Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.2020, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Freyr Bjarnason Jóhann Ólafsson Þór Steinarsson Kórónuveirufaraldurinn hefur náð toppnum hvað varðar fjölda nýrra sýkinga miðað við fjölda þeirra sem er að batna. Það má þó ekki mikið út af bregða og hlutirnir eru fljótir að breytast ef upp koma nýjar hópsýk- ingar. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upp- lýsingafundi almannavarna í gær. Síðustu tvo daga hefur fjöldi nýrra smita verið töluvert minni en áður en greint var frá 30 nýjum smitum í gær þrátt fyrir að fjölmörg sýni hefðu verið tekin, eða samtals 1.955 hjá bæði sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfða- greiningu. Hlutfall þeirra sem greindust með ný smit og voru í sóttkví var 60%. Heildarfjöldi smita er því orðinn 1.616 og heildarfjöldi sýna sem tekin hafa verið 30.947. „Við getum sagt að við séum búin að ná toppnum. Fjöldi þeirra sem batnar er meiri en nýgreindra. Ég held að við getum glaðst yfir þeirri stöðu sem við erum í núna,“ sagði Þórólfur og nefndi að samfélagsmit væri lítið sem og dreifingin á land- inu. Hann sagði að áfram fylgdum við bestu spá varðandi útbreiðslu veirunnar miðað við spálíkan Há- skóla Íslands en værum nálægt verstu spá varðandi fjölda þeirra sem eru á gjörgæslu. Alls eru ellefu á gjörgæslu, þar af níu á Landspít- alanum og tveir á Akureyri. Á Land- spítalanum eru sex í öndunarvél og einn á Akureyri og þá hefur einn verið tekinn úr öndunarvél á Akur- eyri. Fólk muni að hlúa að sjálfu sér Á fundinum með Þórólfi voru Alma Möller landlæknir, Víðir Reyn- isson yfirlögregluþjónn, Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, og Þór- unn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Alma hóf erindi sitt líkt og venja er á að útdeila hrósi og í þetta sinn fengu hrósið þeir fjölmörgu starfs- menn sem munu starfa í heilbrigðis- og velferðarþjónustu yfir páskana og þurfa að vera í viðamiklum hlífðar- fatnaði við krefjandi aðstæður. Hún tók undir með Þórólfi um að við værum komin á eða yfir hápunkt- inn hvað varðar fjölda nýgreindra smita en tók fram að hápunktinum í heilbrigðisþjónustunni yrði ekki náð fyrr en eftir viku til tíu daga. Álagið yrði því áfram viðvarandi, sérstak- lega á gjörgæsludeildunum þar sem sjúklingar þurfa að liggja inni um ákveðinn tíma. „Við þurfum að hafa úthald í þetta og ég vil minna okkar frábæra heil- brigðisstarfsfólk og stjórnendur á að hlúa að sjálfum ykkur og hvert að öðru,“ sagði hún og sendi í leiðinni kærar kveðjur til sjúklinga og að- standenda og minnti á að þau væru í góðum höndum. Um 1.100 manns eru nú skráðir í bakvarðasveit heil- brigðisþjónustunnar og um 1.400 í bakvarðasveit velferðarþjónustunn- ar. Spítalinn breyttur fyrir alla „Við höfum á nokkrum vikum rúmlega tvöfaldað þann rúmafjölda sem við höfum á gjörgæslu,“ sagði Sigríður Gunnarsdóttir sem mætti á fundinn fyrir hönd Landspítalans. Hún sagði spítalann vera breyttan í dag fyrir alla; sjúklinga, aðstandend- ur og starfsmenn, enda hefði starf- semi á fjórum nýjum legudeildum verið breytt til að taka á móti sjúk- lingum með kórónuveirusýkingu. Til að sinna þeim væri þörf á 30-50% meiri hjúkrun en alla jafna fyrir hefðbundna sjúklinga. Það væri bæði vegna alvarleika veikindana og öðruvísi verklags við meðferð þeirra. Til að manna þessar deildir hefði þurft að færa hjúkrunarfræð- inga til í störfum innanhúss auk þess sem leitað hefði verið í bakvarða- sveitina. Þá væru dæmi um að hjúkrunarfræðingar hefðu boðist til þess að stytta fæðingarorlof sitt til að veita aðstoð. Þórunn Sveinbjörnsdóttir hrósaði þeim Víði, Þórólfi og Ölmu í hástert og sagði fund almannavarna vera orðinn aðalafþreyingu hennar skjól- stæðinga. Hún benti á að margir í hópi eldri borgara, sérstaklega þeir sem byggju einir, fyndu fyrir ein- manaleika. „Hann er að verða dálítið djúpstæður, hættulegur og það kall- ar á aðgerðir,“ sagði hún og hvatti fólk til að gerast símavinir, sem hringja í fólk sem er 85 og eldra í gegnum kerfi hjá Reykjavíkurborg. Viðfangsefni næstu mánaða Fjöldi smitaðra á Vestfjörðum heldur áfram að aukast smám sam- an eftir að hópsýkingar komu upp þar í byrjun mánaðar. Mikill kraft- ur hefur verið í sýnatöku síðustu daga, sérstaklega á Ísafirði, segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigð- isstofnunar Vestfjarða, í samtali við Morgunblaðið. Telur hann að búið sé að ná nokkuð vel utan um ástand- ið á Vestfjörðum, þar sem 54 smit hafa greinst og 321 er í sóttkví. „Við væntum þess að þetta verði viðfangsefni næstu vikna og mán- aða að takast á við eitthvað sem kemur upp hér og þar,“ sagði Gylfi. „Við erum að verða betri í því og vitum líka að við getum reitt okkur á aðstoð annars staðar frá ef þörf krefur.“ Faraldurinn hefur náð toppnum  Hápunktur álags á heilbrigðisþjónustu verður eftir 7-10 daga  Hafa tvöfaldað fjölda gjörgæslurúma  Covid-sjúklingar þurfa 30-50% meiri hjúkrun  Einmanaleiki djúpstæður vandi meðal eldri borgara Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 45 517 Útlönd 0 0 Austurland 6 42 Höfuðborgarsvæði 1.162 2.461 Suðurnes 72 184 Norðurland vestra 35 32 Norðurland eystra 46 176 Suðurland 166 352 Vestfirðir 54 321 Vesturland 30 110 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Óþekktur Erlendis 30.947 sýni hafa verið tekin 633 einstaklingar hafa náð bata 6 einstaklingar eru látnir 39 eru á sjúkrahúsi 13 á gjör-gæslu 977 eru í einangrun Fjöldi smita frá 28. febrúar til 7. apríl Heimild: covid.is og landspitali.is 1.616 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 1.616 983 28. 29. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 1.500 1.250 1.000 750 500 250 þeirra sem hafa greinst voru í sóttkví 78% 53% 11,5% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,78% sýna tekin hjá ÍE 13.898 hafa lokið sóttkví4.195 manns eru í sóttkví Staðfest smit Virk smit Ljósmyndari/Kristinn Magnússon Áfangi Þó að toppnum hafi verið náð má lítið út af bregða. Álagið á heilbrigðisþjónustu verður áfram mikið. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið uppfærð með tilliti til varúðarráðstafana vegna kórónu- veirufaraldursins. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá al- mannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra, sagði að skipulaginu hefði verið breytt nýlega. „Það er gert ráð fyrir því í skipu- laginu í dag að fólk geti verið í sóttkví eða einangrun,“ sagði Rögn- valdur. Ef kæmi til rýmingar yrði þeim sem væru í einangrun haldið sér og eins þeim sem væru í sóttkví. Þannig ættu þessir hópar ekki að vera innan um fólk sem hvorki væri í sóttkví né einangrun. Þessi aðgrein- ing á að gilda alveg frá því að fólk fer að heiman og alla leið á áfangastað þar sem þessum hópum verður hald- ið aðskildum. Rögnvaldur sagði að almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra hefði notið aðstoðar Rauða krossins, björgunarsveitanna og lögreglunnar við að endurskipuleggja rýmingar- áætlunina. „Það voru allir mjög lausnamiðaðir og málið bara leyst,“ sagði Rögnvaldur. Hann sagði að það hefði aðeins róast á stjórnstöð almannavarna eft- ir miklar tarnir í vetur, og menn kæmust nú heim úr vinnunni á skikkanlegum tíma. Rögnvaldur sagði að starfsmenn stjórnstöðvar- innar reyndu að lágmarka samskipti við fólk utan vinnunnar til að forðast kórónuveirusmit líkt og t.d. starfs- fólk Landspítalans gerði. „Konan mín er hjúkrunarfræð- ingur og það kemur enginn heim til okkar nema heimilisfólkið og við för- um ekkert nema við þurfum þess nauðsynlega,“ sagði Rögnvaldur. Rýmingaráætlun uppfærð  Taka verður tillit til kórónuveiru- faraldursins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grindavík Rýmingaráætlun hefur verið uppfærð vegna faraldurs. Smitrakningarappið Rakning C-19 hefur þegar komið að not- um við rakningu kórónuveiru- smits, að sögn Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns landlæknis. Hann nefndi dæmi frá því í fyrradag. „Þá var appið notað til að fríska upp á minnið. Fólk hafði verið á ferðalagi og ruglaði saman dögum. Þá var hægt að nýta appið til að fá úr því skorið hvar þau höfðu verið. Appið hef- ur þegar skilað tilætluðum ár- angri. Það er algjörlega frá- bært,“ sagði Kjartan. Búið var að sækja appið í rétt rúmlega 121 þúsund síma í gær- morgun. Kippur kom í niður- halið síðasta sólarhringinn. Vonast er til að enn fleiri sæki appið. gudni@mbl.is Komið í 121 þúsund síma SMITRAKNINGARAPPIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.