir í dýpstu efnahagslægðina í manna minnum Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, og Tedr- os Adhanom Ghebreyesus, fram- kvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar WHO, vörðu í gær aðgerðir WHO í upphafi faraldurs- ins, eftir að Donald Trump Banda- ríkjaforseti sakaði stofnunina í fyrri- nótt um slæleg vinnubrögð þegar kórónuveiran lét fyrst á sér kræla. Sagði Trump meðal annars að svo virtist sem WHO gengi erinda Kín- verja og að mögulega þyrfti Banda- ríkjastjórn að endurmeta fjárfram- lög sín til stofnunarinnar, en Bandaríkin eru það ríki sem veitir mest fé til WHO. Hvatti Ghebreyesus Bandaríkja- menn og Kínverja til þess að taka höndum saman í baráttunni gegn kórónuveirunni frekar en að deila sín á milli, því slík samvinna gæti skilið milli feigs og ófeigs. Guterres sagði hins vegar að sá tími myndi renna upp að fara þyrfti yfir þau viðbrögð sem alþjóðasam- félagið sýndi í upphafi faraldursins. Sú stund væri hins vegar ekki nú. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í gær sagður á bata- vegi, en hann dvelur enn á gjör- gæslu á sjúkrahúsi í Lundúnum. Til- kynnt voru 938 ný dauðsföll á Bretlandseyjum í gær, en það er hið mesta þar í landi frá upphafi farald- ursins. 60.000 dánir í Evrópu Ein og hálf milljón manns hefur nú smitast af kórónuveirunni, þar af rúmlega 400.000 manns í Bandaríkj- unum. Þá hafa rúmlega 85.000 látist af völdum veirunnar, en þar af hafa rúmlega 60.000 manns dáið í Evr- ópu. Evrópusambandið tilkynnti í gær að það vildi framlengja ferða- bann frá ríkjum utan evrópska efna- hagssvæðisins fram til 15. maí. Staðfest var í gær að Mauro Ferrari, yfirmaður evrópska rann- sóknaráðsins, hefði fyrr í vikunni sagt upp störfum, einungis þremur mánuðum eftir að hann tók til starfa. Sagðist Ferrari vera vonsvik- inn yfir viðbrögðum Evrópusam- bandsins gagnvart kórónuveirunni og að barátta sín við skrifræðisbákn sambandsins hefði gert sig afhuga ESB. Kalla eftir samvinnu stórvelda  WHO segir samvinnu Bandaríkjamanna og Kínverja geta skipt miklu máli  Boris Johnson sagður á batavegi  Ein og hálf milljón staðfestra tilfella AFP Wuhan Þessir ferðalangar frá Wuhan ferðuðust í gær með fyrstu lestinni sem þaðan fór í um tvo mánuði, en ferðatakmörkunum var aflétt í fyrradag. Bernie Sanders, öldungadeildar- þingmaður og frambjóðandi í forkosningum demókrata, til- kynnti í gær að hann hygðist draga framboð sitt til baka. Sanders, sem er 78 ára gamall, naut mikils fylgis meðal róttækari meðlima flokksins, en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur náð að byggja upp gott forskot í fjölda þeirra kjörmanna sem á endanum ráða því hver verður útnefndur sem forsetaefni flokksins. Talið er því nær öruggt að Joe Biden verði mótframbjóðandi Don- alds Trumps Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum, en þær verða haldnar 3. nóvember næstkomandi. Hét Sanders því í gær að hann myndi vinna með Biden í aðdrag- anda kosninganna að því markmiði að koma Trump úr Hvíta húsinu í haust. Bernie Sanders dregur sig í hlé Bernie Sanders BANDARÍKIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.