Morgunblaðið - 11.04.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 11.04.2020, Síða 27
hamfarir og óveður, skafla, faraldra og plágur. Og inn til him- insins eilífu dýrðar þegar yfir lýkur og við getum ekki meir. Ég fel mig því hon- um. Um leið og ég hlýði Víði. Til hamingju með sigur lífsins Til hamingju með að hafa verið valin í lið lífsins og fá að spila með til sigurs. Jafnvel þótt einstaka viðureignir kunni að tapast munum við að lokum standa uppi sem sig- urvegarar. Vegna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Dauðinn er síðasti óvinurinn sem að engu verður gjörður. Því lífið hef- ur og mun sigra. Guð gefi okkur öllum gleðilega páska. Sanna upprisuhátíð, þrátt fyrir allt. Fögnum og gleðjumst yfir sigri lífsins og lifum í þakklæti. Hann hefur kallað okkur til góðra verka. Að standa saman og lifa í samhjálp, sátt og samlyndi. Í banda- lagi ástúðar, kærleika og friðar. Með einlægri kærleiks-, sam- stöðu- og friðarkveðju. Lifi lífið! Nú þegar heims- byggðin hefur verið lömuð og veit ekki sitt rjúkandi ráð hefði það verið svo gott fyrir okkur öll að þessum langa föstudegi, sem við höfum verið að upp- lifa undanfarnar vikur, lyki svo með sigri lífs- ins á páskunum. Þar sem við hefðum getað komið saman og fagn- að saman yfir sigri lífsins. Það hefði verið eitthvað svo mikilvægt og svo táknrænt. En nú verður staðreyndin önnur og við þurfum að takast á við þá breyttu mynd með nýjum og ögr- andi hætti. Sjálfur hafði ég tekið að mér og hlakkaði til að fá að leiða guðsþjón- ustuna í Fríkirkjunni við Tjörnina á páskadagsmorgun en af því verð- ur ekki af augljósum ástæðum. Ætli ég messi þá bara ekki yfir böngsunum mínum í staðinn eins og ég gerði reglulega í stofunni heima þegar ég var fimm ára? Aðalmálið er Aðalmálið er þó að Jesús lifni við í hjörtum okkar og fái að lifa þar, alla daga, alla tíð, alla leið. Hann sem sagði: „Ég er upp- risan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ „Ég lifi og þið munuð lifa.“ „Ekki mun ég skilja ykkur eftir munaðarlaus.“ „Ég verð með ykkur alla daga, allt til enda veraldar.“ Hver á annars meiri kærleika en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína? Hvað þá svo þeir fái lifað um eilífð? Fylgjum honum. Hann mun ekki aðeins fylgja okkur og leiða. Heldur taka okkur sér í fang og bera okkur í gegnum dimma dali, Með lífið í hjartanu Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. » Aðalmálið er að Jes- ús lifni við í hjörtum okkar og fái að lifa þar alla daga, alla tíð, alla leið. Hann sem sagði: „Ég lifi og þið munuð lifa.“ UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020 Eftir að áskorendamótinuvar frestað í miðjum klíð-um á dögunum færðistskákin alfarið yfir á net- ið. Hér á landi eru haldin netmót á hverjum einasta degi og mikið líf í tuskunum. Það segir auðvitað tals- vert um aðlögunarhæfni skák- arinnar og möguleikar á framsetn- ingu virðast takmarkalausir. Vinsælasti vefurinn er án efa chess- .com og þegar greinarhöfundur leit þar inn sl. miðvikudag höfðu verið tefldar í kringum fimm milljónir skáka þann daginn. Meðlimafjöldinn nálgast 40 milljónir. Aðaláhyggjuefni á þessum vett- vangi snýst um tölvusvindl en hug- búnaður vefþjónanna er öflugur og ef upp kemst um svindl er viðkom- andi umsvifalaust settur í keppnis- bann. Við bestu aðstæður á alvarlegri mótum, t.d. með tímamörkum at- skáka, eru keppendur hafðir í sama rými, hver með sína tölvu með inn- byggða myndavél sem fylgist með hverri hreyfingu. Þannig voru t.d. aðstæður þegar Puffins, sterkasta netskáksveit sem íslenskt lið hefur getað stillt upp, tók þátt í efstu deild Pro league fyrir nokkrum miss- erum. Þar leit dagsins ljós ein skemmtilegasta viðureign sem greinarhöfundur hefur teflt á net- inu, merkilega innihaldsrík miðað við tímamörkin, 15 2. Franska liðið sem við mættum var geysisterkt og ég fékk það hlutverk að mæta Vac- hier-Lagrave. Þær skylmingar sem fram fóru hófust fyrir alvöru í 25. leik, tóku smá hlé í 42. leik, en síðan kom 48. leikur svarts, lærdómsríkur um margt: Pro league 2018: Vachier-Lagrave – Helgi Ólafs- son Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5 Rc6 4. 0-0 Bd7 5. c3 Rf6 6. He1 a6 7. Bc4 b5 8. Bf1 Bg4 9. a4 b4 10. h3 Bxf3 11. Dxf3 g6 12. d3 Bg7 13. Be3 Rd7 14. Hc1 0-0 15. Rd2 Hb8 16. Dd1 f5 17. exf5 gxf5 18. g3 e5 19. Bg2 Ra5 20. f4 exf4 21. Bxf4 Re5 22. Bd5+ Kh8 23. Rf3 bxc3 24. bxc3 c4?! Hæpið. Eftir 24. … Rxf3+ 25. Dxf3 Rb3 er staðan í jafnvægi. 25. dxc4 Rb3 26. Rd4?! Rxa1 27. Hxa1 Hb2?! „Vélarnar“ mæla með 26. … Df6 til að svara 27. Re6 með 27. … Hfc8 og hanga á liðsvinningi sínum. 28. Re6 Db6+ 29. c5! dxc5 30. Rxg7 c4+ 31. Dd4! Ekki 31. Kh1 Rd3! og svartur vinnur. Nú eru góð ráð dýr! 31. … Dxd4 32. cxd4 Rd3! Ekki eins dýr og þér haldið! Mikl- ar vonir voru nú bundnar við c- peðið. 33. Bh6 Betra var 33. Rh5. 33. … Hf6! 34. Bxc4! Með hugmyndinni 34. … Hxh6 35. Rxf6 og 36. Bxd3. 34. … Rf2! 35. Bc1 Rxh3 36. Kh1 Hc2 37. Bb3 Hc3 38. Rh5 Hfc6 Báðir biskupar hvíts eru í upp- námi. Hvað skal nú til varnar verða? 39. Bb2! Hxb3 40. d5+ Hxb2 41. dxc6 Hc2 Liðsafli er aftur jafn. Er c6-peðið ekki að falla? 42. Hb1! Nei! Hann hótar máti á b8! 42. … Kg8 43. Hb6 Kf7 44. Hxa6 Kg6! Vandi hvíts liggur í slæmri stöðu riddarans og lélegri kóngsstöðu. 45. Rf4+ Rxf4 46. gxf4 Kh5 47. Hb6 Kg4! 48. Kg1 Ekki 48. a5 Kg3! 49. Hb3+ Kxf4 o.s.frv. 48. … Hc5! Setur góða bremsu á frípeð hvíts. 49. Kf2 Kxf4 50. a5 Hxa5 51. Hb4+ Kg5 Í tímahraki beggja var hann að vonast eftir 51. … Ke5 52. c7 Hc5 53. Hb5! o.s.frv. en ég hefði samt átt að leika kónginum til e5 því að í stað 52. … Hc5 má leika 52. … Ha2+! og síð- an 53. … Hc2. 52. Hc4 Ha8 53. c7 Hc8 54. Hc6 Kf4 55. Hc4 Ke5 56. Kf3 Kd6 57. Kf4 Hxc7 58. Hxc7 Kxc7 59. Kxf5 h5 60. Kg5 h4 61. Kxh4 – Jafntefli. Krókur á móti bragði – á netinu! Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Chessbase Harður í horn að taka Vachier- Lagrave. Bjarni Einarsson handrita- fræðingur fæddist 11. apríl 1917 á Seyðisfirði. Foreldrar hans voru Einar Jónsson og Stefanía Sigríður Arnórsdóttir. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og cand.mag.-prófi í ís- lenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1943. Með háskólanámi var Bjarni blaðamaður við Þjóðviljann og síðan fréttamaður hjá Rík- isútvarpinu 1945-46. Hann stundaði síðan fræðistörf og kennslu. Hann dvaldist í Kaup- mannahöfn 1946-1958, vann þar á Árnasafni og gerðist fyrsti sendikennarinn í íslensk- um fræðum við Hafnarháskóla. Frá 1958 til 1965 var hann ís- lenskukennari við Vélskóla Ís- lands og 1965-1972 lektor í ís- lenskum fræðum við Óslóarháskóla, og þar varði hann doktorsritgerð sína. Frá 1972 til 1987 var Bjarni hand- ritasérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Bjarni vann við fræðistörf svo að segja til hinsta dags, og liggja eftir hann fjölmargar út- gáfur, fræðibækur og ritgerðir. Eiginkona Bjarna var Sig- rún Hermannsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 1919, d. 2020. Börn þeirra eru fimm. Bjarni lést 6.10. 2000. Merkir Íslendingar Bjarni Einarsson Við erum sérfræðingar í malbikun Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.