Morgunblaðið - 11.04.2020, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 1. A P R Í L 2 0 2 0
Stofnað 1913 86. tölublað 108. árgangur
verslum á elko.is
verum heima og
skilafrestur
framlengdur
til 30. júní
RÚSSLANDS-
ÆVINTÝRI
HJÁ FÍUSÓL
EDDA Á
BIRKIMELNUM
KOMIN ÚT
FIMMTA BÓKIN 14LÍKA Á LEIÐ Í SJÓNVARP 42
Aron Þórður Albertsson
Ásgeir Ingvarsson
Ef svo fer að ferðatakmarkanir
verða á flæði fólks til og frá landinu
næstu mánuði má ráðgera að meiri-
hluti fyrirtækja í ferðaþjónustu
neyðist til að skella í lás. Þetta segir
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar (SAF), í samtali við Morg-
unblaðið. Að hans sögn er ekki
raunhæft að halda tekjulausum
fyrirtækjum opnum svo mánuðum
eða árum skipti. „Það er alveg ljóst
að ef það verða hömlur í eitt eða eitt
og hálft ár þá þarf að fá lausnir sem
gera fyrirtækjum kleift að vera lok-
uð í þann tíma. Það þarf hið minnsta
að gera fyrirtækjum kleift að bregð-
ast við þeirri sviðsmynd,“ segir Jó-
hannes og bætir við að rekstur í slíku
ástandi sé til einskis.
Ef af verður má reikna með að
fjöldi fyrirtækjanna, sem loka þarf
tímabundið hið minnsta, hlaupi á
þúsundum. Það er jafnframt meiri-
hluti fyrirtækja sem starfa á sviði
ferðaþjónustu hér á landi. Segir Jó-
hannes að kanna verði leiðir sem
komi í veg fyrir gjaldþrot um-
ræddra fyrirtækja.
Gylfi Magnússon, dósent við HÍ,
tekur í svipaðan streng og segir að
búast megi við að vandi ferðaþjón-
ustunnar verði langvarandi. Bendir
Gylfi á að viðbúið sé að langan tíma
muni taka að fá sambærilegar far-
þegatölur og landsmenn áttu að
venjast áður en faraldurinn skall á.
Fram kom á blaðamannafundi Al-
mannavarna í gær að kona úr bak-
varðasveit Heilbrigðisstofnunar
Vestfjarða hefði verið handtekin,
grunuð um að hafa falsað skjöl um
menntun og starfsleyfi sín sem
sjúkraliði. Á fundinum kom einnig
fram að ein kona hefði látist af völd-
um veirunnar. Látnir eru nú 7 tals-
ins.
MKórónuveiran »2, 4, 19, 22-25
Þúsundum verður lokað
Loka verður meirihluta fyrirtækja í ferðaþjónustu ef takmarkanir vara lengi
Morgunblaðið/Eggert
Gleðilega páska!
Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrr-
verandi forseti
Íslands, segir að
Íslendingar verði
að takast á við
kórónuveiru-
faraldurinn af
æðruleysi og
virðingu fyrir
samborgurum
okkar. Þannig
hafi Íslendingar tekist á við áföll í
gegnum aldirnar með hugarfarinu
að öll él birti upp um síðir. Vigdís
verður níræð á miðvikudaginn og í
Sunnudagsmogga er ævi hennar og
ferill rakinn í ítarlegu viðtali.
Með æðruleysi og
virðingu fyrir öðrum
Vigdís
Finnbogadóttir