Morgunblaðið - 11.04.2020, Síða 14
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Kórónufaraldurinn litarvissulega allt manns lífþessa dagana og ég reynieins og aðrir að gera það
besta úr þessu. Ég er í heimavist,
sjálfskipaðri sóttkví og þegar ég
vakna á hverjum morgni finnst mér
þetta ástand mjög óraunverulegt.
Maður trúir varla að þetta sé að ger-
ast,“ segir Jónína Leósdóttir rithöf-
undur sem hélt að hún gæti mögu-
lega verið með covid, því hún veiktist
illa, var með háan hita og önnur co-
vid-einkenni. Hún þurfti því að fara í
sýnatöku.
„Ég keyrði út í heilsugæslu með
39 stiga hita og rúllaði niður rúðunni
og þrír geimfarar komu út til að taka
sýni. Þetta var mjög súrrealísk upp-
lifun og sem betur fer var ég ekki
með covid, en ég finn til með þeim
sem greinast jákvæðir, því þetta er
dauðans alvara,“ segir Jónína sem
sendi nú í vor frá sér fimmtu bókina
um Eddu á Birkimelnum, rúmlega
sextuga konu sem er mikill töffari og
hjálpar til við að leysa glæpamál.
„Nú eru allir að lesa mikið svo
ég er mjög ánægð með að bókin mín
sé nýkomin út. Allar bækurnar mín-
ar um Eddu hafa komið út að vori,
en fram að því hafði ég alltaf verið
með bók fyrir jólin. Mér finnst ég
njóta þess betur að senda frá mér
bækur að vori og þær fá meira pláss,
þær drukkna ekki í bókaflóðinu í
desember. Ég sá á nýlegum lista að
Edda mín var komin í þriðja sæti yf-
ir mest seldu bækurnar í mars. Ég
get sannarlega glaðst yfir þeim góðu
viðtökum og gott að vita af Eddu
stytta fólki stundir nú þegar lands-
menn eru í heimavist.“
Fylgdist með í sérríboðum
Jónína segist á sínum tíma hafa
sest sérstaklega niður til að skapa
þessa persónu, hana Eddu.
„Ég gerði það til þess að sýna
að konur þarf ekki að afskrifa þó
þær séu að nálgast eftirlaunaaldur.
Það er töggur í okkur ennþá,“ segir
Jónína og hlær.
Edda er kraftmikil og marg-
slungin manneskja, orðheppin og
rösk, en alls ekki full-
komin, hún fer til dæmis
oft fram úr sjálfri sér og
lætur stundum orð falla
sem betur hefðu verið
ósögð.
„Edda gerir mis-
tök eins og við öll. Hún
dansar á línunni milli
hjálpsemi og af-
skiptasemi, og þess að
vera óþolandi og að
vera skemmtileg.“
Þegar Jónína er
spurð að því hvort
sögupersónan Edda
eigi fyrirmynd í
raunheimum eða
hvort eitthvað af henni sjálfri búi í
henni, svarar hún því til að Edda sé
týpan sem hún sjálf vildi svo gjarnan
vera.
„Ég vildi að ég væri þessi
hressa týpa og drífandi sem Edda
er, og alltaf að bjóða öllum í mat, en
það er bara ekki ég. Ég byggi Eddu
svolítið á konum úr bernsku minni,
en ég ólst upp í fjölskylduhúsi þar
sem bjuggu ógiftar systur pabba
míns og þær ólu mig ekki síður upp
en foreldrar mínir.
Þær voru mjög hress-
ar og voru oft með boð
þar sem þær gáfu vin-
konum sínum sérrí,
kökur og kaffi. Þá
fylltist stofan af Edd-
um og ég fékk að fylgj-
ast með þessum boð-
um, þegar konur komu
saman og slepptu svolít-
ið fram af sér beislinu.
Frá þessum fundum hef
ég til dæmis dönsku-
sletturnar og fleira í fari
Eddu.
Áherslan hjá mér í
Eddubókunum er á per-
sónusköpunina og fólkið í sögunni.
Ég hef mikinn áhuga á að skrifa um
fólk og hvernig það tengist og allt
það sem kemur upp í mannlegum
samskiptum. Þó í þessum bókum sé
ævinlega einhver glæpur framinn,
þá vil ég ekki að það flæði blóð um
stræti, ég velti mér ekki upp úr ein-
hverju mjög ógeðslegu.“
Fórnarlömb hefndarárása
Í öllum bókunum um Eddu hef-
ur Jónína tekið fyrir einhver ákveðin
samfélagsleg málefni, oftast tvö í
hverri bók, og er nýja bókin engin
undantekning. Þar fjallar hún m.a.
um hefndarglæpi.
„Ég tek alltaf eitthvað fyrir sem
mig langar að varpa ljósi á og fá fólk
til að hugsa um, en þó ekki þannig að
ég sé að messa yfir fólki eða skrifa
félagsfræðiritgerð. Ég horfi mikið á
BBC-sjónvarpsstöðina og þar er
mikið fjallað um hefndarglæpi. Þetta
fyrirbæri hefur setið í mér frá því ég
sá leikrit í London fyrir nokkrum ár-
um sem fjallaði um fórnarlömb
hefndarárása og þau sem léku voru
raunveruleg fórnarlömb sem sýndu
þar örin sín. Þetta var mjög áhrifa-
mikið og síðan þá hefur verið á
stefnuskránni hjá mér að skrifa bók
sem fjallar um þessi málefni,“ segir
Jónína og bætir við að hin fléttan í
nýju bókinni fjalli um unglings-
stelpur sem komast í hann krappan
vegna þeirrar litlu stjórnar sem fólk
getur haft á samfélagsmiðlum.
„Ég les mér alltaf mikið til um
það sem ég fjalla um. Fyrst fæ ég
hugmynd um málefni sem ég vil
fjalla um og síðan finn ég leið til að
blanda Eddu inn í það.“
Leyfi öðrum að kíkja inn
Vettvangur glæpsins sem sagan
hverfist um er á Þingvöllum og fær-
ast leikar yfir í hús sem ætlað er ein-
vörðungu þjóðhöfðingjum og fyrir-
mennum. Þetta hús á Þingvöllum er
ekki opið almenningi og í ljósi þess
að Jónína er maki fyrrverandi for-
sætisráðherra er hægt að gera ráð
fyrir að hún þekki hvernig er innan-
stokks í því húsi og geti fyrir vikið
lýst því svo vel sem raun ber vitni.
„Mig hefur oft langað til að
leyfa einhverjum öðrum að kíkja inn
í þetta hús í gegnum persónu í bók.
Ég lét það eftir mér núna. Fólk
ímyndar sér eflaust að þarna sem
boðið er drottningum, kóngum og
forsætisráðherrum séu glæsilegir
veislusalir, en þetta er fábreyttara
en fólk heldur, enda verður Edda
fyrir þó nokkrum vonbrigðum.“
Ég lifði á Agöthu Christie
Jónína segist halda mikið upp á
glæpadrottninguna Agöthu Christie,
þar sem Hercule Poirot og Miss
Jane Marple leysa morðgátur af
sinni alkunnu snilld.
„Ég hef lesið allar bækur
Agöthu Christie. Þegar ég bjó í
Bretlandi þá tók mig tvo tíma að
ferðast með lest til vinnu og svo aft-
ur tvo tíma að fara heim. Við slíkar
aðstæður verður maður að hafa eitt-
hvað að lesa og ég lifði á Agöthu
Christie. Maður verður að gleyma
sér með því að hverfa inn í heim bók-
ar í svo löngum lestarferðum og
helst þarf það að vera spennandi
bók. Þegar ég skapaði Eddu varð
mér vissulega hugsað til Miss
Marple sem er líka kona sem allir
vanmeta af því hún er orðin fullorðin
og situr með prjónana.“
Ekki er hægt að sleppa því að
spyrja hvort Jónína geti sagt skilið
við Eddu eftir þeirra löngu samveru,
en hún hefur sagt að bækurnar um
Eddu yrðu ekki fleiri en fimm. Fáum
við lesendur þá aldrei framar að
fylgja Eddu og hennar fólki við að
leysa flókin mál, bæði persónuleg og
glæpsamleg?
„Hún er í hvíld núna. Ég kem
ekki með Eddubók á næsta ári. Ég
er samt ekki búin að afgreiða hana í
eitt skipti fyrir öll, hún er bara að
hvíla sig. Ég held hún komi fílefld til
baka einn daginn.“
Ennþá er töggur í okkur
Jónína skapaði Eddu á
Birkimelnum til að sýna
að ástæðulaust er að af-
skrifa konur þó þær séu
að nálgast eftirlauna-
aldur. Edda er kraftmik-
ill töffari sem leysir
margslungin glæpamál.
Morgunblaðið/RAX
Rithöfundurinn Jónína „Ég vildi svo gjarnan að ég væri þessi hressa týpa og drífandi sem hún Edda er.“
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Nú þegar vorið er svo kalt sem raun
ber vitni og víða mikill snjór er áríð-
andi að mannfólk hlúi að smáfugl-
unum. Þessir litlu fiðruðu vinir okkar
sem gleðja okkur með nærveru sinni,
flögrandi um svo kátir og syngja inn
betri tíð, þeir eiga skilið að við gauk-
um að þeim góðgæti. Þeir eru sólgnir
í fitu, orkumikinn mat, og nú þegar
fólk heldur kyrru fyrir heima er lag að
fylgjast með fuglunum utan við heim-
ilið og létta þeim lífið með því að gefa
þeim mat. Öll fjölskyldan, því börn
njóta þess að hugsa um dýr og læra
um hegðun þeirra.
Kalt vor fyrir smáfuglana
Hlúið að fiðr-
uðu vinunum