Morgunblaðið - 11.04.2020, Síða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
60 ára Hjalti ólst upp á
Seljavöllum í Nesjum og
er kartöflubóndi þar.
Hann er búfræðingur
frá Bændaskólanum á
Hvanneyri. Hjalti er for-
maður Búnaðarfélags-
ins í Nesjum og formað-
ur sóknarnefndar Bjarnaneskirkju.
Maki: Birna Jensdóttir, f. 1953, húsfreyja
og bóndi á Seljavöllum.
Dætur: Halldóra Hjaltadóttir, f. 1985, og
Fjóla Dögg Hjaltadóttir, f. 1990. Dóttur-
dóttir er Halldóra Inés. Sonur Birnu frá
fyrra hjónabandi er Þorbjörn Gíslason, f.
1971, dóttir hans er María.
Foreldrar: Egill Jónsson, f. 1930, d. 2008,
bóndi á Seljavöllum, búnaðarráðunautur
og alþingismaður, og Halldóra Hjaltadóttir,
f. 1929, d. 2017, húsfreyja á Seljavöllum.
Hjalti Egilsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ekki reyna að ráðskast með aðra í
dag. Forgangsröðun er lausnin. Njóttu þess
að hjálpa öðrum. Hvíld er góð.
20. apríl - 20. maí
Naut Gerðu náunganum greiða, hann skilar
sér margfalt aftur. Góð bók er það sem þú
þarft í dag. Ekki setja öll eggin í sömu skál.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú er kominn sá tími að þú getur
haldið áfram með verk sem hefur legið í
láginni í nokkurn tíma. Njóttu þess að hvíla
þig eftir vinnutörn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Heimili og fjölskylda eru megin-
viðfangsefni þín í dag. Hafðu nánar gætur á
fjármálunum; þar má ekkert út af bregða.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vinnufélagarnir beita þig þrýstingi til
að breyta um verklag, en það er þér á móti
skapi. Hugsaðu þig vandlega um áður en þú
fjárfestir í einhverju jafnvel þótt þér finnist
það nauðsyn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér finnst hægt miða með starfs-
framann en vertu róleg/ur. Farðu eftir
sannfæringu þinni og þá mun þér farnast
vel.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarf að eiga við fólk með harða
skel, en þú getur vel náð til þess ef þú
reynir. Reyndu að fækka óþarfa ferðum í
búðina.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Verkefnin hrannast upp sem
þarf að klára en þér finnst það bara
skemmtilegt. Þú þrífst á hraða og spennu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er kominn tími til þess að
ágreiningsefni þín og vina þinna verði
jöfnuð. Þú ættir að snúa þér að áhugamáli
þínu af fullum krafti.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert búinn að ná sambandi við
rétta fólkið sem getur látið draum þinn ræt-
ast. Að hika er sama og að tapa. Þú hefur of
miklar áhyggjur sem skila þér engu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú verðurðu að hægja aðeins á
þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegn-
um persónuleg mál sem þola enga bið.
Vertu óhrædd/ur við að leita aðstoðar á
þeim sviðum sem ekki eru á þínu valdi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú færð tækifæri til að gera hluti
sem þú hefur aldrei komið nálægt áður.
Komdu auga á skemmtanagildið í öllum að-
stæðum.
ég væri enn að skipa fólki fyrir:
„borðaðu þetta, gistu þarna og
farðu þangað“.“
m.a. um Læknadaga, Arctic Circle
og Natófundi. Bræður mínir sögðu
að ég hefði ekkert skipt um starf,
Ó
lafía Björk Bjarkadótt-
ir er fædd 11. apríl
1950 á Akureyri en
flutti suður árið 1954,
fyrst í Kópavog og
síðan til Reykjavíkur. Hún var í
sveit í Fagraskógi við Eyjafjörð
hjá Auði Björnsdóttur, frænku
sinni, og Magnúsi Stefánssyni á
hverju sumri frá 6 til 16 ára ald-
urs.
Björk gekk í Kársnesskóla,
Austurbæjarskóla og Gagnfræða-
skóla Austurbæjar. Hún fór síðan
í Húsmæðraskólann á Varmalandi
í Borgarfirði 1968-1969 og upp úr
1990 í öldungadeild Verzlunar-
skóla Íslands og varð stúdent það-
an. Hún fór síðan í Háskólann í
Reykjavík árið 1998 og útskrif-
aðist þaðan með diplóma í við-
skiptafræði árið 2000.
Björk dvaldi í Svíþjóð 1967-1968
sem au pair hjá Hannesi Hafstein
sendiherra, vann hjá Æskulýðs-
ráði í Tónabæ 1969-1972 og varð
síðan fangavörður. „Ég var beðin
um að leysa af í fangageymslu lög-
reglunnar í viku árið 1972 og sú
vika varð óvart að 26 árum.“ Hún
var í fimmtán ár á lögreglustöð-
inni á Hverfisgötu, varð varðstjóri
í Hegningarhúsinu á Skólavörðu-
stíg 1987 og síðan yfirfangavörður
fangelsa á höfuðborgarsvæðinu
1988. Þá voru þrjú fangelsi á höf-
uðborgarsvæðinu: kvennafang-
elsið, Síðumúlafangelsið og Hegn-
ingarhúsið, og um 40 fangaverðir.
„Þegar ég byrjaði að taka á
móti barnabörnum fyrstu fang-
anna minna fannst mér komið nóg
og fór í háskólanám. Flóttaleiðin
mín úr fangelsinu var því Háskól-
inn í Reykjavík. Ég þurfti síðan
sumarstarf eins og hin börnin í
skólanum og sá auglýst starf í
ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu Ís-
lands og var þar þangað til ég lét
af störfum fyrir aldurs sakir um
áramótin 2018-2019.“
Björk var verkefnastjóri og sá
um ráðstefnur á vegum ferðaskrif-
stofunnar, stórar og smáar, en
ráðstefnurnar voru frá 10 manns
og allt í upp í 2.000. „Við sáum
Björk var formaður Fanga-
varðafélagsins frá 1976 til 1998, en
þegar hún varð yfirfangavörður
passaði ekki að vera formaður
lengur. Hún sat í stjórn Norræna
fangavarðasambandsins 1980-1988
og var fyrsta konan í stjórn þess,
og er heiðursfélagi. Björk var í
barnaverndarnefnd Mosfellsbæjar
í tvö kjörtímabil, eða átta ár, á
áttunda áratugnum og var formað-
ur seinna kjörtímabilið.
Áhugamál Bjarkar eru ferðalög
og lestur og sumarbústaðurinn
sem er í Oddsholti í Grímsnesi.
„Aðaláhugamálið er samt barna-
börnin og langömmubarnið.“
Fjölskylda
Eiginmaður Bjarkar er Kristján
Friðriksson, f. 26.10. 1945, fyrr-
verandi verksmiðjustjóri hjá
Kornax. Þau eru búsett í Mos-
fellsbæ. Foreldrar Kristjáns voru
hjónin Friðrik Jóhannsson, f.
28.11. 1913, d. 9.9. 1998, og Sól-
veig Þorgilsdóttir, f. 29.8. 1912, d.
8.12. 1965.
Börn Bjarkar og Kristjáns eru
1) Kristín Sólveig Kristjánsdóttir,
f. 27.9. 1972, læknir í Danmörku.
Fyrrverandi maki er Bergsveinn
Jóhannesson blikksmiður og börn
þeirra eru a) Auður Agla Berg-
sveinsdóttir, f. 26.10. 1992, maki
hennar er Oliver Storgaard og
sonur þeirra er Kristján Noah og
b) Jóhannes Tumi Bergsveinsson,
f. 6.11. 1999. 2) Bjarki Elías Krist-
jánsson, f. 18.9. 1974, tæknilegur
þróunarstjóri hjá Capacent, bú-
settur í Mosfellsbæ. Maki er Hel-
ena Katrín Hjaltadóttir, aðstoð-
arskólastjóri í Dalskóla, og börn
þeirra eru Lea Björk Bjarkadótt-
ir, f. 18.8. 2006, og Ari Kristján
Bjarkason, f. 2.1. 2009. Börn Hel-
enu og fósturbörn Bjarka eru
Andri Ágústsson, f. 8.12. 1997, og
Matthildur Birta Sveinsdóttir, f.
13.10. 2001. Dóttir Kristjáns er
Sesselja Kristjánsdóttir, f. 4.6.
1970, óperusöngkona, búsett í
Reykjavík.
Alsystkini Bjarkar eru Stefán
Elías Bjarkason, f. 4.4. 1952, fyrr-
Björk Bjarkadóttir, fyrrverandi fangavörður og verkefnastjóri – 70 ára
Stórfjölskyldan Á sjötugsafmæli Kristjáns fyrir fimm árum.
Hélt áfram að skipa fólki fyrir
Með langömmubarninu Björk og
Kristján Noah í mars síðastliðnum.
Systkinin Björk er fyrir miðju
myndarinnar sem var tekin 1982.
40 ára Jón Trausti
ólst upp á Flateyri til
l4 ára aldurs en hefur
búið í Vesturbæ
Reykjavíkur síðustu
árin. Hann er með BA-
gráðu í heimspeki frá
Háskóla Íslands og er
ritstjóri og framkvæmdastjóri Stund-
arinnar.
Börn: Sólon Snær Traustason, f. 2005,
og Vera Traustadóttir, f. 2012.
Systkini: Róbert Reynisson, f. 1974,
Hrefna Sigríður Reynisdóttir, f. 1977,
Símon Örn Reynisson, f. 1988, og Harpa
Mjöll Reynisdóttir, f. 1996.
Foreldrar: Halldóra Jónsdóttir, f. 1956,
félagsliði, búsett í Hveragerði, og Reynir
Traustason, f. 1953, ritstjóri Mannlífs,
búsettur í Njarðvík.
Jón Trausti Reynisson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Halldóra Inés
Aguirre fæddist 31. október
2019 kl. 14.24 á Landspít-
alanum. Hún vó 3.514 g og
var 52 cm löng. Foreldrar
hennar eru Fjóla Dögg
Hjaltadóttir og Juan Manu-
el Aguirre de los Santos.
Nýr borgari
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ESTRO Model 3042
L 164 cm Leður ct. 15 Verð 365.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,-
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.