Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
HollywoodGlow
Greiddu fyrir meðferð í dag og
nýttu þér tilboðið hjá okkur.
Bókaðu og nýttu meðferðina
þegar hentar þér best!
Þreytt vetrarhúð?
HollywoodGlow
– samstundis þétting og ljómi
APRÍL
TILBOÐ
30%afsláttur
• Eykur kollagenframleiðslu
• Gerir áferð húðarinnar fallegri
• Meðnýjustu lasertækni
Kórónuveiran er skæð. Hún ógn-ar heilsu og lamar efnahagslíf.
Í ViðskiptaMogga gærdagsins er slá-
andi viðtal við Kristófer Oliversson,
eiganda CenterHótela og formann
Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu,
þar sem hann segir að afbókanir séu
farnar að teygjast fram á haustið og
ljóst sé að sumarið í ferðaþjónustu
muni ekki bjargast. Vandinn vegna
þessa verði ekki leystur með sligandi
skuldasöfnun fyrirtækja á meðan
þau bíða af sér faraldurinn, þau
verði að vera í lífvænlegri stöðu þeg-
ar rofar til.
Undir þetta takaörugglega
margir í ferðaþjón-
ustu, sem nú vita
ekki sitt rjúkandi
ráð.
Kristófer segir þó að hið jákvæðasé að komi Ísland sterkt út úr
þessu ástandi gæti það vakið athygli
á landinu sem áfangastað þegar
markaðurinn fari að hressast: „Þá
kann Ísland að þykja öruggari
áfangastaður en margir aðrir.“
Það er örugglega nokkuð til í
þessu hjá Kristófer. Líklegt er að
náttúruferðir muni hafa nokkurt að-
dráttarafl umfram ferðir til þétt-
býlla stórborga þegar hægir á veir-
unni þó ekki væri nema vegna þess
að smithættan er minni á Öræfum en
á Markúsartorginu.
Hætt er við því að þar til bóluefnifinnst við kórónuveirunni
verði hömlur á ferðalögum milli
landa og kröfur um sóttkví. Þessar
reglur gætu orðið misjafnar eftir
löndum og má gera ráð fyrir því að
hér verði einnig gripið til ráðstaf-
ana. En það er um leið ljóst að grípa
verður þau tækifæri sem gefast án
þess að öryggi sé stefnt í hættu.
Vissulega getur verið varasamt að
fara of snemma af stað, en það getur
einnig verið dýrt að bíða lengur en
nauðsyn krefur.
Kristófer
Oliversson
Að halda velli
meðan beðið er
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður
Viðreisnar, hefur sagt af sér þing-
mennsku og mun taka við sem for-
stjóri Eignarhaldsfélagsins Horn-
steins ehf. Hann hefur störf 16. apríl
nk. ásamt því að láta samhliða af
störfum sem þingmaður. Þetta kom
fram í tilkynningu sem send var á
fjölmiðla í gær. Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá
ríkissaksóknara, mun taka sæti Þor-
steins á þingi.
Þorsteinn hefur starfað í stjórn-
málum í tæp fjögur ár og tók sæti á
Alþingi eftir kosningarnar í október
árið 2016. Þá gegndi hann embætti
félags- og jafnréttismálaráðherra
árið 2017.
Eignarhaldsfélagið Hornsteinn
ehf. á og rekur þrjú dótturfélög sem
starfa við öflun hráefna, framleiðslu,
sölu og þjónustu á byggingarmark-
aði og við mannvirkjagerð á Íslandi.
Fyrirtækin sem heyra undir Horn-
stein eru Björgun ehf., BM Vallá ehf.
og Sementsverksmiðjan ehf.
Þorsteinn þekkir vel til starfsemi
fyrirtækisins, en hann starfaði áður
sem forstjóri BM Vallár á árunum
2002 til 2010.
Þorsteinn tekur við Hornsteini
Stýrir BM Vallá í annað sinn Þorbjörg kemur á þing í hans stað
Þorsteinn
Víglundsson
Þorbjörg S.
Gunnlaugsdóttir
Tryggvi Páll Friðriks-
son, frumkvöðull í björg-
unarstörfum og list-
munasali, lést á heimili
sínu í Kópavogi 7. apríl
sl. í kjölfar stuttra veik-
inda, 75 ára að aldri.
Tryggvi Páll fæddist í
Reykjavík 13. mars 1945
og ólst þar upp, lengst af
á Ásvallagötu 17. For-
eldrar hans voru Friðrik
Pálsson lögregluvarð-
stjóri og Margrét
Tryggvadóttir, saumakona og að-
stoðarmaður skólatannlækna.
Tryggvi útskrifaðist frá Verslunar-
skóla Íslands 1965.
Hann var verslunarstjóri í Ljós-
myndaversluninni Gevafoto, sölu-
maður hjá Heildvserslun Eggerts
Kristjánssonar og framkvæmdastjóri
Heildverslunarinnar Skipholts hf. og
hjá Efnagerðinni Ilmu hf. Tryggvi
rak með félögum sínum Kaupstefn-
una sem setti upp ýmsar vörusýn-
ingar, m.a. Heimilissýningar í
Laugardalshöll í lok níunda ára-
tugarins.
Tryggvi varð skáti 12 ára, gekk til
liðs við HSSR, Hjálparsveit skáta í
Reykjavík, er hann var 17 ára og var
sveitarforingi hennar 1968-73.
Tryggvi var formaður LHS, Lands-
sambands hjálparsveita skáta, á ár-
unum 1973-89, beitti sér fyrir stofnun
Björgunarskólans 1977, Björgunar-
hundasveitar Íslands
1980 og margra ann-
arra sveita víðs vegar
um landið. Í formanns-
tíð hans var lagður
grunnur að mörgum
fjáröflunarleiðum sem
urðu til þess að styrkja
mjög fjárhagsstöðu
aðildarsveitanna.
Tryggvi var félags-
málastjóri LHS og
Landsbjargar, lands-
sambands björgunar-
sveita, á árunum 1987-92, varð skóla-
stjóri Björgunarskólans 1987, var
umsjónarmaður Björgunar 1990,
fyrstu ráðstefnu sinnar tegundar hér
á landi, og fyrsti formaður Lands-
stjórnar björgunarsveita 1989. Hann
tók þátt í um 500 aðgerðum björg-
unarsveitanna um nánast allt land,
oft sem stjórnandi.
Tryggvi og Elínbjört Jónsdóttir,
eftirlifandi eiginkona hans, vefnaðar-
kennari og listmunasali, festu kaup á
Galleríi Fold við Rauðarárstíg árið
1992 og hafa starfrækt það síðan í fé-
lagi við tengdason sinn.
Börn þeirra Tryggva og Elín-
bjartar eru Margrét Tryggvadóttir,
rithöfundur og fv. þingmaður, Elín
Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur á
bráðamóttöku Landspítalans, og
Friðrik Tryggvason, varðstjóri á
Neyðarlínunni. Barnabörnin eru sjö
talsins.
Andlát
Tryggvi Páll Friðriksson