Morgunblaðið - 11.04.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
a t h . l o k a ð u m p á s k a n a 9 . - 1 3 . a p r í l
v e f v e r s l u n o p i n a l l a n s ó l a h r i n g i n n
recast svefnsófi kr. 149.900
vandaðir og góðir svefnsófar frá innovation living denmark - skoðaðu úrvalið á linan.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
NÝVEFVERSLUN
www.hjahrafnhildi.is
20%afsláttur af öllumBITTE
KAI RANDvörum í vefverslun
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgið okkur á facebook
FISLÉTTIR DÚN
OG VATTJAKKAR
MARGIR LITIR
FRÁ KR.
19.900
GLEÐILEGA PÁSKA
Opið 12.00-16.00
Frí heimsending
Lyfjastofnun hefur veitt undanþágur frá öryggiskröfum
lækningatækja fyrir einstaka lækningatæki vegna
kórónuveirufaraldursins.
Stofnunin hefur heimild til þess að veita undanþágur
vegna einstaka tækja ef notkun þeirra er í þágu heilsu-
verndar, lýðheilsu og almannaheillar.
Almennt er eingöngu heimilt að markaðssetja og nota
lækningatæki sem uppfylla öryggiskröfur sem gerðar eru
samkvæmt lögum um lækningatæki og reglugerðum sem stoð eiga í lögum.
Þá þurfa umboðsaðilar, heildsalar og aðrir sem hyggjast flytja út hlífðar-
fatnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk til 25. apríl næstkomandi að upplýsa Lyfja-
stofnun um útflutninginn. Er þetta hluti af viðbragðsáætun stofunarinnar
vegna kórónuveirufaraldursins og byggist á reglugerð sem heilbrigðisráð-
hera setti 2. apríl síðastliðinn.
Einstaka lækningatæki undanþegin reglum
Hlífðarfatnaður
Undanþágur veittar.
Gísli Gunnarsson, pró-
fessor eremitus, lést á
heimili sínu þriðjudag-
inn 7. apríl síðastlið-
inn, 82 ára að aldri.
Hann fæddist 19.
mars árið 1938 í
Reykjavík, sonur
hjónanna Málfríðar
Gísladóttur og Gunn-
ars Jóhannessonar.
Gísli lauk MA-prófi
í sagnfræði og hag-
fræði við Háskólann í
Edinborg 1961 og
doktorsprófi í hagsögu
frá Háskólanum í
Lundi 1983. Hann var gagnfræða-
skólakennari á árunum 1961-1972,
kennari í sagnfræði við Háskóla
Íslands frá 1982 og prófessor frá
1997 við sama skóla. Gísli vakti
mikla athygli fyrir rannsóknir sín-
ar, einkum á sviði hagsögu og
liggja eftir hann nokkur rit, þar á
meðal Upp er boðið Ísaland. Ein-
okunarverslun og íslenskt sam-
félag 1602-1787.
Gísli bjó yfir sterkri réttlætis-
kennd og naut sín vel í rökræðum.
Hann var mikill
áhugamaður um
stjórnmál og starfaði
árum saman á vinstri
væng stjórnmálanna.
Hann fylgdist sér-
staklega vel með
alþjóðastjórnmálum
og var virkur í félag-
inu Ísland-Palestína.
Hann var enn fremur
einn af stofnendum
Siðmenntar.
Gísli lætur eftir sig
eiginkonu, Sigríði
Ingileifu Sigurbjörns-
dóttur, fv. gjaldkera
hjá Reykjavíkurhöfn. Hann lætur
auk þess eftir sig þrjár dætur;
Birnu, Málfríði og Ingileifu og sex
barnabörn.
Jarðarförin mun fara fram í
kyrrþey með nánustu aðstand-
endum. Minningarathöfn verður
haldin þegar samkomubanni hefur
verið aflétt og verður auglýst síð-
ar. Þeir sem vilja minnast hans
geta styrkt sjóði Krabbameins-
félagsins eða Félag langveikra
barna.
Andlát
Gísli Gunnarsson
Atvinna
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Stefnt er að því að hefjast handa
fljótlega eftir páska við endurbygg-
ingu á garðskála Garðyrkjuskólans á
Reykjum í Ölfusi. Í óveðri um síð-
ustu helgi urðu allmiklar skemmdir
á skálanum, þegar plastplötur fuku
af þaki og austurvegg bygging-
arinnar svo inn komst snjór og
krapi.
Framkvæmdum flýtt
Lauslega áætlað tjón í óveðrinu
var um 5-6 milljónir kr. en hins veg-
ar var búið að ákveða að fara í end-
urbyggingu alls skálans og áformað
var að ráðast í það verkefni í vor-
byrjun, segir Guðríður Helgadóttir,
starfsmaður á Reykjum.
Hjá Framkvæmdasýslu ríkisins
hefur því verið ákveðið að í stað
bráðabirgða-
viðgerðar verði
umfangsmeiri
framkvæmdum
flýtt um nokkrar
vikur, enda höfðu
fjárveitingar til
verkefnisins verið
tryggðar á fjár-
lögum. Því fer allt
í gang innan
skamms, enda
ekki eftir neinu að bíða ef svo mætti
segja.
Er reiknað með að verkefnið
framundan kosti ríflega 150 millj-
ónir króna, en þegar hafa ýmsar
endurbætur verið gerðar á húsa-
kosti á Reykjum undanfarin tvö til
þrjú ár. Þar hefur verið starfræktur
garðyrkjuskóli frá árinu 1939, en
hann varð hluti af Landbúnaðarhá-
skóla Íslands við stofnun hans árið
2005. Margar byggingar á staðnum
eru komnar til ára sinna og eru í
slæmu ástandi, enda hefur fjármagn
til viðhalds þeirra í langan tíma verið
mjög takmarkað. Nokkrar úrbætur
hafa þó verið gerðar eins og áður var
nefnt og ónýt hús rifin, en betur má
ef duga skal, að sögn Guðríðar.
Margra ára barátta
„Að fá peninga til viðhalds-
framkvæmda var margra ára bar-
átta og töluverðar endurbætur hafa
verið gerðar á húsakosti okkar á
undanförnum árum,“ segir Guðríður
Helgadóttir.
„Garðskálinn, sem er hjartað og
sálin hér á Reykjum, hefur hins veg-
ar beðið en núna er röðin loksins
komin að honum. Verktakinn er
tilbúinn og hefst væntanlega handa
um varanlegar endurbætur á skál-
anum nú síðar í apríl.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Garðyrkjuskólinn Plastplötur fuku og flettust af þaki gróðurskálans sem nú stendur opinn fyrir veðri og vindum.
Endurbygging gróður-
skála áformuð fljótlega
Endurbætur 150 millj. kr. Húsin í slæmu ástandi
Guðríður
Helgadóttir