Morgunblaðið - 11.04.2020, Side 18

Morgunblaðið - 11.04.2020, Side 18
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Kaupmannahöfn Anna Stephensen og Tryggvi Sveinbjörnsson sendiráðsritari í afgreiðslusal sendiráðsins 1930. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þess er nú minnst að 80 ár eru liðin frá því að Ísland tók meðferð utan- ríkismála í eigin hendur og utanrík- ismáladeild Stjórnarráðsins var gerð að utanrík- isráðuneyti. Þetta var 10. apr- íl 1940 og markar upphaf íslenskrar utanríkisþjón- ustu. Í ár verður þess einnig minnst að 100 ár eru liðin frá því að sendiráð Ís- lands í Kaup- mannahöfn, fyrsta sendiráð Íslands var opnað. Af þessu tilefni hefur utanrík- isráðuneytið sett upp sérstakan af- mælisvef þar sem sagan er rifjuð upp. Þar er að finna sögulegt yfirlit þar sem stiklað er á stóru um helstu þætti í starfsemi utanríkisþjónust- unnar á þessum árum. 43 ár í sendiráðinu Allar æðstu stöður í utanrík- isþjónustunni voru lengst af skip- aðar körlum. Hér verður hins vegar staldrað við frásögn af fyrstu kon- unni sem öðlaðist diplómatísk rétt- indi, Önnu Stephensen. Hún varð þó aldrei sendiherra þótt hún hefði sómt sér vel í slíku hlutverki. Það var ekki fyrr en 1991 sem kona komst í hóp sendiherra. Það var Sig- ríður Snævarr. Anna hóf störf í íslenska sendi- ráðinu í Kaupmannahöfn 1. desem- ber 1929 og lét af störfum að eigin ósk 1. júní 1972. Hún átti eftir að verða einn reyndasti starfsmaður utanríkisþjónustunnar en hún starf- aði samfleytt í sendiráðinu í Kaup- mannahöfn í 43 ár, í tíð sjö sendi- herra. Hún var oft staðgengill í fjarveru þeirra og sat einnig fjöl- marga norræna fundi. Í minningarorðum Önnu S. Snorradóttur útvarpskonu um nöfnu sína og vinkonu í Morgunblaðinu haustið 1989 segir að Anna hafi notið mikils trausts í utanríkisþjónust- unni. „Ég sagði stundum við þessa góðu nöfnu mína, að það hlyti að koma að því, að hún yrði gerð að sendiherra og sannarlega hefði hún sómt sér vel í slíkri stöðu.“ Þegar Anna var spurð að því við starfslokin hvað væri eftirminnileg- ast á ferli hennar voru erfiðleikarnir á stríðsárunum ofarlega í huga hennar. „Þá var oft þröngt í búi hjá löndum hér, ekki síst stúdentunum. Hafði sendiráðið þá fyrirmæli um það að heiman að greiða götu þeirra. En það hefur verið ánægjulegt að vera með í að byggja upp fyrsta sendiráð Íslands. Ég hefi aldrei þjáðst af heimþrá nema á stríðs- árunum.“ Glæsileg kona og tíguleg Anna fæddist 14. október 1905 og lést 30. janúar 1989. Hún stundaði nám við verslunarskóla í Kaup- mannahöfn árin 1923-24 og vann á skrifstofu þar í borg, aðallega við hraðritun, áður en hún hóf störf hjá sendiráðinu. Hún fór snemma úr foreldrahúsum. Faðir hennar var séra Páll Stephensen, prestur í Holti í Önundarfirði, og móðir hennar var Helga Þorvaldsdóttir, dóttir Þor- valds Jónssonar, læknis á Ísafirði. Anna Stephensen var sögð glæsi- leg kona, grannvaxin, há og svaraði sér vel. Hún átti fallegt heimili þar sem gestum þótti gott að koma, og hún naut þess að vera með fólki, bæði heima hjá sér og að heiman, meðan heilsa leyfði. Hún var ágæt- lega gefin, átti gott safn bóka og las mikið. „Hún lánaði mér oft bækur og henni á ég að þakka, hve snemma ég kynntist verkum ýmissa danskra höfunda, þ. á m. Karenar Blixen, sem hún hafði miklar mætur á. Anna var mjög músíkölsk, spilaði vel á pí- anó og oft var sungið með glöðum vinum á heimili hennar, einkum fyrr á árum. Hún sótti leikhús og tón- leika, og aldrei gleymi ég safni henn- ar af prógrömmum, sem hún hélt til haga lengi vel. Þar mátti sjá, að hún lét ekki listviðburði framhjá sér fara,“ skrifaði Anna Snorradóttir. Sigurður Nordal, sem um tíma var sendiherra í Kaupmannahöfn, skrifaði um Önnu 1969: „Hún hefur einstöku sinnum í fjarveru sendi- herra, að því er eg hygg fyrst ís- lenzkra kvenna gegnt starfi sendi- fulltrúa (chargé d’affaires). Hún hefur vissulega notið sín þar eigi síð- ur en í daglegu starfi í skrifstofunni, því að hún er framar öllu dama, glæsileg kona og tíguleg í fram- göngu. Eg vona, að þær konur, sem að líkindum eiga eftir að verða sendiherrar Íslands í framtíðinni, gleymi ekki forgöngu hennar.“ Konan sem ruddi brautina  Utanríkisþjónusta Íslands á 80 ára afmæli  Karlar lengst af í helstu áhrifastöðum  Hér segir frá Önnu Stephensen sem fyrst kvenna hlaut diplómatísk réttindi en fékk aldrei sendiherrastöðu Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Karlavígi Skjaldarmerki konungs fjarlægt í Washington 17. júní 1944. F.v.: Þórhallur Ásgeirsson, Henrik Sv. Björnsson og Thor Thors sendiherra. Anna Stephensen 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Segja má að utanríkisþjónustan hafi eins og aðrar valda- miðstöðvar Íslands lengst af verið karlaklúbbur þar sem kon- ur voru í aukahlutverki. Þetta sést vel á gömlum myndum úr starfseminni þar sem nánast eingöngu er karla að sjá. Störfin í sendiráðunum voru afar eftir- sótt, ekki síst embætti sendi- herra, enda fylgdu þeim margs konar hlunnindi og kjör á tíma þegar ferðalög til útlanda voru munaður og neysluvörur hér heima takmarkaðar. Það var utanríkisráðherra á hverjum tíma sem ráðstafaði þessum embættum og störfum og lengi framan af var horft til stjórn- málalegra og fjölskyldulegra tengsla. Ekki var óalgengt að ungir menn sem gengu í utan- ríkisþjónustuna ættu feður eða frændur sem þar voru fyrir. Engu að síður voru Íslend- ingar yfirleitt heppnir með sendimenn sína í útlöndum. Þetta voru hæfileikamenn sem gegndu jafnan störfum sínum af samviskusemi og vandvirkni. Sumum tókst að ná góðum samböndum í stjórnkerfum ríkjanna þar sem þeir störfuðu og gat það verið afar þýðingar- mikið fyrir íslenska hagsmuni. Var lengst af karlaklúbbur UTANRÍKISÞJÓNUSTAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.