Morgunblaðið - 11.04.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.2020, Blaðsíða 6
Prestsembætti end- urvakið í Danmörku Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Embætti sendiráðsprests í Kaup- mannahöfn hefur verið endur- vakið, en það var lagt niður í kjöl- far bankahrunsins 2008. Auglýst var eftir presti til að gegna embættinu og bárust fjórar umsóknir. Þau sóttu um: Séra Hannes Björnsson, sr. Jóhanna Magnúsdóttir, sr. Kristinn Jens Sigurþórsson og sr. Sigfús Krist- jánsson. Umsóknir fara nú til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta. Biskup ræður í embætti sér- þjónustuprests að fenginni niður- stöðu matsnefndar og tekur prest- urinn við 1. ágúst 2020. Embættið er eitt af störfum sérþjónustu- presta þjóðkirkjunnar og lýtur til- sjón prófasts Reykjavíkurpró- fastsdæmis vestra. Sr. Jónas Gíslason (1926-1998), síðast vígslubiskup í Skálholti, var fyrsti prestur Íslendinga í Kaupmannahöfn á vegum ís- lenska ríkisins/ síðar kirkjunnar en það var árið 1964. Séra Þórir Jökull Þor- steinsson var síðast formlegur prestur Íslendinga með aðsetur í Kaupmannahöfn en hann er nú prestur í Noregi (hjá norsku kirkjunni). Séra Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Gautaborg í Svíþjóð, hefur sinnt söfnuðinum í Danmörku eftir að embættið þar var lagt niður. Presturinn hefur aðsetur í sendiráði Íslands í Kaupmanna- höfn. Íslenskar guðsþjónustur eru að jafnaði einu sinni í mánuði í Skt. Pauls kirkju og kirkjukaffi í Jónshúsi á eftir. Kirkjustarfið liggur nú niðri vegna veirufarald- ursins. Eftir bankahrunið var prests- embættið í London einnig lagt af. Söfnuðinum þar hefur verið sinnt af prestum á Íslandi. Engin ákvörðun liggur fyrir um það hvort og þá hvenær embættið í London verður endurvakið.  Var lagt niður í kjölfar hruns bank- anna árið 2008 Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020 UMHVERFISVÆNI RUSLAPOKINN Umhverfisvæna ruslapokann má nálgast í öllum helstu verslunum Hugsum áður en við hendum! Umhverfisvæni ruslapokinn er úr maíssterkju sem brotnar niður á nokkrum vikum án þess að valda skaða í náttúrunni. Umhverfisvæni ruslapokinn er með handföngum og passar vel í ruslatunnur á heimilum eða sem burðarpoki í verslunum. Upp hafa komið rökstuddar efa- semdir um að tilskipun Evrópu- þingsins og -ráðsins um þjónustu á innri markaðnum og til vara grein EES-samningsins um staðfesturétt eigi við um raforkuframleiðslu. Því hafa íslensk stjórnvöld ákveð- ið að fresta fyrirhuguðum lagabreyt- ingum uns betri vissa verður fengin fyrir því hvaða þjóðréttarlegu skuld- bindingar hvíla á íslenska ríkinu að þessu leyti. Frumvarpið verður því ekki lagt fyrir á Alþingi á þessum vetri. Þetta kemur fram í svari forsætis- ráðuneytisins við fyrirspurn frá fé- lagasamtökunum Frjálst land þar sem spurt var hvort fjárfestar í Evr- ópusambandinu myndu sitja við sama borð og íslensk fyrirtæki í al- mannaeigu við úthlutun nýtingar- réttar fallvatna og jarðvarma og við fyrirskipaða reglulega endurnýjun nýtingar orkuauðlinda, og greint var frá á Viljanum. Pólitísk ákvörðun Samtökin höfðu vísað í þingmála- skrá yfirstandandi þings, þar sem boðað var frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða nýtingu orkuauðlinda á opinberu forræði. Sigurbjörn Svavarsson hjá Frjálsu landi segir merkilegt að eftir að fullbúið frumvarp sé klárt og að baki séu margra ára bréfaskriftir ís- lenskra stjórnvalda og hótanir ESA skuli þó rökstuddar efasemdir vera það sterkar að málið hafi verið dreg- ið til baka á síðustu stundu. „Líklegra er þó að um pólitíska ákvörðun sé að ræða, annaðhvort til að draga málið á langinn og forðast óþægileg átök um málið svo stuttu fyrir kosningar, eða, sem ólíklegra er, að íslensk stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um, eins og Norðmenn, að standa gegn túlkun ESA og ganga gegn hugsanlegum dómi EFTA- dómstólsins síðar. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu málsins,“ sagði hann í samtali við Viljann. Fresta frum- varpi um nýt- ingu auðlinda  Ráðuneyti svarar Frjálsu landi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Raforka Deilt er bæði hér á landi og víðar um nýtingu orkuauðlinda. Blíðskaparveður var sunnanlands á skírdag og margir nýttu sér aðstæður og tíndu kræklingaskeljar í Hval- firði. Mikið er af skel við ósa Fossár í firðinum inn- anverðum og á útfiri voru margir úti á sjávarkambi með ílát og varð vel til fanga. Þeirra á meðal voru Jens Bjarnason og Sigríður Ágústsdóttir úr Reykjavík, Bjarni Gunnar sonur þeirra og Tryggvi Hreinn Gunn- arsson, vinur hans, sem er lengst til vinstri á myndinni. „Þetta var skemmileg stund en aðaltilgangurinn var nú samt sá að komast út í frískt loft nú í samkomubann- inu,“ segir Jens og bætir við að fjölskyldan verði með krækling á borðum í kvöld, laugardag, matreiddan eft- ir kúnstarinnar reglum. Sú þumalputtaregla gildir að óhætt sé að fara í kræklingafjöru þegar líðandi er sá mánuður sem hefur r- í heitinu. Því er enn óhætt reglunni samkvæmt að safna sér mat með þessum hætti en frá maí til og með ágúst er ekki ráðlegt að fara í fjöru til mataröflunar því þá aukast þörungablómi og eiturefni í samræmi við hærra hitastig sjávar. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tíndu krækling í Hvalfirði Ef fresta ætti sektum fyrir notkun nagladekkja eftir 15. apríl vegna út- breiðslu kórónuveiru hérlendis þyrfti að setja sérreglugerð um frestun vegna utanaðkomandi aðstæðna, að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarð- stjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið leitaði til hans til að kanna hvort fresta ætti sektum vegna nagladekkja svo örtröð yrði ekki á dekkjaverkstæðum með tilheyrandi smithættu en notkun nagladekkja er óheimil frá og með 15. apríl. „Við erum svo sum ekkert byrj- aðir að spá í það,“ sagði Árni. Veðurfarslegar aðstæður geta frestað því að sekt- að sé vegna nagla- dekkja en að sögn Árna er það metið hverju sinni hvenær tímabært sé að fólk skipti um dekk. „Umferðarlögin eru alveg við lýði þó að kórónuveiran sé í gangi. Reglur um hámarkshraða eru enn gildar og þetta er bara alveg eins lagabálkur en í þessari reglugerð er tekið fram að veðurfarslegar ástæður geti frestað því að sektað sé fyrir nagladekk.“ Ákvörðun um frestun vegna veð- urfars hefur ekki verið tekin. Að- spurður segir Árni um að gera fyrir þá sem búa á suðvesturhorninu að drífa sig með bílinn í dekkjaskipti. ragnhildur@mbl.is Styttist í að dekkin fari af Árni Friðleifsson Íslenska utanríkisþjónustan fagnar 80 ára afmæli í dag. Af því tilefni hefur Guðni Th. Jóhannesson, for- seti Íslands, sent utanríkis- og þró- unarsamvinnuráðherra og starfs- liði utanríkisþjónustunnar heillaóskir og þakkir fyrir farsæl og giftudrjúg störf. Forseti segir í bréfi sínu að fulltrúar utanríkis- þjónustunnar hafi frá upphafi sinnt þörfum Íslands á alþjóðavettvangi og viðfangsefnin hafi verið fjöl- þætt. Guðlaugur Þór hefur þakkað for- seta hlýjar kveðjur, segir í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu. »18 Utanríkisráðuneytið fær kveðju frá forseta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.