Morgunblaðið - 11.04.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
339.000 kr.
Tilboðsverð
BREKKA 34 - 9 fm
498.000 kr.
Tilboðsverð
STAPI - 14,98 fm
389.000 kr.
Tilboðsverð
NAUST - 14,44 fm
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þó að samkomubann sé ríkjandi í miðjum veirufaraldri mælir ekkert á
móti því að skreyta umhverfið í tilefni páskahátíðarinnar, líkt og þessi
starfsmaður Reykjavíkurborgar gerði á Lækjartorgi í vikunni. Blómin
gleðja augað og minna okkur í leiðinni á páskana og vorkomuna.
Morgunblaðið/Eggert
Páskablómin sett niður
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Tekjurnar þessa háönnina eru að
mestu farnar. Svo gæti farið að fyrir-
tækin yrðu tekjulaus fram eftir ári
og jafnvel út þetta ár,“ segir Jóhann-
es Þór Skúlason, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF),
um áhrif kórónuveirunnar á ferða-
þjónustuna. Greinin hefur verið í
brennidepli undanfarnar vikur, en
nú síðast var haft
eftir Lilju Al-
freðsdóttur,
mennta- og
menningarmála-
ráðherra og vara-
formanni Fram-
sóknarflokksins,
að afar ósennilegt
væri að opnast
mundi fyrir flæði
fólks til og frá
landinu fyrr en
hægt yrði að bólusetja fólk gegn
veirunni. Lét hún ummælin falla í
Viðskiptapúlsinum, hlaðvarpi Við-
skiptaMoggans, en sérfræðingar
telja að bóluefni verði ekki tilbúið
fyrr en að ári liðnu.
Segir Jóhannes að fari svo að
ferðatakmarkanir verði á flæði fólks
til og frá landinu næstu mánuði muni
fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja hér á
landi þurfa að horfa til þess að hætta
starfsemi. Þá sé ekki raunhæft að
halda fyrirtækjum sem eru tekjulaus
opnum svo mánuðum eða árum
skipti. „Það er alveg ljóst að ef það
verða hömlur í eitt eða eitt og hálft
ár þá þarf að fá lausnir sem gera fyr-
irtækjum kleift að vera lokuð í þann
tíma. Það þarf hið minnsta að gera
fyrirtækjum kleift að bregðast við
þeirri sviðsmynd,“ segir Jóhannes
og bætir við að rekstur í slíku
ástandi sé til einskis. „Það er óþarfa
eyðsla á peningum hjá fyrirtæki sem
á ekki von á neinum tekjum. En
þetta fer auðvitað eftir stöðu fyrir-
tækjanna, staðan er ekki eins alls
staðar,“ segir Jóhannes.
Nokkur þúsund fyrirtæki hætti
Fari svo að loka þurfi meirihluta
ferðaþjónustufyrirtækja er um að
ræða rekstrarstöðvun nokkur þús-
und fyrirtækja. Ef af verður segir
Jóhannes að tryggja þurfi að fyrir-
tækin verði ekki gjaldþrota. Slíkt
geti hægt á viðspyrnunni þegar
áhrifa kórónuveirunnar er hætt að
gæta. „Þetta fer eftir því hvað ríkið
ætlar að gera. Það er betra að
tryggja að fyrirtækin verði ekki
gjaldþrota og þurfi þannig að byrja
upp á nýtt. Við verðum sneggri að
snúa efnahagslífinu við ef við höldum
fyrirtækjunum gangandi,“ segir Jó-
hannes og bendir á að staða fyrir-
tækjanna sé misjöfn. Sum geti haldið
í einhverja starfsmenn á meðan önn-
ur þyrftu að loka alveg tímabundið.
Þá segir Jóhannes að setja verði
fyrirvara við ummæli fyrrnefnds
ráðherra þar sem umrædd sviðs-
mynd er ekki opinber stefna ríkis-
stjórnarinnar. Þetta sé hins vegar
sviðsmynd sem ekki sé hægt að úti-
loka þó dökk sé. „Ríkisstjórnin hefur
ekki gefið út að það sé opinber stefna
hennar að hömlur verði á ferðum
fólks til og frá landinu þar til bólu-
efni kemur. Það er þó ekki hægt að
útiloka að hér verði hömlur í marga
mánuði,“ segir Jóhannes og bætir
við að bíða þurfi og sjá hvernig við-
brögð annarra ríkja verða. „Við bú-
um við gríðarlega óvissu og ekki þá
endilega af því að við vitum ekki hver
okkar viðbrögð verða heldur einnig
annarra ríkja. Mér finnst mikilvægt
að við séum ekki að gefa slík ummæli
út í umheiminn áður en við sjáum
betur hvernig ástandið mun þróast,“
segir Jóhannes.
230 milljarða velta í fyrra
Spurður hvernig viðbrögð fyrir-
tækjaeigenda í ferðaþjónustu hafi
verið segir Jóhannes að þeim hafi
brugðið. „Þetta er gríðarlega svört
sviðsmynd. Fólki er því brugðið,“
segir Jóhannes.
Heildarkortavelta erlendra ferða-
manna hér á landi í fyrra nam ríflega
230 milljörðum króna. Þá eru heild-
arútgjöld þeirra hér á landi jafn-
framt talsvert meiri. Bendir Jóhann-
es á að Íslendingar búi við
umtalsvert minni innanlandsmarkað
í ferðaþjónustu en önnur lönd. Sök-
um smæðar geti ferðalög Íslendinga
því ekki vegið upp á móti fækkun
ferðamanna. „Markaðurinn innan-
lands er mjög mikilvægur en hann
kemur aldrei til móts við tekjufall af
erlendum ferðamönnum. Það er
hvergi í heiminum og að því sögðu þá
eru flest lönd með stærri innan-
landsmarkað en við,“ segir Jóhannes
Þór.
Ástandið martröð líkast
Farið gæti svo að loka þyrfti meirihluta fyrirtækja í ferðaþjónustu Fjöldi
fyrirtækjanna hleypur á þúsundum Líkur á algjöru tekjuleysi fram eftir ári
Morgunblaðið/Eggert
Hrun Ferðaþjónustan hér á landi er í slæmri stöðu, sem gæti versnað enn meir þegar líður á árið.
Engin ákvörðun
hefur verið tekin
innan ríkisstjórn-
arinnar um að
ekki verði opnað
fyrir flæði fólks
til og frá landinu
fyrr en hægt
verður að bólu-
setja gegn kór-
ónuveirunni.
Þetta kom fram í færslu hjá Þórdísi
Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur,
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp-
unarráðherra, á Facebook í fyrra-
dag. Vísaði hún þar í ummæli Lilju
Alfreðsdóttur, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, í Við-
skiptapúlsinum, hlaðvarpi Við-
skiptaMoggans.
„Þessi ummæli hafa skiljanlega
vakið alvarlegar spurningar, ekki
síst innan ferðaþjónustunnar þar
sem mjög alvarleg staða er uppi nú
þegar. Að gefnu tilefni finnst mér
mikilvægt að það komi fram að það
hefur engin ákvörðun verið tekin
um þetta enda yrði slík meiriháttar
stefnubreyting alltaf kynnt með
formlegum og viðeigandi hætti,“
skrifaði Þórdís en hún svaraði ekki
ítrekuðum skilaboðum mbl.is í gær.
Ákvörðun yrði kynnt formlega
RÍKISSTJÓRNIN HEFUR EKKI TEKIÐ FORMLEGA ÁKVÖRÐUN
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
Morgunblaðið kemur næst út
þriðjudaginn 14. apríl.
Fréttaþjónusta verður um
páskana á mbl.is. Hægt er að
koma ábendingum um fréttir
á netfangið netfrett@mbl.is.
Áskrifendaþjónusta er opin
í dag, laugardag, frá kl. 8-12.
Lokað verður á páskadag og
annan í páskum. Símanúmer
áskrifendaþjónustunnar er
569-1122 og netfangið
askrift@mbl.is. Áskriftar-
þjónustan fer svo af stað
þriðjudaginn 14. apríl kl. 7.
Bóka má dánartilkynn-
ingar á mbl.is. Minningar-
greinar vegna útfara þriðju-
daginn 14. apríl og
miðvikudaginn 15. apríl
þurfa að hafa borist blaðinu
eigi síðar en á hádegi á
morgun, páskadag.
Fréttaþjónusta
mbl.is um páskana
Jóhannes Þór
Skúlason
Samninganefndir ríkisins og Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa
náð samkomulagi um gerð kjara-
samnings og undirrituðu hann á
fimmta tímanum í
gær.
Samninga-
nefndirnar hafa
fundað stíft síð-
ustu daga en
samningur hjúkr-
unarfræðinga við
ríkið hafði verið
laus frá því í mars
á síðasta ári.
Deilunni var vís-
að til ríkis-
sáttasemjara 21. febrúar síðastlið-
inn.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga, segist ánægð með samninginn
og mælir með honum við félagsmenn
sína.
Hún segir stærstu kjarabætur fé-
lagsmanna felast í breytingum á
vaktavinnufyrirkomulagi og stytt-
ingu vinnuvikunnar hjá þeim hópi,
úr 40 stundum niður í 36. Þær breyt-
ingar byggjast á samkomulagi svo-
kallaðs vaktavinnuhóps ýmissa
stéttarfélaga og viðsemjenda þeirra,
og hafa nýundirritaðir kjarasamn-
ingar BSRB og fleiri stéttarfélaga
tekið mið af því.
Aðspurð segir Guðbjörg að
„launaliðurinn“ hafi lengi verið til
umræðu eftir að náðst hafi sam-
komulag um ýmsa aðra þætti. Hún
vill þó ekki nefna neinar prósentu-
hækkanir að svo stöddu. Stefnt er að
því að samningurinn verði kynntur
félagsmönnum í næstu viku og að
því búnu lagður í atkvæðagreiðslu.
alexander@mbl.is
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Fundurinn Af samningafundinum
sem fram fór í Karphúsinu í gær.
Sátt með
nýjan
samning
Hjúkrunarfræð-
ingar sömdu við ríkið
Guðbjörg
Pálsdóttir