Morgunblaðið - 11.04.2020, Page 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Sagnaflokkur Kristínar Helgu Gunn-
arsdóttur um uppátæki Fíusólar er
væntanlegur á rússnesku og verða
sögurnar, sem hafa komið út á sex
bókum hér, gefnar út með sama formi
af forlaginu Gorodets með uppruna-
legum teikningum Halldórs Bald-
urssonar.
Fyrsta bókin um
Fíusól kom út árið
2004 og fjórar til á
næstu árum á eftir
og slógu sögurnar
strax í gegn hjá ís-
lenskum les-
endum. Meðal
unnenda sagnanna
voru börn
hjónanna Tanyu
Zharov og Lárusar
Jóhannessonar, Mikael, Katrín og
Sofia, og segja má að það sé þeim að
þakka að Fíasól birtist senn rúss-
neskumælandi börnum.
Tanya, sem er aðstoðarforstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, á rússneska
foreldra en flutti til Íslands með móð-
ur sinni þegar hún var sjö ára gömul.
Faðir hennar, Boris Zharov, starfaði
áratugum saman sem kennari í
dönsku við háskólann í Pétursborg, og
í mörg ár áður en hann fór á eftirlaun
sem deildarforseti norrænudeildar-
innar og kenndi þá líka forníslensku.
Boris hefur þýtt mikið úr dönsku og
norsku gegnum tíðina og er sérfræð-
ingur í verkum H.C. Andersens. Þeg-
ar hann kom í heimsókn til fjölskyldu
sinnar á Íslandi árið 2008 voru barna-
börnin spennt fyrir Fíusól og þegar afi
þeirra snéri heim voru fyrstu bæk-
urnar um stelpuna með í för.
„Ég tók upphaflega með mér heim
til Pétursborgar tvær bækur um Fíu-
sól og ákvað að prófa að þýða þær á
rússnesku,“ segir Boris í bréfi til
blaðamanns. „Ég var lengi með þá
fyrstu en sú næsta gekk betur.“
Kynnast óþekktarorminum
Boris kom aftur til Íslands árið 2014
og þá kom Tanya á fundi þeirra Krist-
ínar Helgu, sem var þá orðin formaður
Rithöfundasambands Íslands. Tanya
segir að Boris hafi síðan lokið við að
þýða fyrstu fimm bækurnar og tekið
að reyna að koma þeim á framfæri við
forlög. Nokkrum sinnum munaði litlu
að það tækist. En hann kynnti Fíusól
fyrir nemendum.
„Þegar ég var að kenna nemendum
í norrænu deildinni í Pétursborg forn-
íslensku ákvað ég að prófa að leyfa
þeim að lesa um Fíusól sem ég átti of-
an í skúffu og var hægt að nota sem
kynningu á nútímaíslensku,“ segir
Boris. „Nemendunum fannst hún
skemmtileg og ég man að einn sagði
að það væri einhver sameiginlegur
þráður við Íslendingasögurnar.
Ég hef þýtt töluvert úr dönsku,
norsku og sænsku og fór að leggja
það í vana minn að nefna alltaf við út-
gáfur sem voru að biðja mig um að
þýða eitthvað úr þeim tungumálum að
ég ætti tilbúna þýðingu um íslensku
stelpuna Fíusól. Það tók margar til-
raunir sem ekki höfðust en nú er loks-
ins komið að því að Fíasól komi út í
Rússlandi, hjá útgáfunni Gorodets,
svo að rússneskir krakkar og full-
orðnir geti kynnst þessum óþekkt-
arormi,“ segir Boris.
Ótrúlega skemmtilegt
Forsvarsmenn vinafélags Norður-
landa sem starfrækt er í Moskvu
fengu leyfi hjá Kristínu Helgu og
Boris til að birta þýðingar tveggja
sagna á vef félagsins og þar hafa þær
talsvert verið lesnar, og meðal annars
af nemendum skóla í Moskvu. „Þetta
er skóli með norrænar tengingar og
ég hef verið á skæpfundi með þeim,
þar sem við ræddum um Fíusól – og
líka Halldór Laxness,“ segir Kristín
Helga og gleðst yfir því að rúss-
neskumælandi börn fái að kynnast
sögunum. „Mér finnst það ótrúlega
skemmtilegt, tær snilld!“ segir hún.
Og Fíasól vekur greinilega áhuga;
einhverjir hafi leitað til mannanafna-
nefndarinnar í Moskvu og sótt um að
skíra barn Fíusól en því hafi verið
hafnað.
Tanya hefur verið föður sínum inn-
an handan við þýðingarnar og hefur
einnig séð um samskiptin við rúss-
neska forlagið og samningagerð. Hún
las fyrstu þýðingarnar yfir og nú þeg-
ar viðræður við forlagið í Rússlandi
fóru af stað þá kom í ljós að Kristín
Helga hafði bætt við bók um stelpuna
fyrir jólin 2018 og Boris hóf þýðingu á
henni. „Hann hefur þýtt hana á síð-
ustu vikum og ég lesið prófarkirnar,“
segir Tanya sem aðstoðaði Boris einn-
ig við að átta sig á merkingu nýrra
orða í íslensku, til að mynda hvaða
leikföng væru á óskalista Fíusólar.
Upphaflega sýndi rússneska forlag-
ið lítinn áhuga á að nota svarthvítar
teikningar Halldórs, vildi láta teikna
nýjar eða lita þær, að sögn Tanyu. En
þegar íslensku bækurnar voru sendar
til forlagsins breyttist hljóðið í útgef-
endunum sem þóttu þær einstaklega
fallegar og nú munu sögurnar koma
út með sama hætti, sex talsins, með
teikningunum. „Útgáfusamningarnir
eru undirritaðir en vírusinn sem hefur
alls staðar áhrif hefur valdið okkur
áhyggjum. En forlagið segir okkur að
bækurnar komi út og það er mjög
ánægjulegt,“ segir Tanya.
Þýðandinn Boris Zharov, þýðandi Fíusólar, með Tanyu dóttur sinni, Lárusi Jóhannessyni manni hennar og barna-
börnunum Mikael, Katrínu og Sofiu. Mynd tekin er Boris kom 2008 og vildi heimsækja söguslóðir Egils sögu.
Fíasól heldur til Rússlands
Heimsókn til afabarnanna á Íslandi, aðdáenda Fíusólar, kom þýðandanum Boris Zharov á sporið
Kristín Helga
Gunnarsdóttir
Bandaríska söngvaskáldið John
Prine er látinn 73 ára að aldri. Bana-
mein hans var lungnabólga af völd-
um COVID-19-veirunar en hann
hafði tvisvar glímt við krabbamein.
Þrátt fyrir að Prine hafi aldrei náð
verulegri almannahylli með tónlist
sína, sem flokkast undir kántrí- og
þjóðlagatónlist, þá hefur hann ára-
tugum saman haft mikil áhrif í
tónlistarheiminum, og einkum
vestanhafs, og verið í miklum met-
um hjá öðrum tónlistarmönnum á
borð við Bob Dylan, Kris Krist-
offerson og Bruce Stringsteen sem
bæði tróðu upp með Prine og fluttu
lög hans.
Prine er minnst sem einstaks
sögumanns, sem flutti áhrifamikla
texta sína, í senn ádeilukennda og
fyndna með sinni grófu röddu. Þá
var hann þekktur fyrir kynningar
sínar milli laga á tónleikum en þær
gátu verið æði langar, alls kyns sög-
ur og hugleiðingar sem rötuðu sum-
ar hverjar inn á tónleikaplötur og
eru lengri en sum lögin.
Prine var lítt þekktur túbador
þegar Kristofferson heyrði hann ár-
ið 1970 leika á klúbbi. Kristoffersson
kynnti hann fyrir útgefendum og í
kjölfar þess kom fyrsta platan út ár-
ið 1971, kölluð einfaldlega John
Prine. Á henni eru mörg þekktustu
lög tónlistarmannsins allt til þessa
dags, eins og „Sam Stone“, „Hello in
There“ og „Angel From Montgo-
mery“ sem varð mjög vinsælt í með-
förum Bonnie Raitt en sú varð oft
raunin með lög Prine, þau urðu vin-
sælli í flutningi annarra. En Prine
hélt áfram að koma fram og senda
frá sér plötur fram á síðustu ár.
Þegar Bob Dylan var árið 2009
beðinn um að nefna sín eftirlætis
söngvaskáld setti hann Prine í efsta
sætið og sagði texta hans vera
hreina tilvistarheimspeki í anda Pro-
usts, „fullkomin miðvesturríkja-
hugarferðalög. Og hann semur gull-
falleg lög.“
Söngvaskáldið virta
John Prine látinn
Virtur Prine tekur við Grammy--
verðlaunum sem hann hlaut 2006.
Veiðivefur
í samstarfi við
Stefnt er að
því að kvik-
mynda tíu
þátta röð
um Fíusól og
ævintýri
hennar hér á
landi. Kristín
Helga vinnur
að handriti
ásamt kan-
adískum
höfundi,
Carly May
Borgstrom, en framleiðendur
þáttanna eru Hlín Jóhannes-
dóttir og fyrirtæki hennar Ursus
Parvus, og Junafilms í Þýska-
landi.
„Við Carly May sátum saman
í fyrrasumar og skrifuðum
handritið en það var kominn
styrkur fyrir það og handritið á
að vera tilbúið í vor,“ segir
Kristín Helga og bætir við að
framleiðendur vinni nú að því
að stækka hópinn sem kemur
að framleiðslunni.
„Fíasól verður því alíslensk,
tekin upp hér. Það vefst ekki
fyrir evrópskum stöðvum, þar
er allt sjónvarpsefni hvort sem
er döbbað.
Við skrifum á ensku, því Carly
May er með mér í því, en svo
verður skemmtilegt að þýða
textann aftur yfir á íslensku fyr-
ir leikarana. Það er því nóg að
gera hjá Fíusól! Bókin sem kom
út haustið 2018, Fíasól gefst
aldrei upp, er upplagið í þátt-
unum en sögurnar eru orðnar
svo margar að þar er heill heim-
ur af ævintýrum og uppákomum
að moða úr en hún glímir við
ýmis vandamál sem börn á
Vesturlöndum eiga sameig-
inleg,“ segir Kristín Helga.
Tíu þátta röð
um Fíusól
GERA SJÓNVARPSÞÆTTI
Fíasól teiknuð af
Halldóri Baldurssyni.